Norðurland


Norðurland - 25.03.1977, Blaðsíða 1

Norðurland - 25.03.1977, Blaðsíða 1
NORÐURIAND 12. tölublað Föstudagur 25. mars 1977 2. árgangur Stækkun Fjórðungssjúkrahússins stað áætlaðra 8 ára? Með hverju árinu sem líður fjarlægjumst við meir og meir áætlun vinstri stjórnarinnar um stækkun Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri á árabilinu 1972—1980, svo að það rúmaði 240- 250 sjúkrarúm alls. Er með núverandi byggingahraða stefnt á 20-25 ára byggingatíma í stað 8 ára. Á þetta bendir Torfi Guð- Þar minnir Torfi ma. á, að laugsson framkvæmdastjóri í 1971 ákváðu þáverandi réð- viðtali í starfsmannablaði herrar heilbrigðis- og fjár- Fjórðungssjúkrahússins, „Smá mála framtíðarþróun sjúkra- vegis“, sem kom út nú í mars. hússins, þjónustuhlutverk þess Nyjung í skólastarfi Fingraför tekin af nemendunum Sú nýjung í skólastarfi hér- lendis fer fram í héraðsskólan um að Varmahlíð um þessar mundir, að skólastjórinn safn ar fingraförum nemenda (nán ar tilgreint strákanna) með Leikskóli í Lundar- hverfinu Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið samkvæmt tillögu fé- lagsmálaráðs að næsta skref í dagvistunarmálum verði bygg ing leikskóla í Lundarhverfi. Einsog oft hefur komið fram í Norðurlandi er ástand- ið í dagvistunarmálum bæjár ins vægast sagt illþolandi og er skemmst að minnast áskor unar 850 bæjarbúa um að bætt verði hið fyrsta úr skorti á dagheimilisplássum. Þrétt fyrir mikla þörf á dagheimil- um telur félagsmálaréð að leikskólaþörf sé enn brýnni og leysi vanda fleiri fljótar og því er mælt með byggingu lei'kskóla fremur en dagheim- ilis nú. Leikskólinn í Lundarhverfi á að rísa á lóðinni milli Lund arskóla og leikvallar og er ætlaður fyrir 80 börn þe. tvær 20 barna deildir fyrir hádegi og tvær síðdegis. Byggt verð- ur samkvæmt staðlaðri teikn- ingu menntamálaráðuneytis- ins. Á fjárhagsáætlum bæjarins þetta árið var samþykkt að verja 9 millj. kr. til dagvistun arhúsnæðis. tæknilegri aðstoð lögreglunn- ar á Sauðárkróki. Herferð þessi hófst með skyndiáhlaupi fyrir tveim vik um síðam, en áður en orustan var á enda dátt einhverju fórnarlambanna í hug að spyrja um skriflega heimild frá sýslumannsemibættinu til aðgerðanna. Ekki gátu lög- reglumenmirnir né skólastjór- inn sýnt slíkt ðkjal og neituðu þá nokkrir nemendanna að gangast undir slíkar geðþótta- aðgerðir þrátt fyrir fortölur og hótanir um valdbeitingu, sem aðrir glúpnuðu fyrir. Að lókum stóðu 3 eftir og náðust ekki fingraför af þeim. Vofir hótunin enn yfir þeim, sem ekki létu sér segjast og skap- ar það að sjálfsögðu óróa og slæma vinnuaðstöðu í skól- anum. Þessar aðgerðir voru fram- kvæmdar án þess að foreldr- ar barnanna eða barnavernd- arnefndir sveitarinnar fengju éður um þær að vita og á þeim tíma þegar sýslumaðurinn og yfirlögregluþjónn héraðsins voru fjarverandi, en börnin eru á aldrinum 13—16 ára. Tilefni þessara aðgerða var að dregin voru að vínföng í félagsheimili sveitarinnar vegna þorrablóts sem halda átti 19. feb. Þann 18. feb. kem ur í Ijós, að einn kassinn er horfinn af birgðunum og fannst hamn ekki þrátt fyrir mikla leit utan húss og innan. Urðu menn að stilla drykkju sinni í hóf á blótinu. Daginn eftir fannst svo kassinn, að Framhald á 3. síðu. og starfssvið. Sjúkrahúsið skyldi vera almennt sjúkra- hús fyrir Akureyri og nær- sveitir, sérfræðisjúkrahús fyr- ir Norðurland og hluta Aust- urlands og aðal varasjúkrahús landsins utan höfuðborgar- svæðisins með tilliti til al- mannavarna. Sjúkrahúsið skyldi þannig búið tækjakosti og sérmenntuðu starfsliði, að það gæti leyst af hendi flest öll þau verkefni, sem nú eru unnin á sjúkrahúsum héar á landi. Jafnframt var ákveðin fyrrnefnd stækkun á 8 árum. Á þessu ári verður unnið við svokallað kjarnahús sjúkrahússins og það gert fok helt fyrir næsta vetur, segir Torfi í viðtalinu. Þar verður til húsa röntgendeild, slysa- deild, göngudeild, skurðdeild og gjörgæsludeild á 1. og 2. hæð, geymslur o.fl. í kjallara. Fjárveitingar til nýbygg- inga FSA á þessu ári eru 130 milljónir frá ríki og 23 millj.’ frá Akureyrarbæ. URNAT0 30. mars — baráttudagur herstöðva- HERINN BURT andstæðinga Baráttusamkoma á Breiðumýri kl. 9 Næsti miðvikudagur er 30. mars, sem her- stöðvaandstæðingar hafa lýst yfir sem bar- áttudegi gegn her í landi, gegn herstöðv- um, gegn erlendri ásælni, gegn hernaðar- stefnu, gegn yfirdrottnun auðvaldsins. Efni NORÐUBLANDS er að miklum hluta helgað deginum, í leiðara og með opnugrein. f Reykjavík efna herstöðvaan- stæðingar til baráttufundar í Háskólabíói á þessum degi og hér norðanlands eru það mývetningar sem efna til baráttusamkomu að Breiðumýri, og hefst hún kl. 9. Jónas Jónsson frá Ystafelli og Einar Krist jánsson frá Hermundarfelli verða ræðu- menn fundarins, Alþýðuleikhúsið verður með söngvadagskrá og mývetningar flytja samfellda dagskrá með ljóðum og upprifj- un sögulegra staðreynda. Þess er vænst að herstöðvaandstæðingar sem víðast að úr nágrannabyggðunum sæki fundinn. Nokkrir félagar af Akureyri hyggjast fara austur og eru þeir sem áhuga hafa á að slást með í förina beðnir aíj. hafa samband í síma 21875 (Norðurland). Sífellt fleiri gerast liðsmenn Samtaka herstöðvaandstæðinga einsog best kom í ljós í geysifjölmennri Keflavíkurgöngu í júní sl. ár, en á myndinni að ofan sést hún koma niður Bankastræti í Reykjavík að kvöldi dags. 20 ára byggingatími í * Erindi Jóns Bjömssonar á kirkjuviku 2. síða - Leikið í Hrísey 3. síða " 30. mars opna -

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.