Norðurland - 03.12.1986, Blaðsíða 1

Norðurland - 03.12.1986, Blaðsíða 1
3. desember Miðvikudagur 17. tölublað 11. árgangur Eiðsvallagötu 18 Pósthólf 492 602 Akureyri Sími 2-18-75 SÍS-fyrirtæki halda launum niðri Samkvæmt launakönnun kjararannsóknarnefndar greiddi Iðnaðardeild S(S 4,6% lægri laun en að meðaltali voru greidd fyrir verksmiðjuvinnu í apríl s.l. Norðurland fjallaði fyrir íjórum vikum um niðurstöður kjararannsóknarnefndar í könnun sem gerð var á því hvaða laun voru greidd í apríl s.l. Þar var m.a. dregin fram sú niðurstaða að meðallaun eru hvað lægst þar sem samvinnu- hreyfingin hefur hvað mest ítök í atvinnulífinu, án þess að dregin væri sérstök ályktun um ástæður þess. Einnig var sagt frá því að Akureyri, og raunar Eyjafjarðarsvæðið allt, væri láglaunasvæði samkvæmt þess- ari könnun. Birgir Marinósson, starfs- mannastjóri Iðnaðardeildar SÍS, Þingmenn Norðurlandskjör- dæmis eystra hafa, að frum- kvæði Steingríms J. Sigfússon- ar, lagt fram þingsályktunartil- lögu um að ríkisstjórninni verði falið að láta fara fram rækilega úttekt á möguleikum þess að Akureyrarflugvöllur þjóni sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug. Að undanförnu hefur nokkuð verið rætt um að varaflugvöllur fyrir millilandaflug verði staðsett- ur við Sauðárkrók og þykir sá staður fýsilegur með tilliti til veðurfars og landfræðilegrar legu og hefur hann nokkuð fram yfir Eyjafjörð í þeim efnum. Sama gildir raunar um Egilsstaðaflug- völl. Hins vegar benda þing- mennirnir í greinargerð sinni með tillögunni á að kostnaður við bæði byggingu og rekstur slíks flugvallar yrði til muna lægri ef honum yrði valinn staður á Akur- eyri, en ef annar hvor hinna stað- anna yrði fyrir valinu. Einnig sé í sjónmáli ný tækni í flugleiðsögu sem geri aðstöðumuninn á Akur- eyri og Sauðárkróki mun minni en nú er. í gær samþykkti bæjarstjórn Akureyrar einróma tillögu Sig- ríðar Stefánsdóttur bæjarfulltrúa um að lýsa yfir fullum stuðningi við títtnefnda þingsályktunartil- lögu. Fram hafa komið hugmyndir um að Mannvirkjasjóður NATO kynni að vilja taka þátt í bygg- ingu varaflugvallar við Sauðár- krók. Alþýðubandalagsþing- menn hafa varað sterklega við öllum slíkum hugmyndum, enda ljóst að Mannvirkjasjóður hafði samband við blaðið og skýrði frá því að á verksmiðjum SÍS á Akureyri hefðu verið greiddar að meðaltali 31016 krónur til Iðjufélaga í apríl síð- astliðnum á sama tíma og með- allaun Iðjufélaga hefðu verið 28688 krónur á mánuði. Þá er reiknað með bónus, vaktaálagi, óunninni yfirvinnu, fæðis- og flutningsgjaldi og öðrum greiðsl- um í aðalstarfi. í ljósi þessara upplýsinga taldi Birgir ómaklegt að tala um að Sambandsverk- smiðjumar héldu launum niðri eða greiddu lægri laun en aðrir. Ármann Helgason, starfsmað- ur Iðju, sagði að vissulega væm upplýsingar Birgis réttar en það NATO leggur ekki fé í aðrar framkvæmdir en þær sem, ef ekki að öllu leyti þá a.m.k. að ein- hverju leyti eru ætlaðar til hern- aðarnota. Sjá einnig frétt frá Samtökum herstöðvaandstæðinga hér á síð- unni. -yk. í haust lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn á Alþingi um framlög íslenska ríkisins til þróunarsamvinnu og hjálparstarfs. Fyrirspurn Steingríms var í 6 liðum og í þeim fyrsta var spurt hvernig miðaði framkvæmd á sam- þykkt Alþingis frá 28. maí um að auka framlög til þróunar- samvinnu í áföngum. í svari utanríkisráðherra við þessari spurningu segir: „Pegar ályktun Alþingis var samþykkt 1985 námu framlög ríkissjóðs til þróunarsamvinnu og alþjóðlegr- ar hjálparstarfsemi 0.073% af þjóðarframleiðslu þess árs. í ár er áætlað að þetta hlutfall verði 0.062%. Stefnt skyldi að því sam- væri villandi að bera laun starfs- fólks Iðnaðardeildarinnar saman við önnur laun Iðjufélaga og væri Ekki var nú á byrðina bætandi. Þróunarhjálp: kvæmt ályktuninni að þessi fram- lög næmu 0.7% af þjóðarfram- leiðslu eftir sjö ár, þ.e. árið 1992.“ f svari við öðrum lið fyrir- spurnar Steingríms kemur fram að áætlað er að á næsta ári verði varið 0.054% af þjóðarfram- leiðslu og er samkvæmt því Ijóst að ekki miðar áfram heldur afturábak í því að framfylgja þeirri þingsályktunartillögu sem samþykkt var vorið 1985 og getið er hér að framan. Margt fleira athyglisvert kem- ur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Steingríms. M.a. að á sama tíma og ísland var í 2. til 7. sæti meðal OECD-ríkja s.l. 10 ár hvað varðar þjóðarfram- leiðslu á mann var framlag þess nær að bera þau saman við þau laun sem greidd eru fyrir sam- bærileg störf. Mynd: -yk. til þróunarhjálpar svo skammar- lega lítið að ekki hefur þótt taka því að færa það inn í skýrslur OECD um þróunaraðstoð og er ísland eina OECD-landið sem svo er ástatt um. Af framansögðu má ljóst vera að ef íslensk stjórnvöld ætla að standa við samþykkt Alþingis frá því í fyrra þarf framlag ríkisins til þróunaraðstoðar að þrettánfald- ast á næstu 5 árum og ef á að standa við samþykkt OECD- ríkja, sem ísland er aðili að, þarf framlagið að nítjánfaldast sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, en samþykktin gerir ráð fyrir að vel- megnandi ríki verji sem svarar einu prósenti af þjóðartekjum til þróunarhjálpar. -yk. Ef litið er á meðallaun verk- smiðjufólks á landinu öllu í niðurstöðum kjararannsóknar- nefndar kemur í ljós að þau voru í apríl s.l. 32450 sem er 4.6% hærra en meðallaun hjá Iðnaðar- deildinni. í>ví er svo við þetta að bæta að þeir Iðjufélagar sem ekki starfa hjá Iðnaðardeildinni, og eru með enn lægri meðallaun en þar eru greidd, eru flestir í vinnu hjá KEA eða öðrum Sambandsfyrir- tækjum á svæðinu. Niðurstaðan af þessu öllu virð- ist því vera sú að þær tölur sem fram hafa komið um laun starfs- manna Sambandsverksmiðjanna á Akureyri styrkja þá skoðun að Samvinnuhreyfingin beri nokkra ábyrgð á því að Akureyri er lág- launasvæði. -yk. SHA ályktar: Gegn auknum umsvifum NATO Samtök herstöðvaandstæð- inga hafa sent frá sér eftirfar- andi ályktun í tilefni af umræðu sem fram hefur farið að undanförnu um að NATO taki þátt í að byggja varaflug- völl á Sauðárkróki. „Samtök herstöðvaandstæð- inga lýsa yfir eindreginni and- stöðu við framkomnar hugmynd- ir um að varaflugvöllur við Sauð- árkrók verði kostaður með fé úr mannvirkjasjóði NATO. Þær yfirlýsingar forsætisráðherra að ekki verði um herflugvöll að ræða benda til þess að annað hvort sé ríkisstjórnin svona illa upplýst eða hún sé vísvitandi að reyna að slá ryki í augu almenn- ings. Ljóst er að mannvirkjasjóð- ur NATO styrkir ekki gerð milli- landaflugvallar hér á íslandi nema um leið verði samið um hernaðarleg not af vellinum. Á sama tíma og ratsjárstöðvarnar sem nú er verið að reisa verður flugvöllurinn enn ein viðbótin við hernaðarumsvif Bandaríkjahers og NATO hér á landi hvað svo sem forsætisráðherra kýs að kalla þessi mannvirki. Telja samtökin mál til komið að talsmenn víg- væðingar hér á landi fari að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Áformin um varaflugvölinn hafa opnað augu margra fyrir því hversu langt stjórnvöld virðast fús til að ganga í hernaðarupp- byggingunni hér á landi. Samtök herstöðvaandstæðinga fagna yfir- lýsingu Kirkjuþings um þetta mál og taka undir með Kirkjuþingi að kominn sé tími til að íslendingar fari að hugsa sinn gang varðandi hervæðingu landsins." Framlagið þarf að n ítjánfaldast - ef á að standa við samþykkt OECD-ríkja

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.