Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 HANDKNATTLEIKUR Brasilía – Ísland 30:33 Balneário Camboriú, Brasilíu, vináttu- landsleikur karla, miðvikudaginn 16. júní 2010. Gangur leiksins: 4:0, 6:4, 11:7, 12:13, 13:16, 15:22, 23:29, 25:31, 30:33. Mörk Íslands: Arnór Þór Gunnarsson 6, Oddur Gretarsson 6, Rúnar Kárason 6, Ólafur Guðmundsson 4, Vignir Svavarsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 2, Sturla Ás- geirsson 2, Þórir Ólafsson 2, Arnór Atlason 1, Snorri Steinn Guðjónsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16/1, Pálmar Pétursson 2/1. Pálmar var í mark- inu síðustu fimm mínútur leiksins, annars stóð Björgvin Páll vaktina.  Seinni leikur liðanna fer fram í kvöld og hefst kl. 20.30 að íslenskum tíma. KNATTSPYRNA 1. deild kvenna B Fjarðabyggð/Leiknir – ÍBV.................... 1:4 Staðan: ÍBV 5 5 0 0 32:2 15 Selfoss 4 4 0 0 25:5 12 ÍR 6 4 0 2 14:15 12 Fjarðab./Leikn. 4 2 0 2 8:12 6 Sindri 5 2 0 3 11:16 6 Fjölnir 4 1 1 2 2:12 4 Fram 6 0 2 4 5:19 2 Höttur 6 0 1 5 5:21 1 3. deild karla D Leiknir F. – Magni ................................... 5:1 Staðan: Dalvík/Reynir 4 4 0 0 15:1 12 Leiknir F. 4 2 1 1 8:5 7 Magni 5 2 1 2 7:11 7 Draupnir 3 1 1 1 5:10 4 Einherji 3 1 0 2 4:5 3 Huginn 4 1 0 3 5:7 3 Samherjar 3 0 1 2 2:7 1 í kvöld KNATTSPYRNA 1. deild karla: Akureyrarvöllur: KA – Fjölnir ................ 19 ÍR-völlur: ÍR – Leiknir R ......................... 20 Akranesvöllur: ÍA – Njarðvík .................. 20 2. deild karla: Húsavík: Völsungur – KS/Leiftur............ 20 Sandgerði: Reynir S. – KV ....................... 20 Ásvellir: ÍH – Víkingur Ó ......................... 20 3. deild karla: Hrafnagil: Samherjar – Dalvík/Reynir ... 19 HM í dag C-riðill: Slóvenía – Bandaríkin ............................... 14 England – Alsír..................................... 18.30 D-riðill: Þýskaland – Serbía............................... 11.30 Íslenska landsliðið í handknattleik vann það bras- ilíska með þriggja marka mun, 33:30, í vináttulands- leik í bænum Balneário Camboriú í Brasilíu í fyrri- nótt. Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13, eftir að hafa verið undir lengst af hálf- leiknum. Íslenska liðið réð lögum og lofum í síðari hálfleik og náði mest sjö marka forskoti. Hafði það mikið að segja að Björgvin Páll Gústavsson varði vel í marki Íslands í síðari hálfleik og í síðari hluta fyrri hálfleiks. Þjóðirnar mætast aftur í kvöld. Byrjunin var ekki glæsileg hjá íslenska liðinu því Brasilíumenn voru mun ferskari á upphafsmínútum leiksins og skoruðu fjögur fyrstu mörkin. Á stuttum kafla seint í fyrri hálfleik tókst íslenska liðinu að snúa leiknum sér í vil. Þá breyttu þeir stöðunni úr 7:11 í 13:12 og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum. Í upphafi síðari hálfleiks tókst Íslendingum að gera nánast út um leikinn með góðri byrjun og komust í 22:15. Það var ekki fyrr en á lokamín- útunum sem heimamönnum tókst að saxa á forskotið. Eyfirsku hornamennirnir Arn- ór Þór Gunnarsson og Oddur Grétarsson voru markahæstir með sex mörk ásamt Rúnari Kárasyni. Ólafur Guðmundsson kom næstur með 4 mörk. Þessir fjórir eiga ekki marga A- landsleiki að baki. Ingimundur Ingimundarson og Ásgeir Örn Hallgrímsson voru ekki með vegna smá- vægilegra meiðsla. Snorri Steinn Guðjónsson bar fyrirliðabandið eins og í leikjunum gegn Dönum á dögunum. iben@mbl.is/kris@mbl.is Ungu mennirnir atkvæðamestir Oddur Grétarsson Tvö af stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni í knattsp enal, mætast í fyrstu umferð deildarinnar 14. ágúst, e birt í gær. Tottenham og Manchester City eigast líka en leikur liðanna fer fram á White Hart Lane í Londo stóran leik í annarri umferð, gegn Manchester City á Englandsmeistarar Chelsea hefja titilvörnina á hei WBA og Manchester United fær nýliða Newcastle í he ið, Blackpool, sem leikur í efstu deild í fyrsta skipti í 4 gegn Wigan. Þessi lið mætast í fyrstu umferðinni 14. ágúst: Asto Blackburn – Everton, Blackpool – Wigan, Bolton – Fu Liverpool – Arsenal, Man. Utd – Newcastle, Sunderla enham – Man. City, Wolves – Stoke. Þessi lið mætast í 2. umferðinni 21. ágúst: Arsenal – ingham – Blackburn, Everton – Wolves, Fulham – Ma erpool, Newcastle – Aston Villa, Stoke – Tottenham, West Ham – Bolton, Wigan – Chelsea. vs@mbl.is Liverpool – Arsenal í Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is Argentínumönnum gengur vel að standa undir væntingum í upphafi HM í Suður-Afríku og í gær burst- uðu þeir Suður-Kóreu 4:1 og eru komnir með sex stig eftir tvo leiki í B-riðli. Gonzalo Higuaín sló í gegn og skoraði þrennu og fylgdi þannig eftir góðri frammistöðu hjá Real Madrid í vetur. Grikkir hristu af sér slenið og unnu Nígeríu 2:1. Grikk- land og Suður-Kórea eru þá bæði með þrjú stig. Diego Armando Maradona er þegar búinn að stela senunni á HM eins og reiknað var með. Lið hans er þó betur samstillt en almennt var gert ráð fyrir því mikið hefur verið gert úr reynsluleysi Maradona í þjálfun. „Við viljum halda áfram að spila eins og við höfum gert. Við er- um á réttri leið en viljum þó ekki byrja strax að velta fyrir okkur mögulegum andstæðingum í næstu umferð. Allir í okkar liði vilja spila af eðlilegri getu og andrúmsloftið er gott í hópnum. Við fundum það í að- dragandanum og við finnum það núna,“ sagði Maradona á blaða- mannafundi að leiknum loknum gegn Suður-Kóreu. Hann sagðist einnig vera mjög ánægður með spilamennskuna því það sé ekki auð- velt að slípa liðið til þegar 90% leik- manna spila í Evrópu. Hvað sem þjálfarahæfileikum Maradona líður þá spila Argent- ínumenn alla vega af ástríðu í keppninni. Stemningin virðist vera mikil og góð í leikmannahópnum og leikmennirnir virðast trúa því að þeirra örlög séu að verða heims- meistarar. Argentínu skortir sjaldn- ast frambærilega knattspyrnumenn og liðið er ávallt nefnt á meðal þeirra sem geta unnið HM. Það er hins vegar athyglisvert að liðið hef- ur ekki komist lengra en í átta liða úrslit frá því að Maradona leiddi lið- ið í úrslitaleikinn árið 1990. Grikkir sýndu sparihliðarnar Nígeríumaðurinn Sani Kaita hleypti Grikkjum inn í leik liðanna þegar hann lét reka sig af leikvelli á 33. mínútu, en þá var Nígera 1:0 yfir með marki Kalu Uche á 16. mínútu. Kaita lenti í stimpingum við Toro- sidis út við hliðarlínu þegar ekkert virtist vera að gerast. Kaita missti stjórn á sér eitt andartak og spark- aði til Torosidis af litlu tilefni. „Ég tek sökina á mig. Ég ber ábyrgðina og vil biðja alla afsökunar á þessu. Ég vildi óska þess að ég gæti spólað til baka. Þetta er hins vegar stað- reynd og dómarinn tók ákvörðun sem þýðir að mitt lið á mikla vinnu fyrir höndum. Ég gæti hafa komið í veg fyrir tækifæri á að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Kaita þegar fjölmiðlamenn gripu hann að leiknum loknum. 1:0 gæti nægt Nígeríu Þrátt fyrir að Nígeríumenn sitji á botni riðilsins án stiga þá eiga þeir engu að síður raunhæfa möguleika á að komast áfram. Fari svo að Arg- entína klári dæmið og vinni Grikk- land þá nægir Nígeríu 1:0 sigur á Suður-Kóreu til þess að stela 2. sæt- inu og komast áfram. Þá yrði Níg- ería með markatöluna eitt mark í mínus en keppninautarnir báðir með a.m.k. tvö mörk í mínus. Að sama skapi eru Argentínu- menn ekki öruggir um að komast áfram þó annað sé mjög ólíklegt. Þeir þyrftu að fá skell gegn Grikkj- um og Suður-Kórea þyrfti einnig að vinna Nígeríu stórt til þess að senda Argentínumenn heim að lokinni riðlakeppninni. Reuters Marksæknir Argentísku framherjarnir Lionel Messi, Gonzalo Higuain og Sergio Agüero fagna marki. Mikil barátta um að komast upp úr B-riðli  Nígería án stiga en á góða möguleika á að komast áfram Argentína – Suður-Kórea 4:1 1:0 Park Chu-Young 17. (sjálfsm.) 2:0 Gonzalo Higuaín 33. 2:1 Lee Chung-Yong 45. 3:1 Gonzalo Higuaín 76. 4:1 Gonzalo Higuaín 80. Lið Argentínu: Romero – Jónas, Demichel- is, Samuel (Burdisso 23.), Heinze – M.Ro- dríguez, Mascherano, Messi, di Maria – Hi- guaín (Bolatti 82.), Tévez (Agüero 75.) Lið Suður-Kóreu: Sung-Ryong – Beom- Seok, Yong-Hyung, Jung-Soo, Young-Pyo – Chung-Yong, Sung-Yueng (Na-Mil 46.), Ji-Sung, Jung-Woo, Ki-Hun – Chu-Young (Dong-Gook 81.) Dómari: Frank de Bleeckere, Belgíu. Áhorfendur: 82.174. Grikkland – Nígería 2:1 0:1 Kalu Uche 16. 1:1 Dimitrios Salpingidis 44. 2:1 Vasileios Torosidis 71. Lið Grikklands: Tzorvas – Kyrgiakos, Vyntra, Papadopoulos, Torosidis – Karago- unis, Tziolis, Sokratis (Samaras 37.), Katsouranis, Salpingidis – Gekas (Ninis 79.) Lið Nígeríu: Enyeama – Odiah, Yobo, Shittu, Taiwo (Echiejile 55.) (Afolabi 77.) – Kaita, Etuhu, Odemwingie (Obasi 46.), Haruna, Uche – Yakubu. Rautt spjald: Sani Kaita (Nígeríu) Dómari: Oscar Ruiz, Kólumbíu. Áhorfendur: 31.593. Staðan: Argentína 2 2 0 0 5:1 6 S-Kórea 2 1 0 1 3:4 3 Grikkland 2 1 0 1 2:3 3 Nígería 2 0 0 2 1:3 0 Leikir sem eftir eru: 22.6. Nígería – Suður-Kórea................ 18.30 22.6. Grikkland – Argentína ................ 18.30 B RIÐILL Frakkland – Mexíkó 0:2 0:1 Javier Hernández 64. 0:2 Cuauhtémoc Blanco 79. Lið Frakklands: Lloris – Sagna, Gallas, Abidal, Evra – Govou (Valbuena 69.), Tou- lalan, Ribéry, Diaby, Malouda – Anelka (Gignac 46.) Lið Mexíkó: Pérez – Osorio, Moreno, Ro- dríguez, Salcido – Juárez (Hernández 55.), Márquez, Torrado – Giovani, Franco (Blanco 62.), Vela (Barrera 31.) Dómari: Khalil al Ghamdi, Sádi-Arabíu. Áhorfendur: 35.370. Staðan: Úrúgvæ 2 1 1 0 3:0 4 Mexíkó 2 1 1 0 3:1 4 Frakkland 2 0 1 1 0:2 1 Suður-Afríka 2 0 1 1 1:4 1 Leikir sem eftir eru: 22.6. Mexíkó – Úrúgvæ ........................ 14.00 22.6. Frakkland – Suður-Afríka .......... 14.00 A RIÐILL Reuters Sigurmark Vasileios Torosidis tryggir Grikkjunum sigur. Þjóð endu Suðu mæt riðli við s vonb vilja „T bjug sárir land virka R Stefán SölviPétursson aflraunamaður sigraði í keppn- inni Sterkasti maður Íslands en keppnin fór fram í gær og í fyrra- dag. Keppnin hefur verið hald- in frá árinu 1985 og er ein sú elsta sinnar tegundar í heiminum. Keppt var í átta greinum og fjöldi áhorf- enda lagði leið sína til að berja kraftajötnana augum. Benedikt Magnússon hafnaði í öðru sæti og þriðji var Hafþór Júlíus Björnsson. Með sigrinum tryggði Stefán sér þátttökurétt í keppninni um Sterk- asta mann heims sem fram fer síðar á árinu.    Cuauhtémoc Blanco skoraðiseinna mark Mexíkó í 2-0 sigr- inum á Frökkum í kvöld og varð þar með þriðji elsti markaskorari HM- sögunnar. Blanco var 37 ára og 151 dags gamall þegar hann skoraði í gær úr vítaspyrnu. Blanco er þjóð- hetja í Mexíkó og þetta afrek dreg- ur varla úr vinsældum hans í heima- landinu. Roger Milla frá Kamerún á metið en hann var 42 ára og 39 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Kamerún á móti Rússum á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Svíinn Gunnar Gren átti metið þar á undan en hann skoraði á HM í Svíþjóð árið 1958 þá tæplega 38 ára gamall. Gren var samherji Alberts Guð- mundssonar hjá stórliði AC Milan á fimmta áratug síðustu aldar. Fólk sport@mbl.is Reyn gam

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.