Hamar - 24.12.1952, Blaðsíða 1

Hamar - 24.12.1952, Blaðsíða 1
........ \ UW»J .. hlV hv®P 6 Ir #>/ .\'v' ^ •„„iii £■£........ .................. :::::::;;................................. Dr. tbeol. Friðrib Friðrikssoo; Jðlaboðskapur engilsins %>4 %"'"/Á """„J Lúk. 2, 10—11. „Verið óhræddir, því sjá ég boða tjður mikinn fögmið sem veitast mun öllum lýðnum, ]>ví að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Drottinn Kristur í borg Davíðs“. Marga jólasálma eigum vér gull fallega í sálmahók vorri, en ég held að enginn sé glæsi- legri en jólasálmur Valdimars Briem: í dag er glatt, nr. 18 í sálmabókinni. Hann er svo fullur af lyftingu og ektafögnuði, enda gjörir nú líka lagið sitt til. Oft þegar ég hef sungið liann með í kirkj- ■unni, hefur mér orðið jólaundrið svo raun- verulegt og nálægt. Eg man allt af eftir Aðfangadagskvöldinu árið 1909. Mér har að hafa kvöldsönginn í Dómkirkjunni kl. 6 síðdegis. Kirkjan var svo yfirfyllt af fólki að ekki einasta var hvert sæti setið, heldur var staðið á hverjum auðum hletti, alveg út fyrir dyr. Þetta var venja þá á hverju jólanæturkvöldi, og urðu margir að hverfa heim án þess að komast inn. Loftið var þrungið af jólahrifningu og hátíð. Ég stóð fyrir altarinu meðan sungnir voru sálmarnir fyrir prédikun; það var enginn tónsöngur. Svo eftir snilldarlegt „forspil“ hjá Brynjólfi organleikara Þorlákssyni, hyrjaði sálmurinn „í dag er glatt i döprum hjörtum!“ Ég varð gripinn af slíkri hrifningu og eldmóði að því verður ekki með orðum lýst. Ég held að ég hefði ekki orðið forviða þó augu mín hefðu opnazt og ég séð friðarengilinn standa liægra megin við altarið. Mér fannst kórinn með Ijósadýrðinni á altarinu vera orðinn að „dýra- stalli lágum“, og þegar söngflokkurínn og hinn stóri söfnuður söng: „Sá Guð, er öll á himins hnoss, varð hold á jörð og hýr með oss“, fannst mér lioldtekju undrið opnast fyrir anda mínum og gagntaka mig og verða mér svo nálægt, — og taka alla hræðslu hurtu. Þegar svo söngkórið með hemluðum röddum söng: „A himni næturljósin loga, svo Ijúft og stillt og rótt“, þá fanst mér eins og þakið af hinu yfirfyllta rúmi væri horfið og rúmið uppsvelgt af óendanleika alheimsins, eða óendanleikinn rúmlaus væri hyrgður inni í hinu litla kirkju- rúmi og fylla sál mína óendanlegum friði og Jolasáliiiur Einu sinni í ættborg Davíðs ofur hrörlegt fjctrhús var, fátæk móðir litverp lagði lítið barn í jötu þar, móðir sú var meyja hrein, mjúkhent reifum vafði svein. Kom fjrá hæðum hingað niður hann, sem Guð og Drottinn er, jatan varð hans vaggan fyrsta, vesælt skýli kaus hann sér; snauðra gekk hann meðal manna, Myrkrið þekkti' ei ljósið sanna. Móður blíðri barnið helga bernsku sinnar dögum á hlýðni sýndi' og virðing veitti, vann það starf, er fyrir lá. Kristin börn í bernskurann breyta vilja eins og hann. Æska hans var æsku vorrar æðst og sönnust fyrirmynd; hann var lítill, óx með aldri, átti bros og táralirid. Hann því skilur hryggð í geði, hann er með í leik og gleði. Loks vér sjá hann fáum frelsuð fyr' hans blóð og sáttargjörð, því það barn svo blítt og hlýðið ber nú allt á himni' og jörð, börn sín leiðir áfram öll upp til'sín í dýrðarhöll. Ei á jörð í jötu lágri jólabarnið sjáum þá. Við Guðs hægri hönd hann situr. hann þar fáum vér að sjá, er við stól Guðs standa glöð stjörnum lík hans börn í röð. fögnuði. Ég fann að ég svitnaði allur við þá sterku hugsun að eftir nokkrar mínútur ætti ég aumur og vesæll maður að koma fram fyr- ir hinn stóra söfnuð með hlutverk engilsins til þess að kunngjöra mér og öðrum hinn mikla friðar- og gleðihoðskap eilífra jóla. Og þennan sama hoðskap flyt ég nú les- endum blaðs þessa. Nú eru liðin 43 ár síðan hið umrædda jólakvöld en sannleiksgildi hoð- skaparins er það sama og þá. Ég er orðinn gam all og grár og gröfin er hálf opnuð fyrir fót- um mínum. Ég hef síðan séð tvær stórar heims styrjaldir geisa yfir mannkynið, en friðarsöng- ur englanna hefur ekki daprast fyrir það. Friðurinn á jörð er ríkari nú en fyrir hálfri 10. öld síðan. Hann var fyrst fluttur friðvana mannkyni, því nú á þessum jólum 1952 er hann virkileiki í milljónum trúaðra manna og kvenna á þessari hlóðdrifnu öld, víðsvegar um heiminn. Og friðurinn magnast með hverjum þeim, sem persónulega taka á móti boðskapn- um: „Sjá, í dag er þér frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Sá sem í anda og sannleika tekur hinn fædda, kross- festa og upprisna frelsara og Guðsson inn í lijarta sitt í lifandi trú og trausti, hefur þegar öðlast þann frið, sem ekkert ófriðarhál á jörð getur að engu gjört. Og friður á jörðu vex með skara heilhuga trúaðra manna, þangað til friðarhöfðinginn sjálfur kemur. Og hann kemur. Þá renna upp hin fullkomnu friðarjól. Og er ég nú hið yður öllum gleðileg jól, þá langar mig til að enda með þessu ójólalega versi, — sem getur verið vinsamleg áminning til þjóðarinnar um það að láta jólin glæða hjá oss friðarliuga innbyrðis, og góðvilja hverir til annarra. Versið er svona: Sturlunga öldin steypti’ oss í vanda stefndi’ oss í þrældóm annarra landa. Hátt, hátt, lyftum landsins fána látum ei sundrung vekja oss eymd og tjón 9 Í

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.