Hamar - 04.10.1953, Blaðsíða 1

Hamar - 04.10.1953, Blaðsíða 1
Forseti Islands og frú hans í opinberri heimsókn í Hafnarfirði Sunnudaginn 27. sept. s. 1. koinu forseti íslands hr. Asgeir Ásgeirsson og forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar. Fór bæjarstjórn Hafnarfjarðar á móti forseta- lijónunum inn að Álftanesvegamótum og fylgdu þeim til bæjarins. Forsetahjónin í Hellisgerði. Bæjarútgerð Haínarfjarðar kaupir togarann Elliðaey. - Kaupverðið er 5,3 milljónir krðna. Á aukafundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, sem haldinn var kl. 1.30 s. 1. föstudag, voru samþykkt- ir bráðabirgðasamningar þeir, sem gerðir voru fyrir nokkru um kaup á togaranum Elliðaey. Kaupverðið er kr. 5,5 milljónir, en frá því dragast kr. 200 þúsund, sem Bæjarútgerð Vestmannaeyja tekur þátt í standsetningu skipsins. Raunverulegt kaupverð skipsins, í því ástandi, sem það nú er í, er því kr. 5,3 millj. Móttakan í Hellisgerði. Hellisgerði var valið til að taka á móti forsetahjónunum og fór fólk að safnast þar saman nokkru fyrir kl. 3. Veður var lúð ákjósanlegasta. Laust eftir kí. 3 komu forsetahjónin í fylgd með bæjarstjórn Hafnarfjarðar, bæjarfógeta og móttökunefnd. Skátar og íþróttafélögin stóðu heiðursvörð með íslenzka fána og félagsfána við Hellisgötuna og í Hellisgerði, þar sem forseta- hjónin fóru um. Þegar þau gengu í Gerðið, færði lítil telpa forforsetafrúnni blóm og Lúðra- sveit Hafnarfjarðar lék: „Þú hýri Hafnarfjörður“. Þá flutti bæjarstjórinn, Helgi Hannes- son, ræðu og bauð forsetahjón- in velkomin. Lúðrasveit Hafnar- fjarðar lék. Forseti Islands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, flutti ræðu og minntis Hafnarfjarðar og hafnfirzks athafnalífs, að því loknu söng karlakórinn Þrestir nokkur lög undir stjórn séra Garðars Þorsteinssonar. Gerðið skoðað. Eftir móttökuathöfnina skoð- uðu forsetahjónin Hellisgerði undir leiðsögn Ingvars Gunnars- sonar garðvarðar og Kristins J Magnússonar form. Magna. Að því loknu ávarpaði form. Magna, Kristinn J. Magnússon, rorstahjónin og færði þeim að giöf litaða ljósmynd úr Hellis- gerði. Forseti þakkaði gjöfina og minntist Magna með nokkrum orðum. Á meðan forsetahjónin dvöldu í Gerðinu, lék Lúðrasveit Hafnarfjarðar undir stjórn Albert Klahn, ættjarðarlög og að lokum lék hún þjóðsönginn. Stofnanir skoðaðar. Eftir athöfnina í Hellisgerði heimsóttu forsetahjónin vistfólk á Elliheimilinu síðan skoðuðu þau Raftækjaverksmiðjuna h.f., heimsóttu Flensborgarskólann og skoðuðu fiskimjölsverksmiðj- una Lýsi & Mjöl h.f. Voru sömu aðilar og áður í fylgd með forsetahjónunum. Móttaka í Alþýðuhúsinu. Að síðustu var móttaka í Al- þýðuhúsinu og dvöldust forseta- hjónin þar um hríð. Kom þar all margt manna og þá veitingar í boði bæjarstjórnar. Þar hélt for- seti ræðu og þakkaði góðar mót- tökur, en forseti bæjarstjórnar þakkaði forsetahjónunum fyrir komuna. Síðan héldu forseta- hjónin heimleiðis og fylgdi bæj- arstjórn, og fleira fólk, þeim út fyrir bæjarmörk Hafnarfjarðar. Eins og áður er sagt var veður hið bezta og var margt fólk við- statt móttökuna í Hellisgerði. Haustmarkaður Sjálfstæðisiél. Eins og að undanförnu efna Sjálfstæðisfélögin til haustmarkaðar og verður hann sunnudaginn 11. októ- ber n. k. Markað þennan halda Sjálf stæðisfélögin til fjáröflunar fyrir starfsemi sína, því eins og gefur að skilja þarf nokk- urt fé til að halda uppi öflugu og þróttmiklu flokksstarfi. Þetta er Sjálfstæðisfólki ljóst, enda hefur þátttaka þess ver- ið vaxandi í því að efla sem mest hinn árlega Haustmark- að Sjálfstæðisfélaganna. Allt Sjálfstæðisfólk er því beðið að leggja eitthvað af mörkum á einn eða annan hátt til þess, að markaðurinn á sunnudaginn kemur megi verða sem öflugastur. Innið að endurbótum á vatnsveitunni Rörin til að framlengja vatns- veituleiðsluna frá stíflunni að uppsprettulindunum komu fyrir nokkru og hefur að undanförnu verið unnið að því að grafa fyr- ir þeim og leggja þau. Var byggð þró um aðaluppsprettu- æðina og mun nú vera lokið að tengja rörin. Vegna þessarar vinnu hefur vatnið í vatnsveit- unni stundum verið mjög óhreint undanfarna daga. Með þeirri endurbót, sem nú hefur verið gerð á vatnsveitunni á það að vera tryggt, að vatnið verði ávallt hreint og gott þó að regn og hvassviðri geri. Sundhöllin tokuð Sundhöll Hafnarfjarðar verð- ui- lokuð frá hádegi sunnudag- inn 4. þ. m. og verður ekki opn- uð aftur fyrr en á föstudaginn 9. þ. m. Lokun þessi stafar af því að verið er að hreinsa laug- ina. Unnið að samningum. Að undanförnu hafa staðið yf- ir Samningar á milli Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar og Bæjar- útgerðar Vestmannaeyja, um sölu á togaranum Elliðaey til Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Var gengið frá bráðabirgða- samningi í því efni 20. sept. s. 1. í Vestmannaeyjum og mættu þar fyrir hönd Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar þeir Stefán Jónsson, Ásgeir G. Stefánsson og Gunn- laugur Guðmundsson, einnig var Guðmundur Gissurarson með í förinni. Vestmannaeyingar höfðu for- kaupsrétt. Vestmannaeyingar höfðu rétt til að ganga inn á samninga þá, sem gerðfc- voru til 1. okt., en skipið var flutt til Reykja- víkur til botnskoðunar. "Þar sem Vestmannaeyingar höfðu ekki neytt forkaupsrétt- ar síns fyrir tilskilinn tíma, var ekki annað eftir en að ganga frá kaupunum á áðurgerðum samningsgrundvelli og var því haldinn fundur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, þar sem ein- róma var samþykkt að togar- inn skyldi keyptur og var jafn- framt samþykkt heimild til handa bæjarstjóra að undir- rita samningana. Þarf mikla viðgerð. Eins og áður er sagt, er tog- arinn keyptur í því ástandi, sem hann er nú í og þarf talsvert mik ið að gera við hann og það nokkru meira en sem muni nema þeim kr. 200 þús., sem Bæjarútgerð Vestmannaeyja tek ur þátt í standsetningarkostnaði. Það má því búast við að skipið fari yfir 5,5 millj. kr., þegar það verður tilbúið til veiða. l'ekið við skuldum. Við þessi togarakaup er mjög lítil útborgun eða um ]A milljón kr. og ætlar Utvegs- bankinn að lána Bæjarútgerð- (Frarnhald á bls. 4) Þessi mynd var tekin af togaranum Elliðaeij, þegar liann kom til Vestmannaeijja í september 1947. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hefur nú keijpt skipið.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.