Morgunblaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 1
VIÐTAL
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Fimmtán ára að aldri er íslenska handknatt-
leikskonan Morgan Marie Þorkelsdóttir á leið
vestur yfir haf á morgun til að spila sína fyrstu
A-landsleiki fyrir landslið Bandaríkjanna.
Morgan er fædd og uppalin hérlendis en á hálf-
bandaríska móður og er með tvöfalt ríkisfang.
Hún hefur því getað spilað með yngri lands-
liðum Bandaríkjanna og lék með U17 og U21
liði þeirra í fyrra, en nú er komið að því að spila
fyrir A-liðið í mikilvægum umspilsleikjum við
Kanada um sæti á Ameríkuleikunum (Pan Am-
erican Games), sem eru nokkurs konar Ólymp-
íuleikar 42ja Ameríkuþjóða og fara fram í
Mexíkó næsta haust.
„Fékk sms frá vinkonum mínum“
„Þetta var bara tilkynnt á heimasíðu hand-
knattleikssambandsins í Bandaríkjunum og ég
fékk sms frá vinkonum mín-
um þar sem þær voru að óska
mér til hamingju. Ég vissi
ekkert um þetta fyrr og þetta
kom mér frekar mikið á
óvart. En ég er búin að spila
með helmingnum af stelp-
unum í liðinu og þekki þær
ágætlega.
Í U17 og U21 liðunum voru
stelpur eins og ég, sem hafa
alist upp í Evrópu og þekkja
handboltann vel. Þær sem komu frá Bandaríkj-
unum voru hins vegar ekkert vanar handbolta
heldur búnar að æfa einhverjar aðrar greinar.
Mér fannst gott að spila með þessum liðum.
Sumar stelpurnar voru auðvitað betri en ég,
sérstaklega þær sem komu frá Noregi, en mér
fannst þetta rosalega góð reynsla og mér fannst
ég bæta mig mikið á þessum tíma með þeim,“
sagði Morgan við Morgunblaðið í gær á milli
þess sem hún bjó sig undir síðasta jólaprófið
sitt á fyrsta ári sínu í MR. Morgan er nefnilega
ekki bara góð í handbolta því hún er ári á und-
an í skóla.
Getur líka leikið fyrir landslið Íslands
Hér á landi hefur Morgan, sem er rétthent
skytta, æft og spilað með 3. og 4. flokki Vals
auk þess sem hún æfir með meistaraflokknum
sem varð Íslandsmeistari í vor. Hún hefur spil-
að með U16 landsliði Íslands og gæti átt eftir
að leika með A-landsliðinu í framtíðinni, en ein-
hver vafi virðist vera á því hvaða áhrif það hef-
ur að hún spili fyrir Bandaríkin núna.
„Mér hefur verið sagt að með því að fara í
þessa leiki núna megi ég ekki spila með ís-
lenska landsliðinu í 3 ár, en það hafa aðrir þjálf-
arar sagt að ég megi það alveg. Það eru skiptar
skoðanir um þetta,“ sagði Morgan sem fær góð-
an stuðning þjálfara sinna hjá Val:
„Þjálfararnir mínir hafa hjálpað mér mjög
mikið með aukaæfingum og slíku svo ég sé upp
á mitt besta þegar ég fer út. Svo er ég í jóla-
prófunum líka þannig að það kemst ekkert ann-
að að.“
Fimmtán ára í A-landslið
Íslensk handknattleikskona á leið til Bandaríkjanna í umspilsleiki við Kanada
Á aukaæfingum hjá Val á milli þess sem hún klárar jólaprófin sín í MR
Morgan Marie
Þorkelsdóttir
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2010
íþróttir
Kvennalandsliðið Aumari persónuleikar en íslensku landsliðskonurnar hefðu lagt árar
í bát á erfiðum augnablikum á Evrópumótinu og látið öldurnar ganga yfir sig. 4
Íþróttir
mbl.is
Reuters
Sigurmark Park Ji-Sung fagnar hér markinu sem tryggði Manchester United 1:0 sigur á Arsenal og kom United á topp ensku úrvalsdeildarinnar í gær.
Logi Gunnarsson
var atkvæðamik-
ill í liði Solna
Vikings þegar
það vann sigur á
Södertälje Kings
í sænsku úrvals-
deildinni í körfu-
knattleik í gær-
kvöldi. Logi
skoraði 13 stig í
leiknum og átti 5
stoðsendingar auk þess sem hann
tók þrjú fráköst. Solna skoraði 10
síðustu stigin í 78:67 sigri.
Södertälje er áfram í 2. sæti
deildarinnar þrátt fyrir tapið en
Solna fór upp í 6. sæti með sigr-
inum. sindris@mbl.is
Logi góður
í sigri Solna
Logi
Gunnarsson
Knattspyrnu-
maðurinn Krist-
inn Steindórsson,
efnilegasti leik-
maður síðasta Ís-
landsmóts og
leikmaður Ís-
landsmeistara
Breiðabliks, er
þessa dagana til
skoðunar hjá
sænska úrvals-
deildarfélaginu Örebro. Hann mun
leika tvo æfingaleiki með liðinu í
vikunni, gegn Karlslund í dag og
Forward á fimmtudag.
Áður hafði Kristinn verið til
reynslu hjá þýska félaginu Greut-
her Fürth. sindris@mbl.is
Sá efnilegasti
hjá Örebro
Kristinn
Steindórsson
Athygli vekur að
Laugdælir eru á
meðal þeirra átta
liða sem eftir eru
í Powerade-
bikarkeppni
karla í körfu-
knattleik. Laug-
dælir leika í 1.
deild og er liðið
skipað ungum
leikmönnum úr
Menntaskólanum og ÍKÍ á Laug-
arvatni. „Ég hefði viljað fá mitt
gamla lið Skallagrím. Það hefði
verið mjög gaman,“ sagði Pétur
Már Sigurðsson, spilandi þjálfari
Laugdæla, í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Laugdælir drógust hins vegar
gegn Grindavík á útivelli. „Þetta
verður mikil áskorun og mjög
þroskandi fyrir mína menn en ég er
með mjög ungt lið. Ungmenna-
félagsandinn er í aðalhlutverki hjá
okkur. Leikmenn borga æfinga-
gjöld og standa meira og minna í
öllum rekstri sjálfir,“ sagði Pétur.
kris@mbl.is
Borga
æfingagjöld
Pétur Már
Sigurðsson