Siglfirðingur


Siglfirðingur - 24.01.1942, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 24.01.1942, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐINGUR Blað Sjálfstæðismanna á Siglufirði 15. árgangur | Siglufirði 24. janúar. 1942. | 4. tölublað LOFORÐIN OG SVIKIN í atvinnumálum Siglufjarðarkaupstaðar á síðasta kjörtímabili Eins og lesendum Siglfirðings er kunnugt, hefir verið drepið á ýmis atriði „málefnasamnings" rauðliða frá 1938, og að nokkru sýnt og sannað, hve herfilega þau kosningaloforð voru svikin. Nú skal hér enn vikið að máli þessu og tekinn sá þáttur „mál- efnasamningsins“ er fjallaði um þau mál er alþýðunni voru mest virði — atvinnumálin. Atvinnumálaþátturinn er í átta liðum og skal hann hér rakinn lið fyrir lið til að minna kjósend- ur á loforðin annars vegar og efndirnar hins vegar. Það er vita gagnslaust fyrir A- lista-menn að vera að segja fólk- inu að þessir átta • loforðaliðir hafi verið haldnir, enda er sjón sögu rikari og hver einasti sjáandi maður í þessum bæ, getur gengið úr skugga um sannleikann þegar upp eru rifjuð loforðin og menn fara að svipast um eftir afrekun- um. Hins vegar hafa A-lista-menn barið í borðið á fundum og æpt á gatnamótum, að öll loforðin háfi verið efnd, í trausti þess, að kjösendur séu búnir að gleyma hverju lofað var, því málefna- samningurinn mun vera óvíða til, enda ekki beinlínis A-lista-mönn- um ljúft, að verið sé að rifja hann upp. Skal nú vikið að „samningn- um“ um ATVINNUMÁL 1. gr. Um að bærinn kaupi og starfræki turmuverksmiðju. Eins og allir Siglfirðingar vita, hefir aldrei orðið úr þessum fram- kvæmdum. Bæjarbúum hefir jafnan verið það ljóst, að enginn verksmiðju- rekstur væri eðlilegri í höfuð- borg síldarútvegsins en einmitt tunnugerð. A-lista-menn vissu, að loforð um slíka framkvæmd var mjög líkleg til kjörfylgis, og skáru því loforðin ekki við nögl. En hins vegar vita allir Siglfirðingar, að það sem framkvæmt hefir verið í máli þessu, er eingöngu að þakka harðvítugri forgöngu og dugnaði Þorkels Clemenz og fórnarlund sjálfra verkamann- anna, sem eiga vélar verksmiðj- unnar. En hitt er mönnum gjör- samlega ljóst, að forustumenn A- listabreiðfylkingarinnar frá 1938 er í þessu máli ekkert að þakka. Efndimar á þessu loforði logn- uðust út af í aðgerðarleysi för- kólfa A-listans. 2. gr. Starfræksla Rauðku og Rauðkumálið. Um þetta mál hefir svo margt verið rætt og ritað og um það háð svo hörð barátta, ekki sízt af hendi Sjálfstæðismanna hér, að hún er öllum kunn. Hins vegar varð það fyrst ljóst almenningi af skilorðri greinargerð A. Schiöth fyrrv. bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- manna, er hann flutti um málið á laugardagsfundinum í Bíó. — Upplýsti hann að málið hefði verið þannig undirbúið af hálfu A-lista-manna, að þeir ætluðu að pukra með það bak við Sjálf- stæðismenn og gera það að sínu máli. Og ekki sízt vegna þess fékk málið þá útreið, sem raun varð á, því þeir einir höfðu enga mögu- leika til að koma því fram. Og er þeim loks varð þetta ljóst, lögðu þeir málið fyrir bæjarstjóm, en þá var komið fram í aprílmánuð, en öllum vetrinum eytt í pukur. Er hér var komið, var þróun mál- anna orðin þann veg, að málið var komið í eindaga og fullkomið öngþveiti, svo að þrátt fyrir skel- egga baráttu allra siglfirzka sjálí- stæðismanna, fékk málið þó enga áheyrn er við mætti hlýta. Og það sýnir bezt hve Sjálfstæðismönn- um hér var römm alvara í þessu máli, að tveir af aðalfulltrúum þeirra í bæjarstjóm sögðu lausu umboði sínu í mótmælaskyni og sömuleiðis formenn allra Sjálf- stæðisfélaganna þriggja hér á staðnum. Og það er víst alveg óhætt að fullyrða það, að Rauðkumálið verður aldrei leyst meðan A-lista menn eru hér í meirihluta um stjórn bæjarmála. 3. gr. Aðgerð Aðalgötu. Lofað var að steypa* eða mal- bika Aðalgötu frá Lækjargötu til Túngötu, þótt eigi stæði það beint í samningnum. Um framkvæmd- ina ber gatan þögult vitni. Og ekki mun bílstjórunum sízt kimnugt um „viðhaldið“. 4. gr. Um uppbyggingu innri hafnarinnar og dýpkun, sem átti að veita verkamönnum óbrigðula atvinnu vor og haust. Allir Siglfirðingar vita um efndirnar á þessu. Og hvar er „garðurinn út í Anleggið?“ Og allir vita, hvað gert var við uppmokstursskipið Idu, sem bæjarstjóm hefði sjálfsagt getað fengið keypt, engu síður en bæj- arstjórinn og Co. 5. gr. Um ,jiýtízku hraðfrysti- húsið“ Saga þessa máls er í stuttu máli þessi: Bæjarstjórn kýs þriggja manna nefnd í málið, þá A. Schiöth, Erl. Þorsteinsson og Gunnar Jóhannsson. A-lista-menn voru ófá'anlegir til að taka að sér formennsku nefndarinnar, svo hún lenti á Sjálfstæðisfulltrúan- um, A. Schiöth, og má óhætt full- yrða, að það var ekki sízt fyrir dugnað hans og forystu, að hrað- frystihúsið komst upp. Sjaldan eða aldrei mun þó moldvörpustarfsemi komma hafa komið betur í ljós en í þessu máli, því að á meðan þeir Erl. og Schiöth unnu að undirbúningi málsins í Rvík, dreifði komma- klíkan út margskonar óhróðri um þá báða í sambandi við þetta mál, og er nefndin skilaði endanlegum tillögum til bæjarstjórnar, skrif- aði G. Jóh. undir þær með fyrir- vara ,án þess þó að hafa getað bent á nokkrar leiðir aðrar í mál- inu, en fólust í tillögunum. En ekki tók betra við er fyrir bæjarstjómina kom. Þar tókst kommunum að fella tillögur nefndarinnar, en báru þær svo jafnharðan fram óbreyttar sem sínar tillögur, til þess að geta eignað sér málið eftir á. En svo komst nú húsið upp. En þá hefst annar þáttur komma starfseminnar, er ætti að verða lærdómsríkur fyrir verkafólk þessa bæjar. Kommaklíkan skip- aði Brynjustjóminni að gera svo háar kaupkröfur, að úr varð verk- fall og vinnudeila, en þrátt fyrir ítrekaðar samningaumleitanir og sáttatilraunir tókst ekki að leysa hana.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.