Austurland


Austurland - 29.05.1964, Blaðsíða 1

Austurland - 29.05.1964, Blaðsíða 1
Amlnrlmú Málgagn sósíalista á Austurlandi 14. árgangur. Neskaupstað, 29. maí 1964. 20. tölu,blað. Veiðihorfur og hráefnis- verð á sumarsíldveiðum Nú eru ekki nema fáar vikur þar til sumarsíldveiðarnar hefj- ast. Mikill fjöldi landsmanna og fjöldi fyrirtækja á afkomu sína mjög undir því, að síldveiðarnar gangi vel. Á þetta ekki sízt við um Austfirðinga, því atvinnulíf okkar byggist nú að langmestu leyti á síldveiðum og síldar- vinnslu. Við höfum veðjað á síld- ina og með henni föllum við og stöndum. Það er því ekkert und- arlegt þó veiðihorfur séu nú að- alumræðuefni manna á meðal. Fiskifræðingar hafa enn ekki látið mikið eftir sér hafa um veiðihorfurnar, enda eru rann- sóknarleiðangrar enn ekki lagðir af stað. Þó hefur hinn þekkti norski fiskifræðingur, Finn De- vold, látið uppi sína skoðun. 1 fiskimálaþætti Jóhanns Kúlds í Þjóðviljanum á þriðjudaginn er sagt frá viðtali, sem norsk blöð hafa birt við Finn Devold. Grein- ir þar frá því, að allt að 22% Samningafundir nólt eltir nótt Samninganefnd verklýðsfélag- anna á Austur- og Norðurlandi og samninganefnd vinnuveitenda standa í ströngu um þessar mundir. Samningafundir fara fram hjá sáttasemjara nótt eftir nótt, en ekki er vitað hvað mið- ar í samkomulagsátt. Ætlunin er, að reyna að gera heildarsamning fyrir allt verka- fólk á Norður- og Austurlandi og hafa viðræðurnar til þessa eink- um snúizt um samræmingu hinna mörgu kjarasamninga, sem til þessa hafa gilt. Jafnframt er haldið áfram við- ræðum ríkisstjórnarinnar og Al- þýðusambandsins og verður lík- lega erfitt að Ijúka samningum fyrir Norður- og Austurland fyrr en niðurstaða þeirra viðræðna liggur fyrir. Enn hefur ekki verið gripið til þess ráðs, að boða til vinnustöðv- unar austan- og norðanlands, en eins og kunnugt er, hefur samn- inganefndin fengið umboð til að boða verkfall. veiðinnar á vetrarsíldveiðunum hafi verið stór síld af árgangin- um 1950. Telur hann líklegt, að þessi stóra síld muni aðallega halda sig við Norðurland í sum- ar. En aðalsíldarmagnið telur Devold, að saman standi af ár- göngunum 1959 og 1960, og að þessi síld muni einkum halda sig við Austurland. Telur fiskifræð- ingurinn, að búast megi við góðri veiði, sem henta muni vel síldar- bræðslunum, en erfiðara geti orð- ið um gott hráefni til söltunar, þar sem árgangurinn frá 1950 muni verða mikill minni hluti veiðinnar. Eftir þessu áliti hins norska fiskifræðings að dæma, eru góðar horfur fyrir síldarbræðslurnar, en lakari fyrir söltunarstöðvarn- ar. Síldarverðið Enn hefur ekkert verið látið uppi um síldarverðið í sumar. Hjá sjómannasamtökunum hafa verið uppi all-háværar raddir um að leyfa ekki skráningu til síld- veiða fyrr en kveðið hefur verið upp úr með verðið. Er það ekki óeðlilegt, að sjómenn vilji fá að vita hvað þeir eigi að fá fyrir þá síld, sem þeir veiða, því verð- ið skiptir ekki minna máli en skiptaprósentan. Alitof oft hefur það komið fyrir, að hráefnis- verðið hafi ekki verið tilkynnt. fyrr en eftir að veiðar voru hafnar. Hráefnisverð í Noregi hefur jafnan verið miklu hærra en hér, og gildir það bæði um síld og þorsk. Það hefur vafizt fyrir mönnum að finna viðhlítandi skýringu á þessum verðmun. Að sumu leyti má þó skýra hann með okurvöxtunum íslenzku og öðrum viðreisnarfyrirbærum. Ekki verður því þó haldið fram, að hráefnisverðið þurfi að vera lægra hér vegna þess, að kaup- gjald sé hærra. Kaupið er nefni- lega miklum mun lægra hér á landi en í Noregi. 1 áðurnefndum fiskimálaþætti' Jóhanns Kúld í Þjóðviljanum er skýrt frá því, hvað hráefnisverð á síld sé í Noregi. Bræðslusíldar- verð á síld veiddri við ísland var ákveðið þegar um mánaðamótin janúar-febrúar. Veiðitímanum er skipt í tvö verðlagstímabil, hið fyrra 10,— 30. júní, en hið síðara 1. júlí— 30. september. Miðað við löndun í Noregi er verðið ísl. kr. 247.50 fyrir málið fyrra verðlagstíma- bilið, en kr. 269.10 hið síðara. — Hæsta verð, sem ég hef heyrt menn geta sér til að hér yrði greitt í sumar, er 100 kr. lægra en norska verðið. Þá eru ákvæði um verð á síld, sem afhent er í flutningaskip á miðunum hér við land. Sé síldin afhent frá veiðiskipi eða beint úr nót, en mæld til verðs hjá verk- smiðju í Noregi, er verðið á fyrra verðlagstímabilinu kr. 175.50 málið, en kr. 197.10 á síð- ara tímabilinu. Sé síldin aftur á móti mæld til verðs um borð í flutningaskipin, er verðið á fyrra tímabilinu kr. 165.15 málið, en kr. 185.40 á síð- ara tímabilinu. Sé síldin mæld lifandi beint úr nótinni, lækkar verðið um 8%. Það verð, sem hér hefur verið nefnt, er án allra uppbóta frá hinu opinbera. Það verð ættu verksmiðjurnar hér að geta greitt, ef þær ættu við að búa svipaða aðstöðu og norsku bræðslurnar. Raunar er vitað, að íslenzku bræðslurnar hafa verið færar um, að greiða talsvert hærra verð en hið skráða verð á undan- förnum árum, en mikið vantar á, að þær hefðu getað risið undir hinu norska verði, vegna hins ó- hagstæða rekstursgrundvallar, sem viðreisnin býr þeim. Sundlaugin og dagheimilið Dagheimili bæjarins tekur til starfa mánudag 1. júní. Forstöðu- kona er Sigrún Geirsdóttir frá Reykjavík. Sundlaugin tekur til starfa í næ-stu viku. Forstöðumaður henn- ar verður Matthías Ásgeirsson, iþróttakennari í Hafnarfirði. Skákkeppni í kvöld eru væntanlegir hingað frá Akureyri 14 skákmenn. Ætla þeir að keppa við Norðfirðinga, sem fengið hafa 4 menn frá Eski- firði og Egilsstöðum til að styrkja lið sitt. Mót þetta hefst með hraðskák í félagsheimilinu kl. 2 á morgun — laugardag, en á sunnudag kl. 2 hefst í barnaskólanum keppni milli heimamanna og Akureyr- inga. — Verður gaman að sjá hvernig oMcar menn standa sig. Áhorfendum er heimill aðgang- ur gegn 25 króna inngangseyri. Skólaslit Gagn- frœðaskólans í Neskaupstað Skólaslit Gagnfræðaskólans í Neskaupstað fóru fram í gær, 28. mui Nemendur skólans voru 77 í fjórum bekkjardeildum. Anuar bekkur var alveg tvískiptur, og einnig var nokkur skipr.ia.; í fyrsta og þriðja bekk. Skólinn var settur á sl. hausti 2. oktcber og lauk kennsiu í apríllok. Heilsufar var gott i skólanum. Kennarar voru alls 11, 4 fastir kennara'’ og 7 stundakennnrar Skólastjóri er Þórður Kr. Jó- hannsson. I fyrsta bekk voru 28 nemend- ur og luku allir prófi. Hæstu einkunn hlaut Margrét Ólafsdótt- ir, 9.18. Undir unglingapróf gengu 33 nemendur, og stóðust 32 prófið. Hæstu einkunn á unglingaprófi hlaut Hermann Þ. Sveinbjörns- son, 8.82. í þriðja bekk voru 16 nemend- ur. Undir miðskólapróf gengu 10 nemendur, og stóðust allir próf. Hæstu einkunn á miðskólaprófi hlaut Árni Sveinbjörnsson, 8.59. Undir landspróf miðskóla ganga 6 af nemendum þriðja bekkjar. Landsprófi lýkur í dag, Framh. á 4. slðu. Haft er í flimtingum að Sverrir Hermannsson haíi verið í hópi þeirra 60 manna, sem skoruðu á Al- þingí, að takmarka Kefla- víkursjónvarpið við Völlinn; að Sverrir hafi tekið sæti á þingi í Englandsför Jónasar að þá hafi honum verið boðið að gerast meðflutningsmað- ur að tillögu um að tak- marka sendiorku sjónvarps- ins svo, að það næði ekki út fyrír Völlinn; að varaþingmaðurinn hafi hafn- að boðinu; að þetta lýisi varaþingmanni Austfjarðaíhaldsins vel.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.