Austurland


Austurland - 10.11.1967, Blaðsíða 4

Austurland - 10.11.1967, Blaðsíða 4
4 t AUSTURLAND Neskaupstað, 10. nóvember 1967. Hálfrar aldar ráðsljórn 1917 - 7. nóvember - 1967 Tveir ólíkir dagar Hinn 9. nóvember ársins 1963 mun ganga inn í söguna sem einn af farsælli dögum í íslenzkri þjóðarsögu. Þann dag hörfaði ís- lenzk rík:sstjórn úr óverjandi sjálfskaparvíti. Undir forustu Ól- afs Thors dró Viðreisnarstjórnin til baka á Alþingi frumvarp til laga um lögbindingu kaupgjalds og verkfallsbann, sem fram hafði verið lagt eftir stórfellda kjara- skerðingu vegna verðbólgu fyrr á sama ári. Þessi ríkisstjórn þótti skárri og virðingarverðari fyrir vikið, og júnísamkomulag ársins 1964 og sæmilegur friður á vinnu- markaði síðan mega teijast ávext- ir þeÚTa liughvarfa, sem uróu i kolli stjórnmálamanna þessa nóv- emberdaga. En dagurinn í gær, 9. nóvem- ber 1967, virðist ekki ætla að feta í svipaða slóð á spjöldum ís- landssögunnar. Ríkisstjórn Is- lands, studd af sömu flokkum á þingi og fyrir fjórum árum, að þessu sinni undir forsæti Bjarna Benediktssonar, hélt upp á dag- inn með þvi að kasta hanzkanum í andlit launþegasamtakanna með þeirri óbilgirni og fólsku, sem klaufum einum er lagið. Einstök atiiði varðandi þær stuttorðu viðræður, sem upp úr slitnaði í gær, munu birtast í dagblöðum Framh. á 3. slÖtx. horfum og hafa verið og eru önn- um kafnir v!ð sköpun þjóðfélags sósíalismans. Á keisaratímunum var alþýðan menntunarsnauð, bjó í mjög lé- legum húsakynnum, var örbjarga og bjó við algert öryggisleysi. Nú er alþýðumenntun í Sovét- ríkjunum á mjög háu stigi og æðri menntun með ágætum. Húsakynni almennings hafa tek- ið algjörum breytingum, lífskjör- in eru góð og tryggingar hinar fullkomnustu. Á sviði vísinda og tækni standa Sovétríkin í fremstu röð og vís- indamenn þeirra hafa unnið af- rek, sem allur heimurinn undrast og dáist að. Og svona mætti lengi telja. Sovétríkin hafa ve’tt undirok- uðum þjóðum og stéttum um all- an heim ómetanlega aðstoð, bæði be:nt og óbeint. Og þau eiga á- reiðaÁega enn eftir að verða að ómetan'egu liði í frelsisbaráttu þeirra, sem enn búa við erlenda og innlenda áþján. Sovétríkin eru fyrsta ríkið í heiminum, sem kom á sósíalísku þjóðskipulagþ þar sem eignarétt- ur einstaklinganna á framleiðslu- tækjunum og jörðinni var afnum- inn og það villimannlega fyrr- komulag afmáð, að einn einstak- lingur gæti lifað á því aö láta aðra vinna fyr;r sig. Síðan hafa mörg ríki tekið upp þjóðfélags- hætti sósíalismans og að þvi mun koma, að allt mannkyn býr við það þjóðskipulag, enda er annað þjóðskipulag ekki mönnum sæm- andi. Heimurinn er grár fyrir járnum og styrjaldir geisa, þar sem þjóð- irnar berjast fyrir frelsi sínu við myrkravöld mannkynsins. Sam- tímis því, sem Sovétríkin hafa stutt frelsisbaráttuna, hafa þau komið fram sem boðberi friðar- Josep Stalin valdamestur í 30 ár. ins. Þorri manna hefur nú gert sér Ijóst, að í Sovétríkjunum er að finna þjóð, sem allt vill á sig leggja til að varðveita heimsfrið- inn, jafnframt því, sem hún er við því búin að hrínda hverri árás, sem gerð kann að verða á land hennar. Engum þeim, sem fylgzt hefur með gangi alþjóðamála á undan- förnum árum, dylst, að þar hafa Sovétríkin lagt áherzlu á friðar- málin og staðið í broddi fylking- ar. Að undanförnu hefur verið mikið um dýrðir í Sovétríkjunum. Þjóðin hefur minnzt byltingaraf- mæl'sins og hyllt leiðtoga sína lífs og liðna og þá fyrst og fremst Lenin, sem var leiðtogi þjcðarinnar á hinum erfiðu bylt- ingarárum og átti meiri þátt í því en nokkur einn maður annar, að byltingin sigraði. Róttæk og frjálshuga alþýða heimsins samfagnar þjóðum Sov- étríkjanna á þessum tímamótum og vænt;r þess, að þær rnegi hér eftir sem hingað til standa vörð um hinn mikla arf byltingarinnar og heimsfriðinn. Víadhnir I. Lenin heili byltingarinnar. Fyrir 50 árum gerðust he:ms- sögulegir atburðir austur í Rúss- landi. Alþýða landsins varpaði af sér aldalöngu oki og áþján yfir- stéttarinnar og tók öll völd í land- inu í sínar hendur. Fáir atburðir — ef nokkrir — á þessari öld, hafa haft jafn djúpstæð áhrif á gang heimsmál- anna sem rússneska byltingin. Þá staðreynd viðurkenna all'r, hvaða skoðun sem þeir annars hafa á rússnesku verklýðsbyltingunni og Sovétríkjunum. ættismannalýð keTsaraveldisins. En hún þurfti ekki aðeins að koll- varpa auðvaldsskipulaginu, hún varð líka að verja hið nýja ríki fyrir gagnbylt'ngarherjum hinna gömlu forréttindastétta og inn- rásarherjum vestrænna lýðræðis- ríkja, sem reyndu að endurreisa hið keisaralega einræðisríki. Borgarastyrjöldin leiddi af sér miklar hörmungar fyrir þjóðina. I kjölfar hennar kom hungurs- neyð og allskonar óáran. En hinu unga verklýðsríki tókst að sigrast á erfiðleikunum, af því að fólkið fann, að hin nýja skipan var í samræmi við hagsmuni þess og hugsjónir og var reiðubúið til að fórna öllu til þess að verja ávinn- ing sinn. Öðru sinni máttu Sovétríkin þola hörmungar af völdum hern- aðaraðgerða, er þýzku nazistarnir réðust á landið í síðári heims- styrjöldinni og lögðu í auðn mörg frjósömustu héruð Sovétríkjanna og tortímdu milljónum mannslífa. Sú eyðilegging varð auðvitað til þess að tefja fyrir framsókn þjóðar'nnar til betri lífskjara og aukinnar menningar. Það fer ekki hjá því, að marg- vísleg mistök og afglöp hafa átt sár stað við sköpun hins nýja ríkis. Annað hefði verið óhugs- and;. En sovézka þjóðin er nú komin vel á veg með að yfirvinna | þá barnasjúkdóma. ^ Sú alþýða, sem nú byggir Sov- - étríkin, er önnur en sú, sem fram- kvæmdi byltinguna. Mikill meiri- hluti þegnanna þekkir ekki af eig- in raun annað þjóðskipulag en hið sósíalíska. Þeir eru frá önd- verðu mótaðir af sósialískum við- Sú alþýða, sem reis upp gegn ómannlegri kúgun rússnesku yf- irstéttarinnar, átti litlu að tapa, en allt að vinna. Hún hafðí ekki notið hinna frumstæðustu mann- réttinda, kunni hvorki að lesa né skrifa og átti sér ekki málungi matar. Hún var í einu og öllu of- urseld jarðeignaaðlinum og emb- Leo Trotzki skarpur penni; skipulagði Iíauða herinn.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.