Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Eining

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Eining

						19. árg.
Reykjavík, desember 1961.
12. tbl.
Vegna þess að hann kom
Eftir séra Jón Auðuns dómprófast
Fæddi hún þá son sinn frumgetinn,
vafði hann reifum og lagði hann
í jötu, því a8 eigi var rúm fyrirþau
í gistihúsinu. Lúk. 2, 7.
Ijóði segir frá ungum manni, sem
,bergði sólarskál gleðinnar, unz
(gyðja sorgarinnar vitjaði hans.
Hún leiddi hann yfir firnindi og fjöll,
yfir fárkalda jökla og logandi eldfjöll,
unz hún kyssti hann á ennið og kvaddi:
En hvert sem forlögin flytja þann mann,
yfir fjöll  eða sæ eða torgin,
hann kennir á enni sér kossinn þann,
sem kyssti 'hún hann forðum, Sorgin.
(E. H. Kvaran.)
Til æviloka bar hann koss sorgarinnar
á enni. Eitt andartak, — og sál hans
varð lostin þeirri minning, sem máðist
aldrei burt.
Svo fer mannssálinni, þegar hún
mætir hinu stóra, í gleði eða sorg. Hún
ber þess síðan merki og verður aldrei
að öllu eins og hún áður var.
Það er lærdómsríkt að sjá manninn,
þegar hann kemst í snerting við hið
sterka, háa og stóra. Þá sögu segja
heilög fræði, að þegar einn af guðs-
mönnum liðinna alda hafði lifað hina
stóru stund í lifandi nálægð guðdóms-
ins, og kom aftur til fólksins, hafi því-
líkur ægiljómi staðið af ásýnd hans, að
fólkið byrgði augu sín og þoldi eigi að
líta ljómann. Svo hafði þessi augna-
blikssnerting merkt sálu hans, að jafn-
vel ásjóna hans bar þess merki. Þessi
maður varð einn af kyndilberum nýrrar
menningar og enn stendur heimurinn í
þakkarskuld við hann. Til æviloka
kenndi hann á enni sér kossinn, og boð-
orðin tíu, sem han bar mönnunum frá
hinni stóru stund, eru grundvöllur lög-
gjafar og siðrænnar menningar mikils
hluta heims enn í dag, — já, enn eftir
þúsundir ára.
Svo merkir hið stóra í lífi og listum,
í menningu og trú, mannlega sál. Óvíða
eru dæmin ljósari en af fyrstu kristnu
kynslóðunum.
Umkomulítið fólk hafði komizt í
snerting við Krist, og breytingin varð
svo stórkostleg, að þessir menn urðu
frumgróði nýrrar kynslóðar á jörðunni.
Af eigin mætti hófust þeir ekki svo hátt.
Það var snertingin við hann, sem gaf
þeim líf og gæddi þá þreki, svo að í dauð-
anum sungu veikar konur sigursöngva,
og æskumenn jafnt og öldungar gerðust
ósigrandi hetjur. Nú ljóma nöfn þessa
fólks á gullnum spjöldum furðulegasta
tímabils mannkynssögunnar. En nöfn
þess kynni nú enginn jarðneskur mað-
ur að nefna, ef Kristur hefði ekki snort-
ið sálirnar og snertingin við hann gefið
þeim lyfting, Ijóma og líf. Svo merkir
hin stóra hugsjón mannlega sál, svo
máttug er  snerting hennar,  að  koss
Heilög  María
með soninn.
Eftir Mabuse.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16