Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2006, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2006, Blaðsíða 15
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 1 5 Skýrist vonandi fyrir páska Ólafur Stígsson kom heim á hækjum úr æfinga- ferð Fylkis til Canela á Spáni en þar er talið að hann hafi rifið liðþófa á æfingu. Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, sagði að hann væri ekki enn búinn að hitta lækni en von- ast væri til að meiðslin verði greind fyrir páska. Um er að ræða sama hné og hann hef- ur slitið krossbönd tvívegis og því afar viðkvæmur fyrir. Krossbandsslitin hafa herjað á Fylkismenn eins og plága undanfarið og nú síðast helt- ist Kjartan Ágúst Breiðdal úr lestinni vegna meiðsla. Kahn verður meðáHM Eftirað Júrgen Klins- mann, lands- liðsþjálfari Þýskalands, ákvað í lok síðustu viku að Jens Leh- mann myndi vera aðal- markvörður Þýskalands á HM í sumar þurfti keppinautur hans, Oliver Kahn, að ákveða sig hvort hann ætlaði yfir höfuð að vera með. Voru þetta gífurleg vonbrigði fyr- ir Kahn en hann ætlar engu að sfður að kyngja stoltinu og sitja þolinmóður á bekknum.„Það er ekkert einfalt við þessa aðstöðu. Ég vann að þessu markmiði í tvö ár og nú mun ég ekki ná því," sagði Káhn í gær. Hann sagðist þó að hafa af mikilli reynslu að miðla og gæti því komið liðinu að góðu gagni. Knattspyrnulið Keflavíkur sneri um helgina heim úr æfingaferð til Portúgals þar sem liðið æfði stíft í eina viku. Liðið lítur nokkuð vel út á pappírnum en forráðamenn þess hafa verið duglegir að leita leiða til að styrkja liðið fyrir átök sumarsins. Til að mynda voru níu útlendingar að æfa með liðinu í Portúgal. ■I| ■u Það hefur sífellt verið að færast í vöxt að íslensk lið leiti liðsinn- is í útlöndum. Það er reyndar langt síðan að knattspyrnumenn frá fyrrum Júgóslavíu-ríkjunum spili hér á landi og þá opnuðu þeir Allan Borgvardt og Tommy Nielsen fyrir flóð af knattspymu- mönnum ffá hinum Norðurlöndunum. En heimurinn minnk- andi fer og má búast við fjölþjóðlegu liði Keflavíkur í Lands- bankadeildinni í sumar. Liðin verða orðin nokkuð full- skipuð í lok þessa mánaðar. Þá verð- ur búið að velja þá leikmenn í hjörð- inni sem á að berjast íyrir hönd liðsins í mótum sumarsins. Kefl- víkingar komu sterkir inn í Lands- bankadeildina í fyrra og náðu fjórða sæti. Og nú hefur liðið bætt heldur betur við mannskapinn og eru með sterkt lið á pappírnum. „Það er eitt og svo getur það ver- ið allt annað þegar mótið sjálft hefst," sagði Kristján Guðmundsson þjálf- ari Keflavíkur við DV sport í gær. „En þó svo að svo margir hafi verið að æfa með okkur í Portúgal gekk það allt saman afskaplega vel. Eins og vel smurð vél, enda er henni svo vel stjómað." í fyrra léku alls fimm erlendir leik- menn með liðinu. Einn þeirra, Brian O'Callaghan fór strax eftir þrjá leiki og elti Guðjón Þórðarson til Notts County. Þeir Branislav Mificevic og Issa Abdulkadir vom með lengst af en þeir Kenneth Gustafsson og Símun Samuelsen gengu til liðs við félagið þegar eitthvað var liðið á tímabilið. Þeir íjórir síðastnefndu eru enn á mála hjá félaginu og er það þeg- ar frágengið að þeir Gustafsson og Samuelsen munu spila með Kefla- vík í sumar. Hinir eru á nokkurs kon- ar skilorði þar sem forráðamönn- um liðsins leist ekkert á ástandið á leikmönnunum þegar þeir komu aftur til landsins í vetur. Milicevic hefur reyndar tekið sig mikið á og segir Kristján ekki ófiklegt að hann verði með liðinu í sumar. Enn sé það spursmál með Abdulkadir. Síðan hafa tveir gengið til liðs við Keflavík, þeir Geoff Miles sem lék með Haukum í fyrra og Buddy Farah, sem er af líbönskum ættum en fædd- ur í Ástralíu. Buddy er miðvörður en Miles hefur helst leikið í stöðu vinstri bakvarðar. Þá komu til Portúgal þrír leik- menn sem komu víða að. Leikmað- ur að nafni Alfa ffá Sierra Leone var reyndar strax aftur sendur til síns heima í Portúgal en þeir Dani- el Severino og Mihaita Curea æfðu með liðinu allan tímann. Severino er Ástrali sem er með ítalskt vegabréf Buddy Farah Þykir öflugur varnarmaður sem hefur leikið i Ástralíu og með libanska landsliðinu. Nordic Photos/Getty og hefur meðal annars leikið með Piacenza og MilI’- wall. Hann er 24 ára vinstri kant- maður sem gemr þó leikið á miðj- unni sem og í sókn. Curea er varn- armaður og segir Kristján að senni- lega muni hann aðeins , taka ann- £ ' an þeirra y ", og komi í ljós síðar í vikunni hvor það verður. „Ég þarf nú að meta hafi meiri not fy eða sókndjarfan miðvallarleik- mann," sagði Kristján. Curea er 21 árs og æfir nú með varaliði Val- encia á Spáni, þar sem hann býr. Annars fóru í gærkvöldi tveir leikmenn til skoðunar hjá lækni vegna meiðsla í nára en Kristj- án var vongóður að ekki væri um alvarleg meiðsli að ræða. Þetta voru þeir Geoff Miles og Stef- án örn Arnarsson. Þá gat Þór- arinn Kristjánsson lítið æft með liðinu á Portúgal þar sem hann meiddist á rist en ekki er vit- að nákvæmlega hversu alvarleg meiðslin eru. breyttkeflavikuruð Farnir: Brian O'Callaghan Hörður Sveinsson Asgrímur Albertsson VI: Notts County Silkeborg HK Gestur Gylfason Njarðvík Komnir: Þórarinn Kristjánsson Magnús Þorsteinsson Frá: Þrótti Grindavík HallgrimurJónasson Buddy Farah Þór, Ak. Líbanon GeoffMiles Haukum Óvíst: Frá Issa Abdulkadir Branislav Milicevic Sómallu Serbíu Daniel Severino Ástrallu Mihaita Curea Rúmeníu Stigamet í lokaúrslitum kvenna í körfu Mahoney bætti stigamet Peppas Megan Mahoney bætti stiga- metið í lokaúrslitum kvenna í körfubolta með því að skora 96 stig í leikjunum þremur í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna. Þetta gera 32,0 stig að meðaltali í leik en Megan skoraði 22 í fyrsta leiknum, 32 stig í 2. leiknum og svo 42 stig í lokaleiknum þar sem Haukarnir tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í fyrsta sinn. Metið átti áður Penny Peppas, sem skoraði 95 stig í þremur leikj- um með Breiðabliki 1995. Bæði Penny Peppas og Limor Mizrachi, sem er nú í 3. sæti á þessum lista, eru af mörgum taldar vera bestu erlendu leikmenn sem hafa spilað í íslensku kvennadeildinni frá upp- hafi. Peppas varð bæði Islands- meistari með Grindavík og Breiða- blik og KR-liðið tapaði ekki leik með Limor Mizrachi. Megan Mahoney komst einnig á aðra lista yfir bestu frammistöð- una í lokaúrslitum kvenna: hún er í 1. sætinu með 6 stolna bolta í leik, 2. sæti með 14,7 fráköst í leik og í 8. sæti með 5,3 t stoðsendingar að með- altali í leik. FyrirliðiHaukanna, Hel- ena Sverrisdóttir, skoraði 18 stig að meðaltali í leikjunum þremur og er í 6. sæti á listanum yfir flest stig að meðaltali hjá íslenskum leikmanni í lokaúrslitunum kvenna. Helena Hækkaði sig um 10 í hverjum leik Megan Mahoney skoraði 22stigl fyrsta leiknum, 32 stig i öðrum ieiknum og svo 42 stig í lokaleiknum. DV-mynd Stefán setti hins vegar met með V’ því að gefa 9,3 stoðsend- ingar að meðaltali í ■ þessum leikjum og , var aðeins tveim- ur stoðsendingum frá því að vera með þrefalda tvennu að meðaltali. ÞORIR ÞEGAR AÐRIR ÞEGJA! W M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.