Fylkir


Fylkir - 09.04.1981, Blaðsíða 1

Fylkir - 09.04.1981, Blaðsíða 1
Eflum framkvæmdir — Drögum úr rekstrarkostnaði Gisli G. Guðlaugsson: Nú er aðeins rúmlega eitt ár í næstu bæjarstjórnar- kosningar og líklegt að með haustinu fari að færast fjör í pólitíkina. Þetta kjörtímabil hefur á margan hátt verið viðburðaríkt og hart deilt um mikilvæg mál. Gísli Guðlaugsson er einn þeirra sem staðið hafa í eldlínunni frá því að hann tók sæti í bæjarstjórn við síðustu kosningar. Fylkir leitaði til Gísla með nokkra spurning- ar, hin fyrsta var sú hvenær hann hefði hafið afskipti af stjórnmálum. Ég hef verið 'áðloðandi póli- tík síðan ég var kosinn í stjórn Eyverja 1970. en hafði fram að því ekki skipt mér af þeim mál- um. Fór svo í prófkjör vegna bæjarstjórnarkosninganna 1978 og hef setið þar í þrjú ár. Það hefur verið lærdómsríkt á margan hátt. Bæjarfulltrúi er auðvitað fyrst og fremst bund- inn samvisku sinni í störfum og ákvörðunum, en ég vona að enginn fari samt í grafgötur um það að ég fylgi sjálfstæðisstefn- unni, einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi, og sérstaklega því að gera sveitarfélögin sterk- ari aðila gagnvart ríkinu en nú er. Meginatriðið er að þar sem er blómlegt atvinnulíf, þar er hagur bæjarfélagsins góður og það þarf síður að vera komið upp á náð ríkisvaldsins. EMBÆTTISM ANN A V ALD -Hefur starfið í bæjarstjóm reynst eitthvað öðruvísi en þú hafðir gert þér í hugarlund? Já og nei. Þegar ég var sestur í bæjarstjórn kom það í minn hlut og félaga minna að vera í minnihluta og hlutverk minni- hlutans er jú m.a. að veita aðhald og gagnrýni. Og ég tel að við höfum rækt þá skyldu allsæmilega. Hins vegar höfum við verið iðnir við að flytja til- lögur um okkar hugðarefni, ýmis mál sem við teljum að til heilla horfi fyrir þetta bæjarfé- lag, en það er meira en hægt er að segja um meirihlutamenn, þeir sýna afar sjaldan nokkurt frumkvæði. Ég hélt, áður en ég settist í bæjarstjórn, að óhjá- kvæmilega hvíldi stjórn bæjar- mála á meirihl., en það hefur því miður ekki reynst vera svo. Þeir viðra sín stefnumál fyrir kosningar en dofna svo. -Ertu að ýja að „embættis- mannavaldinu”? Þetta er höfuðorsök „embættismannavaldsins”, doðinn í meirihl. Ég held að Ráðhús-flokkurinn hafi ekki endilega ætlað að gína yfir öllu, hann hefur bara orðið að taka stjórn þessa bæjarfélags sífellt meir í sínar hendur vegna þess að meirihl.-menn eru svo staðir og lausir við allt frumkvæði og festu. Gagnvart þeim sem fylg- jast með er meirihl.-samstarfið lítið annað en fimm hendur á loft fyrir Pál. myndar, og gatnakerfið, mal- bikun, er undirstöðuatriði. Maður saknar sannarlega fyrri tíma á því sviði. Opin svæði þurfa líka að vera í góðri hirðu. -Fleiri mál? Megin-markmið okkar í bæjarstjórn er að tryggja að hér séu ávallt bestu búsetuskilyrði, sem laði að gott fólk. Það er auðvitað ekki að öllu leyti í okkar höndum, en umhverfis- málin skipta miklu, eins og ég nefndi áðan, einnig gjalda- stefnan, og þá ekki síður hvernig fé bæjarsjóðs er útdeilt. Ég held að með betri stjórn bæjarsjóðs og fyrirtæki bæjarins eigi að vera hægt að veita bæjarbúum betri og ódýrari þjónustu en verið hefur hingað til. Að þessu leyti er ákaflega skýr munur á stefnu Sjálf- stæðisflokksins og núverandi meirihl. „Einbeitum okkur að því að fegra og snyrta það umhverfi sem við lifum í” Ljósm.: Sigurgeir BRÝNUSTU MÁLIN -Hver eru að þínum dómi brýn- ustu mál, sem framundan eru hér í bænum? Mér dettur nú fyrst í hug, hvort við ættum ekki, með sameiginlegu átaki, að binda enda á gos-ástandið í bænum, einbeita okkur að því að fegra og snyrta það umhverfi sem við lifum í. Um þetta er vonandi ekki ágreiningur, en við erum sorglega aftarlega í þessum efnum. Kannski eru menn orðnir samdauna þessu. Bær- inn á að hafa forustu og sjá um að eigendur hans séu til fyrir- MEGUM EKKI STAÐNA -Þú hefur látið nokkuð að þér kveða í orkumálum, finnst þér þau komin í gott horf núna? Langt frá því, og eins og orkumálum er háttað verður ekki um það að ræða á næstu árum að „komast í höfn”, svo hröð er þróunin. Meirihl. hefur að vísu ekki áttað sig á þessu, og hefur hugann mest við að hækka gjöld veitustofnana. Hitaveituframkvæmdir eru komnar á lokastig og er vel. betur að meirihl, hefði farið fyrr í gang og menn hefðu fyrr Framhald á 3. síðu Vertíð á fullu Mjög ánægjulegur fjörkippur hefur hlaupið í afla vertíðarbáta héðan úr Eyjum. Hefur sá guli glatt margan að undanförnu. - Sjá nánar á baksíðu. VINDORKA I lok síðasta bæjarstjórnar- fundar, sem haldinn var sl. föstudag lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftir- farandi tillögu: „Bæjarstjórn Vm. samþykkir a«> beina því til stjórnar veitu- stofnana, að hún láti fara fram könnun á hugsanlegri nýtingu vind og sjávarorku.” Tillaga þessi var samþykkt með 8 atkvæðum, en einn bæjarfulltrúi meirihlutans sat hjá við atkvæðagreiðslu tillög- unnar. Eins og fram kemur í tillög- unni er gert ráð fyrir, að stjórn veitustofnana kanni þessi mál og leiti sér gagna, hvernig til hefur tekist hjá öðrum þjóðum sem kannað hafa þennan þátt til nýtingar orku. Menn gera sér grein fyrir, að nýting hraunhitans kann að vera tímabundin, þótt allir voni að hægt verði að nýta hann mörg ár enn. Einnig gera menn sér grein fyrir, að sé á annað borð grundvöllur fyrir nýtingu vind og sjávarorku, þá munu skilyrði óvíða vera eins góð og hér í Vestmannaeyjum. Vitað er einnig, að það mun taka verulegan tíma að kanna þessi mál. Það er því fyllilega tímabært að mati okkar bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fara þegar að kanna þessi mál, þannig að menn verði á sínum tíma tilbúnir að taka ákvarð- anir, hvaða orku skuli nýta, reynist hraunið ekki lengur nýtanlegt. Þróun í þessu verður eflaust jákvæð á næstunni, þannig að raforkuframleiðsla kann að verða hagstæð með nýtingu þessarar orku. Það er því vissulega tímabært að fylg- jast vel með og kynna sér málin til hlýtar. SJ. ársins Fyrir nokkru var haldinn almennur borgarafundur um bæjarmálin á vegum J.C. Vestmannaeyjar. Fundurinn var allvel sóttur og fluttu bæjarfulltrúar smá inngang um bæjarmálin og svöruðu síðan fyrírspurnum. M.a. spurði-einn fundar- manna, hvort það væri al- gengt að framhaldsskóla- nemar gætu í jólafríi unnið sér inn á aðra milljón gam- alla króna í vinnu hjá Fjar- hitun. Hér er átt við mál, sem Fylkir vakti athygli á fyrir nokkru og engin skýring hefur enn fengist á. Formaður bæjarráðs tók að sér fyrir hönd meirihlut- ans að svara þessari spurn- ingu. Svar hans var: „Nei, það er ekki algengt,” Fleira fengu fundarmenn ekki að vita um þetta mál frá hendi formannsins. Það er því eðlilegt, að Brautin tali um málefnalegan fund. Haft var á orði á fundinum, að verðlauna bæri formann bæjarráðs fyrir slíkt svar.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.