Nýi tíminn


Nýi tíminn - 16.03.1950, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 16.03.1950, Blaðsíða 1
DAGSLÁTTA TRUMANS 11. Oölublað. í). árgangur. HEIÐNABERGSSTJÖRNIN Framsóknarforsprakkarnir teyga dreggjar niSurlœging- arinnar til hotns Eftir fimm mánaSa látlausa togstreitu íhaldsins og Framsóknar er nú loks fengin niðurstaða, ný stjórn hef- ur verið mynduð. Þjóðin hefur horft á þennan fímm mánaöa leik með sívaxandi undrun, og mest hefur undrun þeirra Framsóknarkjósenda verið sem héldu að þeir heföu unnið kosningasigur í haust og að nú yrði ráðizt aö Heiðnabergi auömannastéttarinnar af atorku. Þeir hafa séð forsprakka sína auðmýkta æ ofan í æ, þótt nú fyrst séu dreggjar niðurlægingarinnar teygaðar til fulls. Þessi stjórn er mynduð kringum gengislækkunar- frumvarp íhaldsins. Hefur Framsókn fengið framgengt smávægilegum breytingum, einkum hækkun á eigna- skatti, en í staðinn fellur niður stóreignaskattur sá sem settur var meö eignakönnunarlögunum !! Þá mun Bún- aðarbankinn eiga að fá ca. 20 milljónir af þessum skatt- tekjum. Enn fremur mun Sambandiö eiga að fá eitthvað stærri kvóta en hingaö til! Þetta eru efndirnar á stóru loforöunum sem rauðprentuð voru utan á Tímann í haust. Enn auðviröilegri veröur þó hlutur Framsóknarfor- sprakkanna þegar athuguð er verkaskipting ríkisstjórn- arinnar . Þeir hafa fengið það eitt sem íhaldiö hefur skammtað þeim. Fyrir nokkrum dögum töldu þeir yfir- ráð yfir utanríkismálum og viðskiptamálum óhjákvæmi- leg skilyrði fyrir þátttöku sinni, nú fá þeir hvorugt! * ÚRRÆÐI SÓSÍALISTAFLOKKSINS IV. BURT MEÐ SKRIFFINNSKUNA Síefán Jólann vottar Bjama Benelltssp fyllsta traust og heitir bonnm stuðeingi Alþýðu- flokksins i ntannkismálmn! Heiönabergsstjórnin kynnti sig Alþingi í fyrradag Einar Olgeirsson lýsti yfir andstöðu Sósíalist- flokksins við ríkisstjórnina og stefnu hennar og kvað flokkinn myndi berjast gegn árásum hennar með öllum þeim krafti sem alþýðan léði honum. Stjómin væri mynduð til að skipuleggja og fram- íyi&í3 þeim árásum sem felast í gengislækkunar- frumvarpinu, og hefði sem annað aðalverkefni að vernda gróðalindir verzlunarauðmagnsins, einok- unina á útflutningi og innflutningi. Hann benti á að ríkisstjórnin þorir ekki að horfast í augu við markaðsöngþveitið í Iöndum hins hrynjandi auð- valdsskipulags. — Þessi ríkisstjórn mun leiða fá- tæktina yfir þjóðina í enn ríkara mæli en tvær síð- ustu stjórnir, sagði Einar. Stefán Jóhann Stefánsson kvað Alþýðuflokkinn hvorki myndi veita stjórninni stuöning né hlutleysi. Hins vegar kvaðst hann vona að stjórnin héldi áfram algerlega óbreyttri stefnu í utanríkismálum og harð- vítugri „baráttu gegn kommúnistum“! Fagnaði hann því mjög að Bjami Benediktsson færi áfram með stjórn utanríkismála og kvaðst vita að hami myndi standa fast gegn annarlegum sjónarmiðum sem kynnu að skjóta upp kollinum innan stjórnarinnar! Mun hami þar hafa átt við Hermann Jónasson. Stefna Sósíalistaflokksins i dýrtíðarmálum mótast af því meginsjónarmiði að draga úr verðbólgunni með markvissum aðgerðum, auka þannig verðgildi krónunnar og minnka framleiðslukostn- aðinn. Undanfarin ár hefur þró- unin verið sú að dýrtíðin hefur verið aukin markvisst með aðgerðum þess opinbera launin hafa síðan mjakazt upp á eftir, bæði vegna dýr- tíðaruppbóta og óhjákvæmi- 1 legra grunnkaupshækkana en launþegar hafa þó langt frá því fengið fulla uppbót dýrtíðarinnar. Launþega- samtökin hafa ætíð barizt gegn þessari þróun, og það mun sízt standa á þeim að fallast á lægra kaup, ef verð lagið lækkar á undan. Með gengislækkunarfrumvarpi í- haldsins er hins vegar verið að feta troðnar slóðir síð- ustu ára, auka dýrtíðina og verðbólguna og minnka verð gildi krónunnar, en raunar á langtum stórstígari hátt en nokkru sinni fyrr. Ein af helztu ástæðum dýr tíðarinnar er hin geysilega yfirbygging ríkisbáknsins. Skriffinnskan og einokunin leggja tugmilljóna bagga á þjóðina beint og óbeinlínis hafa afleiðingarnar orðið lög helgað okur, brask, svartur markaður og hvers kyns spilling. Sósíalistaflokkurinn einn hefur barizt gegn þess- ari þróun og markaði hann stefnu sína á þennan hátt í kosningastefnuskránni s. 1. haust: „Dregið verði úr liinum hóflausa kostnaði \lð skrifstofubákn hins opin- bera bundinn endi á þá fjárbruðlun sem þróazt hefur í skjóli þess, allt stjómarkerfið gert ein- faldara og kostnaðar- minna og óþörf embætti, ráð og nefndir afnumin, jafnframt því sem nauð- synlegar skipulagsbreyt- ingar séu gerðar á em- bættis- og stjórnarkerfinu til jæss að það geti UI fulls annað verkefnum sínum.“ Hinn nýi forsætisráðherra, Steingrímur Steinþórsson gerði grein fyrir stjórninni í upphafi umræðnanna og lýsti starfsskipt ingunni. Um málefnagrundvöll virðist ekki að ræða annan en þann að koma gengislækkunar- frumvarpinu gegnum Alþingi. Þó skýrði Steingrímur frá því að einnig þingrofsvaldið væri tekið af Framsóknarflokknum, þótt hann hefði stjórnarforustu að nafninu til, hann má því að eins rjúfa þing að fhaldið sam- þykki það! Á fundi ríkisráðs í fyrradag, gaf forseti íslands út svo- hljóðandi forsetaúrskurð um ríkisstjórn og skiptingu starfa milli ráðherra o. fl. Samkvæmt 15. gr. stjómar- skrárinnar og tillögu forsæt- isráðherra set ég hér með eftir- farandi ákvæði um skipun og skipting starfa ráðherra o. fl.: 1, Forsætisráðherra, Stein- grímur Steinþórsson. Undir hann heyra eftirgreind mál: Stjórnarskráin, Alþingi, nema að því leyti sem öðru vísi er ákveðið, almenn ákvæði um framkvæmdastjórn ríkisins, skipun ráðherra og lausn, for- sæti ráðuneytisins, skipting starfa ráðherranna, mál, sem varða stjórnarráðið í heild, hin íslenzka fálkaorða og önnur heiðursmerki, Þingvallanefnd og mál, er varða meðferð Þing- valla, ríkisprentsmiðjan Guten- berg og ríkisbúið á Bessastöð- um. Félagsmál, þar undir al- þýðutryggingar, atvinnubætur, vinnudeilur, sveitarstjórnar- og framfærslumál. Félagsdómur. Almenn styrktarstarfsemi, þar undir styrkveitingar til berkla- sjúkl. og annarra sjúkl., sem haldnir era langvinnum sjúkd., sjúkrasjóðir, ellistyrktarsjóðir, öryrkjasjóðir, slysatrygginga- sjóðir, lífsábyrgðarsjóðir og aðrir tryggingasjóðir, þar með talið Brunabótafélag fslands, nema sérstaklega séu undan- teknir. Byggingafélög. Enn- fremur heilbrigðismál, þar á meðal sjúkrahús og heilsuhæli. II. Ráðherra Bjarni Bene- diktsson. Undir hann heyrir dómaskipun, dómsmál, önnur en félagsdómur, þar undir framkvæmd refsidóma, hegning ar- og fangahús, tillögur um náðun, veiting réttarfarslegra leyfisbréfa, málflutningsmenn, lögreglumálefni, þ. á. m. gæzla landhelginnar, áfengismál, strandmál, sif jaréttarmál, erfða réttarmál, persónuréttarmál, eignarrrétarmál, yfirfjárráða- mál, lög um kosningar til Al- þingis og kjördæmaskipting, umsjón með framkvæmd al- þingiskosninga, ríkisborgara- réttur, útgáfa Stjórnartíðinda og Lögbirtingablaðs, húsa- meistari ríkisins, verzlunarmál, sem ekki eru í úrskurði þess- um falin öðrum ráðherrum, þar undir verzlunarskólar. Enn- fremur utanríkismál. III. Ráðherra Björn Ólafsson. Undir hann heyra menntamál, þar undir skólar, sem ekki eru sérstaklega undan teknir, út- varpsmál og viðtækjaverzlun, barnaverndarmál, Menntamála- ráð íslands, leiklistarmál og kvikmyndamál, skemmtana- skattur. Viðskiptamál, önnur en utanríkisverzlun. Bankar, sparisjóðir, gjaldeyrismál og verðlagsmál. Ennfremur flug- mál, þ. á. m. flugvallarekstur. Póst-, síma- og loftskeytamál. IV. Ráðherra Eysteinn Jóns- son. Undir hann heyra fjármál ríkisins. Þar undir skattamál, tollamál og önnur mál, er varða tekjur ríkissjóðs, svo sem ef verzlun er rekin til að afla ríkissjóði tekna, undirskrift rík- isskuldabréfa, f járlög, f járauka- lög og reikningsskil ríkissjóðs, liin umboðslega endurskoðun, embættisveð. Eftirlit með inn- heimtumönnum ríkisins, laun embættismanna, eftirlaun, líf- eyrir embættismanna og ekkna þeirra, peningamál, þar undir peningaslátta. Yfirleitt fer þessi ráðherra með öll þau mál, er varða fjárhag ríkisins eða landsins í heild nema þau eftir eðli sínu eða sérstöku ákvæði heyri undir annan ráðherra. Hagstofan. Mæling og skrá- setning skipa. V. Ráðherra Hermann Jónas- son. Undir hann heyra landbún aðarmál, þar undir ræktunar- mál, þ. á, m. skógræktarmál og sandgræðslumál, búnaðar- félög, búnaðarskólar, garðyrkju sk., húsm.sk. í sveitum, dýra- lækningam., þjóðjarðam., Bún- aðarbanki Isl. Ennfremur raf- magnsmál, þ. á. m. rafmagns- veita ríkisins og rafmagnseft- irlit, vatnamál, þar undir sér- leyfi til vatnsorkunotkunar, jarðboranir eftir heitu vatni og gufu. Námurekstur. Kaupfélög og samvinnufélög. Atvinnudeild háskólans. Rannsóknarráð rík- isins. Kirkjumál. Samgöngu- mál, sem eigi eru í úrskurði þessum falin öðrum ráðherrum, þar undir vegamál. VI. Ráðherra Ólafur Thors. Undir hann heyra sjávarút- vegsmál, þar undir fiskifélagið og fiskimálasjóður, síldarút- vegsmál (síldarverksmiðjur og síldarútvegsnefnd), svo og öll önnur atvinnumál, sem eigi eru í úrskurði þessum falin öðrum ráðherrum. Utanríkisverzlim. Landssmiðjan. Mælitækja- og vogaráhaldamál. Atvinna við siglingar. Stýrimannaskólimi. Skipaskoðun ríkisins. Vitamál. Hafnarmál. Iðnaðarmál, þar undir iðnskólar, iðnaoar- nám, iðnfélög. Eftirlit með verksmiðjum og vélum. Einka- réttarleyfi. Veðurstofan,

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.