Bændablaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 1
7. tölublað 1. árgangur Miðvikudagur 7. júní 1995 Islenskt lambakjöt kynnt í prjátíu matvöruverslunum í New York Nú stendur yfir umfangsmikil kynningarherferð á íslensku lambakjöti í New York. Kjötið er selt í verslunum Gristede's & Sloan's og hefur líkað mjög vel. Fyrsta sendingin, sem notuð var til að kynna kjötið vó fjögur tonn. Nú er búið að senda átta tonn utan til sölu í verslununum og komin er pöntun í einn 40 feta gám sem rúmar 18 tonn. Kjötið, sem kemur frá Húsavík, fer utan niðursagað og pakkað. Umboðsmaður í New York er Cooking Excellence en það fyrirtæki er í eigu systkinana Karitasar og Sigurðar Sigurðs- sonar. “Sá árangur sem Cooking Excellence hefur náð er merkilegur fyrir þá sök að á mjög skömmum tíma hefur fyrirtækið komið íslensku lambakjöti inn í 30 verslanir af 60 sem C & S rekur í New York,” sagði Baldvin Jónsson en hann hefur fylgst með undirbúningi verkefhisins í Bandaríkjunum fyrir hönd Bænda- samtakanna. Kynningin stendur í þrjár helgar og lýkur henni 17. júní. Karitas og Sigurður hafa þjálfað 35 manna hóp sem unnið hefur að kynningunni. Hver kynning tekur fimm klukkustundir í hverri verslun. Allir starfsmenn verslan- anna eru með svuntur og húfur sem eru merkt íslenska lamba- kjötinu. Viðskiptavinir fá afhenta bæklinga með uppskriftum eftir Karitas en hún rekur mat- reiðsluklúbb og veisluþjónustu í New York og víðar. Þá fá viðskiptavinir upplýsingar um ísland og taka þátt í spuminga- keppni um landið. Einnig er kjötið auglýst í blaði sem verslunarkeðjan gefur út í þúsund- um eintaka. Baldvin sagði að næstu átta til 12 mánuðir skæru úr um framtíð ís- lenska lambakjötsins í verslunum og veitingahúsum í Bandaríkjunum. “Markaðsetning á lambakjöti í Bandaríkjunum er mikið þolin- mæðisverk og menn mega ekki búast strax við árangri. Þó gefa jæss- ar viðtökur ákveðnar vonir. Næstu skref em þau að við verðum að lækka ffamleiðslu- og sláturkostnað hér á landi og ná ffam hagkvæmari flutningum. Þá gemm við okkur vonir um að verð í verslunum úti hækki með aukinni eftirspum og að dollarinn hækki en hann hefúr aldrei verið lægra skráður á gjaldeyris- mörkuðum.” Það kom ffam hjá Baldvini að lambakjötið væri selt sem “náttúm- legt” en ekki “líffænt”. Á þessu er talsverður munur og brýtur ekki í bág við lög og reglur í Bandaríkjunum. “Vinnan er raunar rétt að hefjast. Nú skiptir öllu að þeir sem hlut eiga að máli standi saman og noti þetta tæki- færi til að öðlast reynslu og þekkingu á Bandaríkjamarkaði. Slflct getur reynst okkur mikilvægt í ffam- tíðinni.” Einn starfsmanna kynningarverkefnisins í fullum skrúða fyrir utan eina af mörgum verslunum Sloane 's á Manhattan í New York. Bleikja á sýningu í Brussel Sfilnhorhir standa og lalla með gæða- ag markaðsmðlum í síðasta mánuði tók Lands- samband fiskeldis- og haf- beitarstöðva þátt í sjávar- útvegssýningu í Brussel. Á vegum LFH var þar Vigfús Jó- hannsson framkvæmdastjóri LFH og Anna Eiríksdóttir frá útflutningsþjónustu bleikju- bænda. Vigfús og Anna lögðu allt kapp á að kynna væntan- legum kaupendum hvaða afbrigðj af bleikju væru fáan- leg frá íslandi. Vigfús sagði að þau hefðu t.d. lagt áherslu á að fá viðbrögð við mismunandi útliti bleikjunnar hvað roðlit varðar. Þá unnu þau í því að endurvekja eldri við- skiptasambönd og gera nýjum aðilum grein fyrir sérstöðu bleikjunnar. í bás LFH vom einnig fulltrúar frá Silfurlaxi og ís- landslaxi sem kynntu hafbeitar- og eldislax. Sýnishorn farin utan Um 200 gestir komu til LFH og fengu kynningargögn. Af þeim hafa um 50 lagt fram frekari fyrir- spumir sem nú er verið að vinna úr. Til dæmis er verið að senda nokkmm þeirra sýnishom. f þeim hópi em t.d. veitingastaðir og fyrirtæki er reykja fisk. En hvers vegna lagði LFH svo mikla áherslu á bleikjuna? “Við teljum mjög knýjandi að stækka þann markað sem er fyrir hendi. Það er raunar forsenda aukinna umsvifa í bleikjueldi. Þá verðum við að tryggja að bleikjan verði metin sem sérstakt fyrirbæri og ekki ruglað saman við silung,” sagði Vigfús í samtali við Bænda- blaðið. “Okkur var vel tekið og ég tel að það sé skilningur fyrir hendi á að bleikjan sé sérstök vara - og að kaupendur verði að greiða hátt verð fyrir hana. Þá fengum við góða hugmynd um hvaða stærðir og útlit íbúar á meginlandinu vilja sjá.” Aóalstarf LFH næstu árin Vigfús sagði að markaðssetning á bleikju yrði trúlega aðalstarf LFH næstu árin. “Bleikjan er óþekkt vara á mörkuðum erlendis og hér heima vilja menn fá hátt verð fyrir afurðina. Því er ljóst að við verðum að standa vel að kynning- ar- og sölumálum,” sagði Vigfús. “Margir bændur hafa áhuga á að hefja bleikjueldi. Það er ekki síst þessi áhugi sem þrýstir mjög á okkur að finna ömgga markaði. Bleikjueldið er mjög áhugavert. En í mínum huga stendur það og fellur með gæða- og markaðs- málum.” Á þessu ári má gera ráð fyrir að framleidd verði um 500 tonn af bleikju. Stærsti framleiðandinn er Silfurstjaman með um 140 tonn. Bleikjuframleiðendur munu í júní stofna sérstaka deild innan LFH. Gæða- og markaðsmál verða eitt helsta verkefni deildarinnar. Vigfús sagði ánægjulegt að bleikjuframleiðendur ætluðu að sameinast enda væri það fmmfor- senda árangurs. “Hjá LFH leggjum við áherslu á að bleikjueldið er landbúnaður. Því leggjum við áherslu á að starfa með öðmm greinum landbúnaðar. Um bleikju- eldið gilda afar svipuð lögmál og aðra landbúnaðarframleiðslu.” Sýningin í Bmssel, sem nú er haldin í þriðja skipti, er um margt áþekk sjávarútvegssýningunni sem haldin er í Boston í Banda- ríkjunum. Félagsmenn í LFH hafa tekið þátt í sýningunni frá upphafi og merkt góðan árangur af því. Alls tóku 500 fyrirtæki frá 40 löndum þátt í sýningunni að þessu sinni og gestir vom um 9000. tötstslna nm framleiSslu Dagana 23.-24. júní nk. verður haldin á Hvanneyri í Borgar- firði ráðstefna á vegum Nor- ræna búfræðifélagsins (NJF) um dilkakjötsframleiðslu. Einkum er lögð áhersla á leiðir til að laga hana að markaðs- kröfum. Meðal helstu dag- skrárliða em kynbótagildi fyr- ir vöðvavöxt, aðferðir við kynbótamat ásetningslamba, gæðaflokkun dilkafalla á Norðurlöndum, ffamleiðslu- kerfi í sauðfjárrækt og umræð- ur um leiðir til að auka sölu og neyslu kindakjöts. Auk fyrir- lesara frá öllum Norður- löndunum er tveim þekktum breskum sérffæðingum boðið til ráðstefnunnar en hún fer ffam á ensku. Nánari upp- lýsingar gefur Bima Baldurs- dóttir, Rannsóknastofnun landbúnaðarins í síma 577 1010 eða bréfsíma 577 1020 og skal tilkynna henni þátt- töku fyrir 12. júní n.k. t/lmtúk kynbúledúmara Leiðbeiningaþjónusta Bænda- samtaka íslands í hrossarækt hefur látið útbúa sérstaka minnisbók fyrir kynbóta- dómara. Bókinni sem inni- heldur eins konar smækkaða mynd dómblaðs fyrir ein- staklingsdóm kynbótahrossa er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að treysta sjálfstæð vinnubrögð kynbótadómara f dómnefndum. Einnig auð- veldar hún dómumm að halda til haga eigin upplýsingum um hrossin sem dæmd em og get- ur hæglega nýst áhugasömum áhorfendum í sama tilgangi. Fyrir þá sem áhuga hafa verð- ur bókin til sölu hjá sýningar- stjómm á öllum sýningum og kostar kr. 250. Bókin er 50 síður. SSfær viðnrliennmga Sláturfélag Suðurlands á Hvolsvelli hlaut Vemd, um- hverfisviðurkenningu Iðnlána- sjóðs, í ár. SS hefur með stefnumarkandi áætlanagerð lagt áherslu á umhverfis- og gæðamál. Markvisst hefur verið unnið að gæðastjómun í framleiðslu matvæla með því að laga framleiðslu og búnað að nýjum reglum um matvæla- framleiðslu. Þá hefur verið unnið að innra eftirliti og mótuð stefna um umhverfis- mál, nýtingu hráefna, úrgangs- rnyndun og fráveitumál.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.