blaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 1

blaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 1
Rútubílalögin trylla 132. tölublað 3. árgnngur Miðvikudagur 18. júlí 2007 FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓV ~7S/ RÐLAUS»34 Elvis keyrir og syngur Marinó Fannar Garðars- son er 28 ára og starfar á skotbómulyftara en er jafnframt mikill aðdá andi Elvis Presley og bregður sér gjarnan í gervi hans. VINNUVÉL 3 Magnus Eiriksson og KK hafa sent frá sér enn eina rútubílasöngvaplötuna enda hafa þær allar slegið í gegn hjá þjóðinni. Nýj- asta platan heitir Langferðalög. _ FOLK»38 Nylon-stúlka hættir Emilía Björg Óskarsdóttir, ein Nylon-söngkvenna, hefur ákveðið að hætta en mikil fjarvera að heiman er ástæða þess. Nú þarf að finna nýja H Nylon-stúlku. Afengisverð 126% hærra en í ESB ■ Gjaldþrota stefna, segir varaformaður Samfylkingar ■ Há álagning, segir ferðamálastjóri Eftir Hlyn Orra Stefánsson_____hlynur@bladid.net Áfengisverð hér á landi var i fyrra 126 pró- sentum yfir meðalverði í Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu íslands, sem byggðar eru á könnun frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Aðeins í Noregi var verð áfengis hærra. Á sama tíma var matar- verð á íslandi 63 % yfir meðalverði í ESB . Neyslustýring misheppnuð „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að áfengis- verð hér á landi sé alltof hátt,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. „Langstærsti hluti þessa verðs eru gjöld sem hið opinbera leggur á. Sagan sýnir þó að þú nærð ekki að stýra neyslu almennings með opinberri verðlagningu, og hátt áfengisverð hér á landi hefur ekki leitt til þess að landinn fari betur með vín. Áfengisstefnan, sem gengið hefur út á að tak- marka aðgengi almennings að áfengi og halda verðlagi háu, er því gjaldþrota. Ég legg til að í staðinn verði tekin upp áfengisstefna sem byggir fremur á forvörnum en bönnum." Há álagning veitingamanna Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að fleira en opinber gjöld valdi háu áfengisverði. „Skýrslur hafa sýnt að á veitingastöðum eru orsakir hás áfengisverðs sambland af háu áfengisgjaldi og mikilli álagningu veitingamanna. Menn sjá það ef þeir bera saman verð á einum bjór í Vínbúð- inni og einum bjór á bar, að veitingamenn leggja meira á áfengið hér á landi en víðast hvar.“ Magnús segir löngu vitað að hátt áfengisverð hér á landi trufli ferðamenn sem hingað koma. „Fjölgun ferðamanna hér á landi sýnir þó að aðrir þættir vega þyngra þegar kemur að því að ferða- menn velja sér áfangastað." Nautahakk 998 kr. kílóið Opiö alla daga frá kl. 10.-20 SPT R Bæjarlind 1 - Sími 544 4510 Seðlar á salemum Nafnlaus umslög með pen- ingaseðlum sem hafa verið skilin eftir á karlaklósettum víðs vegar um Japan hafa valdið landsmönnum miklum heilabrotum síðustu mánuði. Umslögin hafa innihaldið and virði um fimm þúsund króna, og hafa um fjögur hundruð slík umslög fundist víðsvegar um Japan. Flest umslögin hafa fundist á karlaklósettum opinberra bygginga og eru handskrifuð skilaboð í um- slaginu um að vonast sé til að peningarnir komi viðtakanda vel í leit hans að þekkingu, án þess að það sé skýrt nánar. Vilja láta rífa Hótel Valhöll Slökkviliðsstjórinn á Selfossi og össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra segja að rífa eigi Hótel Valhöll. Húsið er feiknar- legur eldsmatur,“ segir slökkviliðsstjórinn. »6 • • Ossuri gengur vel í Bandaríkjunum Stoðtækjayrirtækið Össur á í góðu samstarfi við bandaríska herinn. Flestir hermenn sem missa fætur í Irak fá gervilimi frá Össuri. End- urhæfing vegna stríðsins 1 vekur athygli í fjölmiðlum. 99 \Æm Fundar með Shimon Peres „Eins og að ganga á vit sögunnar" Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra varð í gær fyrsti erlendi ráðamaðurinn sem hitti Shimon Peres eftir að hann var kjörinn forseti ísraels. Ingibjörg Sólrún sagðist ánægð með fund sinn með forsetanum. „Það var mjög merkilegt að hitta hann að máli því það er eins og að ganga á vit sögunnar," sagði hún. ÖRLÖG ALLRA »4 NEYTENDAVAKTIN Timaritiö Hello Verslun Krónur Office 1 375,- Penninn 560,- Eymundsson, Leifsstöð 560,- Hagkaup 560,- Iða 560,- Tímaritið Hello, júlíblað Upplýsingar frá Neytendasamtökunum '&sr^ GENGI GJALDMIÐLA SALA % m usd 59,97 -0,70 ▼ feís GBP 122,71 -0,33 ▼ SS dkk 11,11 -0,68 ▼ • JPY 0,49 -1,07 ▼ Hi eur 82,72 -0,69 ▼ GENGISVÍSITALA 111,76 -0,67 ▼ ÚRVALSVÍSITALA 8.876 1,28 A VEÐRIÐ I DAG VEÐUR»2 Smiðjuvegi 76 • 200 Kópavogur • Sími 414 1000 • Fax. 414 1001 ÚRVAL BLÖNDUNARTÆKJA - fyrir baðherbergi og eldhús MORA INXX T€flGI • www.tengi.is • tengi@tengi.is • Baldursnes 6 • 603 Akureyri • Sfmi 414 1050 • Fax: 414 1051

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.