Fréttablaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur skoðun 16 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Lífið Kennarasamband Íslands 5. október 2012 234. tölublað 12. árgangur allt telji það sér í hag að búa vel að kennurum, nýrri fimm ára kenn- aramenntun og skólastarfi, í orði og á borði. Samfélagið verður að taka virð- ingu fyrir menntun upp á arma sína, sýna henni áhuga og styðja á alla lund. Það getur skaðað mögu- leika barna og ungmenna í lífinu að heyra talað um nám og mennt- un af lítilsvirðingu. Mikilvægt er að allir standi saman, foreldr- ar, kennarar, fjölmiðlar, almenn- ingur. Að standa með kennurum skilar sér margfalt. Að standa með kennurum skilar sér í fleiri umsækjendum um kennaranám og meiri þátttöku foreldra og al- mennings í skólastarfi. Að standa með kennurum skilar sér í betra samfélagi fyrir börn, ungmenni og okkur öll. Til hamingju með daginn! Stöndum með kennurum F yrst og fremst þarf viðhorf almennings, stjórnmála-manna og þeirra sem sitja í Sambandi íslenskra sveitarfélaga til leikskólans að breytast á þann hátt að starfið sé metið að verð-leikum. Margir líta svo á að þaðstarf sem fram f Viðamikið nám fer fram í leikskólum Irpa Sjöfn Gestsdóttir, deildarstjóri á leikskólanum Marbakka í Kópavogi, starfar með yngstu börnum leikskólans. Hún segir viðamikið nám fara fram á leikskólum í gegnum leik og skapandi vinnu. Henni finnst starf leikskólakennara þó ekki alltaf metið að verðleikum. Hún var beðin um að svara spurningunni: Hvenig getur fólk staðið með leikskólakennurum? V Þ ann dag vekja alþjóðasam-tök kennara og hvert og eitt land athygli á starfi kenn-ara um leið og þrýst er á um um-bætur í skólamálum. Yfirskrift dagsins í ár er Stöndum með kennurum. Allir eiga að hafa aðgang að góðri og fjölbreyttri menntun sem tekur mið af þörfum þeirra, óháð efnahag. Til þess þurfum við að hafa á að skipa úrvalskennurum í hverjum einasta skóla á öllum skólastigum. Góður kennari er lykilpersóna í menntun barna og ungmenna. Kennarinn er í senn fræðari, leiðsögumaður, leiðtogi, vinur, sálusorgari og áfram mætti lengi telja. Hann þarf að sinna mörgum mismunandi hlutverk- um, vera úrræðagóður, sveigjan- legur og umfram allt skemmti- legur þannig að kennslan og skólastarfið verði lifandi og merk- ingarbært og geri gagn til fram- tíðar. Kennarar þurfa alltaf að vera á tánum, þeir þurfa stöðugt að þróa sig í starfi til að fylgjast með. Þeir þurfa að aðlaga sig sí- breytilegum kröfum sem gerðar eru úr öllum áttum; frá yfirvöld- um, frá foreldrum og frá nem- endum. Þeir þurfa að hafa góða menntun, góð laun sem háskóla- menntaðir sérfræðingar og mögu- leika á fjölbreyttri starfsþróun.Kennarastarfið er krefjandi. Verkefnin eru óramörg, nemend- ur margir og ólíkir, viðfangsefn- in flókin og margþætt, kennara- skortur er víða fyrir hendi, starfs- umhverfi ábótavant og fjármagn oft og tíðum af skornum skammti. Þess vegna þurfa kennarar, nú sem aldrei fyrr, að finna það að yfirvöld, foreldrar og samfélagið Samfélagið sýni menntun áhuga og virðinguAlþjóðadagur kennara hefur verið haldinn hátíðlegur um nokkurt árabil. „Það getur skaðað möguleika barna og ungmenna í lífi nu að heyra talað um nám og menntun af lítils-virðingu.“ EFNISYFIRLIT SÍÐA 2 Ánægjulegt og gefandi starfSigríður Anna Ólafs-dóttir og David P. Nickel eru alsæl í starfi sínu sem framhaldsskólakennarar við FB. SÍÐA 3 Menntun og mannúðKennarasamband Íslands styður við þróunarstarf í Síerra Leóne í samvinnu við Rauða kross Íslands. Standa með kennurum Fólk úr öllum áttum stendur með kennurum. SÍÐA 4 Kennarar örva, hvetja og eflaSameiginleg stuðnings-yfirlýsing á Alþjóðadegi kennara. Þórður Hjaltested, formaður KÍ Björg Bjarnadóttir, varaformaður KÍ 5. OKTÓBER 2012 HAUSTTÍSKAN Í MYNDUM HOLLUSTA MEISTARANNA INNLIT HJÁ HÖNNU BIRNU BUBBI Á FERÐ Bubbi Morthens er á ferð um landið og heldur tón-leika í kvöld á Siglufirði og annað kvöld á Dalvík. Bubbi nefnir tónleikana Þo pið en nafnið vísar til síðustu plötu hans. Alls mun Bubbi koma við á 23 stöðum víðs vegar um landið. VÖNDUÐ VARA ÁRATUGA REYNSLA HITAKÚTAR RYÐFRÍIR ELDAÐ MEÐ HOLTA ALÞINGI Lögreglunni verður tryggður aðgangur að upplýsing- um um kaup á áburði sem inni- heldur ammoníumnítrat, sam- kvæmt frumvarpi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um vopn, sprengiefni og skotelda. Ekki eru ákvæði um framleiðslu sprengiefnis í gildandi vopna- lögum. Frumvarpið leggur þá skyldu á þá sem framleiða, flytja inn eða versla með sprengiefni eða áburð að tilkynna um öll magnkaup til lögreglunnar. Er þá miðað við að magn sprengiefnis eða íblöndunar efna, það er áburðar, fari yfir 500 kíló á sex mánuðum. Ögmundur segir frumvarpinu ætlað að koma í veg fyrir að fólk komi sér upp sprengjubirgðum. „Við horfum þarna til voðaverka eins og í Noregi í júlí í fyrra og annars af því tagi. Þetta eru fyrir- byggjandi aðgerðir og hugsað í þeim anda, samkvæmt ráðlegging- um lögreglu. Þarna tökum við mið af því sem Norðurlandaþjóðirnar eru að gera. Við setjum markið ekki mjög lágt, en reynum að finna eðlileg mörk hvað þetta snertir.“ Verði frumvarpið að lögum getur lögreglustjóri hvenær sem er krafist þess að fá aðgang að hús- næði þar sem sprengiefni er fram- leitt eða geymt og þarf hann ekki sérstaka heimild fyrir því. Í frumvarpinu eru strangari skorður varðandi vopnaeign, til dæmis hvað varðar innflutning á hálfsjálfvirkum byssum. Þá má hver einstaklingur ekki eiga fleiri en 20 skotvopn. „Með frumvarpinu er stefnt að því að setja heldur strangari skorður við vopnaeign en verið hefur í lögum. Þó er ekki geng- ið svo langt að íþróttamönnum á þessu sviði, eða skotveiðimönnum, sé settur stóllinn fyrir dyrnar. Það er reynt að þræða hinn gullna meðalveg í þeim efni. Á hinn bóg- inn er reynt að koma í veg fyrir vopnaeign sem er af annarri rót sprottin.“ - kóp / sjá síðu 10 Öll magnkaup á áburði skal tilkynna til lögreglu Öll magnkaup á áburði þarf að tilkynna til lögreglu samkvæmt lagafrumvarpi. Verið að bregðast við hryðjuverkum í Ósló segir ráðherra. Félagar í skipulögðum glæpasamtökum fá ekki skotvopnaleyfi. Samkvæmt frumvarpinu mega meðlimir skipulagðra glæpasamtaka, eða þeir sem eru í nánum tengslum við þau, ekki fá skotvopnaleyfi. „Til þess eru lögin að koma í veg fyrir að aðilar sem hafa ofbeldi gagnvart öðru fólki á stefnuskránni fái ekki vopn í hendur. Að það sé refsivert gagn- vart þeim að hafa vopn,“ segir Ögmundur. Félagar glæpagengja fá ekki vopnaleyfi Opið frá 11 - 20 alla daga FÓLK „Ég var að drepast úr stressi yfir því að ég væri búinn að eyði- leggja allt fyrir honum,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, um fyrsta bardaga Gunnars Nelson í blönduðum bardagalistum í UFC sem fram fór á laugar- daginn. Jón Viðar sparkaði í Gunnar á æfingu fyrir bar- dagann með þeim afleiðingum að hann fékk skurð á hökuna. Ekki er leyfilegt að keppa með opið sár í bardögum í UFC. „Ég sparkaði í hann, fyrir stærstu stund lífs okkar þegar við vorum að passa okkur sérstaklega mikið,“ segir Jón Viðar, sem kynnti Gunnari íþróttina fyrir nokkrum árum. Félagarnir voru að vonum stressaðir enda höfðu um hundrað og fimmtíu Íslendingar flogið út til að sjá bardagann. - hþt / sjá síðu 42 Fékk skurð fyrir bardagann: Óttuðust að bardaginn yrði blásinn af GUNNAR NELSON Verri og ódýrari vín Gissur Kristinsson, vínþjónn hjá Vínbúðinni, segir miklar breytingar á vínkaupum eftir hrunið. Mikill hvalreki Tónleikar Damo Suzuki á RIFF-hátíðinni fá fimm stjörnur hjá gagnrýnanda. tónlist 34 Stöndum með kennurum FJÖLMIÐLAR Fréttavefurinn Vísir hefur tekið gagngerum breytingum í útliti og framsetn- ingu. „Markmiðið er að gera vefinn enn aðgengi- legri og læsilegri fyrir notendur,“ segir Freyr Einarsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. „Efni frá öllum miðlum 365 verður sett betur fram, til dæmis sjón- varpsfréttir, myndskeið og þættir frá Stöð 2 og útvarpsefni frá útvarpsstöðvunum. Sama á við um efni Fréttablaðsins. Vísir verður gátt les- enda inn á alla þessa miðla ásamt því að vera stöðugt fyrstur með fréttirnar yfir daginn.“ Freyr segir að um leið og þessi útlitsbreyting eigi sér stað verði vefurinn léttari og hraðari fyrir notendur. „Framsetning efnisins verður þægilegri fyrir spjaldtölvunotendur og þá sem fylgjast með fréttum í snjallsíma. Breytt útlit þýðir stærri myndir, fjölbreyttara efnisval á forsíðunni og lesendur geta treyst því að nýjustu fréttirnar fari aldrei framhjá þeim,“ segir Freyr. Á nýjum vef er auðveldara að nálgast efni frá Fréttablaðinu og sjónvarps- og útvarpsstöðvum 365: Nýr og aðgengilegri Vísir farinn í loftið FORINGI Í JÁRNUM Víðir Þorgeirsson, forsprakki Outlaws, var leiddur fyrir dómara í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þar var farið fram á einnar viku gæsluvarðhald yfir honum. Víðir var á meðal þeirra sextán sem voru handteknir í einni umfangsmestu lögregluaðgerð Íslandssögunnar í fyrrakvöld. Sjá síðu 6 NÝTT ÚTLIT VÍSIS Vefurinn er mun léttari og hraðari fyrir notendur. Þrjú jöfn á toppnum Haukar, HK og Akureyri byrja best í handboltanum. sport 38 BJART víða um landið fram eftir degi en þykknar upp vestanlands síðdegis. Vindur verður fremur hægur og hiti á bilinu 2 til 11 stig. VEÐUR 4 8 9 5 6 6 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.