Fjarðarpósturinn - 03.06.1993, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 03.06.1993, Blaðsíða 1
SVMARHÚS STOFNAÐ 1975 HJALLAHRAUNI 10 HAFNARFIRÐI FJflRÐflR Döstunnn wr: ...“ 16. TBL. 1993 - 11. ARG. FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ VERÐ KR. 100,- SUMARHÚS S T O F N A Ð 1975 Listahátíð sett í Kaplakrika á morgun: Sinfónían og fjórir kórar Opnunarhátíð Listahátíðar í Hafnarfirði 1993 hefst í Kaplakrika á morgun, föstudaginn 4. júní, kl. 20.30. Sinfóníu- hljómsveit Íslands kemur þar fram ásamt hafnfirskum kór- um. Einsöngvari verður Sigrún Hjálmtýsdóttir, stjómandi Petri Sakari. Á efnisskrá er Gloria eftir Poulenc og Sinfónía nr. 1 eftir Brahins. Á laugardag, 5. júní, opna síðan sýningar á Listahátíð, bæði í Hafnarborg og sýningarsalnum Portinu. Eftirfarandi kórar taka þátt í flutningnum í Kaplakrika á morgun: Flensborgarkórinn, stjómandi Margrét Pálmadóttir, kór Hafnar- tjarðarkirkju, stjómandi Helgi Bragason, kór Víðistaðakirkju, stjómandi Ulrik Ólason, kór Fríkirkjunnar, stjómandi Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir, ennfremur félagar úr karlakómum Þröstum. I Hafnaihorg sýna Kúbumaðurinn Manuel Mendive og mexí- kaninn Alberto Gutierrez, en þær sýningar opna kl. 14 á laugardag. í Portinu verða sýningar Rögnu Róbertsdóttur og Mario Reis ffá Þýskalandi og verða þær opnaðar kl. 16. Kl. 20.30 á laugadags- kvöld verða tónleikar Petr Mate píanóleikara í Hafharborg. 1. júnf sl. voru liðin tíu ár frá stórgjöf hjónanna Ingibjargar Sigurjóns- dóttur og Sverris Magnússonar til Hafnfirðinga: Fimm einstaklingar standa að stofnun minningarsjóðs ÞESS VAR minnst við hátíðlega athöfn í Hafnarborg sl. þriðjudags- kvöld, 1. júni, að tíu ár voru þá liðin frá því að heiðurshjónin Ingi- björg Sigurjónsdóttir og Sverrir Magnússon, fyrrverandi lyfsali í Hafnarfjarðar Apóteki, afhentu Hafnfirðingum að gjöf húseignina Strandgötu 34, ásamt merku listaverka- og bókasafni. Við athöfnina afhenti Árni Grétar Finnsson forstöðumanni Hafnarborgar, Pétrúnu Pétursdóttur, gjafabréf undirritað af honum og fjórum öðr- um Hafnfirðingum. Með bréfinu var afhent 565 þús. kr. framlag með þeirri frómu ósk að það verði stofn að minningarsjóði um þau hjón. Árrii Grétar Finnsson afhendir Pétrúnu Pétursdóttur gjafabréfið ífjar- veru formanns stjórnar Hafnarborgar, Báru Guðbjartsdóttur, sem gat ekki verið viðstödd athöfnina. Þennan sama dag var Hafnar- fjarðarkaupstaður 85 ára og þann 21. maí sl. voru liðin fimm ár frá vígslu Hafnarborgar, en við það tilefni gaf listamaðurinn Eiríkur Smith Hafnarborg stóra lista- verkagjöf. Við athöfnina á þriðjudag á- varpaði bæjarstjóri fyrst samkom- una. Pétrún Pétursdóttir, forstöðu- maður Hafnarborgar frá upphafi, gerði síðan gestum grein fyrir starfseminni og komu þar fram margar athyglisverðar staðreyndir. Niðurstaða var sú, að starfsemi Hafnarborgar hefur dafnað og stöðugt vaxið þessi fimm fyrstu ár. Gífurleg ásókn listamanna er í að sýna í Hafnarborg. Sem dæmi má nefna, að 104 listamenn hafa sótt um sýningaraðstöðu á árinu 1994, en árið 1992 voru 22 sýningar í húsinu og hafa ekki verið fleiri á einu ári lfá upphafi. Pétrún minnt- ist einnig þeirra Ingibjargar og Sverris og minnti á í lokaorðum sínum, að framtíð Hafnarborgar byggðist á því, hvort Hafnfirðing- ar væru tilbúnir til að halda á lofti háleitum hugsjónum þeirra sæmd- arhjóna. _ Auk Áma Grétars Finnssonar skrifa undir gjafabréfið þeir Einar I. Halldórsson, Ellert Borgar Þor- valdsson, Sveinn Guðbjartsson og Þór Gunnarsson, en að baki þeim standa fleiri einstaklingar og fyrir- tæki í bænum. Varðandi minning- arsjóðinn segir í gjafabréftnu: „Við viljum mega kynna þá hug- mynd um starfsemi og markmið sjóðsins, að 1. júní ár hverl verði efnt af hálfu Hafnarborgar til „Sverrisdags“, stuttrar athafnar, þar sem veitt yrði táknræn viður- kenning til þess eða þeirra Hafn- firðinga, sem vakið hafa verð- skuldaða athygli á sviði lista og menningar. Skipulagsreglur sjóðs- ins verði settar af stjóm Hafnar- borgar sem jafnframt myndi sjóðs- stjóm.“ Við athöfnina léku Gunnar Gunnarsson á flautu og Sigurður Marteinsson á píanó. Þá léku einnig meðlimir í Tríói Reykjavík- ur. Að lokinni dagskrá var gestum boðið að þiggja veitingar í kaffi- stofu Hafharborgar. í Straumsvík Kleifar h.f. fóru nýverið fram á leyfi landeiganda í Straumsvík, þ.e. hafnarsjóðs, til töku á laxi í Straumsvík. Hafnarstjórn heimilaði laxveiðina, en áður hafði verið sótt um leyfi til veiði- málastjóra. Tildrög málsins eru þau, að Kleifar h.f. hafa misst mikið magn af laxi úr kvíum í Straumsvíkinni. Vænta má þess, að eitthvað af þeim laxi skili sér á ný í víkina og hyggst því fyrirtæki endurheimta þá. Þetta kemur fram í fundargerð hafnarstjómar frá 19. maí sl. Attu inni Kaupmanna- hafnarferð fyrir tvo? Á athafhasýningunni Vor '93 í Kaplakrika giltu aðgöngumiðamir sem happadrættismiðar. Dregnir voru út veglegir vinningar hvem dag, eða samtals fimm vinningar sem hver um sig var Kaupmanna- hafnarferð fyrir tvo. Ekki hefur verið vitjað um einn einasta vinn- ing af þessum fimm, þannig að vissara er að leita uppi aðgöngu- miðana og kíkja á númerin. Númerin sem hlutu vinningana em eftirtalin, en þau eru birt án á- byrgðar: 246 - 2024 (bamam.) - 1806- 4769 (bamam.)og5711. Aðgöngumiðar bama giltu einnig sem happadrættismiðar í NBA-happadrætti. Taska kom á miða nr. 4678, Bolir á miða kr. 3901 og 3992 og körfuboltamynd- ir á miða nr. 2415 og 2454. Mestu sóðarnir við tjámastöðina okkar i Garðabæjarlandi Sjá viðtal bls. 4-5 „Ætla að láta bankann passa peningana mína“ - Sjá bls. 3 Glæsilegt landsmót lúðrasveita um hvítasunnuhelgina - Sjá 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.