Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 04.10.2013, Blaðsíða 28
Ég hélt í raun og veru ekki að Íslensku bókmennta- verðlaunin myndu skipta það miklu máli, þannig lagað. – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 6 55 52 0 9/ 13 Þ egar Ísland hrundi og þarfn-aðist Guðs blessunar í októ-ber 2008 bjó rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl í Helsinki. Allar hans tekjur voru í íslensk- um krónum þannig að hann fékk að kenna á hruninu eins og aðrir. Eftir því sem hitnaði í kolunum hér heima komst hann í meira uppnám þar sem hann horfði á vini sína, nán- ast í beinni á vefmiðlunum, ryðja burt ríkisstjórn Geirs H. Haarde með pottaglamri og slagorðum. Þá flæddu ljóð fram hjá skáldinu sem horfði á í fjarlægð og þau eru nú komin út í bókinni Hnefi eða vit- stola orð, á einmitt fimm ára afmæli Búsáhaldabyltingarinnar. „Bókin er skrifuð á svona tveim- ur til þremur mánuðum. Á bilinu október-desember 2008,“ segir Ei- ríkur Örn. „Þannig að hún er búin að vera til svolítið lengi og ég er búinn að fikta eitthvað í henni en það eru engin lifandis ósköp. Þegar maður er með þetta sjónarhorn frá útlöndum þá bæði glatar maður og einhverju og maður fær eitthvað. Maður sér hlutina allavegana aðeins öðruvísi. Held ég. Bókin er skrifuð á milli þess sem ég var að endurhlaða fréttasíður og þetta eru ljóð um til- finningar mínar gagnvart hruninu. Og það eru svolítið eldfimar tilfinn- ingar.“ Ísland fer til andskotans „Þegar krónan fór til andskotans og það allt saman var ég með allar tekjur mínar í íslenskum krónum og þar fyrir utan með mjög litlar tekjur. Ég var bara í algeru þýðingaharki og vitleysu. Borgaði leiguna mína í evrum, keypti mjólkina mína í evr- um og það fór allt upp um helming. Það voru svo annars vegar þessi taugaveiklun og svo þetta að fylgj- ast með Íslandi fara til andskotans úr fjarlægð sem urðu kveikjan að ljóðunum. Ég þekkti svo mikið af fólki sem var alltaf niðri á Austurvelli. Eng- inn í fararbroddi svosem en maður endurhlóð fréttasíðurnar stanslaust og þá komu alltaf myndir af vinum mínum á Austurvelli að fella ríkis- stjórnina. Mér fannst einhvern veg- inn eins og ég væri svolítið skilinn út undan.“ Hnefi eða vitstola orð kemur, sem fyrr segir, fyrst út núna þegar fimm ár eru liðin frá hruninu. „Fyrst vissi ég ekkert hvað ég átti að gera við bókina enda var hún algert hliðar- verkefni þar sem ég var að reyna að skrifa Gæsku á þessum tíma. Þann- ig að þegar bókin var tilbúin lagði ég hana til hliðar og fór að hugsa um annað.“ Og þegar Eiríkur hafði lokið við Gæsku sneri hann sér að Illsku, þeirri hnausþykku skáldsögu sem skilaði honum Íslensku bókmennta- verðlaununum. Hann ákvað að ýta öllu öðru frá sér á meðan hann skrifaði verðlaunaverkið. „Þannig að þessi bók hefur bara legið og beðið síns tíma. Þegar ég tók hana upp í vor velti ég fyrir mér hvort hún væri hugsanlega úrelt og hvort hún hefði verið barn síns tíma. Vegna þess að fyrir mér er hún mjög bund- in þessu ástandi. Þá áttaði ég mig á að hún eigi alveg við aftur núna af því að það er komin hægri stjórn aftur. Við erum komin í hring. Nú eru aftur Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn komnir til valda og þetta er bók sem virkar bara í þeirri stjórnarandstöðu. Hún hefði ekkert virkað á meðan það var vinstri stjórn, ekki það að vinstri stjórnin hefði alveg þurft sína eigin bók. En það var önnur bók en þessi.“ Endalaust flakk Eiríkur Örn býr á Ísafirði en hef- ur þó ekki verið mikið heima við á þessu ári. „Ég var að koma úr tveggja mánaða ferðalagi og hef bara eiginlega voðalega lítið verið heima hjá mér í ár,“ segir Eiríkur en honum telst til að hann sé nokk- urn veginn búinn að vera hálft árið á flakki og hinn helminginn heima. „Og mér liggur mjög mikið á að komast vestur til þess að fá mér kaffibolla og draga andann. Setjast Byltingarbók sem virkar bara í andstöðu við hægri stjórn Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl hefur verið á þeytingi meira og minna allt þetta ár. Hann er með mörg járn í eld- inum, meðal annars skáldsögu og dansverk og segir ýmsum smáverkefnum hafa fjölgað eftir að hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsögu sína Illska. Hann sendi í vikunni frá sér ljóðabókina Hnefi eða vitstola orð. Ljóðin í henni eru fimm ára og hann orti þau á meðan hann bjó í Finnlandi og fylgdist, í geðshræringu fyrir framan tölvuna, með Íslandi hrynja 2008. niður og fara að vinna að einhverju. Í einhverju andrými sem er ekki um borð í flugvél eða einhverju álíka.“ Eiríkur Örn á tvö börn sem búa í Svíþjóð og reynir að millilenda sem oftast hjá þeim og hafa bækistöð þar á meðan hann er á þeytingi. „Ég fór núna í þetta skipti fyrst til Svíþjóðar og ekki bara til að hitta börnin, heldur líka til þess að kenna norrænum unglingum ritlist ásamt nokkrum fleiri skandinavískum skáldum. Síðan fór ég til Helsinki að lesa upp og var smá tíma úti í skógi í Finnlandi að vinna í rólegheitum. Þaðan fór ég til Póllands, svo aft- ur til Svíþjóðar, þá til Brasilíu, svo til Freiburgar í Þýskalandi og svo hingað heim.“ Eiríkur sér fram á rólegri tíma á næsta ári og í byrjun þess ætlar hann að taka sér feðraorlof þegar börnin koma vestur. „Ég hitti þau nú merkilega oft miðað við hvað ég bý langt í burtu. Þetta er nú bara fyrsta árið sem við erum að gera þetta og auðvitað hjálpar til að vera í þess- ari vinnu og eina ástæðan fyrir því að ég tók öllum þessum ferðum á þessu ári er að ég get alltaf verið að millilenda hjá þeim. Maður gerir bara sitt besta.“ Eiríkur nær þó ekki að pústa lengi á Ísafirði þar sem framundan er önnur reisa þar sem hann fer til London, ferðast um Wales, síðan til Póllands, þá til Þýskalands til þess að taka þátt í tilraunaverkefni með tón- og myndlistarfólki. Og að lok- um kemur hann aftur við í London áður en hann heldur til Íslands. „Þannig að þetta er ekki búið. Þetta ár er búið að vera meira og minna svona.“ Margir litlir krossar Eiríkur Örn segist aðspurður ekki telja Íslensku bókmenntaverðlaunin þungan kross að bera þótt þau hafi í raun haft mikil áhrif. „Ég veit það ekki. Nei. Þetta eru kannski frekar margir litlir krossar,“ segir hann og hlær. „Eitt af því sem fylgir þessu er að það koma upp rosalega mörg minni verkefni. Fleiri viðtöl, fólk vill fá ljóð í hitt og þetta og upplestra. Það eru bara miklu, miklu fleiri fyrirspurnir um allan andskotann. Maður eyðir meiri tíma í að svara tölvupósti. Ég hélt í raun og veru ekki að Íslensku bókmenntaverðlaunin myndu skipta það miklu máli, þannig lagað. En þau gera það samt þannig að maður hefur minni tíma til að vinna að stærri verkefnum. Það hefur verið svolítið erfitt þetta árið að finna einhvern veginn jafn- vægið aftur með það allt saman.“ Verkin sitja þó síður en svo á hakanum hjá Eiríki sem hefur í mörgum pottum að hræra. „Ég er að vinna í skáldsögu og dansverki. Mjög skrítnu dansverki reyndar, segir hann og bætir við að hann sé að skrifa verkið fyrir tvo „svolítið brjálaða Finna“ og að hugmyndin hafi orðið til á fylliríi á leiklistarhá- tíð í Finnlandi í sumar eftir að hann hafi verið að furða sig við Finnana á því hvernig í ósköpunum ætti að skrifa dansverk. „Þetta endaði með því, eftir að við vorum búnir að fá okkur nokkra í viðbót, að ég sagði: „Jæja, ég skal þá skrifa þetta helvítis dansverk fyrir ykkur.““ Eiríkur segist ekki hafa skrifað nein ósköp af ljóðum upp á síðkastið en hann sleppi þó aldrei hendinni af þeim. „Ég hef hugsað mér að byrja að leggja grunn að nýrri ljóðabók og ætla ekki að skilja við ljóðið.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Eiríkur Örn Norðdahl hefur gefið út á bókinni Hnefi eða vitstola orð ljóð sem hann orti á meðan hann fylgdist með afleiðingum hrunsins á Íslandi þar sem hann sat við tölvuna í Helsinki. Ljósmynd/Hari 28 viðtal Helgin 4.-6. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.