Stormur - 01.02.1945, Blaðsíða 1

Stormur - 01.02.1945, Blaðsíða 1
STORMU Ritstjóri: Magnús Magnússon XXI. árgangur. Reykjavík, í febr. 1945. 1. tbl. Jeremíasarbréf Reykjavík, 1. febr. 1945. Gamli kunningi! Ég mun hafa getið þess í síðasta bréfi mínu til þín, að hverri ríkisstjórn væri það hollt og gagnlegt að hafa and- stöðu og hana jafnvel nokkuð sterka. En jafnframt taldi ég það nauðsynlegt, að andstöðuflokkurinn væri þeim vanda vaxinn, beitti sanngirni og rökum, en ekki ósannindum og rógi, og því mætti það teljast mjög ósennilegt að Framsókn- arflokkurinn gæti leyst þetta vandasama og ábyrgðarmikla starf svo af hendi, að ríkisstjrninni og öllum almenningi yrði að því styrkur og leiðbeining. Og því miður hefir þessi grunur ræzt. Blað Framsóknarmanna hefur lítt beitt rökum í málafylgju sinni, en verið hinsvegar óspart á róginum og álygunum, einkum þó á forsætisráðherrann og ættmenn hans. Það er því í meira lagi broslegt um leið og það er blygðunarlaust, þegar Hermann Jónasson fer að líkja sér og Eysteini og Þórarni Þórarinssyni — þessum þremur illvíg- ustu og ófyrirleitnustu stjórnmálagösprurum — við beztu og friðsömustu menn hins forna lýðveldis — Hall á Síðu, Þorgeir á Ljósavatni og Snorra goða. Ólíkari menn hafa aldrei verið til, hvorki að vitsmunum né þegnskap. Hver sá, sem fylgst hefur með stjórnmálasögu íslend- inga síðustu 25—30 árin getur ekki annað en viðurkennt, ef hann vill satt mæla, eða er ekki glámskyggn á allan sannleika, að enginn stjórnmálaflokkur hefur verið jafn ófyr- irleitinn í ósannindunum, síngjarn og drengskaparlaus sem Framsóknarflokkurinn, eða þeir menn, sem hann hefur fal- ið forustuna. Lengst gekk þessi óskammfeilni þegar Jónas Jónsson var í almætti sínu og ritaði og stjórnaði Tímanum, því að hann kunni að bregða tyrfingi lýginnar og rógsins, en þeir sem tóku við þessu vopni úr höndum hans hafa haft sama innrætið og sömu viðleitnina, en aðeins skort víg- fimi hans og gáfur. — „Framkvæmdarvaldið er enn veikt hér á landi“, segir Hermann Jónasson, „mundi þá ekki nú sem fyrr vera þörf milliflokks sem drægi úr öfgunum og bæri klæði á vopnin?“ Hvort finnst þér nú að fremur muni vera, að maðurinn, sem var forsætisráðherra Islands í átta ár sé alveg forhertur hræsnari eða algerlega dómgreindar- laus á eigin ávirðingar og flokksmanna sinna? Helzt er útlit fyrir, að þingmennirnir geti ekki til þess hugsað, að slíta þessu þingi. Nokkni fyrir jólin sögðu blöðin það hiklaust, að því mundi verða slitið fyrir jól, en nú er kominn febrúar og þá fyrst er eitthvert vandasamasta og deilumesta mál þingsins — launalagafrumvarpið að koma til umræðu í neðri-deild eftir að efri-deild hefur skilað því frá sér illa köruðu, þótt hún sé búin að velkjast með það í f jóra mánuði eða þar um bil. Milliþinganefndin, sem um þetta mál fjallaði, leysti verk sitt illa af hendi og efri-deild hefur heldur ekki farið um það neinum ljósmóður eða læknis- höndum. Ekkert er nú líklegra en að neðri-deild fáist við það allan febrúarmánuð, og sennilegast er svo að hlkupið.:, . Tnatarlýjst á krásir ríkissjóðsins, og gætu, að því er virtist, verði frá því, og það taki svo aðra 4—5 mánuði að ganga frá því. En gefur ekki þessi dæmalausi seinagangur ástæðu til að spyrja: Eru ekki þingmennirnir ofmargir? Þvælast þeir ekki hver fyrir öðrum? Er nokkuð unnið við það að hafa þingið í tveim deildum, eins og skipun þess nú er háttað? Þa ðer að minsta kosti víst, að deildarskiftingin lengir þing- tímann gífurlega, og sennilega mun erfitt að færa skynsam- leg rök fyrir því, að hún gefi nokkra verulega tryggingu fyrir því, að málin hljóti betri athugun og úrlausn en þau myndu fá, þótt. þingið væri aðeins ein málstofa. Ætti hin væntanlega stjórnskipunarnefnd að taka þetta til rækilegrar athugunar. Er ekki aðeins að þingkostnaðurinn sé orðinn óhæfilega mikill, U/o—2 miljónir á ári, heldur hlýtur og þessi langa þingseta að gera þingmennina leiða og þreytta á starfinu auk þess sem hún stelur öllum tíma frá ríkisstjórn- inni til þess að undirbúa mál þau, sem hún leggur eða ætti að leggja fyrir þingið. Þá er bruðl þingsins og ekki sízt fjárveitinganefndar með fé ríkissjóðs — og allra landsmanna — að verða óþol- andi og getur ekki hjá því farið, ef svo heldur áfram, að þess verði skammt að að bíða, er styrjöldinni lýkur, að þetta nýstofnaða lýðveldi vort verði jafn ánauðugt eða jafnvel enn ánauðugra stórveldunum en það var áður, og verður þá sjálfstæðið lítils virði, þótt vera megi, að lánardrotnir vor- ir lofi oss að vera sjálfstæðum á pappírnum fyrir kurteisis- sakir. Það er því hin skynsamlegasta tillaga, sem komið hefur fram í einhverju af dagblöðunum, að þinginu verði ekki leyft að hækka útgjöld fjárlaganna að neinum mun, og það verði því stjórnin ein, sem ábyrgðina ber á því, ef fjár- hag ríkisins er teflt í voða. Mundi þetta verða til þess, að auka stórlega ábyrgðartilfinningu ríkisstjórnarinnar og veita nokkra tryggingu fyrir því, að í hóf væri stillt útgjöld- um og álögum. En jafnframt yrði svo þingið að taka hart á því, ef stjórnin ráðstafaði fé ríkissjóðs upp á eigin spýtur eins og hún hefur að jafnaði gert, og stundum jafnvel gert sér leik að því að áætla ríkistekjurnar vitleysislega lágt, til þess að geta haft meira einræðið í fjármálunum og frjálsari hendur til þess að tryggja sig í sessi með bitlingum, mút- um og vilgjöfum. Ætti þing og stjórn að vinna saman að því að hafa áætlun fjárlaganna eins nærri lagi og framast er unt, en hún hlýtur ávalt að verða handahóf eitt, nema þingið sé haldið síðari hluta árs. Væri sennilega skynsamlegast að kveðja þingið til funda frá 1.—15. sept. og ættiþví að vera vorkunnarlaust að ljúka því fyrír jól ef ekkert óvenjulegt ber að höndum. Það var á margra vitorði. að fasteignamatsnefndin mundi vera orðin ærið kostnaðarsöm fyrir ríkið, en fáa mun þó hafa grunað að hún hefði gleypt á aðra miljón króna og vissu menn þó, að sumir sem þar hafa að unnið, höfðu góða

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.