Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2 FRÉTTIRInnlent

MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012

Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir

Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 

Hann var skondinn stærðarmunurinn á litla kúst-

inum og risastóru fægiskóflunni sem blasti við

þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um

Hafnarfjarðarhöfn um daginn þar sem menn voru

að taka til hendinni. Oft vill vera munur á þegar

mætast stórvirkar vinnuvélar og mannshöndin.

Sópað og tekið til við Hafnarfjarðarhöfn

Morgunblaðið/Golli

Fægiskóflan er helst til stór fyrir kústinn

Viðar Guðjónsson

vidar@mbl.is

?Það eru talsverðir hagsmunir fyrir

okkur að losa snjóinn af veginum.

Þau ferðaþjónustufyrirtæki sem eru

á svæðinu urðu fyrir miklum skaða í

fyrra því vegurinn var opnaður svo

seint. Því höfðum við frumkvæði að

því að ryðja veginn. Vegagerðinni er

svo í sjálfsvald sett hvort hún kemur

að kostnaði við þetta,? segir Páll

Gíslason, rekstrarstjóri og einn eig-

enda Fannborgar við Kerlingarfjöll. 

Snjómokstur á fjallvegum er ekki

inni í fjárveitingum Vegagerðar-

innar en sökum þess að ferðamanna-

tímabilið er sífellt að lengjast hér á

landi liggja nokkrir hagsmunir undir

því að vegir séu ruddir snemma að

sumri til. 

Eftir vorhret í fyrra var vegurinn

um Kjöl ekki opnaður fyrr en 23.

júní. Stefnt er að því að vegurinn

verði opnaður á milli 3.-5. júní í ár

vegna þessa framtaks einkaaðila. 

Kostnaðurinn við slíka fram-

kvæmd er ekki hár, undir einni millj-

ón, en að sögn Páls liggja mun meiri

hagsmunir að baki fyrir fyrirtæki í

ferðaþjónustu á svæðinu. Hann

hvetur jafnframt ríkisvaldið til þess

að huga nánar að því að tryggja að

ferðamenn komist leiðar sinnar. Það

skjóti skökku við að vegir séu ill-

færir um leið og aukin áhersla sé á

ferðaþjónustu sem atvinnugrein.

?Ég vil samt taka það fram að við

höfum átt í mjög góðu samstarfi við

Vegagerðina um þetta,? segir Páll. 

Á svæðinu eru vinsælir áfanga-

staðir ferðamanna eins og Kerling-

arfjöll og Hveravellir  svo eitthvað

sé nefnt. 

Mokstur í höndum einkaaðila

 Ferðaþjónustufyrirtæki lét ryðja snjó af Kjalvegi til að flýta fyrir opnun Kostaði undir milljón

 Miklir hagsmunir fyrir ferðaþjónustuna Vegir illfærir þótt ríkið leggi áherslu á ferðaþjónustu

Ljósmynd/Páll Gíslason 

Slá í gegn Traktorsgrafa notuð við að moka snjó af Kjalvegi.

Ný íslensk skáld-

saga, Sýslumað-

urinn sem sá álfa,

kemur út í dag.

Svo óvenjulega

vill til að sama

dag fer fram út-

för höfundarins,

Ernis Kristjáns

Snorrasonar geð-

læknis, sálfræð-

ings og rithöf-

undar.

Ernir skrifaði bókina síðustu

mánuðina sem hann lifði en hann

lést á líknardeild Landspítalans 26.

apríl síðastliðinn, 68 ára að aldri.

Hann segir í tileinkun að bókin sé

kveðja til umheimsins sem hann ann

svo heitt. ?Og vonandi vekur hún

einhverjum bros og svolitla gleði.?

Tómas Hermannsson, útgefandi

hjá Sögum útgáfu, segir að verk-

efnið hafi verið óvenjulegt. Hann

tekur fram að bókin sé góð og það sé

forsenda þess að ákveðið var að gefa

hana út. ?Við vissum að það var mik-

ið kappsmál hjá Erni að fá hana út-

gefna áður en hann létist en það

tókst því miður ekki. En nú er

hún komin og ekkert annað að

gera en að koma henni til les-

enda,? segir Tómas.

Útför Ernis fer fram frá

Fossvogskirkju í dag, kl. 13, og

útgáfuhóf vegna skáldsögunnar

verður í Eymundsson við

Skólavörðustíg kl. 19. Minning-

argreinar um Erni birtast í

Morgunblaðinu í dag. »28

Bók á útfarardegi höfundar

 Skáldsaga Ernis K. Snorrasonar,

Sýslumaðurinn sem sá álfa, komin út

Lífeyrissjóð-

urinn Stapi

tilkynnti að

sjóðurinn

hygðist

skerða rétt-

indi sjóðs-

félaga um

7,5%. Í október í fyrra var tilkynnt

6% skerðing á lífeyrisréttindum.

Í yfirlýsingu á vef sjóðsins kem-

ur fram að gripið sé til þessara

aðgerða þar sem loforð um rétt-

indi séu talsvert meiri en eignir

sjóðsins standi undir. Þá kemur

fram, að vegna samspils á milli

tekna frá lífeyrissjóði og Trygg-

ingastofnun ríkisins verði skerð-

ing á tekjum lífeyrisþega mun

minni en nemi lækkun á greiðslum

frá sjóðnum.

Enn skerðast rétt-

indi hjá lífeyrisþeg-

um Stapa

Skerðing Réttindi

skerðast um 7,5%.

Ríkisstjórnarfundur fer fram á

Egilsstöðum í dag. Þetta er fyrsti

fundur ríkisstjórnarinnar á Austur-

landi. Að honum loknum hitta ráð-

herrar sveitarstjórnarfólk. Undir-

skriftalistar vegna Norðfjarðar-

ganga verða afhentir Ögmundi

Jónassyni innanríkisráðherra við

Safnahúsið í Neskaupstað klukkan

15.30 í dag. 

Ríkisstjórnarfundur

á Egilsstöðum

Páll Halldórsson, rekstrarstjóri

Vegagerðarinnar á Selfossi,

segir ekki loku fyrir það skotið

að nánari samvinnu sé að vænta

á milli Vegagerðarinnar og

einkaaðila. ?Það er verið að

prófa þetta núna. Ekki er búið

að festa þetta á einn eða neinn

hátt. Við sjáum ekkert sem

mælir gegn því að þetta fyrir-

komulag sé á hlutunum,? segir

Páll. 

Samvinna

möguleg

VEGAGERÐIN JÁKVÆÐ

Skáldsagan Sýslumaðurinn sem

sá álfa er óvenjuleg og skemmti-

leg glæpasaga sem lætur hug-

myndir um hversdagsraunsæi

lönd og leið, segir í frétta-

tilkynningu frá Sögum

útgáfu. Hún segir frá

röskum sýslumanni sem

óvænt er falið að rann-

saka bankahrunið á Ís-

landi. Söguþráðurinn er

bráðfjörugur og allt að

því súrrealískur, segir út-

gáfan.

Óvenjuleg

glæpasaga

RANNSAKAR BANKAHRUN

Dr. Ernir K.

Snorrason

Alveg mátulegur

Heimilis

GRJÓNAGRAUTUR

H

VÍ

TA

H

Ú

SI

Ð

/

SÍ

A

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40