Morgunblaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 1
Í LONDON Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Ólympíumót fatlaðra er komið aftur á sinn heimavöll hér í Bretlandi. Það var fyrir 64 árum sem hreyfihaml- aðir hermenn úr seinni heimsstyrj- öldinni kepptu fyrst sín á milli í bæn- um Stoke Mandeville á móti sem síðar varð Ólympíumót fatlaðra. Maður greinir það á öllu umtali, stemningu og væntingum reynslu- mikilla ólympíufara að þetta stefnir í að verða glæsilegasta mótið til þessa. Stórkostleg setningar- athöfnin á Ólympíuleikvanginum í gærkvöld gefur sannarlega góð fyr- irheit. Þar voru vísindin höfð sem meginþema, enda geta Bretar státað af mörgum þekktustu vísindamönn- um sögunnar sem gert hafa okkur íbúum jarðar lífið betra. Ljúfa Anna sér um sína Maður ferðast ekki langan spöl hér í London án þess að verða var við að mótið sé að hefjast, eða reynd- ar hafið ef þú, lesandi góður, ert ekki þeim mun meiri morgunhani. Bretar eru staðráðnir í að standa sig ekki síður vel nú en á Ólympíuleikunum. Hér verður ekki þverfótað fyrir sjálfboðaliðum sem eru boðnir og búnir til að aðstoða með hvað sem er. Ljúfa Anna sá til dæmis um að tengja mig netinu til að senda þenn- an pistil og á þakkir skildar. Það er kannski bara rugl í mér en ég gæti trúað að rigningarsuddinn sem verið hefur hér í London henti ágætlega fyrir frjálsíþróttafólkið okkar. Þetta eru svolítið „íslenskar“ aðstæður, þó að umfangið allt sé hér aðeins meira en á Laugardalsvelli. Áhrifin af þessu eru minni inni í sundhöllinni. Reyndar stytti upp í þann mund sem setningarathöfnin hófst í gærkvöldi, svo jafnvel veð- urguðirnir vilja gera sitt til að bjóða heiminn velkominn til London. Íslenski hópurinn þrammaði inn á leikvanginn í gær undir styrkri for- ystu fánaberans Helga Sveinssonar í mögnuðu andrúmslofti. Helgi er kannski á vissan hátt „pabbinn“ í hópnum, enda meira en tvöfalt eldri en þær Matthildur Ylfa Þorsteins- dóttir og Kolbrún Alda Stef- ánsdóttir sem eru aðeins 15 ára. Jón Margeir Sverrisson er svo aðeins 19. Þetta er fyrsta ólympíumót þeirra allra og spennan hlýtur að vera orð- in óbærileg. Þau hefja öll keppni á morgun. Matthildur ríður á vaðið kl. 09:08 í langstökki, Jón Margeir keppir í 100 m baksundi kl. 10:07 og Kolbrún í sömu grein kl. 10:18. Helgi keppir svo í langstökki kl. 18:20. Ég lofa ykkur því að þau eru klár í slag- inn. Snúið aftur til upprunans  Ólympíumót fatlaðra er á heimavelli í Bretlandi  Glæsileg setningarathöfn í gærkvöldi  „Pabbinn“ leiddi íslenska hópinn  Veðurfarið minnir á Frón Ljósmynd/Sverrir Gíslason Setningin Íslenski ólympíuhópurinn gengur hér inn á ólympíuleikvanginn í London í gær þar sem fram fór glæsileg setningarathöfn. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2012 íþróttir Fótbolti Tryggvi Guðmundsson hefur ekki spilað með Eyjamönnum í einn mánuð. Er far- inn að iða í skinninu að komast aftur út á völlinn. Ætlar að halda áfram í boltanum. 2 Íþróttir mbl.is Bikarmeistarar Hauka í hand- knattleik hafa náð samkomu- lagi við forráða- menn Mojkovac frá Svartfjalla- landi um að báðir leikir liðanna í 1. umferð EHF- keppninnar í handknattleik verði spilaðir hér á landi. Leikirnir fara fram á Ásvöllum 14. og 15. september. Sigurliðið úr þessum leikjum etur kappi við lið Zaporoshye frá Úkraínu og þar verður við ramman reip að draga enda úkraínska liðið afar sterkt og hefur oft leikið í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar. gummih@mbl.is Haukar spila báða Evrópu- leikina heima Aron Kristjánsson Carolina Kluft, fyrrverandi heims- og ólymp- íumeistari í sjö- þraut, hefur ákveðið að láta staðar numið og hætta keppni. Þessi sænska af- rekskona hefur keppt í lang- stökki undan- farið en hún var illviðráðanleg í sjö- þrautinni þegar hún hætti í þeirri grein árið 2007 og sneri sér að langstökkinu með minni árangri. Kluft er einungis 29 ára gömul en missti af Ólympíuleikunum í Lond- on vegna meiðsla. kris@mbl.is Orðið gott hjá Kluft Carolina Kluft Real Madrid vann í gærkvöldi fyrsta bikar tímabilsins á Spáni þegar liðið hafði betur gegn erkifjendum sín- um í Barcelona, 2:1, í seinni leik liðanna í spænska ofurbik- arnum. Barce- lona vann fyrri leikinn, 3:2, og hafði Real því betur á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Gonzalo Higuaín og Cristiano Ro- naldo skoruðu mörk Real á fyrstu tuttugu mínútum leiksins í gær en Lionel Messi minnkaði muninn fyrir Börsunga beint úr aukaspyrnu. Bakvörðurinn Adriano lét reka sig af velli á 28. mínútu og lék Barcelona því manni færra síðasta klukkutíma leiksins. tomas@mbl.is Fyrsti bikar- inn til Real Cristiano Ronaldo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.