Morgunblaðið - 18.03.2013, Blaðsíða 2
Í GRAFARVOGI
Kristinn Friðriksson
sport@mbl.is
Stjörnuliðið mætti eins og vel smurð
vél í Grafarvoginn í gær og gjörsigr-
aði Fjölnismenn 107:68 í ójafnasta
leik vetrarins. Fjölnir er fallinn ásamt
Tindastóli og Borgnesingar eru inni í
úrslitakeppninni. Það var aldrei
spurning um hvorum megin sigurinn
myndi lenda í gær; Stjörnuliðið var
mörgum númerum of stórt fyrir
Fjölni, sem virtust daufir og áhuga-
litlir. Eftir fyrsta hluta, sem endaði
14:35, fór leikurinn að líkjast æ meira
Wagner-óperu; leikur heimamanna
var þunglamalegur og depurð í loft-
inu á meðan Stjörnumönnum leið eins
og þeir gætu lagt undir sig Pólland
með leiftursóknum sínum. Frábær
leikur Stjörnunnar lokaði leiknum á
fyrstu mínútum hans og eftirleik-
urinn auðveldur og stórsigur stað-
reynd.
Stjarnan er mjög vel skipað lið og
er að spila af miklu öryggi þessa dag-
ana. Mér finnst fjórða sætið ekki
nægilega góður árangur miðað við
mannskap en mér þykir líka alveg
ljóst að Stjarnan er í upplögðu færi að
landa þeim stóra í ár. Þríeyki liðsins,
Mills, Shouse og Frye, er frábært og
bakland þess, Jovan, Marvin, Fann-
ar, Dagur og Kjartan, er ekkert slor.
Teitur verður að stilla liðið í þann
andlega farveg sem það þarf til þess
að fara alla leið á næstu vikum. Leik-
ur liðsins er mjög sannfærandi, liðs-
menn virðast vera komnir í mjög
þægilegan gír þar sem hvert tannhjól
snýst í sama takti.
Meiðsli Árna og Jóns höfðu áhrif
Það er sjaldgæft að sjá Fjöln-
ismenn jafn þungbúna og baráttulitla
eins og í gær en það virðist vera sem
svo að leikmenn hafi vitað eigin örlög
áður en flautað var til leiks. Þetta
unga lið hefur barist vel í vetur en
ljóst þótti hinsvegar í upphafi að liðið
ætti erfitt tímabil fyrir höndum.
Margir spáðu liðinu falli en það sann-
aði sig hinsvegar í vetur sem eitt
skemmtilegasta liðið í deildinni; ungir
strákar eins og Björgvin, Arnþór,
Gunnar og Tómas fengu reynslu sem
mun nýtast vel. Það sem er útilokað
að spá er hvað hefði gerst ef Jón
Sverrisson og Árni Ragnarsson hefðu
ekki meiðst. Það er ekki annað hægt
en að taka hattinn ofan fyrir þessum
mannskap fyrir að hafa komið liðinu
þetta langt, svona lengi, án þessara
tveggja leikmanna. Að mínu viti, og
öðrum ólöstuðum, tveir bestu ís-
lensku leikmenn liðsins. Þessi meiðsli
eru líkleg orsök þess að liðið er nú
fallið; stöðugleikinn sem aldrei náðist
hjá liðinu speglast í meiðslum þessara
lykilmanna og þó að aðrir leikmenn
hafi tekið upp hanskann var skarðið
sem þeir skildu eftir kannski aðeins
of mikið.
Hræðileg niðurstaða
hjá Stólunum
Örlög Tindastóls eru þau sömu og
Fjölnis og líklega er rót þeirra vanda-
Líktist Wagner-óperu
Morgunblaðið/Golli
Fall Ingvaldur Magni Hafsteinsson lagði Fjölni lið á lokasprettinum en það dugði ekki til og Fjölnir féll í 1. deild.
Justin Shouse á möguleika á sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli miðað við spilamennsku bikarmeistara Stjörnunnar.
Depurð í loftinu í Grafarvoginum í gærkvöldi þegar Fjölnir féll úr úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik Stjarnan í upplögðu færi til að landa þeim stóra í ár
mála einnig að finna í mannabreyt-
ingum, þó svo að meiðsli hafi kannski
ekki spilað rullu þar. Eitthvað virðist
hafa vantað í lið Stólanna í vetur og
erfitt að henda reiður á. Útlendinga-
mál riðluðust, Íslendingar látnir fara
frá liðinu og liðið aldrei í neinum takti
inni á vellinum. Það er ljóst að liðið
þarf einhverskonar yfirhalningu; það
verður ekki auðvelt fyrir Stólana að
spila í 1. deild en frammistaða liðsins í
ár hefur einfaldlega verið hræðileg
miðað við mannskapinn. Menn geta
sjálfum sér um kennt og þurfa að
reyna að nýta næsta ár vel til að gera
atlögu að efstu deild aftur.
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2013
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Fjölnir – Stjarnan 68:107
Dalhús, Dominosdeild karla.
Fjölnir: Christopher Smith 20, Ingvaldur
Magni Hafsteinsson 13, Tómas Heiðar
Tómasson 8, Björgvin Hafþór Ríkharðsson
6, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Isacc
Deshon Miles 5, Gunnar Ólafsson 5, Hreið-
ar Bjarki Vilhjálmsson 3, Leifur Arason 2.
Stjarnan: Justin Shouse 24, Brian Mills
24Jovan Zdravevski 16, Dagur Kár Jóns-
son 11, Sæmundur Valdimarsson 11, Kjart-
an Atli Kjartansson 9, Jarrid Frye 5, Fann-
ar Freyr Helgason 4, Daði Lár Jónsson 3.
Snæfell – Njarðvík 83:79
Stykkishólmur, Dominosdeild karla.
Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 23, Ryan
Amaroso 21, Jay Threatt 10, Jón Ólafur
Jónsson 9, Sveinn Arnar Davíðsson 9,
Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Stefán Karel
Torfason 4.
Njarðvík: Nigel Moore 28, Elvar Már Frið-
riksson 19, Ólafur Helgi Jónsson 16, Maciej
Stanislav Baginski 4, Marcus Van 4/5 frá-
köst, Ágúst Orrason 4, Hjörtur Hrafn Ein-
arsson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2.
Keflavík – ÍR 87:78
Toyotahöllin, Dominosdeild karla.
Keflavík: Michael Craion 27, Darrel Keith
Lewis 24, Billy Baptist 14, Magnús Þór
Gunnarsson 7, Valur Orri Valsson 5, Snorri
Hrafnkelsson 4, Arnar Freyr Jónsson 2/5
stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 2,
Almar Stefán Guðbrandsson 2.
ÍR: Eric James Palm 23, Nemanja Sovic 19,
Sveinbjörn Claessen 15, D’Andre Jordan
Williams 8, Ellert Arnarson 6, Hjalti Frið-
riksson 4, Þorvaldur Hauksson 3.
KFÍ – KR 89:84
Ísafjörður, Dominosdeild karla.
KFÍ: Damier Erik Pitts 33, Mirko Stefán
Virijevic 24/, Tyrone Lorenzo Bradshaw
14, Kristján Pétur Andrésson 8, Hlynur
Hreinsson 4, Jón Hrafn Baldvinsson 4,
Guðmundur Jóhann Guðmundsson 2.
KR: Kristófer Acox 14, Finnur Atli Magn-
usson 14, Martin Hermannsson 13, Brand-
on Richardson 10, Helgi Már Magnússon
10, Emil Þór Jóhannsson 8, Brynjar Þór
Björnsson 8, Darshawn McClellan 5, Jón
Orri Kristjánsson 2.
Tindastóll – Grindavík 91:97
Sauðárkrókur, Dominosdeild karla.
Tindastóll: Tarick Johnson 16/, Helgi Rafn
Viggósson 16/, Svavar Atli Birgisson 15,
Drew Gibson 13, George Valentine 10,
Þröstur Leó Jóhannsson 9, Hreinn Gunnar
Birgisson 5, Pétur Rúnar Birgisson 5,
Helgi Freyr Margeirsson 2.
Grindavík: Samuel Zeglinski 29, Aaron
Broussard 27, Jóhann Árni Ólafsson 11,
Þorleifur Ólafsson 9, Sigurður Gunnar Þor-
steinsson 7, Björn Steinar Brynjólfsson 6,
Ryan Pettinella 5, Daníel G. Guðmundsson
3.
Skallagrímur – Þór Þ. 96:109
Borgarnes, Dominosdeild karla.
Skallagrímur: Carlos Medlock 43, Páll Ax-
el Vilbergsson 23, Hörður Helgi Hreiðars-
son 12, Birgir Þór Sverrisson 6, Trausti Ei-
ríksson 5, Davíð Ásgeirsson 4, Orri Jónsson
2, Sigmar Egilsson 1.
Þór Þ.: Guðmundur Jónsson 29, Benjamin
Curtis Smith 27, David Bernard Jackson
26, Þorsteinn Már Ragnarsson 8, Emil
Karel Einarsson 6, Darrell Flake 6, Grétar
Ingi Erlendsson 5, Halldór Garðar Her-
mannsson 2.
Lokastaðan:
Grindavík 22 18 4 2155:1916 36
Þór Þ 22 16 6 2056:1904 32
Snæfell 22 16 6 2105:1912 32
Stjarnan 22 15 7 2088:1919 30
Keflavík 22 14 8 2021:1940 28
Njarðvík 22 12 10 1982:1898 24
KR 22 11 11 1900:1893 22
Skallagrímur 22 7 15 1784:1958 14
ÍR 22 6 16 1818:1967 12
KFÍ 22 6 16 1946:2172 12
Tindastóll 22 6 16 1781:1906 12
Fjölnir 22 5 17 1814:2065 10
1. deild karla
Valur – Hamar ...................................... 78:81
KR – Keflavík 93:88
DHL-hölllin, Dominosdeild kvenna.
KR: Shannon McCallum 38, Guðrún Gróa
Þorsteinsdóttir 17, Sigrún Sjöfn Ámunda-
dóttir 16, Björg Guðrún Einarsdóttir 8,
Sara Mjöll Magnúsdóttir 6, Rannveig
Ólafsdóttir 6, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir
2.
Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir
26, Pálína Gunnlaugsdóttir 24, Jessica Ann
Jenkins 14, Sara Rún Hinriksdóttir 11,
Bryndís Guðmundsdóttir 6, Ingunn Embla
Kristínardóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdótt-
ir 3.
Staðan:
Keflavík 25 21 4 1968:1700 42
Snæfell 26 19 7 1878:1619 38
KR 26 18 8 1810:1728 36
Valur 26 14 12 1755:1665 28
Haukar 26 12 14 1779:1828 24
Njarðvík 25 8 17 1724:1924 16
Grindavík 26 7 19 1751:1953 14
Fjölnir 26 4 22 1833:2081 8
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Mikil gleði ríkti á Ísafirði í gærkvöldi eftir að
KFÍ tryggði sæti sitt í Dominos-deildinni með
sigri á KR 89:84. Fyrir lokaumferð deild-
arinnar í gærkvöldi var ljóst að KFÍ og Fjölnir
yrðu að vinna sína leiki til að eiga möguleika á
því að halda sætum sínum í deildinni. Fjölnir
tapaði hins vegar illa fyrir Stjörnunni og féll.
ÍR tapaði í Keflavík eftir jafnan leik og Tinda-
stóll fyrir Grindavík á Króknum, einnig eftir
jafnan leik. ÍR, KFÍ og Tindastóll urðu því jöfn
að stigum og þurftu Sauðkrækingar að sætta
sig við fall niður í 1. deild vegna lélegrar út-
komu í innbyrðisviðureignum þessara þriggja
liða. ÍR fékk 9. sætið, KFÍ 10. sæti og Tinda-
stóll 11. sæti. Skallagrímur hélt hins vegar 8.
sætinu og komst í úrslitakeppnina, tveimur
stigum á undan þessum þremur.
„Þetta var frábær sigur. Jú, það er rosalega
skemmtileg stemning í gangi enda var fullt af
fólki á leiknum. Við vorum náttúrlega ótrú-
lega nálægt því að komast í úrslitakeppnina
því tveir leikir okkar töpuðust á flautukörfum.
Ég held hins vegar að fólk sé himinlifandi með
að við skyldum halda okkur uppi því okkur var
spáð falli síðasta haust. Okkar takmark var að
komast í úrslitakeppnina en allir eru glaðir því
við erum ánægðir með að vera eitt af tólf bestu
liðum landsins,“ sagði Pétur Már Sigurðsson,
þjálfari KFÍ, þegar Morgunblaðið ræddi við
hann í gærkvöldi. Pétur er á sínu öðru ári sem
þjálfari liðsins en hann kom KFÍ upp úr 1.
deildinni í fyrra og hélt því uppi á fyrsta ári í
úrvalsdeild. Pétur er 35 ára gamall fyrrver-
andi leikmaður KFÍ en uppalinn Valsari. Hann
sagðist hafa verið rólegur á hliðarlínunni í
gærkvöldi þrátt fyrir að KFÍ hefði gloprað
niður vænlegri stöðu í nokkrum leikjum í vet-
ur.
„Ég var samt alveg ótrúlega rólegur og ég
treysti þessum strákum fyrir þessu. Við settum
niður vítaskot sem skiptu máli og hittum vel af
vítalínunni í kvöld sem hafði mikið að segja
fyrir okkur. Við sóttum grimmt á körfuna og
það stóðu allir sína plikt. Við vorum bara flott-
ir,“ sagði Pétur Már ennfremur.
„Ég treysti þessum strákum“