Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2014
Skemmtisigling og jólainnkaup í Orlando
www.norræna.is sími 570 8600Lækaðu og deildu okkur á facebook ogþú getur unnið ?út að borða? fyrir 2 umborð í skemmtiferðaskipinu STAR
Karabískaha?ð og Orlando 14. -25. nóvember verð frá kr. 299.000
Sláðu tvær ?ugur í einu höggi!
Frábær skemmtisigling frá Tampa til Hondúras, Belize, Costa Maya og Cozumel í Mexíkó.
Fjórar nætur á Florida Mall hótelinu. Tilvalið að gera jólainnkaupin í Orlando.
Við höfum bætt við sætum í þessa ferð.
Barcelona og Miðjarðarha?ð 29. ágúst Uppselt
Feneyjar og Barcelona 13. sept. 2 sæti laus vegna forfalla
Panama og Los Angeles 31. október Uppselt
Cruise Line var valið
besta skipafélag í Evrópu
síðustu sex ár og það
besta í Karabískaha?nu
árið 2013
Malín Brand
malin@mbl.is
Þeir Gestur Einar Jónassonog Aðalsteinn Bergdalhafa unnið saman í ófáskipti á ævinni. Þeir eru
báðir atvinnuleikarar að norðan og
hafa leikið saman hér og þar. Hvor-
ugan þeirra hefði þó órað fyrir því
fyrir einhverjum árum eða áratug-
um að þeir ættu eftir að vinna sam-
an í flugsafni. Sú er einmitt raunin í
sumar og hafa þeir báðir ein-
staklega gaman af samstarfinu á
safninu. 
Heilsusamlegt að vera á safni
Gestur Einar hefur óbilandi
flugáhuga og byrjaði að vinna á
Flugsafninu árið 2008 og hefur unn-
ið þar svo gott sem alla tíð síðan og
verið eini starfsmaður safnsins. Það
var ekki fyrr en í sumar sem Aðal-
steinn kom til sögunnar en aðdrag-
andinn er þessi: 
Árið 2011 lenti Aðalsteinn í
mjög alvarlegu slysi þegar ekið var
á hann í Lækjargötu í Reykjavík.
Það þykir mesta mildi að hann
skyldi í fyrsta lagi lifa þetta af og í
öðru lagi að hann skyldi ná sér eins
vel eftir slysið og raun ber vitni.
Hann hefur verið í stöðugri end-
urhæfingu og til stóð að í sumar
héldi endurhæfingin áfram. Í raun
og veru má segja að endurhæfingin
hafi alla vega tekið á sig aðra mynd. 
?Það þarf alltaf að útvega
starfsfólk á safnið yfir sumartím-
ann,? útskýrir Gestur Einar sem
stakk upp á því að félagi hans tæki
starfið að sér og tók Aðalsteinn vel í
hugmyndina. ?Ég hefði ekki getað
fengið betri mann en Alla,? segir
Tveir leikarar á
Flugsafni Íslands
Flugsafn Íslands á Akureyri er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Þar eru ein-
stakar flugvélar sem flestar hafa mikið gildi fyrir flugsögu Íslands. Þar er til dæm-
is stjórnklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, björgunarþyrlan TF-SIF, TF-SYN
Fokker F-27 frá Landhelgisgæslunni og svo mætti lengi telja. Starfsmennirnir
tveir á safninu eru líka einstakir en þeir eru æskuvinir og báðir atvinnuleikarar. 
Ljósmynd/Hörður Geirsson
Flugkennsla Trúðurinn Skralli, leikinn af Aðalsteini Bergdal, tók annan
flugtíma sinn á dögunum undir handleiðslu Arngríms B. Jóhannssonar. 
Morgunblaðið/Malín Brand
Einstakt Flugsafn Íslands á Akureyri er einstakt og varðveitir flugsögu
landsins í myndum, munum og sögum. Sögufrægar vélar eru þar margar. 
Viðey er perla sem allir ættu að heim-
sækja oftar, þangað er skemmtilegt
að sigla fyrir fólk á öllum aldri, þar er
hægt að ganga um og njóta náttúru-
fegurðar, fuglalífs og fjörunnar. Þar
er veitingahús sem notalegt er að
setjast inn á og fá sér í gogginn. Upp-
lagt er að skreppa út í Viðey með er-
lenda vini og á morgun er lag, því þá
verður boðið upp á fræðslugöngu um
Viðey fyrir enskumælandi gesti.
Snorri Sigurðsson, doktor í líffræði,
leiðir gönguna sem hefst kl. 12:30.
Snorri gefur innsýn í líffræðilega fjöl-
breytni Viðeyjar, vistfræði lífríkisins,
sögu þess og mikilvægi. Leiðsögnin
er gjaldfrjáls en greiða þarf ferjutoll.
Ferjan siglir frá Skarfabakka á
Sundahöfn á klukkustundar fresti frá
10:15 til 17:15 alla daga. Einnig siglir
hún frá gömlu höfninni við Ægisgarð
í Reykjavík kl. 11:30 og frá Hörpu kl.
12. 
Vefsíðan www.videy.com
Morgunblaðið/ÞÖK
Sigling Það er gaman að sigla yfir hafið út í Viðey og skoða litlu eyjuna.
Sýnið erlendum gestum Viðey
Hvernig væri að fá kynningu á menn-
ingarlífi miðbæjarins, kíkja á stytt-
urnar, leikhúsin og njóta að því loknu
sirkuslista? Í kvöld kl. 20 gefst fólki
kostur á því að kynnast miðbæ
Reykjavíkur undir leiðsögn á sex
tungumálum; íslensku, ensku, pólsku,
víetnömsku, arabísku og frönsku.
Lagt er upp frá aðalsafni Borg-
arbókasafnsins í Tryggvagötu. Tilvalið
fyrir íbúa af erlendum uppruna og
aðra nýja íbúa sem og fyrir ferða-
menn. Hressing í lokin í aðalsafni þar
sem Sirkus Íslands skemmtir. Fim-
leikadúett leikur listir sínar og býður
þeim sem þora að vera með. Gaman! 
Endilega ?
? takið þátt í
fimleikadúett
Morgunblaðið/Ernir
Sirkus Íslands Mjög skemmtilegur.
Nóatún
Gildir 4.-6. júlí verð nú áður mælie. verð
Lambafile m/fiturönd úr kjötborði ..................... 3.998 4.798 3.998 kr. kg
Lambafile kryddað að vali úr kjötb. ................... 3.998 4.798 3.998 kr. kg
Nautafile spjót m/grænmeti úr kjötb. ................ 998 1.298 998 kr. kg
Laxaflök beinhreinsuð úr fiskborði..................... 2.198 2.598 2.198 kr. kg
Laxaflök krydduð úr fiskborði ............................ 2.198 2.598 2.198 kr. kg
Ísl M-kjúklingabringur ...................................... 2.198 2.469 2.198 kr. kg
Krónan
Gildir 3.-6. júlí verð nú áður mælie. verð
Lúxus grísakótilettur New York........................... 1.298 2.198 1.298 kr. kg
Grísahnakki á spjóti hvítl. & rós. ....................... 1.398 1.698 1.398 kr. kg
Lambafile New York-marinerað ......................... 3.998 4.498 3.998 kr. kg
Lambalundir ................................................... 4.498 4.998 4.498 kr. kg
Ungnauta entrecote erlent ............................... 3.398 4.598 3.398 kr. kg
Lambalæri kryddað ......................................... 1.398 1.598 1.398 kr. kg
Kjarval
Gildir 3.-6. júlí verð nú áður mælie. verð
Goða hamborgarar 6 x 120 g ........................... 1.258 1.398 1.258 kr. pk.
SS Grískar lambatvírifjur .................................. 2.968 3.298 2.968 kr. kg
SS Caj P?s lærissneiðar.................................... 3.328 3.698 3.328 kr. kg
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Ásdís
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36