Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 17.03.1988, Blaðsíða 1
15. árgangur___________Vestmannaeyjum, 17. mars 1988_________21. tölublað 1500 tonn affiskiá markað erlendis Eftir þvi sem næst verður komist mun láta nærri að um 1500 tonn af fiski hafi farið, eða er á leið á erlend- an markað frá Vestmanna- eyjum. Verðfall á mörkuð- um í Englandi og Þýskalandi má að einhverju leyti rekja til þessa. Ýmist hefur fiskur verið fluttur út í gámum, eða skip- in hafa siglt. Jóhannes Kristinsson hjá Gámavinum sagði að í þess- ari viku sendu þeir út 26-27 gáma, sent væri ekki meira miðað við árstíma, en reikna mætti með. „Þriðjudagurinn var sá svartasti sem ég hef séð síðan ég bvrjaði að gutla í þessum útflutningi," sagöi Jóhannes, en þá féll verðið mjög ntikið í Englandi. Ekki vildi hann kenna um miklum útflutningi frá íslandi, fleira hefði kornið til, en í gær sagði hann að verðið væri aftur á uppleið. Tæplega 300 tonn hafa ver- iö seld. eða fara í þessari viku, erlendis frá Berg-Hug- inn og sagði Þorsteinn Ing- ólfson hjá fyrirtækinu, að sennilega hefði þetta aldrei allt farið í vinnslu hér, en megnið. Hjörtur Hermannsson framkvæmdastjóri Samtogs hf. sagði að skip þeirra hefðu selt um 270 tonn er- lendis og tæp 300 tonn í gámum. Hjörtur sagði að ef ekki hefði kontið til verkfalls hefði um 80% þessa afla verið unninn heima. Viöar Elíasson yfirverk- stjóri í Vinnslustöðinni sagði aö þeir 6 netabátar sem landa hjá þeim sendu út hver sinn gám. í viku hverri. „En það þýðir ekkert að koma nteð ufsa að landi núna. nema menn vilji gefa Þjóðverjum hann,“ sagði Viðar. Einnig sagði hann að þorskurinn væri kominn í það lágt verð að varla borg- aði sig að senda hann út. Ekki er þetta tæmandi upptalning, því fleiri flytja út fisk, en bara í næstu viku verða seid uni 1000 tonn héðan frá Vestmannaeyj- um. 0 Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari við komuna til Vestmannaeyja í gær. Samkomulag hjá sáttasemjara í nótt: Ákvörðun um afboðun verkfalls tekin í dag - Verður niðurstaða þessa samkomulags látin gilda fyrir allt landið? Eftir fundahöld í alla nótt náðist samkomulag milli vinnu- veitenda, Verkakvennafélags- ins Snótar og Verkalýðsfélags Vm. Ekki fæst uppgefíð fyrr en í seinna í dag eða í kvöld í hverju þetta samkomulag felst. Sáttasemjari. Guðlaugur Þorvaldsson, samninganefndir vinnuveitenda, Snótar og Verkalýðsfélagsins byrjuðu fundarhöld að Hótel Þórshamri kl. 3 síðdegis í gær. Stóðu fundir með hléum til kl. hálf sex í morgun að eftirfarandi fréttatilkynning var birt.: Kl. 05:30 í morgun var gert samkomulag hjá sáttasemjara á Hótel Þórshamri. milli vinnu- veitenda annars vegar og Verkakvennafélagsins Snótar og Verkalýðsfélags Vm. hins vegar. Samkomulag þetta verð- ur kynnt og rætt í stjórnum og trúnaðarmannaráðum félag- anna í dag. Konurnar brugðust skjótt við og boðuðu til fundar kl. hálf átta í morgun. sem stóð til kl. að verða ellefu. Elsa Valgeirs- dóttir varaformaður Snótar sagði að einungis hefði verið um kynningu að ræöa. Afstaða til samkomulagsins yrði ekki tekin fyrr en í kvöld. Verka- lýðsfélagið fundar um málið i dag. Vinnuveitendafélag Vest- mannaeyja mun hafa tekið já- kvætt í samkomulagið sem náð- ist í nótt. Aðilar vörðust allra frétta af samkomulaginu, en ljóst var frá upphafi að mönnum var full alvara og árangur náðist eftir að báðir aðilar gáfu verulega eftir. Samkvæmt heimildum blaðsins er þetta samkomulag búið að vera í burðarliðnum f eina tvo daga, og er unnið í samráði við fulltrúa verkalýðs- félaga annars staðar á landinu. í því munu vera ákvæði um ýmiss konar mikilsverð rétt- Vegna bilunar komst Herj- ólfur ekki í sína föstu áætlunar- ferð til Þorlákshafnar i gær. Viðgerð átti að Ijúka fyrir ferð- ina í morgun. Magnús Jónasson fram- kvæmdastjóri Herjólfs hf. sagði í viðtali við FRÉTTIR, að bil- unar hefði orðið vart, þegar skipið var á leiðinni frá Þorláks- höfn á þriðjudaginn. Ekki þurfti að stöðva skipið, en við athugun, eftir að það kom í höfn, kom í ljós að túrbína við indamál verkafólks, sem VSÍ hefur neitað að taka inn í kjarasamninga fram að þessu. Ef samkomlag verður sam- þykkt í félögunum, fara hjól atvinnulífsins að snúast eðli- lega, strax í fyrramálið. Sáttasemjari og samninga- nefnd vinnuveitenda fór héðan í dag til Egilsstaða og er ekki ótrúlegt að þar verði Vestmannaeyjasamkomulagið haft að leiðarljósi. aðalvél var ónýt. Stimpilhring- ur hafði brotnað og stykki úr honum farið af stað og komist inn í túrbínuna og brotið hana. Magnús sagði að þetta væri tjón upp á 1-2 milljónir. „En maður getur þakkað fyrir það að þetta skuli gerast við bestu skilyrði, en þessar bilanir sýna enn frekar þörfina á að ýta á að fá nýtt skip,“ sagði Magnús að lokum. Þess má geta að síðast bilaði Herjólfur í nóvember sl. og var þá frá í 5 daga. Enn bilar Herjólfur - Komst ekki í áætlun í gær. - Magnús Jónasson: Sýnir þörfina á nýju skipi. Fiskupp- boð kl. 16:30 alla virka daga m&im FIIKMARKMUD VESTMANNAEYJA HF. Sími 1777’ Ný- komið ★ Ljós og lampar r k Rósettur þrjár stærðir. ý Plíserað- ir skermar 4 litir, 5 stærðir. i( Clarion nuddtæki Hin margeftir- spurðu hreinsi- efni fyrir kera- mik hellur og venjulegar eldavélahellur. Sjón er sögu ríkari! Skólavegi 1 Sími1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.