Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 1
A CITROÉN SDAIHATSU VOLVO * brimborg Leifur Gunnarsson lllugagata 48 • Sími 481 1234 • 898 4023 Vinnslustöðvarinnar sem tekur sæti í stjórn Landssímans Nýlega var skipað í stjórn Landssímans og er Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson einn þeirra sem tekur sæti í stjórninni. Binni í Vinnslustöðinni, eins og hann er oftast kallaður, sagði í viðtali að þetta hefði komið upp með stuttum fyrirvara. „Ég geri mér ekki almennilega grein fyrir því sjálfur hvers vegna ég varð fyrir valinu en þetta byggist á mati þeirra sem unnu að því að fá nýtt fólk í stjómina," sagði Binni. Hvernig lýst þér á að takast á við þessi nýju verkefni? „Mér lýst vel á það að takast á við HNUFUBAKUR leit við í höfninni í gær. Hann fór alla leið inn í Friðarhöfn. Eftir nokkra hringi þar synti hann á haf út. ný verkefni. Þetta gefur mér aukna reynslu og víðsýni en það má líka segja að ég sé að dreifa kröftunum. Auðvitað tekur þetta tíma frá störf- um mínum hér og frá fjölskyldunni. Stjórnarsetan tengist ekki hags- munum Vinnslustöðvarinnar né mínum, þar sem ég á engin bréf í Símanum. Ég ákvað þó að slá til því þetta mun víkka sjóndeildarhring- inn og er ólíkt því sem við emm að fást við hjá Vinnslustöðinni. Við erum með framleiðslufyrirtæki, veiðum og vinnum sjávarafurðir en Landsíminn er þjónustufyrirtæki þar sem þjónusta við viðaskipavini skiptir mestu og svo má ekki gleyma tækniþekkingunni. Þetta eru því ólík fyrirtæki." Laun stjórnarmanna vom hækkuð vemlega, viltu tjá þig eitthvað um það? „Nei, ég hef engu við það að bæta. Ég veit að það vom 24 fundir á síðasta ári og það er víst að menn verða að undirbúa sig vel fyrir hvern fund. Mesta vinnan fyrst verður að setja sig inn í málin. Ég á hins vegar ekki von á því að kemba hærurnar í stjórn Símans, það liggur fyrir að það á að selja fyrirtækið og nýir eigendur munu væntanlega setjast í stjóm.“ Þú ert eini fulltrúinn í stjórninni sem býr á landsbyggðinni? „Ég er sá eini í stjórninni utan af landi og þar af leiðandi nær lands- byggðinni og þeim sjónarmiðum sem þar rikja. Ég mun þó fyrst og fremst hugsa um hag Símans í heildina, en landsbyggðin er líka hluti af þeirri heild. Þó ég sé að takast á við verkefni sem mun taka mikinn tíma þá er ég fullur tilhlökk- unar því fyrir mér em þau ný og spennandi,11 sagði Binni. 29. árg. 11. tbl. • Vestmannaeyjum 14. mars 2002 • Verð kr. 170 • Sími 481 1300 • Fax 481 1293 • www.eyjafrettir.is SKIN og skuggar. Ljósmynd Guðmundur Ásmundsson. Tímafrekt en spennandi 0 -segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Áætlað að Stígandi komi á mánudag Guðmann Magnússon skip- stjóri á Stíganda VE 77, sem er á leiðinni heim frá Kína, sagði í viðtali í gær að áætlað væri að þeir kæmu til Eyja nk. mánu- dag. „Við erum við landamæri Portú- gals og Spánar og fórum fram hjá Lissabon í gærkvöldi. Ferðin hefur gengið vel en við lögðum af stað 10. febrúar. Erum við því búnir að vera þrjátíu og einn dag á leiðinni í dag. Við höfum fengið gott veður en veðráttan er að breytast og það voru sjö til átta vindstig í morgun, kaldaskítur en er að lægja. Við erum búnir að fara um mörg höf, Kínahaf, Indlandshaf, Miðjarðarhaf og erum komnir yfir í Atlandshafið. Við höfum verið í þrjátíu gráðu heitum sjó en hann er um sextán gráðu heitur núna. Við stopp- uðum í Ceuta sem er borg sunnan við Gíbraltarsundið og tókum olíu þar og það hefur gengið vel og ekkert komið upp á, “sagði Guðmann. Sjö menn eru í áhöfn skipsins. Flutninga- þjónusta Magnúsar hætt starfsemi Flutningaþjónusta Magnúsar hætti rekstri um síðustu helgi. Eigendurnir, Magnús S. Magn- ússon og Sigurlína Sigurjóns- dóttir hafa sent frá sér frétta- tilkynningu þar að lútandi. Þar þakka þau öllum viðskiptavinum og bæjarbúum öllum gott sam- starf á liðnum árum. Starfsmenn voru fimm. Tjaldurinn mættur Jóhann Guðjónsson, hafnar- vörður er athugull maður, þegar kemur að fuglalífl. Hann tók eftir því í gær að tjald- urinn, sem er einn af vorboð- unum var mættur í Skansfjöruna. Segir Jóhann það samkvæmt venju. Svartfuglinn er sestur upp fyrir nokkru. TM-ÖRYGGI fyrir fjölskylduna sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötum 20 Viögerðir og smurstöð Sími 481 3235 , . Rettmgar og sprautun Sími 481 1535 s ki| P og bíll EIMSKIP sími: 481 3500 sími: 481 3445

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.