Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.2002, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.2002, Blaðsíða 1
I í í I HERJÓLFUR SUMARAÆTLUN ÍPrÍ Þj4 .......... «..06 HERJÓLFUR 29. árg. 27. tbl. * Vestmannaeyjum 4. júlí 2002 «Yerð kr. 170 • Sími 48113QQ * Fax 481 1293 * www.eyjafrettir.is ÞESSIR hressu strákar úr Grindavík voru meðal 1200 keppenda sem þátt tóku í Shellmótinu í síðustu viku. Njarðvík varð meistari í flokki A- liða, FH sigraði í flokki B-liða, Fylkir sigraði C- flokkinn en þar varð ÍBV í öðru sæti og í flokki B- liða vann Njarðvík. Innanhússmeistarar í A voru KA og FH, B Fylkir og Grótta, C ÍBV og Fjölnir og í D KA og FH. Mótið gekk í alla staði vel og var fjöl- menni í bænum í tengslum við það, alls rúmlega 2000 manns. Auk fótbolta var boðið upp á kvöldvökur, grill, skoðunarferðir á sjó og landi þannig að peyj- arnir höfðu engan tíma til að láta sér leiðast. Árni fékk 15 mánaða fangelsi í í Athyglisverðar tilraunaveiðar á síld í gær féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Arna Johnsen og var hann sakfelldur fyrir sautján ákæruatriði af tuttugu og sjö. Meðal þess sem hann var sakfclldur fyrir var mútuþægni og fjárdráttur í opinberu starfi. Arni hafði fyrir dómi játað á sig brot í tólf ákæruatriðuni og af þeim fimnitán sem eftir stóðu var hann sakfelldur í fimm en sýkn- aður í tíu. Árni játaði brot í sjö liðum um fjárdrátt í opinberu starfi, meðal annars fyrir að hafa tekið út eldhús- og baðinnréttingu hjá Samnorræna Reykjavík í reikningi ístaks, ýmis hreinlætistæki og pípulagningaefni sem hann tók út hjá Tengi ehf. og lét greiða af fjárveitingum byggingar- nefndar Þjóðleikhússins og óðals- kantsteina sem hann tók út hjá BM Vallá og lét greiða af fjárveitingum bygginganefndarinnar. Ámi neitaði aftur á móti sök um fjárdrátt er varðaði þjóðfána sem hann pantaði hjá íslensku fána- saumastofunni og bar hann því við í Héraðsdómi að kassi með fánun- unum hafi verið tekinn, líklega af sorphirðumönnum þar sem hann lá fyrir utan heima hjá honum en þeir höfðu verið ætlaðir Þjóðleikhúsinu. Héraðsdómi fannst frásögn Áma ótrúverðug og töldu sannað að hann haft dregið að sér þau verðmæti sem ákært er fyrir. Árni var sýknaður af fjárdrætti er varðaði jólaseríu frá Dengsa ehf. sem hann sagði ætlaða til lýsingar í anddyri Þjóðleik- hússins. Það mál sem kom rannsókninni af stað varðaði úttekt Árna á timbri, þéttiull og fleira hjá BYKO. Ámi var sýknaður af þeirri ákæm þar í Harpa VE landaði 150 tonnuni af síld í gærmorgun til vinnslu í frystihúsi ísfélagsins. Harpa hóf veiðarnar 1. júlí og er þrisvar búin að landa 150 tonnum á þrcniur dögum. Um klukkutími er á ntiðin en áríðandi er að vinna síldina stax þar sem hún er viðkvæm á þessum árstíma. Sjávarútvegráðuneytið gaf leyfi til tilraunaveiða á síld í júní og júlí- mánuði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Guðmundur VE var við veiðarnar í júnímánuði og náði í um 850 tonn. Óskar Óskarsson, vinnslustjóri Is- félagsins, segir að síldin sé mjög stór, 300 til 350 gr, en hana þurfi að vinna strax m.a. vegna þess að sjórinn er heitari á þessum árstíma. „Ymis ytri skilyrði gera það að verkum að ekki er hægt að sigla með síldina og veiðarnar og vinnslan henta okkur vel í Eyjum þar sem um klukkutíma stím er á miðin. Þetta er tilraun og erum við að þróa þetta áfram. ískrapsvélar eru um borð og til dæmis er ekki sama hvemig síldinni er landað og við erum að finna út hvaða aðferð- um er best að beita.“ Síldin er flökuð, fryst og henni pakkað í 11 kílóa pakkningar og hún hefur verið seld á Þýskaland. Óskar segir veiðamar og vinnsluna mjög góða viðbót fyrir vinnsluna hér ef vel tekst til. „Við emm að læra á hverjum einasta degi því síld er ekki bara síld. Þetta er allt öðra- vísi ferli heldur en á haustin en getur orðið til að efla atvinnulífið á sumrin ef menn standa rétt að þessu,“ sagði Óskar. ■B9 TM-ÖRYGGI fyrlr fjölskylduna sameinar ðll trygglngamálin á tlnfaldan ©g hagkvatman hátt sem aðeins var framburður Arna gegn framburði starfsmanns BYKO og taldist ekki fullsannað brot í málinu. Árni var aftur á móti sak- felldur fyrir að hafa dregið sér timb- ur, saum og fleira frá BYKO að fjárhæð 400 þúsund krónur. Ámi var sýknaður af fjárdrát- tarákæra er varðar þéttidúkinn sem var fluttur frá Vestmannaeyjum eftir að mál Árna kom upp. Hann var aftur á móti sakfelldur fyrir að hafa tekið út þéttidúk hjá Fagtúni sem var stílaður á Þjóðleikhúsið. Árni kvaðst fyrir dómi hafa pantað dúkinn fyrir sjálfan sig en jafnvel láðst að geta þess við starfsmenn Fagtúns. Dómurinn telur brotið sannað með vitnisburði starfsmanna Fagtúns. Ámi var sýknaður af ákæru um meintan fjárdrátt í opinberu starfi sem formaður bygginganefndar Vestnorræna ráðsins og Bratta- hlíðanefndar. Þó er tekið fram í dómnum að „atburðarás í þessum ákærulið sé með nokkrum ólík- indum." Hann kvað Iýsingu í ákæruliðum, er varðaði meintar rangar skýrslur til yfirvalda réttar, en neitaði að um saknæmt athæfi væri að ræða. Héraðsdómur var ósammála honum og sakfelldi hann. Árni var sýknaður vegna innflutn- ings á timbri í stafkirkju fyrir sjálf- an sig sem hann pantaði á sama tíma og þegar pantað var fyrir Stafkirkjuna sem nú stendur út á Skansi. Þyngst af öllum ákæruatriðunum vegur þó lfidega ákæra um mútu- þægni en Árni var ákærður um að hafa tekið við peningum að upphæð 650 þúsund úr hendi eins af sak- borningum í málinu, Gísla Hafliða Guðmundssyni. Árni var sakfelldur fyrir mútuþægni. I dómsniðurstöðu segir að saka- ferill Árna hafi ekki áhrif á ákvörðun refsingar í málinu og að Árni hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt er hann var skipaður í þau opinberu störf sem lýst er í ákærunni. Brotin voru framin í opinberu starfi og er það virt til refsiþyngdar. Árni Johnsen fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm óskilorðsbundið. Af 800 hundruð Jiúsund króna sakarkostnaði er Árna gert að greiða tvo þriðju hluta. í samtali við Fréttir sagðist Árni lítið geta sagt, ekkert væri ákveðið með áfríun en honum fannst dóm- urinn þungur. - <í öllum svidum! Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötum 20 Viðgerðir og smiírstöð mnaims „ Rettmgar og sprautun stmí m ms Skip og bíll EIMSKIP sími: 481 3500 ZJJL sími: 481 3500

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.