Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 168. tölublaš 
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Mánudagur 21. desember 200914 Bækur
ÆVISAGA SKÁLDSAGA
LISTHEIMUR ÁN ÁSTRÍÐU
Listasafn fær að gjöf landslagsmál-
verk eftir þekkta íslenska listakonu. 
Forvörð safnsins fer fljótt að gruna 
að málverkið sé falsað og hefur 
rannsókn á verkinu og uppruna 
þess. Honum til fulltingis er list-
fræðingurinn Hanna sem er nýflutt 
til landsins og tekin við stjórnunar-
starfi á safninu. Rannsóknin rekur 
þau á erlendrar strendur og ljóst að 
ekki er allt sem sýnist þegar kemur 
að viðskiptum með list.
Ragna Sigurðardóttir, höfundur 
bókarinnar Hið fullkomna lands-
lag, hefur starfað bæði sem mynd-
listarmaður og rithöfundur. Greinilegt er að hún hefur bæði þekkingu og 
áhuga á viðfangsefninu en ástríðan skilar sér ekki á síður bókarinnar. 
Bókin er samviskusamlega unnin og mikið lagt upp úr að kynna fulltrúa ólíkra 
hópa innan listaheimsins fyrir lesanda. Mér finnst þó skorta á neista í verkinu. 
Satt að segja þurfti ég að hafa mig alla við til að klára bókina en get þó ímyndað 
mér að áhugafólk um myndlist hrífist frekar með.  
Ragna er góður sögumaður með alla bakgrunnsvinnu á hreinu. Hún hefur hér 
skapað áhugaverðar persónur sem ég hefði þó gjarnan viljað kynnast betur. 
Samskipti Hönnu við fólkið í kringum sig fannst mér bera vott um næmni höf-
undar fyrir mannlegu eðli, sér í lagi þegar kom að samskiptum Hönnu við sinn 
næsta yfirmann. 
Áleitnar spurningar um viðskipti og gróða þegar kemur að list er það sem 
stendur upp úr að mínu mati eftir lesturinn sem og vangaveltur um umfang 
málverkafalsana.
Stóra málverkafölsunarmálið svokallaða hér á landi er flestum minnisstætt 
en þar féll enginn dómur og umrædd málverk fóru aftur í umferð. Íslenskur 
myndlistarheimur hefur um margt þótt heldur vanþróaður að þessu leyti og 
er það sú mynd sem sýnd er í bókinni.
ERLA HLYNSDÓTTIR
HIÐ FULLKOMNA LANDSLAG
Ragna Sigurðardóttir
Ekki er allt 
sem sýnist 
þegar við-
skipti með list 
eru annars 
vegar.
Útgefandi: 
Forlagið
HIN GJÖRSPILLTA BAKHLIÐ EVRÓPU
Hversdagshetjur fjallar um hug-
sjónafólk úr röðum almennra 
borgara sem berst við spillingu 
og glæpi og hefur við algert of-
urefli valda og peninga að etja. 
Í bókinni segja einstaklingar frá 
Bretlandi, Búlgaríu, Ítalíu, Sló-
veníu og Frakklandi Evu Joly og 
frönsku blaðakonunni Mariu 
Malagardis, meðhöfundi bókar-
innar, frá baráttu sinni við stór-
fyrirtæki og stjórnvöld sem hafa 
rofið sáttmála samfélagsins með 
einkahagsmuni í huga. 
Rætt er við hagfræðinginn John 
Christiansen sem lagði einn síns liðs í baráttu gegn skattaparadísum í Lond-
on og á ensku eyjunni Jersey, þar sem hann er sjálfur uppalinn. Joly og Ma-
lagardis rekja sögu Ítalans Raffaeles Deal Giudice sem fór í stríð við spilling-
ar- og glæpaöflin á Ítalíu sem bera sök á að rusl er urðað í Napólíborg með 
sérlega óumhverfisvænum hætti. Fjallað er um spillingu í Búlgaríu en sumir 
hafa gengið svo langt að segja að landinu sé stjórnað af mafíunni. Sögurnar 
í Hversdagshetjum eru úr ýmsum áttum og lesandinn ferðast með höfund-
um um gervalla Evrópu.
Hversdagshetjur upplýsir lesandann um óréttláta glæpi sem eiga sameigin-
legt, þó ólíkir séu, að vera framdir í því augnamiði að komast yfir fjármuni 
og völd á kostnað heildarinnar. Í kaflanum um John Christensen er vand-
anum sem hlýst af skattaparadísum og aflandsmiðstöðvunum lýst: ?... ríki 
heimsins verða árlega af skatttekjum sem nema 225 milljörðum dollara [...] 
Árið 2005 hafði Tax Justice Network áætlað að meira en 10.000 milljörðum 
dollara hefði verið safnað saman og væru í vörslu aflandsmiðstöðvanna.? 
Til samanburðar nefnir John Christensen að áætlun Sameinuðu þjóðanna 
um að útrýma fátækt í heiminum þýði að útvega þurfi ?aðeins? 195 millj-
arða dollara. 
Þetta er eitt dæmið um hvernig Joly og Malagardis komast að kjarnanum 
í umfjöllun sinni um alheimsvanda spillingar. Textinn er knappur og stíl-
hreinn. Blaðsíður bókarinnar eru rétt yfir hundrað talsins. Mættu síðurnar 
alveg vera fleiri en bókin var líklega unnin á stuttum tíma.
Þó að í frásögn bókarinnar sé fjallað um flókin samhengi stjórnmála, við-
skipta, glæpa og spillingar er texti bókarinnar ákaflega auðlesinn og heill-
andi. Hversdagshetjurnar sjálfar, fólkið sem lagt hefur sjálft sig í hættu 
vegna hugsjónanna, eru í forgrunni í frásögn Joly og Malagardis. Þessi að-
ferð er einstaklega hentug þegar um jafn flókin og erfið umfjöllunarefni er 
að ræða. Gríðarleg þekking höfundanna kemst vel til skila og er bókin við 
allra hæfi.
Þýðing Friðriks Rafnssonar er til fyrirmyndar, textinn er einstaklega læsileg-
ur og spennandi, eins og við er að búast hjá þeim snjalla frönskuþýðanda.
Kápa bókarinnar er ljót. Greinilegt er að ekki hefur verið vandað sérstak-
lega til umbrots og hönnunar Hversdagshetja. Lafleur útgáfan ætti að eyða 
meira púðri í kápuhönnun svo jafn góð bók og þessi komist almennilega til 
skila. Því margir dæma bækur eftir kápunni einni.
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
LEIKUR ENGILSINS
Eva Joly og Maria Malagardis
Mögnuð bók 
um evrópskt 
óréttlæti og 
hetjurnar 
sem berjast 
gegn því.
Þýðandi: Friðrik 
Rafnsson
Útgefandi: Lafleur 
útgáfa
VIÐTALSBÓK
?Hver er saga þeirrar konu sem heillaði ekki bara landa 
sína í hlutverki forseta, heldur hálfa heimsbyggðina um 
leið, með framkomu sinni, hlýju viðmóti og snjöllum 
orðum,? er spurt á bókarkápu.
Páll Valsson vandar til verka í þessari 450 blaðsíðna 
frásögn af uppvexti, Vigdísar Finnbogadóttur, fjöl-
skyldu, áhrifavöldum og áföllum í lífi hennar.
Bókin skiptist í 11 kafla. Sá fyrsti er stuttur greinir 
frá embættistöku Vigdísar árið 1980. Næstu þrír kafl-
ar fjalla um ræturnar, ættir Vigdísar, æskuheimilið og 
skólaárin. Næstu þrír greina frá ungdóms- og fullorð-
insárum á Íslandi, í Frakklandi, Danmörku og Svíþjóð. 
Á um 120 blaðsíðum er farið yfir forsetaframboðið og 
forsetaárin frá 1980 til 1996. Því næst er fjallað um árin 
eftir veruna á Bessastöðum. Í lokakaflanum er horfið til 
nútímans. Þar leggur Vigdís meðal annars út af banka-
hruninu og ábyrgðinni sem við berum á okkur sjálfum 
sem einstaklingar og þjóð. 
Frásögn Páls er ekki aðeins saga Vigdísar Finnboga-
dóttur heldur forfeðra hennar og formæðra. Páli tekst 
að bregða upp leiftrandi myndum úr lífi þeirra, aðstæð-
um, af staðháttum og teygir sig aftur til loka nítjándu 
aldar. 
Afar og ömmur Vigdísar, foreldrar og frændgarður er 
hugsjónafólk. Páll gerir því glögg skil í bók sinni. Það að 
sínu leyti auðveldar lesendum að öðlast skiling á per-
sónu Vigdísar sem lengi vel átti í baráttu við sjálfa sig; 
svo miklar kröfur gerði hún til sín eins og ráða má af 
uppeldi hennar. 
Hvort sem um er að ræða dótturina, afabarnið, 
námsmærina, eiginkonuna, sveitastúlkuna, kvenrétt-
indakonuna, leikhússtjórann, frambjóðandann eða 
forsetann, bregður Páll upp einlægri og sannri mynd af 
persónu Vigdísar og samferðafólki hennar. 
Áhugaverð er einnig skýr mynd sem dregin er upp 
af lífinu í Reykjavík upp úr aldamótunum og allt fram 
á okkar daga og þeirri þróun sem höfuðstaðurinn hef-
ur tekið.
Það er ánægjulegt að skyggnast á bak við þann Ís-
lending sem vakið hefur hvað mesta athygli á síðari 
árum og borið hróður þjóðarinnar um heim allan.
Páll tvinnar lipurlega saman þræðina sem tengja 
einstakling og samfélag. ?Hvað skyldi sá dagur heita 
sem ég get orðið ykkur til ofurlítils sóma,? skrifaði Vig-
dís í bréfi til foreldra sinna í október árið 1950, þá tví-
tug námsmær. Tæpum þrjátíu árum síðar var hún orð-
in forseti þjóðarinnar, ekki aðeins foreldrum sínum til 
sóma heldur þjóðinni allri.
Það er engin ástæða til að rekja sögu Vigdísar hér. 
Bókin um hana er bók sem nú þegar hefur hlotið góðar 
viðtökur og góða dóma. 
Stíll Páls er hrífandi, hófstilltur og rennur vel. Hann 
hefur sannarlega ekki slegið af kröfum sínum frá því 
hann ritaði bók sína um Jónas Hallgrímsson, bók sem 
færði honum Íslensku bókmenntaverðlaunin.
Ástæða er til að vekja athygli á vandaðri tilvísana-, 
heimilda-, nafna- og myndaskrá Páls. Það eitt endur-
speglar vönduð og þjálfuð vinnubrögð hans.
Eins og áður segir fjallar lokakafli bókarinnar um 
tímann hér og nú; bankahrunið, endurreisnina. Gef-
um Vigdísi sjálfri orðið: ?Mér finnst eins og svo margt 
sem ég hef unnið að sé orðið að engu... En síst af öllu 
megum við gefast upp heldur stöðugt skilgreina vand-
ann og takast á við hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem 
Íslendingar standa frammi fyrir erfiðleikum. Við erum 
komin af fólki sem lifði af gífurleg harðindi og komst af 
í harðbýlu landi við mikla fátækt.?
Það verður enginn svikinn af því að lesa bók Páls 
Valssonar um frú Vigdísi Finnbogadóttur. 
  Einlægur
forseti
VIGDÍS - KONA VERÐUR FORSETI
Páll ValssonHér er vel 
vandað til 
verka. Lipur 
bók sem eykur 
skilning á per-
sónu Vigdísar 
og þjóð hennar.
Útgefandi: 
JPV
Hafðu samband 
í síma 515-5555 
eða sendu tölvupóst 
á askrift@dv.is
- inn í hlýjuna
Fáðu DV heim 
í áskrift 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32