Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 1
Erum að taka upp jólavörur á hverjum degi. T.d. stórkostlegt úrval af kertum, jólasælgæti, konfekti og leikföngum. Gull- falleg rúmteppi með dýramyndum. VERSLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER Sinarffuðfjinnsson k ^ítni J2Ö0 - ^1$ Súlutnja’iOífi Signý Rósantsdóttir LÁTUM REYNA Á, EKKI TIL- BÚIN IVERKFALL Signý Rósantsdóttir var að skera úr á fullu í Ishúsfélaginu, þegar blaðamann bar að, henni fannst samningarnir lélegir, það sem hún hafði heyrt, annars vissi hún ekki hvernig þeir voru í smá- atriðum. „Mér finnst rétt að láta reyna á, hvort A.S.V. nær ekki einhverju meira en þeir eru búnir að skrifa undir annars staðar, kaupið þyrfti að hækka, dýrtíðin er svo mikil, en hvort út í verkfall á að fara á þessu stigi, það efast ég um, þetta er erfiður tími til þess, svona fyrir jólin." SMÁNARSAMNINGAR, SEGIR GRÉTAR HELGASON Uppi á þriðju hæð í fshúsfélag- inu var Grétar Helgason að skera niður striga, en mannskapurinn Framhald á bls. 2 Verður sameigin- legt prófkjör flokkanna í vor? —Oddamenn spurðir álits Læknisbústaðurinn á Þingeyri stendur auður Neyðarástand í læknaþjónustu —Læknislaust í Dýrafirði síðan um mánaða- mót september-október Ennþá einu sinni er komin upp sú staða á Þingeyri, að þar er læknislaust. Þar með er um 600 manna byggðarlag, ott ein- angrað, án þess öryggis að hafa lækni og verða menn að bjargast sem best þeir geta þegar eitthvað ber upp á. Það henti meðal annars um daginn, að öldruð kona á elliheimilinu á Þingeyri datt og lærbrotnaði, og var á endanum flogið með hana suður eftir fjögurra daga aðgerðarleysi, en læknir fékkst ekki á staðinn. Um ástandið í læknamálum Dýrafjarðar og þetta einstaka mál fjallar bréf Vilborgar Guð- mundsdóttur, Ijósmóður á Þingeyri, inni í blaðinu í dag, en Vilborg hefur með elliheim- ilið að gera, sem er í hluta Sjúkraskýlisins á Þingeyri. f. Þórólfur Egilsson eins og er, því ekkert var ákveðið á þessum fundi, en það stendur til að ræða þessi mál á næstunni og ég veit ekki hvort það verður fyrir áramót, menn hafa svo mikið að gera nú fyrir jólin. Það kom hug- mynd um sameiginlegt prófkjör hjá öllum flokkum, og það voru eiginlega flestir sammála því.“ Þórólfur var spurður um sína persónulegu skoðun. „Ég myndi segja það í dag, að ég myndi vera algjörlega fylgj- andi sameiginlegu opnu próf- kjöri, það ætti eiginlega að setja lög um það, eða reglugerð réttara sagt, þá er hægt að ganga að því og ekkert þvarg um það hjá ein- um eða neinum.“ Hvað um viðræður við hina flokkana, hafa einhverjar þreif- ingar farið fram? „Nei, ekki af okkar hálfu, ekk- ert slíkt hefur verið gert. Þetta er að komast á dagskrá hjá okkur, við erum að byrja vetrarstarfið, það urðu formannaskipti í nóv- ember og maður er ekki búinn að leggja hlutina niður fyrir sér,“ sagði Þórólfur Egilsson að lokum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, sagði kellingin, eða var það kallinn? En það breytir því ekki, að einhverjir eru farnir að hugsa til væntanlegra bæjar- og sveitarstjórnarkosninga að vori, og eftir því sem fregnir herma, hafa Akurnesingar þeg- ar ákveðið sameiginlegt próf- kjör flokkanna á Skipaskaga. Vestfirska fréttablaðið hafði af þessum sökum samband við formenn eða stjórnarmenn flokksfélaganna á fsafirði og spurði þá hvort á góma hefði borið í flokksfélögunum að við- hafa prófkjör, og þá hugsan- lega sameiginlegt með öllum flokkum á sama tíma. Við höfð- um fyrst samband við Þórólf Egilsson, formann Sjálfstæðis- félags Isafjarðar, og inntum hann eftir því, hvort rætt hefði verið um framboðsmál og þá hugsanlega prófkjör. „Það var stjórnarfundur hjá deildum á fimmtudaginn var og þar var þetta rætt, það er ekki hægt að segja neitt um þessi mál ÉG MYNDI MÆLA MEÐ OPNU SAMEIGINLEGU PRÓFKJÖRI ALLRA FLOKKA Næst höfðum við samband við Sturlu Halldórsson, fulltrúa lista óháðra borgara í bæjarstjórninni á Isafirði, og spurðum hann hvort eitthvað hefði verið rætt um próf- kjörsmál í hans herbúðum og þá Sturla Halldórsson, af lista óháðra einkum sameiginlegt prófkjör allra flokka. „Nei, það hefur ekki verið rætt, ekki verið rætt við mig,“ sagði Sturla. Framhald á bls. 5 Kjarabætur eða pólitísk hrossa- á ícíifirAi aA crwria fAIL kaup á ísafirði að spyrja fólk álits á þeim samningum sem gerðir höfðu verið annars staðar á land- inu. Fyrst lögðum við leið okkar í —V.f. kannar hug manna til samninga- mála Eins og lesendum Vestfirska fréttablaðsins er eflaust kunn- ugt, þá hafa nú öll aðildarfélög A.S.f. skrifað undir samninga þá sem undirritaðir voru með fyrirvara af heildarsamtökun- um. Eftir því sem næst verður komist fær fiskvinnslufólk í bónus- eða premíuvinnu enga launahækkun á lægstu laun utan 3,25% að þessu sinni, en eins og kom fram í síðasta tölublaði Vestfirska, þá er Vinnuveitendafélag Vestfjarða aðilar að þessu samkomulagi, sem deild í Vinnuveitendasam- bandinu. Þetta eru líka þeir samningar sem Vinnuveitenda- félag Vestfjarða býður upp á, á þeim eina raunverulega samn- ingafundi sem haldinn hefur verið. ÞESSIR SAMNINGAR SKIPTA EIGINLEGA ENGU MÁLI Tíðindamaður blaðsins lagði land undir fót á mánudaginn og kom við á nokkrum vinnustöðum Ingólfur Ingvarsson Norðurtangann og hittum að máli Ingólf Ingvarsson sem var að kippa þorskhausa eða seila eins og það er einnig kallað. Ingólfur sagði, að þessir samningar skiptu eiginlega engu máli, það væri svo sáralítið sem næðist og obbinn af fiskvinnslufólki ynni í bónus og fengi þar af leiðandi litla hækk- un. Ingólfur sagðist leggja áherslu á það, að það þyrftu að vera mannsæmandi laun fyrir 40 tím- ana, það væri sú viðmiðun sem hann hefði. Afli SÚÐAVÍK: Bessi er á veiðum. ÍSAFJÖRÐUR: Guðbjartur er á veiðum, línubátarnir komu með rúm 50 tonn, Orri var með 25 tonn, og Víkingur 22 tonn eftir tvo daga, en Guðný með tæp 8 tonn eftir daginn. Júlíus Geirmundsson landaði 17. 11. rúmu 91 tonni. Guðbjörg landaði 18. 11. rúmlega 104 tonn- um og 21.16 tonnum. Páli Pálsson er á veið- um. BOLUNGARVlK: Línubátar reru á laugar- dag og öfluðu vel. Heiðrún er úti, en Dagrún er vænt- anleg úr slipp um helgina. SÚGANDAFJÖRÐUR: Þokkalegur afli á línuna, þegar gefur. Elín Þorbjarn- ardóttir landaði um 120 tonnum af skrapfiski fyrr í vikunni. FLATEYRI: Gyllir er úti. Asgeir Torfason fiskar vel og Sif er á veiðum með munka- línuna. ÞINGEYRI: Framnes er á veiðum, línubáturinn er kominn með um 150 tonn sem af er mánuðinum. BÍLDUDALUR: Sölvi er úti. TÁLKNAFJÖRÐUR: Tálknfirðingur er úti. PATREKSFJÖRÐUR: Sigurey var að landa úr fyrsta túrnum 120 tonnum. Dofri er kominn úr slipp og fiskaði í sig, er farinn í siglingu með aflann, um 70 tonn. I Veður Veðrið. Guðmundur Hafsteins- son veöurfræðingur gerir ráð fyrir norðaustanátt og frosti um helgina. Élja- gangur verður væntanlega á morgun og einhver él nyrst á Vestfjörðum að, minnsta kosti á laugardag. Hugsanlega verður bjart- ara veður á sunnudag.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.