Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.03.1987, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 17.03.1987, Blaðsíða 1
Góð meðferð á fiski Allur afli sem togarar Hraðfrystihúss Keflavíkur hafa landað að undanförnu hefur næstum allur farið í 1. flokk. I síðustu viku landaði Aðalvíkin um 100 tonnum og fór 95% af aflanum í 1. flokk. Að sögn Gunnars Gunn- arssonar fiskimatsmanns hafa skipverjar á Aðalvík og Bergvík náð mjög góð- um árangri í meðferð á þeim fiski sem togararnir hafa landað að undan- förnu. Væru dæmi um að allur aflinn úr veiðiferð hefði farið í 1. flokk. ,,Vinnubrögð þessara manna eru til fyrirmyndar“ sagði Gunnar Gunnarsson. Féll niður á vinnustað Um klukkan 22.30 á laugardag var óskað eftir sjúkrabíl, lækni og lögreglu að fískverkunarhúsi við Bás- veg í Keflavík. Þar hafði maður fengið krampakast og fallið niður. Við nánari at- hugun kom í ljós að viðkom- andi hafði reynt of mikið á sig og fengið of mikið súr- efni. Var hann fluttur á Sjúkrahús Keflavíkurlæknis- héraðs. Jöfur KE með rækju Jöfur KE landaði 53 tonn- um af rækju i síðustu viku og tveir bátar lönduðu loðnu í Njarðvík. Harpa RE landaði 300 tonnum og síðan land- aði Keflvíkingur 330 tonn- um á föstudaginn. Grindavíkur- bátar í Njarðvík Grindavíkurbátar hafa að undanförnu landað afla sín- um í Njarðvík og er honum síðan ekið til Grindavíkur til vinnslu. Stafar þetta af því að bátarnir hafa verið að fiska sæmilega í netin vestur af Jökli og hafa Grindvíkingar fært sín net fyrir Skaga. „Ungfrú Suðurnes 1987“ \ KRISTIN J0NA KJ0RIN Kristín Jóna Hilmars- dóttir var kjörin „Ungfrú Suðurnes 1987“ í Stapa sl. laugardagskvöld að við- stöddum um 500 manns. Berta Gerður Guðmunds- dóttir úr Njarðvík var kosin „Ljósmyndafyrir- sæta Suðurnesja" og Krist- ín Gerður Skjaldardóttir úr Vogum var kosin „Vin- sælasta stúlkan úr hópi þátttakenda. Níu stúlkur tóku þátt í keppninni sem þótti takast frábærlega vel, og er langt stðan að önnur cins stemn- ing hefur verið í Stapan- um, sem var svo sannar- lega í sparifötunum þetta kvöld, glæsilega skreyttur. I Kristín Jóna Hilmarsdóttir, 23 ára Keflavíkurmær, var á laugardagskvöldið kjörin „Ungfrú Suðurnes 1987“ úr hópi 9 stúlkna í Stapanum. Ljósm.: pket. Fleiri myndir frá keppninni eru í miðopnu. Stolið frá lögregl- unni Síðasta laugardagsmorg- un uppgötvuðu lögreglu- menn að brotist hafði verið inn í félagsheimili Lögreglu- félags Gullbringusýslu sem staðsett er við lögreglustöð- ina í Keflavík, nóttina áður. Hafði verið farið inn um glugga á norðurhlið hússins. Er gluggi þessi á geymslu, þar sem geymdir eru ýmsir munir í vörslu lögreglunnar. Var stolið þaðan léttu bif- hjóli og útvarpstæki. Síðan var farið inn í skála lögreglu- manna og þaðan var stolið útvarpstæki í eigu lögreglu- félagsins. Er málið upplýst, en hér voru unglingar að verki. Peningar hurfu úr íbúð Á miðvikudag í síðustu viku var lögreglunni tilkynnt um peningahvarf í íbúðar- húsi einu. Um er að ræða 38 þúsund krónur og 15 þúsund danskar krónur. Ekki erljóst með hvaða hætti peningarnir hurfu. Veski stolið I síðustu viku var stolið veski í íþróttahúsi Keflavík- ur. Af þessu tilefni hefurlög- reglan óskað eftir að þeirri ábendingu yrði komið á framfæri að fólk geymdi ekki íjármuni í fötum sínum, léti frekar geyma þá hjá starfs- fólki húsanna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.