Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.06.1993, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 03.06.1993, Blaðsíða 1
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM — L ftNDSBOKftSftF' srfnphosxnu argangur Fimmti Verktakapeningarnir: Ráð- herrar lofa þrýst- ingi Bæjarráð KeOavíkur átti á þriðjudag fund með Davíð Oddssyni, forsætisráðherra og Jóni Baldvin Hannibalssyni, ut- anríkisráðherra vegna verk- takapeningana sem lofað hafði verið til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum. Voru viðbrögð ráðherra mjög jákvæð og lofuðu þeir að taka á málinu og að Suðumesjamönnum yrði gefin skýr svör hið fyrsta. Æðarvarp við Bláa ónið! • Skemmdarverk á Garðaseli: • Átakiö gegn atvinnu- leysinu í Kefiavík: ögregan í Keflavík var kölluð að leikskólanum Garða- seli í Keflavík á þriðjudagsmorgun. Þar höfðu verið unnin skemmdarverk á leiktækjum og á útihurð. Skemmdarverk að Garðaseli munu vera tíð og ekki er langt síðan lögreglu var tilkynnt um að glerbrotum hafði verið dreift í sandkassa barnanna, eftir að ljóskúpull við leikskólann var brotinn. Einnig fundust mörg rakvélablöð á Garðaselslóðinni. Fleiri leikskólar og gæsluvellir verða fyrir barðinu á skemmdarvörgum, því svokallað plexigler var brotið við anddyri Heiðarsels um helgina. Ljóst er að tíðar skemmdir á leikskólum í Keflavík að undanförnu hafa kostað bæjarfélagið stórfé og spurningin hvort ekki sé þörf á alvarlegri rannsókn á málinu. ♦ Krakkarnir unna liag sínum vel d leikskólum i Kejlavík, en skemm- darvargarfó útrás sinni „skemmt" þar og valda miklu tjóni. Störf við um- hverfismál að hefjast Undirbúningur er nú kominn í fullan gang hvað ráðningu á starfsfólki vegna styrksins úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem Keflvíkingum liefur verið lofað. Ráðherra hefur að vísu ekki enn staðfest úthlutunina, að sögn Ellerts Eiríkssonar, bæjarstjóra í Keflavík. Verður unnið í sumar við gangstígagerð og gróðursetn- ingu á Bergi og gróðursetningu meðfram Reykjanesbraut . Þá hefur verið óskað fundar með Varnarmáladeild um hlutdeild þeirra í því verki. Einnig hefur KeOavíkurbær ákveðið að ráð fjölmennt lið skólafólks eftir töxtum Verkalýðs- og sjó- mannafélagsins til svipaðrar vinnu. Hefur m.a. komið til tals að vinna við gangstígagerð á Reykjanesi í samráði við hreppsnefnd Hafnahrepps. Mun þessi atvinnuátaksdeild hafa aðsetur að Iðavöllum 7 í sumar. Vegna þess mun S.B.K verða með strætisvagnaferðir fyrir vinnuhópanna að og frá vinnustað. AUGLÝSINGAR • RITSTJÓRN • AFGREIÐSLA ® 24727, 25727 • FAX 12777

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.