Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 1
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vinir Saltfiskmóans, sem eru íbúasamtök í nágrenni Sjómannaskólans, mótmæla byggingaráformum við skólann. Ástæða sé til að óttast að óafturkræf mistök verði gerð og menningar- minjar glatist. Á reitnum sé gamalt stakk- stæði frá 1920, sem að öllum líkindum sé það síðasta sinnar tegundar í Reykjavík. Hópurinn var settur á lagg- irnar í síðasta mánuði þegar íbúar í næsta nágrenni fréttu af áformum borgaryfirvalda um að þétta byggð á Sjó- mannaskólareit. „Með þéttingaráformum sínum í Saltfiskmóanum teljum við borgar- yfirvöld vera að fara offari,“ segir meðal annars í athugasemdum hópsins. Þar segir einnig að Saltfiskmóinn sé sjálfsprottinn náttúrugarður, en skortur sé á opnum svæðum í hverfinu. Á til- tölulega litlu svæði hafi mikið verið byggt síðustu ár og umferð þyngst að sama skapi. „Þótt borgaryfirvöld byggi nýjar íbúðir þar sem ekki er gert ráð fyrir að íbúar séu á bíl er það því miður ekki raunveruleikinn,“ segir í athugasemdum Vina Saltfiskmóans. „Súrefniskútur í þéttri byggð“ „Fyrir okkur er þessi græni reitur eins og súrefniskútur í þéttri byggðinni,“ seg- ir Helgi Hilmarsson. „Börn og fullorðnir nýta þessa gróðurvin og þó svo að þarna sé ekki alltaf fullt af fólki, frekar en í öðr- um hverfisgörðum, er móinn mikilvægur hluti af umhverfinu og þar er mikil saga.“ Aukinni byggð mótmælt  Vilja ekki þéttingu við Sjómannaskólann MTelja borgaryfirvöld fara offari »10 M I Ð V I K U D A G U R 9. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  108. tölublað  106. árgangur  • Sex 30 milljóna króna vinningar á tvöfaldan miða eða 15 milljónir króna á einfaldan miða • Drögum út meira en 51 þúsund vinninga á árinu Kauptu miða á das.is eða í síma 561 77 57 Nýtt happdrættisár hefst í maí Mestu vinningslíkurnar - skynsamlegasti kosturinn Vikulegir útdrættir Vinningar í hverri viku - Happdrætti DAS Sigurður Sigurðsson er skynsamur og spil ar í H app dræ tti DA S ANDRÉS ÖND FJÁRMAGNAÐI LAXNESS HVERJIR FARA Á HM? MARGSLUNGIN, FALLEG OG BEINSKEYTT LIST LANDSLIÐ ÍSLANDS ÍÞRÓTTIR RAGNA RÓBERTSDÓTTIR 30MÁLÞING 12 Ari Ólafsson söng af mikilli innlifun lagið „Our Choice“ er hann keppti fyrir Íslands hönd í fyrri undanúrslitum Eurovision í Portúgal í gær. Þrátt fyrir góðan flutning tókst honum þó ekki að fleyta laginu áfram í úrslit og verður Ísland því ekki með í aðalkeppninni sem haldin verður nk. laugardag. Þórunn Erna Clausen, höfundur lagsins og bak- raddasöngkona, segir Ara hafa staðið sig frábær- lega vel og hann sé mjög ánægður með kvöldið. „Hann er náttúrlega algjör snillingur þessi drengur og söng sig inn í hjörtu margra. Ég er sjúklega stolt af honum og í öllu þessu ferli hefur hann sýnt hversu mikil stjarna hann er. Ég veit að hann verð- ur stórstjarna – hann er orðinn það nú þegar.“ Þá segir hún upplifunina hafa verið dásamlega. „Ég held að kærleikurinn hafi náð fólki saman.“ Ljósmynd/Eurovison Flutti framlag Íslands af miklu öryggi Ari Ólafsson á sviðinu í fyrri undankeppni Eurovision  Á tímabilinu september til des- ember 2017 var tæplega 81% af veiðigjaldsgreiðslum frá fyrir- tækjum utan höfuðborgar- svæðisins. Veiðigjaldið hækkaði mikið í upphafi fiskveiðiársins 2017 til 2018 og bitnaði sú hækkun hvað mest á landsbyggðinni. Í norðvest- urkjördæmi hækkuðu veiðigjöld um rúm 142% en sú hækkun var rúmlega helmingi minni í Reykja- vík, eða 67%. Kemur þetta fram í grein sem Friðrik Þór Gunnarsson, hagfræðingur hjá Samtökum fyr- irtækja í sjávarútvegi, birtir í Morgunblaðinu í dag. »22 Hækkun veiðigjalda bitnar á byggðum  Arabaríkið Jemen, eitt fá- tækasta land heims, er nánast í rúst vegna óeirða undan- farin ár. Algjört neyðarástand ríkir og sérstak- lega hefur verið bent á að stríðið bitni ekki síst á börnum. Í því sambandi bendir Uni- cef á Íslandi á að yfir 11 milljónir barna þurfi lífsnauðsynlega hjálp og hefur hrundið af stað söfnun fyr- ir þau. Alþjóðaráð Rauða krossins segir að yfir 20 milljónir manns þurfi á aðstoð að halda. Yfir 80% íbúa búi við matar- og vatnsskort, hafi ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu og hreinlætisaðstöðu og séu þar með sérstaklega viðkvæm fyrir því að smitast af sjúkdómum eins og til dæmis kóleru. »18 Neyðarástand ríkir í arabaríkinu Jemen Jemen Vannært barn hjálpar þurfi.  Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs borg- arinnar, segir fyrri gagnrýni sína á Höfðatorg sem útvarpsmaður ekki valda vanhæfi hans í málinu. Tilefnið er samtal við Pétur Guð- mundsson, stjórnarformann Eyktar, í Morgunblaðinu í gær. Varðandi gagnrýni Péturs á málsmeðferð vegna Höfðatorgs og Laugavegar 95-99 kvaðst Hjálmar „ekki þekkja nákvæmlega hvernig þau mál hafa þróast hjá byggingar- fulltrúa“. Hann geri ráð fyrir að viðkomandi embætti skýri hvernig staðið var að verki. »4 Embættismenn skýri málsmeðferð bbbbm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.