Fram


Fram - 29.03.1919, Blaðsíða 1

Fram - 29.03.1919, Blaðsíða 1
8 3 3te3te3te3te3te3te3te3te3te3te3te3te3tetf Verslun £ S/g’. Síg’urðssonar | Siglufirði. ^ t III. ár. Siglufirði 29. marz 1919, 13. blað. Með þessu blaði látum við undirritaðir af ritstjórn blaðsins, en við tekur kaupm. Sophus A. Blöndal. Við þökkum öllum þeim, sem á einn eða annari hátt hafa stutt okk- ur við þetta starf, sem við vorum aðeins ráðnir við til bráðabirgða, og sem verið hefir ýmsum erfiðleikum bundið alt frá byrjun; en þó sér- staklega framan af. Við göngum þess ekki duldir, að þrátt fyrir góðan vilja, hafi rit- stjórninni verið að ýmsu leyti ábóta- vant þennan tíma, en væntum þess, að nú taki betra við. Jafnframt þökkum við hinar á- gætu viðtökur, sem blaðið hefir feng- ið víðsvegar út um land, og ósk- um þess, að það meigi njóta sömu vinsælda hér eftir sem hingað til. Virðingarfylst, Friðb. Níelsson. Hannes Jónasson. Rafleiðsla yfir Kattegat. Iðnaðarráðið danska hefir skipað nefnd til að athuga möguleikana fyrir því, að leiða rafmagn frá Noregi og Svíþjóð yfir til Danmerkur. Nefndina skipa Prófessor Wm. Rung, Direkt- ör Angelo og Ingeniör Faber. — Peir telja þetta vel mögulegt. Ráðgjört er að taka afl úr stór- ám Noregs, þeim, sem næstar eru landamærum Svíþjóðar og leiða það yfir Iand til Oautaborgar eða jafn- vel skifta á því afli, að einhverju leyti og aflinu úr Oautelfi. Frá Oauta- borg yrði svo aflið leitt neðansjáv- ar yfir Kattegatið til Friðrikshafnar, Nefndin hefir líka talað um að taka aflið neðansjávar beina leið frá Suð- ur-Noregi og til Hirsthals og telur það líka vel framkvæmanlegt, Aflleiðslan er ráðgjörð háspent jafnstreymisleiðsla með alt að 100 þús. Volta spennu. —Jafnstreymis- leiðsluna telja þeir einfaldari og ó- dýrari en skiftastraumsleiðslu, — og er búist við að geta flutt þannig 50 miljónir kílavotttíma, en það er helmingi meira rafafl en Kaupm.höfn notar yfir árið, og jafngildir ca. 75 þús. smál. af kolum sem þeir meta á 12 til 13 miljónir króna. í Friðrikshöfn vilja þeir láta byggja öfluga »Transformation«-stöð og leggja leiðslu þaðan um alt Jótland en jafnframt leggja niður allar smá- stöðvar sem þar eru nú og sem svara illa kostnaði, en láta þær stærri standa til að hafa þær til hjálpar þegar vatnslítið væri í Noregi t. d. í frostavetrum. Kostnaðurinn er giskað á að muni verða 20 til 30 miljónir króna, en að fyrirtækið muni, þrátt fyrir það, margborga sig efar nefndin ekki. — Neðansjávarleiðsla þessi er um 100 kílómetrar eða 15 sinnum lengri en hin lengsta aflleiðsla neðansjáv- ar sem nú er til, — það er aflleiðsl- an milli Helsingjaborgar og Hels- ingjaeyrar sem leiðir aflið frá Hall- lands-ánum til Sjálands. — Sú leiðsla er skiftistraumleiðsla með 25 þús. Volta spennu. Pessum körlum mundi ekki vaxa í augum að beisla Fljótaána og leiða aflið þessa fáu kílómetra hingað til Siglufjarðar. J. Jóh. * Avarp til íslenskra kvenna. Siðastliðið vor beindum vér þeirri málaleitun til kvenna víðsvegar um land, að þær vildu vinna að því, að 19. júní yrði framvegis hátíðlegur haldinn sem minningardagur réttar- bóta vorra og fjársöfnunardagur til eflingar Landsspítalasjóði íslands. Vér sendum áskorunina út í því trausti, að kvenfélög eða einstakar konur er velviljaðar væru sjóðnum, vildu taka málið í sínar hendur. Sem svar við áskoruninni bárust síðar til vor, úr nokkrum héruðum, upp- hæðir, er inn höfðu komið fyrir há- tíðahöld 19. júní. Kunnum vér þeim konum, er þegar brugðust svo vel við, hinar bestu þakkir. Pær hafa með framtakssemi sinni sýnt, að kleift er að gera hið sama víðar. Vér viljum því á ný skora á allar góðar konur um land alt, að gang- ast fyrir því, hver í sinni sveit eða héraði, að kvenréttindadagurinn 19. júní verði hátíðlegur haldinn og samfara hátíðahöldunum fari fram fjársöfnun til Landsspítalasjóðsins, Pví hann ber oss, bæði nú og síð- ar, að skoða sem minningarvott 19. júní 1915, Sá dagur er og verður um ókomnar aldir örlagadagur ís- 1 CIF, útsölumenn og ein- stakir kaupendur blaðsins, sem ekki hafa enn greitt annan árg. blaðsins eru hérmeð vinsamlega ámint- ir um að gera það hið alíra fyrsta. lenskra kvenna. Oss ber því að minnast árlega þess dags, að stuðla að því, að hann festi rætur í hug- um komandi kynslóða, er taka eiga að erfðum réttindi þau, er hann flutti oss, og hagnýta þau sem best, þjóðfélaginu og sjálfum sér til heilla. Um leið og vér látum þá ósk vora í Ijós, að allar þær konur er áður hafa unnið fyrir Landsspítala- sjóðinn, láti einnig nú hjálp sína í té, væntum vér þess, að margar kon- ur, er enn þá hafa látið málið af- skiftalaust gangi nú einnig í lið með oss. Og til kvenfélaga þeirra, er starfandi eru, viljurn vér sérstaklega beina þessari áskorun vorri. Margar hendur vinna létt verk, Hér í Reykjavík hefur Landsspít- alasjóðsnefndin í hyggju að gera alt er í hennar valdi stendur til þess að næstkomandi 19. júní verði há- tíðlegur haldinn og um leið safnað fé í Landspítalasjóðinn. Höfum vér fengið leyfi stjórnarvaldanria til þess að halda hlutaveltu, basar og lotterí, þann dag, til eflingar sjóðnum. Til þess að hlutavelta og basar geti orðið sjóðnurn sem“ arðvænlegust, verðum vér að njóta styrks yðar og velvilja. Vér leyfum oss því, að leyta aðstoðar yðar í að safna gjöf- um, setn svo þurfa að vera komn- ar í vorar hendur snemma í júní- mánuði. Farsóttin mikla í vetur færði mönn- um heim sanninn um það, að ekk- ert skortir bæ vorn og landið alt jafn tilfinnanlega, sem fullkomið, rúmgott sjúkrahús. Sú þörf eykst með degi hverjum, jafnvel þótt eng- inn sérstakur voði sé fyrir hönd- um. Pess vegna — konur góðar — ber oss skyldu til að halda því starfi voru, er þegar er farsællega hafið, áfram með dugnaði og atorku, svo Landsspítalasjóðurinn verði þýðing- armikill til úrslita þess, hve fljótt Landsspítali verður reistur á íslandi. í öruggri von um aðstoð yðar og ötult fylgi — fullvissar þess, að Fundur verður haldinn í Málfundafélag- inu í kvöld kl. 6 í barnaskólanum. Á fundi þessum eru allir verka- menn Siglufjarðar beðnir að mæta, til þess þar að ræða um stofnun Verkamannafélags í Siglufirði. Stjórnin. vér séum allar einhuga fylgjandi þessu máli, treystandi því, að vin- sældir þær, er það þegar hefir unn- ið, geri starfið í þess þarfir ljúft og létt, sendum vér þetta bréf vort til allra landsins kvenna, Rvík, 15. dag martsmán. 1019. Með kærri kveðju. í stjórn Landsspítalasjóðs íslands. Ingibjörg H. Bjarnason, formaður. Pórunn Jónassen, gjaldkeri. Inga L, Lárusdóttir, ritari. Laufey Vilhjálmsdóttir. Ouðrún Guðmundsdóttir. Sigurbjörg Porláksdóttir. Elín Jónatansdóttir. Jónína Jónatansdóttir. Fréttir. Jóhannes Jósefsson,glímukappi frá Akureyri, ráðgerir að koma til ís- lands í suniar; en hann hefir dvalið í Ameríku nokkur ár. Fiskiskipin sunnlensku hafa aflað afbragðsvel, það sem af er vertíðinni. Útgerðarmenn í Rvík hafa nú þeg- ar samið um smíði á tveim botn- vörpungum í Englandi, sem eiga að vera til í september n. k. Peir munu þó hugsa til að kaupa eða láta smíða mörg skip fleiri þegar á þessu ári. Smásöluverð allra nauðsynjavara í Rvík, var í janúarmánuði s. 1. hækk- að um 230 prósent að meðaltali frá stríðsbyrjun. En lækkað höfðu þess- ar vörur þó að meðaltali um 1 °/0 frá joví í júlí 1918. Tveini nýum lögregluþjónum hef- ir nýlega verið bætt við lögreglulið Rvíkur. Pjóðverjar, sem eru á íslandi, hafa fengið heimfararleyfi.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.