Fram


Fram - 26.07.1919, Blaðsíða 1

Fram - 26.07.1919, Blaðsíða 1
FRAM kemurút 52sinnuoi áári. Verð 4 kr. Gjalddagi l.júlí. Uppsögn sé skrif- leg, og konii fyrir áramót, því aðeins giid að hlutaðéigandi sé skuldlaus við ’olaðið. w 5^? JILár. Siglufirðí 26. júlí 1919. Tómar & Pelaflöskur kaupir FriÖb. Níelsson. 31. blað. Frá Alþingi. Launanefndir beggja deilda hafa myndað sanivinnunefnd og sú nefnd kosið sér formann Magnús Pétursson, en skrifara Kristinn Dan- íelsson og Pórarinn jónsson. Frumvarp til íaga um at- vinnufrelsi ffytur Bjarni frá Vogi. Eru þar ákvæði um réít manna til atvinnu í landinu og aliííarleg livað útlendinga snertir, en í greinargerð fyrir frv. segir svo: »Fámenni og strjálbygð veldur því, að oss staf- ar hætía af aðflutningi manna, bæði bætta fyrir tungu og þjóðerni og fyrir heiisu manna. Pví ber eg þetla frv. fram til þess að draga úr þeirri bættu, án þess þó að meina mönn- um aðfluttan vinnukraft ef nauðsyn krefur.« Frv. urn bann gegnrefarækt. Refarækt skal bönnuð hér á landi og má enginn aia yrðiinga nema meðan á grenjavinslu stendur og þó eigi lengur en til 30. júní. Sekt- ir liggja við, 100—200 kr., ef út af er brotið og auk þess 500 kr. fyrir hvern ref, sem sieppa kynui iifandi úr gæsiu. Kjalarneslæknishéraö.—Frv. frá Kristni Daníeissyni þess efnis, að Kjósarhreppur, Kjalarneshr. og Mosfellshr. verði eitt læknishérað með læknisaðsetri á Kjaiarnesi. Sameining'. Dalasýslu og Strandasýslu. — Fry. felt við 2. umr. í neðri deiid sökum .ónógs undirbúnings (ekki leitað álits viðk. sýslunefnda.) Húsaleiga í Rvík. — Bæjar- stjórn Rvíkur sé heimilt að taka til sinna umráða auðar íbúðir og ann- að ónotað húsnæði tii afnota handa húsnæðislausu fólki > Að sjáifsögðu er gengið út frá því, að lögunum verði eigi haidið í giidi lengur en brýn þörf er á. Brunabóiafélag íslands. — Heistu ákvæðin eru þau, að fast- eignir landssjóðs utan Rvíkur verði trygðar í félaginu og sömul. full upphæð lausafjár eftir ákvæðum Stjórnarráðsins. Tollhækkmmrframv. — Pær breyt.till. hafa komið fram við það, að sódavatnsto.ilur hækki upp í 6 aura i'u 4, að toliur af vindlum og tóbaki verði ekki hækkaður og að brjóstsykurs og konfekttollur verði 2 kr. á kíló í stað kr. 1,50. Vetrarþing. — Alþingi skal koma saman 15. febr. ár Iivert eða næstan virkan dag, ef heigidagur er, hafi konungur ekki tiitekið ann- an samkomudag fyrr á árinu. — Breyta má þessu með lögum. Frv. urn skoðun á sí/d flyt- ur Matth. Ólafsson. Fr það aliítar- iegt og ræðir einkum um að liert sé á eftirliti nieð skoðun og nieð- ferð á síld. Niðurlag greinargerðar- innar fyrir frv. þessu er á þessa ieið: »Af því að áríðandi þykir að aðferð sú við síldarmatið, sem lagf* er tii að viðhöfð sé í þessu frv., komi til framkvæmda þegar á þessu surnri, er lagt til, að lögin gangi þegar í gildi.« (Meira í næsta bi.) Sigurhátíð Frakka. Hinn 14. júií (Bastilludaginn) kl. 7 um morguninn safnaðist herstjórn- arráð Fochs saman við Porte Maii- lot í París og fáum mínútum síðar komu meðlimir bæjarstjórnarinnar^ en sá er orð hafði fyrir þeim og héraðsstjóri Seinefyikisins gengu fyr- ir þá Foch og Joffre, buðu þá vel- komna og heilsuðu herflokkunum með hjartnæmum orðum. Að því búnu stigu marskálkarnir og full- trúar bæjarráðsins í vagna sína og héldu til sigurbogans. Poincaré forseti fór úr Elyséehöli- inni kl. 8 og gullu við óhemju- fagnaóaróp er iiann kom tii Etoile- torgsins. Par tóku við honuin for- setar þingsins, Clemenceau, Focli, Joffre og allir ráðherrarnir, en hljóð- færasveitirnar léku »La Marseillaise« Forsetinn gekk til sáetis á ræðu- paliinum, en þar voru einnig stadd- ir meðlimir stjórnarinnar ásamt hin- um fyrverandi forsetum Loubet og Falliere ogfjölda skrautbúinna hefð- arkvenna A öðrum ræðupöllum vorusaman komnir þingmenn,stjórn- arerindrekar, sendinefndir frá Elsass- Lothringen o. s. frv. en fyrir neð- an ræðupallana höfðu skipað sér 140 hermenn, þeir er særst höfðu mest í ófriðnum. Foch og Joffre gengu nú fyrir forsetann og heilsuðu honum, en sneru síðan aftur tii Porte Maillot til þess að taka við forystu her- flokkanna og vera þar í fararbroddi. Um sama leiti komu 1000 örkumia hermenn, er særst höfðu í stríðinu, inn á Etoile-torgið og gengu í röð- um undir sigurbogann. — Var hið besta skipulag á göngu þeirra, mannfjöldinn varpaði á þá hlýjum kveðjum en kvenþjóðin sendi þeim fingurkossa og vöknaði mörgum um augu. Poincaré forseti hneigði þeim djúpt er þeir gengu framhjá ræðu- pallinum, sem hann var á, ogfærði þeim þakklætislcveðju fyrir hönd fósturjarðarinnar. Kl. 8V2 heyrðist skyndilega her- blástur frá Porte Maillot. Fór þar riddaraflokkur úr lífverðinum fyrir herfiokkunum og hélt alt iiðið eftir Avenue de iaGrande Armée. 40 m. á eftir riddarasveitinni komu þeir Foch og Joffre ríðandi á kostuleg- um gæðingum. Riðu þeir samsíða, höfðu marskálkssprotann í hendi sér og báru á höfði sér dátahúfur með þrefaldri röð af eikarlaufum, en herstjórnarráð þeirra fóru þeim næst. Jafnframt því sem marskálk- arnir þokuðust áfram, kváðu við þeim fagnaðaróp mannfjöldans, mehn klöppuðu saman lófum, veifuðu vasaklútum, höttum og húfum, hróp- uðu nöfn þeirra hástöfum, vörpuðu á þá blómum og aistaðar glumdu fagnaðarlætin í gluggum og á gang- stéttum. Marskálkarnir vorti sýni- lega hrærðir og sendu inannfjöid- anum þakkarkveðjur. Nú heyrast fallbys3udynkiráiengd- ar, en þeir Foch og Joffre riðu inn á Etoile-torgið hvor við annars hlið og undir sigurbogann og er nú fögnuður manna svo stórfengilegur að ekki getur nokkurt föðurland auðsýnt sonum sínum annan meiri. Skrúðfylkingin nálgast nú Champs Elysées og lúta marskálkarnir minn- isvarða hinnu föllnu um leið og þeir ríða fram hjá honum, en for- seti lýðveldisins, þingforsetarnir og meðlimir stjórnarinnar hafa nú stað- ið upp. Fylkingin heldur ofaneftir alskreyttu strætinu og alstaðar kveða við fagnaðarlætip. Eftir marskálkunum fara fulltrúa- nefndir frá hinum sigursælu herum bandamanna og fremstir þeirra her- síjórar hins ameriska, belgiska, breska, ítalska, spænska, gríska, pólska, portúgalska, rúmenska, serb- neska og tsjekkóslóvakiska herliðs, hver fuiltrúanefnd með sinn fána. Er þeim ölluin fagnað stórkostlega en yfir tekur þó fögnuðurinn þeg- ar 200 breskir gunnfánar fara hjá. Öllum þeim sem heiðruðu útför okkar ástkæru^dóttur og systur Guð- bjargar, með nærveru sinni, blóm- sveiga og minningagjöfum, þeim sem prýddu kirkjuna, eða á einn og annan hátt sýndu okkur hlut- tekningu í okkar þungu sorg, vott- um við okkar inniiegasta hjartans þakklæti. Kristin Qísladóttir. E. V. Hermannsson og systkini. Pá kemur hljóðfærasveit sjöundu herdeildar næst herflokkum banda- manna og þar á eftir Petain mar- skálkur ogyfirhershöfðingjarnir Cas- telnau og Berdoulat og er þeim báð- um heilsað með sömu fagnaðar- látunum. Kl. 10,15 koma marskálkarnir ein- ir sér til Place de la Republique og þar ganga herflokkarnir framiijá þeim í röðum, lægja fána og veifur að jörðu, en tvístrast að því búnu og hverfa burt eftir hinum og þess- um strætum. Þannig er þá þessari mikilfeng- legu og stórmerkilegu skrúðgöngu lokið og fór hún fram með óvið- jafnanlegri viðhöfn og án þess að nokkurt óhapp bæri að höndum, er raskaði hátíðieik hennar, enda mun tæplega önnur slík hafa sést svo að sögur fari af. Samtímis þessu , voru hátíðaböld um alt landið og sömuleiðis í Brussei, Antwerpen, Madrid og Lissabon. Seinna um daginn var feikna mikið boð inni hjá Poincaré forseta og var þangað boðið marskálkunum, yfirhershöfð- ingjum og öðru stórmenni banda- manna og auk þess undirforingj- um og hermönnum, sem hiotið höfð’u sæmdarmerki heiðursfyikingarinnar fyrir hreystilega framgöngu í styrj- öldinni. (Tidens Tegn.) Innlendar fréttir. Víniand seldi afla sinn í Hull fyr- ir 2400 pund. Danskt herskip »Geysir« erkorn- ið í stað »Fálkans.« Bened. Sveinsson vill lækka sait- tollinn ofan í 8 kr. (úr 12 kr.) Óslitnar umræður í þinginu um Fossaniálið. ■

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.