Fram


Fram - 03.07.1920, Blaðsíða 1

Fram - 03.07.1920, Blaðsíða 1
V 1 Nýkomið; || 4$ Rúgmjöl, Sætsafí, Rjól og Munntóbak. vers!. Páls S. Dalmar. 2t* w ;2£$PfýK M ^ H Nýkomið; <§l Karlmannsfataefni, Buxnaefni rönd-1§» ótt, Karlmannabuxur tilbúnar. H” n w « versl. Sig. Sigurðssonar. ^ IV. ár. Siglufirði 3. júlí 1920. 27. blað. Rafmagsmálið. —oo— Eins og menn muna kom snemma í vor símskeyti frá Jóni verkfræðing Poriákssyni og þá birt hér í blað- inu, þess efnis, að hann legði til að vér um óákveðinn tíma frestuðum að hugsa til þess að koma upp fyrirhugaðri raforkustöð inni í firð- inuni, þar eð ógerningur væri að gjöra nokkrar ábyggilegar áætlanir um kostnað þess fyrirtækis á þess- um óútreiknanlegu tímum, en jafn- framt kveðst hann muni ráðleggja okkur að koma upp hjálparstöð rekinni með mótorafli til hjálpar þeirri, sem vér þegar höfum og á- ætlun yfir kostnað slíkrar stöðvar muni hann senda bráðlega. Má lík- lega þar um kenna tómlæti því, er þessu máli var sýnt lengi fram eftir af hálfu okkar Siglfirðinga, að altaf var búist við áætlun þessari, sem ekki er ennþá lringað korniri. Vér vöknurn fyrst til meðvitundar um að skjótt þurfi að bregða við, eigi tiltækilegt að verða að koma hjálp- arstöð þessari upp þegar á þessu sumri, eða komandi hausti, þegar tilboð kemur frá tveim mönnum á Akureyri, hr. kaupm. Rögnv. Snorra- syni og verkfræðing E. Jensen, um að þeir skuli byggja fyrir okkur hjálparstöð, sem geti tekið tii starfa komandi haust, en til þess að því verði komið í kring, verði þeir að fá svar okkar við tilboðinu eftir 14 daga, en tilboðið undirskrifa þeir 18. f. m. og er því sá frestur út- runninn, þessa dagana, eða í dag, þó muni ólíklegt að áætlunin breyt- ist þótt ákvörðun dragist lítið eitt lengur. En allra hluta vegna mun okkur hollara að draga ekki um of að taka endanlega ákvörðun í inál- inu, sér í lagi verði sá kostur tekinn, að taka þessu tilboði. Aðaldrættir tilboðs þeirra félaga eru að þeir bjóðast til að setja upp rafveitustöð fyrir Siglufjörð sem hér segir: »Steinhús bygt úr r-steini, 50 hestafla Holeby Diselniotor, 36 kilovatta Dynamo 2x35 volt með straumtöflu, alt þetta uppkomið og kiárt til notkunar fyrir kr. 74,680,00 — sjötíu og fjögur þús. sex hundr- i:ó og áttatíu krónur. Stöðin getur verið uppsett og tilbúin til notkun- ar fyrir 30. október svo framarlega að ekkert ófyrirsjáanlegt komi fyrir. Spennan er sú sania og nú er not- uð við stöðina á Siglufirði og því ekki annað en leiða þræði frá þess- ari væntanlegu stöð á þá ljósþræði sem næstir eru.« Pá gera þeir áætl- un yfir kostnað og rekstur slíkrar stöðvar og er eftir þeirri áætlun olíueyðsla, smurning, tvistur, pöss- un o. fl. hvern klukkutíma sem vél- arnar gatiga í fullum gangi kr. 12,2972 sé gengið út frá að þær starfi 1080 tíma á ári. Ress utan eru svo rentur og afborganir af stofnkostnaðinum sem er krónu-r 75,000,00 og reiknað með 8% vöxt- um, og sé stöðin fullborguð á 10 árum, þurfi að greiða árlega krónur 11,400,00, eða tæp 12 þús. krónur, og er þá gert fyririag fyrir árlegum aðgerðum á vélum og vátryggingu. Rafleiðslunefnd bæjarins tók til- boð þetta til meðferðar á 2 fund- um og lagði síðan álit sitt fyrir bæjarstjórnarfund sem haldinn var 30. f. m. og telur nefndin í því áiiti sínu: »rétt eftir atvikum að tek- ið verði tilboði Rögnv. Snorrasonar með þessum skilyrðum: 1. Að málið sé borið undir sain- þykki Ijósnotenda auk bæjarstjórnar. 2. Að Jón Poriáksson verkfræð- ingur verði ráðinn sem ráðanautur bæjarins uiri þetta tiiboð og geri samningsuppkast og að hann telji hjálparsíöð þá sem í boði er svo fullnægjandi að hann ráði til samþ. 3. Að nægilegt fé fáist og reynt sé sem fyrst að útvega það.« Samþykti bæjarstjórn þessar til- lögur rafleiðslunefndar með þeirri einu breytingu, að málið yrði ekki einasta borið undir Ijósnotendur, heldur einnig undir borgara bæjar- ins, á almennum borgarafundi. Var nú ákveðið að tveir fundir skyidu haldnir, hinn fyrri með Ijósnotend- um sem haldinn var í gærkvöldi og svo alm. borgarafundur sem halda skal á morgun, og þar tekin end- anleg ákvörðun í málinu. A fundi þessuin í gærkvöldi upp- lýstist að verði hægt að koma upp fullnægjandi, ábyggilegri hjálparstöð fyrir þá uppliæð sem nefnd hefur verið, eða nál. kr. 75,000,00, fer rekstur, hirðing, vextir, afborganir og annar kostnaður, við báðar stöðv- aruar, þá gömlu og hina nýju, ekki fram úr 30 þúsundum og 100 kr. árlega, sé gerí ráð fyrir 2000 Ijós- tímum, sem hæfilegt þykir að reikna Ijóstíma hér í Siglufirði. Er þá reikn- að með að vaínsstöðin gamla notist jafnmarga tíma og síðasta Ijósár, sem öllum er vitanlegt að er hið bágasta sem yfir okkur hefir komið síðan stöðin tók til starfa. En þetta síðastl. ljósár lýsti hún okkur samt 717 klukkustundir eða rúml. þriðj- ung Ijóstímabilsins, er því óhætt að reikna með þvf að hin nýja stöð þurfi aldrei að ganga meir en tæpa 1300 tíma árlega. Með þeirri orku er stöðvarnar veita má hæglega selja 1600 16 kerta Ijós og virðist því mega fuliyrða, án nokkurra gyllinga, að verðið þurfi ekki að fara fram úr 20 krónum fyrir 16 kerta ijósið, yfir árið, setn gefur þá í tekjur kr. 32,000,00 og standist þessi áætlun rafljósanefndar, er þetta mjög ódýrt Ijós, eftir því sem aðrir kaupstaðir hérlendir verða að greiða fyrir ljós- meti. Tii samanburðar me geta þess að áður en olía hækkaði í verði í vetur var rafmagnsstraumur á Ak- ureyri og í Reykjavík seldur á 1,50 pr. kílovatt, sem er sama og 1000 kertaljós í eina klukkustund, en tneð þessari áætlun rafljósanefndar yrði kílovattið á tæpa 62 aura (617a) eða meira en helmingi lægra. í?ó kaupa tnenti heldur kíiovattið á 1,50 ann- arsstaðar heldur en að brenna olíu. Sem dæmi upp á hvað olíubrensla er dýrari með því verði sem nú.er á olíu, er útreiknað og prófað að t. d. 14 !ínufolíulampi brennir í 10 klukkutíma olíu fyrir 48 aura en 14 kerta rafljós, sem einnig ber betri birtu, kostar með því verði sem hér er áætlað, nefnil. 20 kr. 16 kerta ljósið fr. árið, S3/4 eyr/r \ lOtíma, olían meir en finunfalt dýrari, og ekki er hitagildi olíuljóssins svo miklu meira að til mála geti komið að það geti þolað samanburð þess vegna, undir þeim skilyrðum sem við eigum að búa, Eti vió stönd- um svo sérstaklega vel að vígi, vegna þess að við eigum gamla ljósverkið, sem nú er orðið mjög ódýrt. Oatula stöðin hefur fram- leitt rúm 1600 16 kerta ljós, en þó hafa ekkl nærri allir sem viljað hafa getað fengið ljós. Svo ólíklegt er, að þegar nú í dag verður gengið milli Ijósnotenda, samkvæmt tillögu Guðr. Björnsdóttur sem samþykt vat á fundinum í gærkvöldi, til þess að fé hjá þeim pantanir á því ljós- magni er þeir vildu hafa, fari Ijós- gjaldið ekki fram úr 20 krónum — fáist ekki pantanir fyrir þessum 1600 ljósutn, halda mætti fremur að pantanir kæmu fyrir rniklu meiru, samkvæmt eftirspurninni undanfarið. Ekki skulu menn með þessum línum eggjaðir til að samþykkja það að hjálparstöð verði hér reist, en að eins bent á að vel er athugun- arvert áður en því er hafnað, af hverjum einstakling, hvort hann treystist að komast af tneð Ijóshald s tt ódýrar en hér er kostur á gefinn. Pví hvernig setn fer með afkomu hér í Siglufirði hin næstu árin, þurf- um vér, sem hér búum, altaf að brenna ljósi, og þá mikið vafa- mál hvort vér á annan hátt getum aflað oss þess ódýrara, geti rafljósanefnd tryggt okkur Ijós fyrir þetta verð sem hún nú á- ætlar. Auðvitað getur hún ekki á- ætlað verðið tiema til eins árs í senn, vegna síbreytilegs olíuverðs, en nú er reiknað tneð því hæsta verði á olíu sem þekst hefur og er vonandi að fretnur megi gjöra ráð fyrir verðfalli á henni, en hækkun hér eftir, en verðfalls á olíu gætir strax, því olían er stór póstur í rekstri stöðvarinnar. Eins og útlitið er mun hið erfið- asta við þetta vera að útvega pen- inga til fyrirtækisins, og getur allt strandað á því að það muni ekki takast, en við slíku er ekki hægt að gjöra. Vordagur. —00— -Geislandi skæra sól! Láttu geisla þína flæða yíir þetta land og yfir þessa þjóð. * Vektu náttúruna svo að hún ylmi og skarti af blómum. Vektu alt úr vetrardvalanum og vermdu það sem er kalt og frosið í okkar eígin hjört- um. Láttu kærleiksstraumana örvfast innra hjá okkur. Kondu vexti i þá éins og vorlækina og láttu þástreyma fram eins og þá; í gegnum bygð og óbygðir, yfir berg og sanda. , Vektu roða á föinuðum kinnum. Vektu vonir í syrgjandi hjörtum og efabföndnum hugum. Brosandi blys dagsins! Lýstu yfir haf og strönd og lýstu yfir vegi og stigi, þar sem mennirnir og dýrin eru á ferð. Rektu myrkur fáfræðinnar á dyr en leiddu okkur öll í Ijós þekking- arinnar, fegurðarinnar og sannleik- arts. Sól!

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.