Fram


Fram - 04.09.1920, Blaðsíða 1

Fram - 04.09.1920, Blaðsíða 1
^kkýatíckicMdtitíak^ S Nýkomnar & Suðuvélar í verslun Páls S. Dalmar. Derbyost Bachstangerost Goudaost Mysuost kaupa allir í versl. Sig. Sigurðssonar. IV. ár. Siglufirði 4. sept. 1920. 36. blað. Skólamál —oo— Ritstjórnargrein með þessari yfir- skrift stendur í 34. og 35. blaði »ís- lendings« þ. á. í byrjun greinarinnar skýrir ritstj. frá, að nýlega hafi ver- ið skipuð nefnd til þess að athuga skólamál vor og gera tillögur til endurbóta æðri skólum og iægri, og enn fremur sé nefnd þessari veitt heimild til að kveðja sér til ráðu- neytis ýmsa vel hæfa skólamenn. Ritstj. kveðst vona, »að þessurn mönnum .... takist að koma góðu skipulagi á skólamál vor og marka fasta stefnu í uppeldismálum þjóðarinnar« og munu allir vilja taka undir það. En aðalefni greinarinnar og það, sem hún snýst öll um, er að gera í fullri alvöru þá kröfu til þessarar skólanefndar og stjórnar og þings, að stofnaður verði nýr lærður skóli á Norðurlandi, hliðstæður væntan- legum lærðum skóla í Reykjavík — væntanlegum lærðum skóla, það er að segja, þegar búið er að kippa burt gagnfræðakenslunni úr Reykja- víkurskólanuni, en það kveðst ritstj. hafa heyrt, að nefndin ætli að leggja til við þjóð og þing. Sjált'ur styður ritstj. kröfu þessa af alefli og segir að sér sé fullkunnugt, að hún eigi óskift fylgi margra vitrustu ogbeztu manna hér í íjórðungnum, en helztu mótbárurnar telur hanu að verði: 1. Nýr lærður skóli óþaríur og 2. Kostn- aður gífudegur. Mér er þessi krafa og þetta ó- skifta fylgi margra vitrustu og beztu manna með öllu óskiljanlegt og fæ með engu móti séð að oss sé nokkur þörf á tveimur »Iærðum« skólum. Ritstj. segir á einum staðí grein sinni, að sér og fleirum finn- ist Reykjavík vera orðinn of stór kollur á eigi stærri búk en jojóð vor er, en sannarlega mætti engu síður segja hið sama um tvo lærða skóla hér á landi og takist þessari nýju skólanefnd, sem vonandi er, að koma góðu og hentugu skipulagi á Reykja- víkurskólann, þá geturmérekki ann- að fundist, en að hann verði oss nægilegur til að klekja útembættis- mönnum vorum og að vér þurfum ekki aðra »uppeldisstöð embættis- mannaefna vorra« eins og greinarhöf. að orði kemst. Það hafa oft og iðu- lega heyrst raddir um það, að að- sóknin að Reykjavíkurskólanmn væri larigt úr fkófi fram — þar á meðal ekki alls fyrir löngu frá núverandi rektor skólans, en vitanlega mundi sú aðsókn vaxa en ekki minka þeg- ar um tvær slíkar mentastofnanir væri að velja og nemendum gert hægra fyrir að ganga þá brautina, eða em- bættisleiðina, eins og það stundum er kaliað. »Stakkers land at ha saa mange embetsmænd« varð Friðþjófi Nansen að orði þegar hann kom hér á árunum og verið var aðlýsafyrir honum högum lands og þjóðar — og hefir ekki verið og er ekki »lands- ómagar« vanalégasta nafnið á em- bættismönnunum, hvort gem það er verðskuldað eða ekki? Og þó er a!t af verið að bæta við nýjum og nýjum einbættismönnum og opin- berum starfsmönnum, því á ein- hverju verða þessir menn að lifa. Vér höfum t. d. ekki færri err þrjá biskupa — býður nokkur betur? Og eru ekki þess utan heilir og hálfir stúdentar og kandídatar svo að segja á annari hverri hundaþúfu á landinu ? En hins vegar hefir ekki verið og er ekki efnahagur og af- koma embættismannanna og allra þessara manna alment það keppi- kefli eða svo glæsileg, að vert sé að beina á þá braut fleirum en góðu hófi gegnir. Og víðar er pottur brot- inn en hér hjá oss í þessum efn- um. Síðast liðinn vetur barst jafnvel hingað neyðaróp þýzkra embættis- og mentamanua um einhverja hjáip til lífsins viðurhaids, því að engum mönnum þar í landi vegnaði tiltölu- lega jafnilla, og þykja þó þýzkir menn af þeim stéttum taka flestum ef ekki öllum fram að hæfileikum og lærdómi. Ritstj. vill ekki gera nema lítið eitt úr kostnaðinum við nýjan lærð- an skóla á Norðurlandi. Segirhann að þá mundi hverfa úr sögunni tvískifting efri bekkjanna í Reykja- víkurskólarium, Austfirðingar og eiíthvað af Vestfirðingum auk Norðl- inga sækja Akureyrarskólann — því að þar hugsar hann sér hann helzt reistan — og kostnaðurinn við kenslu því sama sem ekkert aukast. Sömuleiðis þurfi gagnfræðaskóla- húsið á Akureyri skjótra umbóta við hvort sem er og yrði þá aðal- kostnaðurinn fólginn í því, að það yrði rýmt dálítið. — En þetta eru þó að eins tvö atriði. Eg er ókunn- ugur því, hve gagnfræðaskólinn á Akureyri er auðugur að kensluá- höldum, bókasöfnum og öðrum söfnum, sjóðum, námsstyrkjum o. Gúmmístígvél ódýrust í t r verslun „Isafold“. s. frv. en mér þykir þó ekki ólík- legt að eitthvað af þessu eða það ait sainan að meiru eða minna leyti þyrfti að leggja hinum nýja skóla og að það gæti orðið all-álitleg fúlga meðal annars. Nei — • oss vantar vissulega ekki skólamergðina að tiltölu við fólks- fjöldann, sízt af þessari tegund, sem hér er um að ræða. Vér eig- um farskóla í hverri sveit, barna- skóia í hverri kaupstaðarholu, ungl- ingaskóla, lýðháskóla, kvennaskóla, gagnfræðaskóla, verzlunarskóla, bún- aðarskóla, sjómannaskóla, vélfræð- ingaskóla, rnatreiðsluskóla, iðnskóla, kennaraskóla, iærðan skóla og há- skóla, en eg er ekki fær um og ætla mér heldur ekki að dæma um, livort þetta er »ofmikið af því g©ða« að einhverju leyti og eru hér þó ekki taldir ýmsir prívatskólar og námsskeið og vísast fleira, sem mér hefir sézt yfir. Alt fram að þessum tíma er altítt að sjá þess getið, þeg- ar rætt er um einhverja menn, iif- andi eða dauða, sem eitthvað þykja hafa skarað fram úr öðrum, að þeir hafi sanit engrar eða sáralítillar mentunar notið í ungdæmi sínu. Hvernig stendur á því innan um allar þessar mentastofnanir? Frá al- mennu sjónarmiði virðist þó svo, sein allmikið sé bætt úr þeim vand- kvæðum. Ameríka er víst talin eitthvert inesta skólalandið í »heiini hér.« Og samt las eg fyrir nokkrum ár- um í »Heimskringlu« eða »Lögbergi« þýðingu á grein úr amerísku blaði (The Independent) eftir amerískan mann, er kvartar um það, að skóla- lífið í Aineríku sé orðið aít of um- fangsmikið. Rað glepji æskulýðinn og dragi huga hans um of frá öðr- um störfum. Hversu er því farið hér hjá oss? Hitt finst mér eðlilegt og sjálf- sagt, að þá skóia, sem vér þegar höfum eignast og nauðsynlegir þykja beri að styrkja og síyðja sem bezt og öflugast á a'llan hátt eftir því sem föng eru til. B. Víðskiftakreppan. —oo— Viðskiftakreppan harðnar með hverjum degi. Mikill hluti af fyrra árs afurðum er enn óseldur og gjaldeyrisskórturinn hefur aldrei ver- ið meiri en nú. En það eru fleiri en vér, sem hafa ratað í svipuð við- skiftavandræði; í nær öllum löndum hefur viðskiftakreppan gert vart við sig að meiru eða minna leyti. Hér hefur hún orðið sérstaklega áber- andi og á tiltölulega skömmum tíma náð hámarki, og er það ekki óeðli- legt, þar sem um er að ræða lítið þjóðfélag, sem byggist á einhliða framleiðslu. Næstu mánuðir skera úr, hversu vér sleppum úr þessu gjaldeyrisöngþveiti, en jafnvel þótt eftirlegufiskurinn seljist þolanlega og greiðist úr mestu vandræðun- um, eru framtíðarhorfurnar eigi hin- ar glæsilegustu. Rað, sem alt veltur á, er, að að- alatvinnuvegirnir geti að minsta kosfi haldið í horfinu. Sjávarútveg- urinn og landbúnaðurinn bera uppi þjóðarbúið. Fyrir sjávar- og landaf- urðir fáum við allar okkar aðfluttu vörur. Fiskur, kjöt og ull eru þær vörur, sem vér höfum aflögum, en að heita má allar aðrar vörur verð- um vér að kaupa að, og einmitt vegna þess, að framleiðsla vor er svo einhliða, hefur viðskiftakreppan komið hart niður á okkur; verðlags- breytingar ná aldrei samtímis og jafnt til margra og ólíkra vöruteg- unda, og þess vegna eru þau lönd betur sett, sem hafa fjölskrúðuga framleiðslu. Hættan, sem yfir vofir, er, að framleiðsla vor verði of dýr og af- urðirnar því lítt seljanlegar. Eftir því sem horfurnar eru nú, þá eru mikl- ar líkur til þess, að afurðir vorar falli mikið í verði, einkum móts við aðfluttar vörur, sem vér þurfum til sjálfrar framleiðslunnar. Verðfallið verður því tilfinnanlegra og skað- legra, sem mikið fé hefur verið fest í nýjum skipastól og öðrum fram- leiðslutækjum, og þegar frá líður, er mest hætta við tjóni einmitt að því leyti, að vér sitjum uppi með framleiðslutæki, sem ekki er hægt að notfæra sér arðvænlega. Verði það varaniegt, að framleiðslan geti eigi borið sig, kemur það auðvitað af sjálfu sér, að færa verður saman kvíarnar. F’egar um iangt skeið hafa verið

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.