Fram


Fram - 30.04.1921, Blaðsíða 1

Fram - 30.04.1921, Blaðsíða 1
Stangasápa, Blautasápa 2 teg. Handsápur, Skósverta, Ofnsv., Skúrepúlver, Blámi, Burstar allar teg., Strákústar, Gólfkúst- ar, Fægikústar, Rjól, Munntó- bak, Reyktób., Eldspítur.fæsthjá Páli S. Dalmar. V. ár. Siglufirði 30. apríl 1921. 17. blað. Frá Alþingi. ^ér áttum í dag tal við herra ^þingism. Stefán Stefánsson, sagði ar>n oss: að Síldarfrumvarp Sani- agsins hefði verið til 1. umræðu í fieðri deild í gærdag, en tekið út af ðagskrá umræðulaust, og mundi ekki verða tekið fyrir aftur fyr en a ^ánudag. Sjávarútvegsnefnd öll ..^tur málið en leggur því ekkert 1 syrði, heldur sér alveg hlutlausri. . ^nr það hver úrslit máls- llls yrðu kvað þingmaðurinn ekk- err hægt að segja, að svo stöddu, n sjálfur er hann því mjög and- j'ígur — nr annarj dtt höfum vé'" ^eyrt fullyrt að þingmennirnir, Jón ^rláksson, Bjarni Jónsson og Bene- 'kt Sveinsson væru eindrergnir 9ri^stæðingar frumvarpsins. . ^gmaðurinn gat þess að mjög u r'ðlega horfði með samkomulag P'nginu um peningamálin, deild- 'rnar kæmu sér ekki saman um ?lu> og ekki sjáanlegt annað en ðankamálin inundu tefja þing ir' 'u meir en ráð hefði verið fyr- *8jört. Kæmi líklega ekki til mála e- ^gt yrði að slíta þingi 15. maí °g ákveðið hefði als verið, e n6' mundi als ekki slitið , 1 £itthvað yrði greitt fram lnkamálum landsins. Síðasta umræða fjárlaganna í • ' dag. Frumvarp til laga um “Síldveiðifélag íslands.“ o. sr- tj| .a, er veiða vill eða verka síld la^^lútnings hér á landi eða í stakt lgi’ s^a' fiafa f’* Þess ser' tneð fra l^ndsstjórninni, þó lr\„ . keim undantekningum, sem Þessi ákveða. T’i & kv 1 bess að geta öðlast leyfi sant- að f111 ?r- Þa'f ieyfisbeiðandinn 'ullnægja þessum skilyrðum: a- Að vera búsettur og hafa ver- '9 búsettur í landinu minst eitt ár áður en leyfið er veitt, °g sé um félag að ræða, skal stjórn þess öll búsett hér á jandi og sömuleiðis meiri hluti b télagsmanna. ^ð veiðin sé rekin á skipum, sem skrásett eru á íslandi. 3. gr. Pá er leyfisbeiðandi sendir um- sókn sína til stjórnarráðsins, skal henrii fylgja skilríki er stjórnin tek- ur gild fyrir því, að hann fullnægi skilyrðum þeim, er 2. gr. tiltekur. Nú kemur í Ijós síðar að leyfishafi fullnægir eigi nefndum skilyrðum að öilu leyti, eða hann lætur ónot- að leyfi sitt svo að ári nemur, og getur þá landsstjórnin felt leyfisbréf hans úr gildi 4. gr Engum leyfishafa er heimilt að veiða eða verka síld til útflutnings nema fyrir sjálfan sig, eða þá inn- lenda menn, sem hann er í fast- bundnum félagsskap við. 5. gr. Allir þeir, er leyfisbréf hafafeng- ið samkvæmt 1. gr. ganga í félag, er nefnist: »Síldveiðifélag' ís!ands«. Félagið kýs sér formann og fjóra meðstjórnendur, og sé formaður bú- settur í Reykjavík. Félagið heldur einn aðalfund árlega. Fyrsti fundur félagsins er stofnfundur. og setur hann nánari lög og reglur fyrir fé- lagið. Á þessum fundi hafa allir leyfishafnar jafnan atkvæðisfétt. Fái frumvarp til félagslaganna á fundi atkvæði meiri hluta allra félags- manna og öðlist síðan staðfesting stjórnarráðsins, gildir það sem tög gagnvart öllum félagsmönnum. 6. gr. í lögum félagsins Skal ákveðið um atkvæðisrétt félagsmanna, um aukafundi í félaginu, um kjörtíma félagsstjórnarmanna, þar skal og skipa fyrir um framkvæmdir félags- ins og skrifstofuhald. 7. gr. Stjórn >> Síldveiðifélags íslands skipar framkvæmdarstjóra eða fram- kvænidarstjórn fyrir félagið. Hefir framkvæmdarstjórnin á hendi útflutn- '"S °g sölu á allri síld, sem seld verður fyrír reikning félagsins og reymst útflutningshæf, nema fram- leiðandi breyti henni hér á landi í aðra vöru. Um verðskiftingu fer eftir því, sem fyrir er mælt í lögum og fundarályktunum félagsins, og hefir félagsstjórnin fullnaðarskifting síldarverðsins á hetidi. 8. gr. Undanþegnir ákvæðum 1. gr. eru þeir íslenskir ríkisborgarar sem stunda síldveiði frá heimilum sínum á bátuni, er eigi hafa meiri lestar- rúm, en 10 smálestir. En skylt er þeim að framselja síld sína »Síld- veiðifélagi íslands« ti! söluráðstaf- ana ef hún reynist útflutningshæf og ætluð til útflutnings, enda sæti hún öllum sömu kjörum um verð og annað sem síld félagsins. 9. gr. Brot gegn 4. gr. laga þessara varða sektum allt að 75000 kr. og brot gegn öðrum greinum laganna allt að 25000 krónum. Um frumvarp þetta var ritað í síðasta tölublaði, og kemur mönn- um því ekki að óvörum, en þar sem oss barst frumvarpið í hendur nú í vikunni, áleizt rétt að birta það orði til orðs, svo Öllum al- menningi gæfist kostur á að kynna sér efni þess, þar sem líka, að til- hlutun bæjarstjórnar, er ákveðið að haldinn skuli hér alm. borgarafund- ur til umræðu og athugunar um nýmæli þetta. Síldarmatið. I 54. og 55. tölubi. »Vísir« þetta ár hefi eg rekist á grein um síldar- matsmálið eftir Sigurð Rorsteinsson. Af því að egthefi fengist við síld- arverkun all-mörg sumur og af því að mér stendur ekki á sama hvern- ig þeirri atvinnugrein reiðir af í framtíðinni, þá hefi eg hugsað mér að fara nokkrum orðum um málið. Eg vona að þeir sem láta sig þetta einhverju skifta hugleiði það, er eg bendi hér á, og nýti það af því, sern nothæft er, að minsta kosti þar til betri tillögur koma í sömu átt. Pað er natiðsynlegt að ræða þetta mál eins og öll önnur í fuliri alvöru og gætni. Pví að alveg órök- studdir sleggjudómar - hvort sem þeir eru um frumv. Siglfirðinga eða núgildandi lög — verða aldrei til þess að koma íslensku síldarmati á það stig sem vel megi við una. Fyrir mér er það aðal atriðið að matið sé gert tryggt. Eftir grein S. I3. er það sama aðal airiðið fyr- ir honum og einnig það: að ö II s í I d s é e n d u r m e t i n. Og hann gengur lengra, þar sem hann segir: »Frá þeim reglurn (um endurmat) var »il!u heilli«, veitt undanþága fyrir framleiðsluna 1920, en það verður vonandi ekki gert oftar«. þarna er eg á öðru máli. Eg skil varla að S. I3. hafi gert sér Ijósar þær afleiðingar sem slíkt s k y I d u- e n d u r m a t getur haft í för með sér fyrir sítdarútveg þessa lands. Rað mundi ef til vill einhver verða til að slengja því fram, að með því að afneita endurmati þá afneitaði eg »t r y g g u m a t i«. En því er ekki til að dreifa af því að þetta endurmat er als ekki eins tryggt eins og þeir láta af, sem hampa því mest og þar að auki hefir það marga ókosti, sem eg mun koma að síðar. Eg vil aðeins það mat sem hægt er að framkvæma út- gerðinni iil gagns og það á að verða með þeim hætti: a ð meta saltaða síld sem flutt er út úr landinu, en afnemaalt, sem til þessa hefir verið k a 11 að matá n ý r r i s í I d . Eg legg aðaláhersl- una á það, að þingið breyti síldar- matslögunum þannig, að ekki komitilmála neitt skyldu- e n d u r m a t e ð a m a t á n ý r r i síld, heldur aðeins eitt in a t o g þ a ð á s a 11 a ð r i s í.l d. Retta inat má vel framkvæma eftir 5. gr. frumv. þess, sem nokkrir Siglfirðingar lögðu fyrir þingið um þetta mál. Ekki finnst mér ósennilegt að yfirsíldarmatsmennirnir hafi fallist á það í fyrra — að veita und- a n þ á g u frá þessu skylduendur- mati, — af þyí að þeir hafa séð' að það er með öllu ófram- kvæmanlegt, og að með þvi er síldin og tunnurnar skemdar og síðast en ekki síst það að síldin kemst altof seint á markaðinn eigi það að fara fram. Fað er sjálfsagt öllum Ijóst sem með síld hafa farið, að það er fyrsta aðalatriðið við verkun síldarinnar að hún sé söltuð sem fyrst eftir að hún er veidd, í vel heldar tunn- ur og að látinn sé á hana nægi- lega sterkur pækill. Sé til þessa vandað þá geym- i s t s í I d i n 1 a n g tu m b e s t á því að róta henni aldrei fyr en það á að fara að éta hana. Rað er sannfæring mín, að þegar farið er að slá upp og hella síld úr tunnum, sem einu sinni hafa verið orðnar pækilheldar, þá sé með því margt ílátið eyðilagt og mörg tunna síldar, sem annars hefði orð- ið góð vara. Fví það gefur að skilja, að eft- ir endurmat og ápökkun — þegar oft er búið að þjappa meiru í tunnurn- ar en síldin hefir gott af — þá þarf þeim mun betur að gæta að því að þær séu pækilheldar. Eftir þetta kák þarf því aftur að hefjast handaoghafa gætur á og »þétta« þær tunnur, sem voru orðnar >þéttar« áður, því að niíii reynsla er sú, að tunnurnar eru

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.