Fram


Fram - 19.04.1922, Blaðsíða 1

Fram - 19.04.1922, Blaðsíða 1
VI. ár. Sigluíirði 19. apríl 1922. 13. blað. Mótmæli enn á ný. Fyrir leiðan misskilning hefur manni ekki verið til hlítar kunnugt frumvarp það til laga um rétt til fiskiveiða í landhelgi, sem fráfarin stjórn Jóns Magnússonar lagði fyr- ir þingið í vetur. Þrátt fyrir það þótt leitað væri þingfrétta fyrir hverja helgi og það oft til þingmanna sjálfra, skyldi aldrei þess getið hvern voða frumvarp þetta hefði að geyma, gagnvart síldarútvegnum í heild, og gagnvart þessu bygðarlagi. Um frum- varp þetta var iauslega getið hér í blaðinu stuttu eftir þingsetningu, en tíðindamaðurinn las aðeins upp 1. gr. fruinvarpsins, sein hlj, svo: Fiskiveiðar í landhelgi við ís- land mega íslenskir ríkisborgarar einir reka, og má aðeins hafa ís lenska báta eða skip til veiðanna og sagði sami tíðindamaður að um þessa grein fjallaði alt frumvarpið. Við þessu var auðvitað ekkert að segja, þetta var sjálfsagt mál, að öðru leiti en því, að Danir voru þar nieð einnig útilokaðir frá veiðum í landhelgi, sem þeir þó höfðu full- kominn rétt til samkvæmt sambands- lögum vorum. Oat sanii maður þess að einmitt um þetta atriði væri ágreiningur, og helst útlit fyrir að frumvarp þetta næði' alls ekki frarn að ganga, vegna þess? Líður svo tíminn þar til Sirius kemur nú rétt fyrir páskana, og þingskjöl með honum. Fær maður þá að sjá frum- varpiö í allri sinni dýrð, en nokk- uð kveður þar við annan tón, en frá hafði verið skýrt hingað norður. Skal hér prentuð 3. gr. sem svo hljöðar: Erlendir fiskimenn, er ieka kynnu fiskiveiðar utan landhelgi, mega leita skjóls við strendurnar til þess að bjarga sjer undan stormi og óveðri. Annars er bann- að útlendingum að hafast við við land eða í höfn, til þess að reka þaðan fiskiveiðar utan landhelgi. það er og batinað erlendum skipum að verka veiði í landhelgi eða á höfnum inni; enn erbann- að öllum öðrum en íslenskum ríkisborgurum að flytja veiði sína í landhelgi eða á land, til þess þar að verka hana. Dönum auðvitað gefinn fullur réttur, þar sem í 12. gr. frumvarps- ins segir svo: »Með lögum þess- um eru ekki skert á neinn hátt rétt- indi þau, er samkvæmt sambands- lögunum eru veitt dönskum ríkis- borgurum.« Enda mun ágreining- urinn ekki hafa orðið ýkjastór, því frumvarpið var nú um páskana af- greitt upp úr Neðri deild, og 1. umræða um garð gengin í Efri dei.ld áður en nokkurn varði hér. Dálítið kynlegt er það, að í sunn- anblöðum sem áður voru hingað komin, er frumvarps þessa að litlu eða engu getið, þar sem þetta virð- ist í fljótu bragði eiga að snerta allar fiskiveiðar, og þá auðvitað hefta þorskveiðar að nokkru. En þetta skýrist alt um leið og maður lítur frunrvarpið sjálft og þó eink- anlega greinargjörð stjórnariunar fyr- ir fmmvarpinu. Par kemur berlega í Ijós að írumvarp þetta er ein af hættulegustu árásum á síld- arútveginn sem gerð hefur verið á síðustu árum og eru þær þó margar. Hefur fyrv. fjár- málaráðherra Magnús Guðmunds- son elt þennan atvinnuveg á rönd- nm meðan hann var við völd, og ekki ómögulegt að honum takist nú með þessu að ganga frá hon- um í rústum. þorskveiðiskipum eru veittar ýmiskonar undanþágur. Seg ir t. d. á einum stað í greinargjörð- inni, að ákvæði 2. gieinar eigi sér- staklega við um síldveiðarnar, þar eð reynsla síðari ára hafi sýnt að nauðsynlegt sé, að skýlaust bann sé við því að hafast við inn- an landhelgi, og þegar svo þessu hefir verið hátíðlega yfirlýst kemur þetta: »Aftur á móti verður er- lendum togurum og öðrum erlend- um fiskiveiðaförum ekki meinað áð leita hafnar til hess að taka kol eða aðrar nauðsynlegar vistir, eða til þess að selja veiði sína.« Pessi ummæli er tæplega hægt að skilja öðruvísi en þannig að síldveiðiskipum sé bantiað að koma inn fyrir landhelgislínu íslands, nema til þess að bjarga lífi undan storm- um og óveðri, þau mega ekki koma inn með veikan mann, ekki fá sér vistir eða kol og munu slík laga- ákvæði fádæmi um heim allan. En látum nú þetta vera, þvílíkum fjar- stæðum sem þessum verður ógern- ingur að framfylgja, Til þess svo að reyna að réttlæta árás þessa á s/ldveiðarnar, vitn- ar stjórnin í lög um fiskiveiðar við Finnmörku í Noregi. En nú er mönnum kunnugt að við Finn- mörk eru reknar þorskveiðar í nokkuð stórum stíl, en að síld sé þar veidd og verkuð til útflutnings er ekki til, eða hefur ekki verið fram á síðustu ár, þar mun eingöngu ganga að landi smásíld sem eitt- hvað hefur veiið og er veidd til beitu. Eða því skyldu t. d. Norð- menn vera að draga sig eftir því að fara alla leið hingað til íslands á skipum sínum til síldveiða ef þeir á sama tíma gætu verið að síldveiðum innan sinnar eigin land- helgi? Fað viiðist því vera djarft tefit að nota þorskveióalög við Finn- mörku sem heimiid fyrir síldveiða- lögum við ísland, þar sein stað- hættir og aðrar ástæður eru svo gjörólíkar, og er þetta engu líkara en að gamla stjórnin hafi þarna ætlað í skollaleik við Aþingi ís- lendinga. Svo vantar það eiginlega í grein- argerðina til þess að sýna að vér séum eðallyndir gagnvart Norð- mönnum, þessum frændum vorum, að geta þess og útiloka með því allan misskilning, að vér viljum eigi með frurnv. þessu gjalda þeim gott með illu, því ekki eru nema örfá ár síðan að íslensku síldveiðaskipi og það togara, var af Norðmönn- tim veitt undanþága frá landhelgis- lögunum, og fékk skipið að veiða alla vertíðina síld innan norsku landhelginnar, með íslenskii áhöfn, og geta fleiri tilfelli verið um þetta þótt oss sé það eigi kunnugt. Til þess nú, þótt seint væri, ’að Iáta frumvarp þetta eigi ganga af- skiftalaust geguum þingið af Sigl- firðinga hálíu, var á annan dag páska kallaður saman almennur borgarafundur, fyrir tilstilli nokkurra borgara. Var fundurinn mjög vel sótt- ur, þó undirbúningur væri stuttur, og eftir nokkrar umræður voru svo- feid Mótmæli samþykt með 172 samhlj. atkvæð- um atkvæðisbæi ra alþingiskjósenda, og strax send símleiðis nokkrum alþingismönnum: Á fjölmenuum borgarafundi sam- þykkjum vér borgarar í Siglufirði að fela yður, háttv. alþ.m.,að bera fram eindregin mótmæli vor gegn 3. grein frumvarps til laga um rétt til fiskiveiða í landhelgi. Viljum vér framfæra fyrir hinu háa alþingi eft- irfarandi ástæður: í fyrsta lagi fullyrðum vér að slíkt bann komi ekki að tilætluðum notuin. Norðmenn og Svíar munu veiða og verka síldina utan land- helgi. Síðastliðið sumar veiddu og verkuðu útlendingar um 90 þúsund tunnur þrátt fyrir alla strandgæslu, gegn 106 þúsund tunnum innlendrar veiði; þetta gert með stuttum und- irbúningi en nú ráðgera útlending- ar utan landhelgis verkun og veiðar í miklu stærra stíl og með stærri skipum. Jafnframt þessu fer ríkis- sjóður á mis við allan hagnað af atvinnurekstrinum. I öðru lagi er hætt við að Svíar kynnu að leggja hömlur á sölu ís- lenskrar síldar, en þá væri síldar- útveginum og íslandi stofnað í fjár- hagsvoða. í þriðja lagi má búast við höml- urn frá Norðmönnum með sölu ís- lensks saltkjöts. í fjórða lagi er ekki sambærileg, eins og stendur í greinargerð stjórn- arfrumvarpsins, aðstaða íslands og Finnmerkur hvað síldveiðar snertir, þar sem engin síld er veidd til út- flutnings frá Finnmörk. Ofanritaðar ástæður eru almenns eðlis, en hvað Siglufjörð sjálfan snertir þá er í fimta lagi að geta þess, að 3. grein frumvarpsins er fjörráð við Siglufjörð og nærliggj- andi sveitir, en Siglufjörður hefir að undanförnu verið á framfara- braut og ein af bestu tekjulindum ríkissjóðs. Símfregnir. Rvík. 15. þ. mán. Oenuafundurinn hófst mánudag 10. þ. m. forseti kosinn Facta ráð- herra ítalskur. Sjö nefndir skipaðar. Robert Horne formaður fjármála- nefndarinnar. Rússneska fulltrúan- um Titscherin og franska fulltrúan- um Barthou lenti svosamanískömm- um á fyrsta fundi að orðið var tek- ið af báðum. Atvinnudeilum í Danmörku er lokið. Bretar hafa krafið Frakka um rentur af herlánum cg nemur upp- hæðin 14 miljónum gullfranka. Karl fyrver.indi Ungverjalands- konungur er nýlátinn úr lungna-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.