Fram


Fram - 10.06.1922, Blaðsíða 1

Fram - 10.06.1922, Blaðsíða 1
I \ Agæt görfuð skinn frá Bergi Einarssyni sútara í Reykjavík fást í verslun St. B. Kristjánssonar. ick*. Selskinn, Lambskirin og Æðardún kaupir Páll S. Dalmar. VI. ár. Siglufirði 10. júní 1922. 21. blað. Mannskaðinn mikli í krossmessugarðinum. Yér höfum í atlra lengstu !ög reynt að halda í þá von, að eitt- hvað mundi fréttast til skipa þeirra sem vöntuðu eftir krossmessugarð- inn; en nú er ekki lengur hægt að dyljast þess, að algerlega vonlaust mun nú vera um, að þau komi fram. Sem betur fer, þá er það sjald- an að Ægir höggvi jafnstórt og til- finnanlegt skarð í fylkingu íslensku sjómannanna eins og í þetta sinn, og hér á norðurlandi hefir jafnmikið manntjón og í vor, eigi komið fyrir nú síðasta mannsaldur og sárin sem hin hörmulegu slys á þessu vori hafa veitt, eru svo stór og djúprætt, að þau verða að vonum lengi að gróa. Það hefir verið skamt á milli stórra og sorglegra tíðinda á sjón- um í vor; — fyrstfórst »Talisman« sem kunnugt er 25. mars með 12 mönnum, og nú í garðinum 13. og 14. maí farast 5 skip með samtals 55 mönnum. Skip þau sem þá hafa farist eru þessi: i 1. Vélbáturinn »Samson« héðan frá Siglufirði eign Porst. Pétursson- ar hér. — Á honum hafa farist 7 menn eins og getið var í næstsein- asta blaði, en þeir voru: Formaður bátsins, hinn al- kunni sjósóknari Oddur Jóhannsson frá Engidal, og síðar um langt skeið bóndi á Siglunesi. — Oddur var af hinni nafnkunnu Dalaætt; sonarson- ur Porvaldar ríka á Dalabæ. — Hafa þeir langfeðgar verið viður- kendir sjósóknarar og aflagarpar og hinir mestu atorkumenn í hvívetna, var Oddur enginn ættleri, — og talinn drengur hinn besti af öllum þeim er nokkur kynni höfðu af hon- um. Við fráfall Odds er stórt skarð höggvið eigi aðeins í flokk sjómanna vorra, þar sem hann ætíð þótti standa fremstur í fylkingunni, held- ur og í flokk bænda hér, því Odd- ur var þar einnig í fremstu röð. Oddur var 55 ára að aldri, en hraust- ur og heilsugóður, enda þrekmað- ur hinn mesti, Hann hafði mist konu sína fyrir allmörgum árum og bjó með börnum sínum sem öll eru uppkomin. Guðlaugur Jósefsson fóstursonur Odds, mannvænlegur unglingspiltur var með fóstra sínum. Er með láti hans mikill harmur kveðinn að föð- urnum aldurhnignum og blindum. Ólafur Sigurgeirsson bakari, ætt- aður úr Eyjafirði, — mesti dugnað- ar og atgervismaður og á besta aldri. Hann lætur eftir sig konu og tvo sonu. Ólafur Ásgrímsson frá Kambi, læt- ur eftir sig konu og 1 barn. Sigurður Gunnarsson, — lætur eftir sig konu og 3 börn. Bjarni Gíslason, lætur eftir sig unnustu og 2 börn. Bæringur Ásgrímsson, ógiftur. Allir voru menn þessir efnilegir og rnestu dugnaðarmenn, og allirá besta aldri að formanninum undan- teknum. 2. Vélskipið »Aldan« frá Akureyri eign Guðm. Péturssonar kaupm. þar og bróðir pQrsteins. — Peir bræður þrír, hafa nú í vor mist sitt skipið hvor, — öll óvá- trygð. Má geta nærri hve mikið efnalegt tjón það er þeim, þótt létt verði slíkt á metum móts við mann- tjónið. Á Öldunni hafa farist 16 menn; þaraf 1 héðan úr bænum, — Berg- ur Sigurðsson skipstjóri ogkennari sem var stýrimaður á skipinu, — maður á besta aldri, ágæta vel að sér gjör til sálar og iíkama og hinn besti drengur. Er að honum hinn mesti mannskaði. — Hann lætur eftir sig konu og 1 barn. Að þeim tveimur mönnum með- töldum sem fórust héðan á »Talis- man« eru það því 10 menn héðan úr sveitinni sem druknað hafa í vor. Með Öldunni fórust 4 menn af Höfðaströnd; -— Haraldur, sonur Ólafs kaupm. Jenssonar í Hofsós 16 eða 17áragamall; — Barði Jóns- son frá Grafargerði, kynjaður héð- an úr Siglufirði, — Jón Vilmundar- son og Ásmundur Einarsson, báðir frá Hofsós. — Allir ungir, um og innan við tvítugs aldur og allir mestu efnismenn.'— Einnig 2 menn úr Ólafsfirði. Aðrir skipverjar munu hafa verið úr Eyjafirði. Priðja skipið hér frá norðurlandi sem farist hefir í krossmessugarð- inum, er seglskipið »Mariann« frá Akureyri, — eign Höepfners versl- unar þar. — Á >Mariann« voru 12 menn, — allir úr Fljótum eins og getið var um í næstseinasta blaði. — Peir voru þessir: Skipstj. Jóharin Jónsson (Dagssonar) frá Syðstamói; — orðinn gamall maður, en var um langa æfi taiinn fremstur sjósókn- ari og aflamaður í Fljótum og besta skytta. — Jóhann var drengur hinn besti; — gestrisipn og glaðvær, — greið- ugur og hjálpfús, og var hverjum manni því betur til hans sem hann kyntist honum meir. Hann lætur eftir sig konu og uppkomin fóstur- börn, en sjálfur var hann barnlaus. Styrim. Jón Stefánsson fra Mós- skógum, mesti dugnaðar og efnis- maður, rúmt tvítugur. -- Ógiftur og barnlaus. Guðvarður Jónsson frá Reykjar- hóli á Bökkum, ungur og ógiftur dugnaðarmaður. Eiríkur Guðmundsson frá Lauga- landi unglingsmaður ógiftur. Björn Jónsson frá Teigum; — dugnaðarmaður. — Lætur eftir sig konu og 6 börn hvert öðru yngra. Guðbrandur Jónsson fráNeskoti; — aldraður; — lætur eftir sig konu og uppkomin börn. Bræður tveir, Anton og Björgvin Sigmundssynir frá Vestarahóli; báð- ir ungir efnis og dugnaðarmenn, ó- giftir, en stoðir og styrkur föður þeirra sem er orðinn aldraður og heilsuveill. Hann hefir nú á tveim- ur árum mist þrjá fullorðna og efni- lega syni í sjóinn og er það stórt sár. Jón Guðmundsson frá Syðstamói, unglingspiltur læpt tvítugur. Jón Jónsson frá Skeiði, frá konu og 5 börnur öllum innan ferming- ar. Stefán Benediktsson bóndi frá Berghyl, — frá konu og 8 börnum; — þaraf eru tvær stúlkur fermdar, en hið yngsta fárra vikna gamalt. Snorri Jónsson frá Illugastöðum lætur efHr sig konu og 2 börn ung, svo og aldraða móóur. 3 hinir síðasttöldu voru úr Holls- hrepp en hinii 9 úr Vesturfljótum. Alt voru þetta, að þeim Jóhanhi og Guðbrandi undanskyldum, menn á besta aldii, og allir voru þeir hin- ir mestu dugnaðarmenn. — Má nærri fara um það hvílik blóðtaka þetta er fyrir ekki stærri sveit enn Fljót- inn eru, að eiga þessum fríða og fjölmenna hóp á bak að sjá, eins og hins, hvilÍK sorg að grúfir yfir heimilinum þar og annarstaðar, þar sem ástvinunum og styrkustu mátt- arstoðunum hefir verið kippt í burtu nieð skiptöpum þessum. Pað er þó eigi eins mikið fyrst í stað, sem áhrifa þannig lagaðra voða- atburða gætir fyrir sveitir þær er mennina missa, eins og eftir á — eftir nokkur ár. — Líftrygging ríkissjóðs 1500 kr. að viðb. 100 kr. á hvert barn skilgetið og 200 kr. til óskilgetinna barna, ver allra fyrstu árásum örbirgðarinnar dyrnar, og hjálpfýsi góðra manna hjálpar til. Hvorutveggja þessi hjálp rénar og hættir þegar frá líður, og þá auk- ast vandræðin. En það er ekki hið skaðlegasta; hitt er verra þar sem margmennur barnahópur er, að það bandið er brostið sem traustast hélt öllu saman. Fjölskyldan verður oft eins og stýrihlaust flak sem rekur fyrir sjó og vindi, — en þökk og heiður sé hverri þeirri konu og móð- ur sein í svoleiðis kringuinstæðum hefír það þrek, andlegt og líkamlegt, að taka stjórntaumanr í sínar hönd- ur og stýra örugg fram hjáboðun- um og blindskerjunum. Auk þess hafa í sama garðinum farist tvö skip fiá vesturlandinu, vél- báturinn »Hvessingur« frá Hníísdal við ísafjörð með 9 mönnum; — tor- maóur bans var Porleifur bróðir Porsteins hreppstjóraí Haganesvík, — og vélskipið »Skírnir« frá Súg- andafirði ineð 11 mönnum. Af afdrifum skipa þessara allra, vita menn ekkert að segja. — Pað hefir, þrátt fyrir mikla leit, eigi orð- ið vait við neiit úrneinu þeirra stm bent geti til þess hvar eða hvernig þau hafi farist. — »Samson« hefir að lLihdum legið við hákarl. — »Mariann« og »Aldan« voru hjá hin- um fiskiskipunum við Horn þegar # bylurinn skall á, enn það vaið með mjög skjótri svipan. »Sæunn« frá Akureyri sigldi hjá »Öldunni« á laugaidagsnótllna einhverstaðar fyr- ir vestan Horn, og er það hið síð- asta sem maður veit í því efni. Oss verður ósjálfrátt að spyrja: Eru engar orsakir til þessara stór- slysa, þær er mennirnir geta gjört að? Er það ekki hugsanlegt að hinni lögskipuðu skoðun skipanna sé að einhverju leyti ábótavant? Pað er síður en svo að vér vilj- um drótta því að skoðunarmönn- um skipanna, að þeir v i 1 j a n d i vanræki nokkuð í þessu efpi, en eru þeir allir starfi sínu vaxnir? Pað þarf meira enn miðlungs sjó- mann til þess að geta við fljótt álit úrskurðað hvað dugi úti á hafi í stórsjó og oiviðri, og landkrabbain-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.