Fram


Fram - 24.06.1922, Blaðsíða 1

Fram - 24.06.1922, Blaðsíða 1
KínaW. P., Vanilledrop- ar, Citrondropar, Gerduft Natrón, Karry, Brillant- ine, Piparmyntur o.m.fl. nýkomið í verslun St. B. Kristjánssonar. tlf^flf^7f7flf^flflflf7f7f) >0fafbtalc*blbb^ [ Lambskinn og Æðardún kaupir £ Páll S. Dalmar. Selskinn, Tf^fTfJflf^SflfJfJfTf^fX VI. ár. Siglufirði 24. júní 1922. 23. blað. .....~ - — ■•••............ .............................." .............—------------------------------------- Landskjörið . 8. júlí. Landskjörið stendur fyrir dyrum. Áttundi/júlí er merkisdagur fyrir hina íslensku þjóð því það hefir afarmikla þýðingu, eigi aðeins fyrir þjóðarheildina, heldur ogfyrirhvern einstakling hennar, hverjir veljast til þess >lögum og landi að ráða«, og í þetta sinn hefir það tvígilda þýðingu þareð hinir landskjörnu þingmenn eiga sæti á löggjafarþingi þjóðarinnar helmingi lengri tínia en hinir þjóðkjörnu. Engum kjósanda, hvort sem hann fylgir nokkurri ákveðinni stefnu i stjórnmálum eða ekki, og hvor svo sem stefna hans er, má á sama standa um það hverjir veljast á þing þjóðarinnar. Kosningarrétturinn er heiðursmerki sem þjóðin sjálf hefir veitt hverjum dugandi þegni ríkisins og það er ótvíræð skylda vor allra að nota þennan rétt og að nota hann réttilega, — dylja ekki heið- ursmerkið þegar vér eigum að sýna það sjálfum oss og þjóðinni til sóma. Þessvegna eigum vér, allir sem kosningarrétt höfum, að mæta til kosninganna 8. júlí, og nota kosningarrétt vorn þjóð vorri til gagns og sjálfum oss til sóma, — leggja hver og einn sinn skerf frani til þess að velja þá menn til lög- gjafarstarfsins sem vér vitum vitr- asta og besta og teljum þingi þjóð- arinnar mestan feng að fá. Svo sem kunnugt er, eru það 3 aðalþingmenn og jafnmargir vara- menn sem kjósa á, og eru kosn- ingar hlutbundnar, þ. e. kosið um I i s t a n a en ekki um mennina sem á þeim standa og ræður atkvæða- fjöldi sá er hver listi fær því, hve mörgum mönnum hver listi kemur að. — Röð frambjóðenda á hverj- um lista ræður því aftur hverjir af þeim sem á listanum eru, ná kjöri og hvernig atkvæði skiftast á milli þeirra. Röðinni á hverjum lista má breyta með því að tölusetja nöfnin og eins má stryka út einn eða fleiri menn af hverjum lista, en a/dreí má merkja við nema einn listabókstafog aldrei b r e y t a nafnaröð nema þess lista eins sem maður inerkir við. Er þetta sagt hér þeim til glöggvunar sem nú nota kosning- arrétt sinn í fyrsta skifti. Framboðslistarnir eru sem kunn- ugt er 5 alls, og hafa þeir allir verið byrtir hér í blaðinu áður. Skulum vér til glöggvunar telja hér upp listana og efstu menn hvers þeirra, því litlar eða engar líkur geta talist fyrir því, að nokk- ur listanna geti komið að fleiri en tveimur mönnuni. A-listinn eða alþýðuflokkslistinn: Þorv. Þorvarðsson prentsmiðjustj. Rvík, Erl. Friðjónsson kaupfél.stj. Akureyri. B-listinn, eða listi samvinnumanna: Jónas Jónsson skólastjóri Rvík, Hallgr. Kristinsson framky.stjóri Rvík. C-listinn, kvennalistinn: Ingibj. H. Bjarnason skólastýra Rvík, Inga L. Lárusdóttir ritstýra Rvík. D-Iistinn, eða Stefnislistinn: Jón Magnússon fyrv. forsætisráðh. Rvík Sig. Sigurðsson bún.fél.ráðunautur Rvík Sveinn Benediktsson útvegsb. á Búðum Páll Bergsson útvegsbóndi Hrísey. Sigurgeir Oíslason verkstj. Hafnarfirði, Sigurjón Jónsson framkv.stj. ísafirði. E-listinn eða sjálfstæðisflokkslistinn: Magnús Bl. Jónsson prestur, Vallanesi, Þórarinn Kristjánsson hafnarstj. Rvík. Vér þurfum eigi að vera tjölorð- ir um 4 af listum þessum. — Pað skal fjarri oss að leggja þeim mönnum nokkuð til lasts sem þar eru í framboði, þeir eru sjálfsagt mætir menn og nýtir hver á sínu sviði, en margir þeirra eru lítt þekt- ir út um landið og allir eiga þeir sammerkt í því, að þeir hafa litla, og flestir þeirra alls enga þing- rey nslu. Það þarf því eigi sérlega glögt auga til þess að sjá það, að D-listinn er langbest mönnum skipaður af ö 11 - u m 1 i s t u n u m. Jón Magnússon hefir um 20 ára þingreynslu að baki sér og munu ekki um það skiftar skoðanir jafnvel hjá andstæðingum hans, að hann sé einhver ef ekki allra starfhæfasti maður landsins í þing- sæti, bæði sökum þekkingar sinnar og reynslu, lipurðar og prúðmensku. Jón Magnússon hefir alla þá stund sem hann hef-ir við stjórnmál feng- ist, sýnt það, að hann hefir haft til að bera bæði bjartsýni og víð- sýni í landsmálum en auk þess líka það, sem margan hefir vantað: Varfærni og lægni. Má þar sérstak- lega tilnefna framkomu hans og afskifti öll af Spánarmálinu. Hefir Jón sem bannvinur, þrætt þar hinp gullna meðalveg, látið undan síga fyrir knýandi nauðsyn án þess þó að hvika frá stefnu sinni og skilist svo við það mál, tnesta tiífinninga- mál þjóðarinnar, að báðir partar una úrslitum fullvel. Rekkingu og gáfur Jóns þarf eigi að minna á. — Það vita allir sem þekkja nafn mannsins að hann er tvímælalaust einhver allra gáfaðasti íslendingurinn sem nú er uppi og einn mesti lögfiæðingur landsins og hefir sem slíkur innt af hendi ómetanlegt starf í þarfir þings og þjóðar öll þau ár sem hann hefir setið á þingi og yrði oflangt mál að telja upp öll þau lög sem Jón hefir átt frumkvæði að eða hlut- deild í að semja. Rað var að sönnu margt fundið að störfum stjórnarinnar í tíð Jóns Magnússonar, sumt með rökum, sumt og það sjálfsagt fleira, raka- lítið, en það var fæst af því sem Jóni Magnússyni sjálfum var gefin sök á, enda rýrir slíkt ekki að allra minsta leiti gildi hans sem fram- bjóðanda nú. Jón Magnússon er tví- mælalaust' I a n g - á I i 11 e g- asta þingmannsefnið af þeim 28 sem nú áað velja u m. Sig. Sigurðsson ráðunautur, er annar maður D-listans. Hann er einnig reyndur þingmaður og að góðu kunnur og verður að telja landbúnaðinum hinn mestta styrk að þvi ef Sigurður kemst á ,þing sökum sérþekkingar hans á öllu því er að landbúnaði lýtur. — Rarf og eigi að efa það, að bændur um land alt ljá Sigurði fylgi sitt, sér- staklega þareð svo óhönduglega tókst til fyrir samvinnumönnum að listi þeirra hafði eigi mann úr bænda stétt að bjóða, þann seni nokkurs almenns fylgis gat vænst, en um þann lista heíðu margir bændur skipað sér þeir er samvinnurnenn eru, en þeir 'sömu munu nú, ef að líkum fer, skipa sér undir fána Sigurðar. Sveinn á Biíðum í Fáskrúðsf. — þriðji maður listans, er að sönnu óieyndur sem þingmaður, en mað- urinn er landskunnur sem liinn mesti dugnaðar og nytja maóur auk þess sem hann hefir mikla reynslu og sérþekkingu í öllu því er að sjávarútvegnum lýtur. Um fjórða mann listans, Pál Myndir verða teknar í Suður- götu 32, á morgun. Bergsson útgerðarmann í Hrísey þarf eigi að fjölyrða að því er kjós- endur hér í bænum snertir og hið sama mun mega segja fyrir alla kjósendnr með sjávarsíðunni hér norðanlands. Nafn Páls eitt nægir til þess að afla D-listanum fylgis allra þeirra sem nokkuð þekkjahann og sem sjórinn á nokkur ítök í. — Það eitt finst oss að, að Páll er settur of neðarlega í röðinni á list- anum, en við því er hægt að gjöra fyrir þá sem vilja, með því að tölu- setja frambjóðendurna. Rað vita allir að Páll Bergsson er sá maðurinn sem um nær 20 ára bil hefir staðið fremstur í flokki og verið næsfum sjálfvalinn oddviti véibátaútgerðarinnar norðlensku, — haft þar forgöngu á flestum svið- um og átt þar frumkvæði að flestu því er til framfara hefir mátt telja. Sama má segja um margt það er að síldarúlvegnum lýtur. Páll hefir því til brunns að bera óvertju mikla þekkingu á sjávarútvegnum og ó- venju mikinn áhuga á öllum frama hans og gengi. Hitt vita kann ske færri, að Páll hefír einnig til brunns að bera mikla þekkingu og aliuga á öllu því er að landbúnaði lýtur og auk þess sérstaklega glöggsýni urn fjármal og þekkingu á lands- málum. Mun því Páll hafa mikið íyígi hér norðanlans. Hmir tveir neðstu menn listans, þeir Sigurgeir Gíslason og Sigur- jón Jónsson, eru báðir einnig kunn- ir sem hinir rfýtustu menn, sér því hver niaður að D-listinn er langt- um best skipaður allra þeirra 5 lista sem í milli er að vélja 8. júlí. Pað má telja það illa farið, að eigi gat orðið samkomulag um D-listann af hálfu Sjálfstæðisflokks- manna, því jafnvel þó E-listinn muni hafa lítið fylgi, þá verða þó þau atkvæði setn hann fær, flest á kostn- að D-listans og er þetta því ver farið, þar sem telja má að stefna þessara flokka sé í öllu verulegu hin sama. Vér treystum því fyllilega að kjósendur muni lýta listana svo ó- skökkum augum kjördaginn, að ‘þeir sjái það að D-listinn er lang átitlegastur og kjósi hann.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.