Helgarpósturinn - 30.07.1982, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 30.07.1982, Blaðsíða 5
^pSsturinn Föstúdagur 30. júlí 1982. 5 Hvað er hæft i þeim sögusögnum að i videóleigum borgarinnar sé hægt að fá leigðar klámmyndir sem brjóta i bága við lög um dreifingu kláms? Er það rétt að flestar videóleigurnar hafi slikar myndir á boðstólum, þótt þær séu ekki hafðar i hillunum með öðr- um myndum? Eftir þvi sem Helgarpósturinn kemst næst fá þessar sögusagnir staðist að verulegu leyti. Ef viljinn er fyrir hendi er ekki erfitt að verða sér úti um „bláar” myndir i Reykjavik. Sumar videóleig- uraar virðast hafa tekið að sér að sjá einstaklingum og karla- klúbbum fyrir skemmtiefni sem kitlar vissa likamsparta meira en yfirvöld ætlast til. Og yfirvöldin virðast ekki hafa ýkja mikinn áhuga á að sporna við dreifingu klámsins. Kvikmyndeftirlitið visar málinu frá sér, segir það ekki vera i sinum verkahring, og lögreglan segist engin afskipti hafa haft af videókláminu.... Vídeóleigur eru nú orðnar fastur liður i bæjarlifinu og samkvæmt augiysingum DV eru þær á þriðja tug á Stór-Reykjavikur- svæðinu einu. Þangað hafa margir sótt undanfarnar vikur i leit að afþreyingu, þeir hafa reynt að fylla upp i það gat sem sjón- varpið skildi eftir sig þegar það fór i fri um siðustu mánaðamót. Undirritaður hefur verið i góðri aðstöðu til að fylgjast með að- sókninni að einni ieigunni og þar hefur ver- ið stanslaus örtröð meðan opið er, ekki hægt að fá bilastæði á stóru svæði i ná- grenni leigunnar. Fyrst eftir að videóleigurnar fóru að spretta upp var meginhluti þess efnis sem þær höfðu á boðstólum illa fengin vara. Myndböndin voru ýmist keypt erlendis til einkanota eða þá eftirtökur af löglega út- gefnum böndum. Kvikmyndahúsin ráku upp ramakvein og hótuðu málssóknum á hendur videóleigunum. Siðan hefur að mestu rikt friður i þessari atvinnugrein. Enalltaf gangasögurum að videóleigurn- ar hafi á boðstólum ýmislegt annað en það sem haft er til sýnis i hillunum. Helgarpósturinn leit inn i nokkrar videó- leigur um siðustu helgi til að kanna sann- leiksgildi sögusagnanna. Þær fölbláu Þegar litiðer yfir hillurnar 1 videóleigun- um eru þapr sakleysið uppmálað, amk. hvað varðar svæsið klám. Þar er slangur af „mjúku” klámi, þe. sem er nógu stofuhæft til að fá inni á kvikmyndahúsum borgarinn- ar. Þar er ma. sú fræga Emmanuelle i mörgum útgáfum og öllum regnbogans lit- um. Ein leigan býður upp á nokkrar ame- riskar spólur þar sem heitið er „one-hour non-stop sex acts” — stanslausum riðing- um i heila klukkustund — og bera þær nöfn eins og „Sex and the Married Woman", „All the Naughty Little Bits” og ,,,Behind Bars”. Sú siðastnefnda er fangelsisklám sem alltaf virðist hafa nótið vinsælda i klámbransanum. Annar myndaflokkur var nokkuð áber- andi ihillunum.en það voru klámútgáfur af þekktum ævintýrum og sögum. Lisa i Undralandi, Jói og baunagrasiö og Mjall- hvit og dvergarnir sjö eru allar til en ekki innan um barnaefnið. Við tókum eina að láni, hún var byggð upp sem réttarhöld yfir „Mother Goose” sem er fræg ævintýraper- sóna i Bandarikjunum. Inn i réttarhöldin var skotið frásögnum af ýmsum öðrum ævintýrum, td. Jóa og baunagrasinu, þar sem allt er útskýrt i anda Freuds, þe. kyn- hvötin er upphaf og endir allra atburða. „Ekkert ólöglegt hér” En það var ekki akkúra t það sem við vor- um að eltast við. Við gerðum okkur þvi sak- leysisleg i framan og spurðum hvort ekki væri til harðara klám. 1 flestum tilvikum fengum við neikvæð svör. Menn voru á varðbergi. — Nei, við höfum ekkert ólöglegt efni á boðstólum, bara það sem er i hillunum, var viðkvæðið. I einni leigunni varð ung stúlka fyrir svörum og sagði að þau hefðu engar bláar myndir, þau þyrðu það ekki. — Viö viljum ekki fá Kvikmyndaeftirlitið yfir okkur. Við höfum heyrt að sektirnar fyrir að vera með ólöglegt klám séu svo háar að það þurfi að leigja eina spólu á hverjum degi i tvö og hálft ár til að vinna upp tapið. Við tökum ekki sénsinn, sagði stúlkan. — En prófaðu á Holtsgötunni, bætti hún við. A Holtsgötunni var þvi svarað til að, jú, þeir hefðu bláar myndir en þær væru bara allar I útláni. Sama svar fengum við hjá ungum manni i Brautarholtinu. Við spurð- um áfram: — Eruð þið með dálitið krassandi mynd- ir, t.d kvalalosta? — Nei. — En myndir með dýrum eða börnum? — Nei, bara eðlilegar myndir. Ein i kaupbæti Það var þvi frekar rýr eftirtekjan af þessari hringferð um videdheiminn. Engar bláar myndir. Við hittum einn sem er kunn- ugur bransanum og röktum raunir okkar fyrir honum. — Iss, þið farið kolvitlaustað þessu, sagði hann. — Það þýðir ekkert að koma æðandi inn af götunni og biðja um klámmyndir. Fyrst verður maður að koma nokkrum sinnum og fá leigðar aðrar myndir. Þegar eigendurnir eru farnir að kannast við mann er hægt að spyrja svona i leiðinni: „Attu eina bláa?” eða „Fæ égekki eina i kaupbæti?”. A sum- um stöðum flokka þeir myndirnar niður eftir númerum og það kerfi þarf maður að kunna til að geta beðið um ákveðin númer, sagði þessi viðmælandi okkar. Ein helblá En fyrst svona tókst til varð að fara aðrar leiðir og á endanum höfðum við uppi á einni spólu, ættaðri úr vídeóleigu hér í borg. Kunnáttumenn i faginu segja okkur að þessi spóla sé dæmigerð fyrir obbann af þeim bláu spólum sem eru i umferð. Við renndum henni i tækið. Þetta reyndist vera syrpa af stuttum myndum, svona 10 minútur hver, alls klukkutimi. Þær voru ósköp keimlikar allar saman, eiginlega litill munur annar en þátttakendumir. Þeir voru mismargir og hlutföll kynjanna breytileg. Við getum tekið eina sem dæmi. Hún var bandarisk, gerð i Kaliforniu, en titillinn hermdur upp á Sviþjóð. Myndin hófst á ein- hverri útiskemmtun þar sem tveir karl- menn og ein kona hittust. Þau yfirgáfu svæðið eftir nokkur orðaskipti og leikurinn barst inn i einhverja glæsihöll. Þar var enn skipst á nokkrum orðum og svo fóru þre- menningarnir að fækka fötum. Eftir það varð myndin ansi einhæf. Þau skötuhjúin eðluðu sig i öllum hugsanlegum stellingum og flest skotin voru nærmyndir af liffærum i „fúllsving”. Svo fengu allir fullnægingu og myndin búin. Næsta mynd gjöriðisvovel. Fyrir skömmu heyrði undirritaður af hópi vinnufélaga sem eyddu öllum helgum fyrir framan videótækið m. glas i' hendi og horfðu á svona myndir. Eftir að hafa séð umrædda spólu er satt að segja erfitt að imynda sér hvað þeir fá út úr þvi. Á okkur sem horfðum á myndirnar virkuðu þær ámóta æsandi og Hagtölur mánaðarins. Það ágæta rit hefur það þó framyfir mynd- irnar að úr þvi má lesa ýmsan fróðleik. Þessar myndir sögðu enga sögu, höfund- arnir reyndu ekki einu sinni að þykjast vera aðsegjasögu. Myndirnar eru illa unnar að öllu leyti, mas. hljóðin pössuðu engan veg- inn við það sem sást á skerminum. En þetta nýtur vinsælda þvi á þeim stöð- um þar sem eigendurnir gengust við þvi að eiga svona myndir voru þær allar i útláni. Þetta er sennilega afrakstur af þvi uppeldi sem lengi hefur farið fram á vinnustöðum, í karlaklúbbum og víðar þar sem menn taka sig saman og útvega sér myndir sem þeir gamna sér yfir að afloknum vinnudegi. Hvað er klám? Þessi spóla sem við skoðuðum bar þess öll merki að vera ólöglega fengin. Hún var greinilega samsafn af kvikmyndum úr ýmsum áttum. En hún var jafngreinilega ólögleg að innihaldi, þe. innihald hennar brýtur i bága við landslög um klám. Við áttum tal við Bjarka Eliasson yfirlög- regluþjón og spurðum hann hvort lögreglan hefði haft einhver afskipti af videóleigun- r I VIDEO V19CO um vegna klámmynda eöa gruns um að þær væru á boðstólum. — Nei, það höfum við ekki haft. Mig rám- ar i eitt mál sem kom upp fyrir alllöngu en það var látið niöur falla. — Hvaða lög ná yfir myndbönd með klámi? — Þau falla undir ákvæði hegningarlaga þar sem bannað er að dreifa klámi. Hins vegar hefur alltaf vantað skilgreiningu á þvi hvað klám er,svo málin geta reynst erf- ið viðureignar. En i þessu ákvæði er enginn greinarmunur gerður á myndböndum og blöðum eða bókum, sagði Bjarki. En heyrir þá myndbandaklám ekki undir Kvikmyndaeftirlitið? Nei, segir Er- lendur Vilhjálmsson sem sæti á i Kvik- myndaeftirlitinu. — Myndböndin eru fyrir utan okkar verksvið sem er einskorðað við þær myndir sem syndar eru i kvik- myndahúsunum og viö höfum engin af- skipti haft af videóleigunum.bætir hann viö. Engin afskipti RLR Arnar Guðmundsson deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglunni mundi ekki eftir þvi að stofnun hans hefði haft afskipti af vldeóleigunum vegna klámmynda. — Einu afskipti okkar af videóinu voru rannsóknin á starfsemi Vídeósón og fleiri myndbandakerfa sem við gerðum að beiðni saksóknara, þá athuguðum við myndirnar i leiöinni, sagði Arnar. Hann bætti þvi við að eina málið sem hann myndi eftir og snerti klámkvikmyndir væri frá ár- unum 1978-79 þegar gerðar voru upptækar nokkrar kvikmyndaspólur hjá kvikmynda- leigu hér i borg. — En fylgist RLR ekki með þvi hvort klámmyndir eru,á boðstó’.um i videóleigun- um? — Það er vitaskuld hlutverk okkar að fylgast með þvi að lög séu haldin, en við getum ekki verið með nefið ofan i hvers manns koppi, og við höfum ekki haft nein afskipti af videóleigunum, svaraði hann. Hvað með hryllinginn Það er þvi ekki að sjá að yfirvöld fylgist mikiö með þvi hvort ólöglegar klámmyndir séu á boðstólum i videóleigunum. Og áhug- inn viröist lika vera tamarkaður á þvi að fylgjast með þvi. En fyrst verið er að fjalla um úrvalið i videóleigunum þá vakti athygli blaða- manns hve stór hluti þess voru hrollvekjur af ýmsu tagi.Það rifjaði upp umræður sem urðu i Sviþjóð fyrir 2-3 árum. Þar höfðu yfirvöld stórar áhyggjur af þvi að þarlendar videóleigur hefðu á boðstólum hryllingsmyndir sem voru svo svakalegar aðframleiðendum þeirra hefði aldreidottiö i hug að freista þess aö fá þær sýndar i al- mennum kvikmyndahúsum. Þar voru kon- ur hengdar upp á kjötkróka og annað eftir þvi. Og frá New York barst einhvern tima sú frétt að lögreglan væri að eltast við kvik- mynd sem gekk eins og eldur i sinu milli leynilegra kvikmyndaklúbba þar i borg, en i henni var konu misþyrmt á allan hugsan- legan máta og hún loks myrt, að því er talið var i raun og veru. Þegar áðurnefnd yfirvöld voru spurð að þvi hvort þau hefbu afskipti af hrollvekjum i videóleigunum voru svörin þau sömu og þegar klámið átti i hlut. Og áhuginn virtist enn minni. Það virðast nefnilega engin lög ná yfir hryllingsmyndir. Bjarki Eliasson sagöi að það eina sem hann vissi um væri ákvæöi í barnaverndarlögum sem heimil- aði Kvikmyndaeftirlitinu að banna hroll- vekjur innan sextán ára aldurs. Það bann nær aðeins til kvikmyndahúsanna. S.vo virðist sem lögreglan hafi enga heim- ild til að gera slíkar myndir upptæ kar ef þær eru á boðstólum videóleiganna.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.