Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 6
6 ' Föstudagur 6. maí 1983 JjSsturinrL „Eg segi nú bara eins og skáldið: Komdu dauði, komdu fljótt, hvar eigum við að hittast?“ Þetta segir Alfreð Flóki í símann og við mælum okkur mót í bænum. Morguninn eftir skal það vera. Rennvotur og illa haldinn af langri göngu, kvarta ég undan bifreiðamergðinni í miðborginni. Hvergi stæði að finna. En Alfreð Flóki hefur lausn á því vandamáli. ,,Þú ættir að ganga í kirkju Satans", segir hann glott- andi í síðum frakkanum, blágráum og greinilega nýleg- um. Hann veit nefnilega um mann, sem gerði slíkt og upp frá því fann hann bílastæði í hvaða stórborg sem er, hvar sem hann þurfti á því að halda. „Sá gamli hugsar um sína“. Alfreð Flóki opnar sýningu í Listmunahúsinu við Lækjar- götu á morgun, laugardag. Þar verða um fjörutíu myndir, gerðar með penna, kolum og rauðkrít. Flestar þeirra. Einnig verða nokkrar með blönduðu efni. Flóki hefur ekki haldið einkasýningu á íslandi í þrjú ár og heldur hefur verið hljótt um hann. Að vísu hefur hann á þess- um tíma haldið tvær einkasýningar í því fræga gelleríi Passe partout í Kaupmannahöfn, eina í Gallerí Meyer í Esbjerg, auk þess, sem hann hefur átt myndir á samsýningum í Kaup- mannahöfn og heima. Það þótti því við hæfi að spyrja hann fyrst hvar hann hefði haldið sig að undaförnu. „Ég hef verið í Kaupmannahöfn síðustu átta mánuðina", segir hann, og þar hefur hluti sýningarinnar orðið til. En hann gerði fleira en stunda myndlist, því hann lá á kafi í bók- um. „Á gamals aldri er ég farinn að lesa 19. aldar rómana og ég les helst ekki yngri höfunda en Dickens" sem hann las allan á þessum átta mánuðum, auk þess, sem hann uppgötvaði „ stórkostlegan höfund“, sem hann hafði ekki lesið áður en heyrt mikið talað um. Tomaso Landolfi, ítalskur rithöfundur, sem skrifar í anda Hoffmann og Poe. Hann er undantekningin frá 19. öldinni. „Hann lést í kringum 1960, ef ég man rétt“, segir Flóki. Hann hafði það ágætt í Kaupmannahöfn, að eigin sögn. „Maður verður aldrei leiður á Kaupmannahöfn“, segir Flóki. „Hún er einhver fegursta borg í heimi og Danir elskulegasta fólk, sem fyrir finnst á þessari eymdarinnar jarðarkúlu“. Clíkulcgur unglíngur — Ertu þá kannski nýr og breyttur maður? „Ég er alltaf sami elskulegi hlédrægi unglingurinn. Ég hef aðeins þrjá veikleika. Ég er óttalegur klaufi til handanna, ég er ákaflega ópraktískur í öllum peningamálum og ég vildi gefa að minnsta kosti 20% af snilligáfu minni til að eflast það mikið líkamlega til að geta barið á þeim vitleysingum, sem eru að hrella mig á stundum“. Alfreð Flóki sýnir í Listmunahúsinu eftir Guðlaug Bergmundsson myndir: Jim Smart Hann er hins vegar ófáanlegur til að láta uppi hverjir það eru, og vitnar bara í Þórberg: „Látum þá blífa í leynd“. Myndheimur Alfreðs Flóka hefur verið allsérstæður, upp- fullur af laglegum stúlkum og ljótum púkum, að ógleymdum kyntáknunum. En hvernig skyldi þessi heimur vera, sem hann Iýsir í þessum nýju myndum sínum? „Ég held, að hann hafi lítið breyst. Ég byggi mótif mín á bernskufantasíum, þetta eru umformaðar bernskuminning- ar“. — Hvers vegna? „Ég get ekki skilgreint það. Ef ég gæti það, gerði ég eitthvað annað“. — Þú vilt kannski ekki losna við þær? „Nei, andskotinn. Þá yrði ég eins og allir hinir. Svo ég vitni nú í sjálfan Beaudelaire, þá minnir mig að hann hafi sagt, að snilligáfan fælist í að muna bernsku sina. Þetta sagði líka hinn mikli snillingur Otto Weininger, austurrískur heimspek- ingur, sem gaf út nokkrar bækur og skaut sig 23 ára gamall. Hann var algjört undrabarn á sínum tíma og læs á íslensku“. Jfuntru áötína aftur Annars á Flóki afskaplega erfitt með að tala um myndir sínar; eins og öll góð verk, verða þær að tala fyrir sig sjálfar. Hann er hins vegar viss um að góðir andar hvíli yfir þeim. „Ég hef t.d. frétt það eftir öruggum heimildum, að hjón, sem stóðu í skilnaði, en keyptu af einhverjum dularfullum ástæðum mynd eftir Flóka, hafi fundið ástina aftur. Og svo framvegis“. — Hvað er það í myndunum, sem hefur slík áhrif? „Það er bjargföst sannfæring mín, að ég sé í stöðugri fram- þróun“, segir hann. Við sitjum á leðursófasetti í litlu herbergi undir súð List- munahússins, og allt í kring eru listaverk og litlir postulíns- fuglar. Og Flóki heldur áfram: „Ég hef asskoti litla trú á lista- mönnum, sem breyta um stíl á milli sýninga, sem hlaupa á eft- ir steingeldum listastefnum og eru ekki einlægir, samkvæmir sjálfum sér“. — Nýja málverkið hefur þá engin áhrif haft á listsköpun þina? „Nei. í fyrsta lagi er þetta ekki nýtt málverk, ef hægt er að tala um það sem málverk, heldur er þetta miðlungsmannsleg útþynning á þýska expressíónismanum“. Og Flóki er á því, að frægð þessara nýju málara sé búin til af kaupahéðnum úti í heimi. Én skyldi hann sjálfan dreyma um frægð og frama í útlöndum? „Ég hef aldrei verið upp á það jarðneska. Ég veit að þegar hefur verið byggt stórt Flókasafn á Himnum og ég læt það duga. Ég veit, að þó að allar myndir mínar færust í eldi, þá hafa þær „endurholdgast" í inu himneska Flókasafni“. Hann hafði stytt upp. Og gott ef sólin skein ekki líka.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.