Tíminn - 25.09.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.09.1948, Blaðsíða 4
A TÍMINN, laugardaginn 25. sept. 1948. 301. blað Hsr ríkisstjórni ekkert að gera? 'ukki er ég að krefja lands- r c ornina aðgerða með þess- o.i'i xyrirsögn. En ef minnst er : siðustu fregnir af Græn- l inai, er þetta venjulegasta vwkvæðið: Etlar ríkisstjórnin ekkert a« gera? Jtvarpið hrópar um land í-ut, og Alþýðublaðið ritar jnetí hálfsíðu-fyrirsögn: ,Stórkostlegt magn af blýi fundiff í jörffu á Grænlandi.“ , i’aliff, aff Grænland muni verffa mesta blýfrainleiffslu- iand í heiminum.“ Þetta „stórkostlega magn áí' blýi hefir fundizt viff King Oscars Bay á Austur- Grænlandi. Er taliff, aff það sé svo mikiff og auffvelt aff vinna þaff, aff þaff verffi á næstunni hægt að framleiffa meira blý, en nokkurt land Hefir danska stjórnin gefið út opinbera tilkynningu um fund þessarar námu. „Áætlaff er, aff þaff blý, sem fundizt hefir, muni nema um 1 milj- ón smálesta, en það samsvar- ar um ársframleiðslu af blýi í heiminum undanfarið“ (Alþbl. 17/9’48). í skeyti til Morgunblaðsins 18. sept. er talið, að verðmæti þessa blýs „nemi um 500 miljónum (danskra) króna“ eða fimmfalda þá upphæð, sem Danmörk fékk fyrir vest- ur indísku eyjarnar okkar, sem hún seldi í heimildarleysi 1916. „Námurnar eru mjög að- gengilegar við ströndina. Lauge Koch býst viff aff finna fleiri málma í jörffu í Grænlandi. Pundur þessara náma er talinn merkilegasti fundur í Grænlandi síöan kryolitnámurnar fundust á öldinni sem leið.“ (Morgun- blaðið 18/9’48). Fjörður Ósk- ars konungs, er á ca. 7iy2 nbr. næsti stórfjörður fyrir norðan Öllumlengri (Scor- lesby-sund). Er Óskarsfjörð- ur þó frekar sund en fjörður, en Öllumlengri er lengsti fjörður Grænlands eins og nafnið segir til um og grein- ist h'ann í marga firði er inn- ar dregur, svo sem segir í Krókanefssögu. Ein miljón tonna af blýi, 500 miljón króna virði, (sem sjálfsagt er langsamlega of lágt reiknað), er aðeins forsmekkur af stór- kostlegi’i námu-auðlegð, sem á eftir að finnast i Græn- landsbyggðum, er svo voru nefndar í fornöld, en það er austurströnd Grænlands frá 70° nbxv og norður úr. „Þaff var tilkynnt hér í Kaupmannahöfn í dag, aff danskir vísindamenn hefffu nýlega fundiff dálítiff af úran íum í Grænlandi" (Morgunbl. 17/9’48), en útvarpið mun hafa verið búið að flytja fréttina áður. Það var löngu talið víst, að úraníum mundi vera til á Grænlandi. Þar sem Grænland er þrisvar sinnurn stærra en öll Norður- lönd með Finnlandi, væri hugsanlegt, að allt úraníum- ið væri ekki fundið þar enn?! JSteinoIía finnst á Grænlandí. „Danska jafnaðarmanna- blaðiff (stjórnarblaffiff) segir Eííir dr. I frá því, að steinolía sé í jörffu á Grænlandi á svæffi, sem er á stærð viff Sjáland." (F. Ú. 15/9’47). Olíusyæði þaö, sem um er aö ræða, er á Eisunesi, milli Bjarnareyjarsunds og Uman- ak-fjarðar. Leðju-gosstöður sögðu til steinolíunnar þarna. Við hreinsun steinolíurnar fæst bensín, smurningsolía, og svo mörgum hundruðum skiptir af ýmislegum efnum. í Bandaríkjunum eru þessi efnj undirstaða stórfellds efnaiðnaðar. Eisunes er eitt af hinum auðugu námusvæð- um Grænlands, fullt af ágæt- um kolum og járnlögum.. Um 1 til 2 mánuði í fyrra sumar og nú í sumar, hefir verið reynd vísindaleg málm- leit á Grænlandi. Um árang- ur þeirrar leitar er öllu hald- ið leyndu nema því, sem stjórninni í Kaupmannahöfn finnst æskilegt, að allir fái að vita. Sennilega hefir fleira fundizt en það, sem var, eða þótti full rannsakað eða heppilegt að birta. Meira að segja hefir aðeins sáralítill hluti Grænlands fengið þá jarðfræðilegu rannsókn, sem er skilyrði fyrir því, að vís- indaleg málmleit geti hafizt. Og hin vísindalega, málmleit sjálf er varla hafin enn. Áður en vísindaleg málmleit kom til sögunnar, var Græn- land þriðja land í heimi, þar sem flestir málmar og verð- mæt steinefni höfðu fundizt. Það þarf t. d. ekki vísinda- lega málmleit til að sjá heil fjöll og eyjar úr marmara, ágætum og ýmislega litum. Getur marmari verið efni til ýmislegs og merkilegs iðnað- ar, auk þess sem hann getur verið útflutningsvara sem efni. Á Grænlandi austan og vestan eru svo stórkostleg og góð kolalög, allt upp í 3 metra þykkt, að Grænland er senni- lega eitt af mestu kolalönd- um í heimi. Nálægustu kola- lög þess við ísland eru við Hamlet-fjörð, er gengur í norður frá mynni Öllum- lengri, eins og sagt er í Króka nefssögu. Fjarlægðin frá Kol- beinsey þangað er 30 danskar mílur (dægursigling forn) í norður. Kolalögin liggja þarna opin vestan við fjörð- inn og" í hlíð dalsins norður af firðinum, og eru þau þar jafnaðgengileg til töku og grjótið sjálft. Kolin á Austur- Grænlandi eru sams konar og á Svalbarði, og liggja þau lög vestur Norðurströnd Græn- lands og yfir á eyjarnar norð- an við Kanada. Kolasvæðið á Vestur-Grænlandi er á Króks fjarðarheiði, Eisunesi og Bjarney og víðar. Þau kol eru úr pálmaskógum og mjög feit og vel fallin til að bræða þau. Við bræðsluna fæst bensín, olía og yfir þúsund margvís- leg efni önnur. Þessi efni voru á Þýzkalandi fyrir stríð und- irstaða hins ágæta og víð- fræga efna- og meðala-iðn- aðar Þjóðverja. Fyrir stríð vildu samtök á Bretlandi, er réðu yfir 100 miljónum lcróna fá leyfi til að bræða kol á Vestur-Grænlandi, en fengu ekki. (í!8 DlfiaSO!!. Þessi kol eru nú brotin lítils háttar með ófullkomnum vélakosti á einum stað til allra þarfa á Grænlandi og handa skipum, er sigla við Grænland og frá Grænlandi, og jafnvel stundum að meira eða minna leyti leiðina til Grænlands aftur. Notagildi vestur-græn- lenzkra kola, er tekin voru úr Grænlandsfarinu ,Godthaab’ 1919, og landsstjórnin lét rannsóknarstofu íslands rannsaka, reyndust að nota- gildi ca. 5.400 hitaeiningar. Um gæði kolanna sagði Rann sóknarstofan: „Kolin brenna fremur ört, ef þau hafa nægi- legt loftaðstreymi, og eru ekkj daunill, enda er örlítið um brennistein í þeim. Fyrst í stað brenna kolin með löng- um loga, en hann slokknar brátt, og úr því brenna þau logalítið. Askan er miklu létt- ari í sér en venjuleg steinkola aska. Yfirleitt virðast kolin ágætis eldsneyti, og eru áreið anlega eins góð og skotzk kol. (Grænland á Krossgötum, bls 60). Um gæði kolanna úr námu, er eitt sinn var brotin á Eisunesi, sagöi H. B. Kreno- hel skrifstofustjóri í ritgerð um námugröft á Grænlandi: „Gæði kolanna eru hér um bil hin sömu og venjulegra Newcastel-kola. Hitagildi þeirra er ca. 6.400 hitaeining- ar, og askan er sáralítil" (Danske Atlander-havsöer, bls. 528). í Grænlandsóbyggðum (á austurströndinni) finnast ef- laust ríkar járnnámur. í sam- bandj við kolalögin á Vestur- Grænlandi eru lög af rauðum járnsteini. Járninnihald hans er ekki mjög hátt (mig minn- ir 48%). í mjög gömlu basalti á þessum slóðum er og mikið járn, og í því eru stórir klump ar af hreinu járni, er síazt hafa frá grjótinu, er hraunið rann. Síldveiðimenn myndu segja, að það væri járnlegt þarna. Auðæfi þau, sem geymd eru í kolalögum Grænlands og olíu, eru ómælanleg og ómet- anleg til fjár. Svo mikil eru þau auðæfi og svo lífsvarð- andi eru þau. Orkulindir heimsins ganga óðfluga til þurrðar, svo þau lönd, sem ekki eiga sjálf olíu og kol, er þar að kemur, verða illa stödd. Þið munuð segja, að þá komi atómorkan — já, og Grænland á nóg af henni. En atómorkan verður líklega aldrei nothæf nema í geysi- stórum aflstöðvum, þaðan sem leiða má aflið um stór lönd með mörgum stórum borgum og verksmiðjum. Og hvar er vissa fyrir því, að at- ómorkan verðj ódýrt afl í ná- lægri framtíð? Af úraníum er sáralítiö til í heiminum og ekki er það gefið núna! Meðal hinna mörgu dýru málma og efna, er fundizt hafa á Grænlandi, er gull og silfur og dýrir steinar. Séra ívar Bárðarson Grænlending ur, ráðsmaöur á biskupssetr- inu í Görðum, segir um 1360, að á Grænlandi sé gnógt af silfurmálmi. Auövitað sagði (Framhald á 7. síðu) Kyksuga er gott verkfæri og þaö er lika nefnt góðu nafni. Ryksuga er myndað eins og blóðsuga. sem er gott og gamalt orö, og heyrt hef ég líka gamalt fólk nefna lömb, sem ganga undir ám, — dilka. — mjólkursugur til aögreiningar frá hagfæringunum, sem veröa aö lifa mjó’kurlausir eítir fráfreruna eða uröu aö gera. En í sambandi við ryksugurnar heíir myndast í sumra munni sögn- in aö ryksuga og nú sá ég hana á prenti um daginn. Ég hef að sjálf- sögðu hvorki menntun né vald til aö fordæma þó orömyndun og skal ekki gera, en mér finnst nú samt, aö vel mættist notast við hinar gömlu og góöu myndir sjúga eöa soga. Og satt að segja hálf kvíöi ég fyrir því, þegar farið veröur að segja, aö lömbin séu aö suga mœö- ur sínar. Ég er hræddur um aö mér finnist það óviðíelldið fyrst í stað, en þaö venst sjálfsagt. Lauga litla hefir sent baðstofu- hjalinu lítið bréf um verðlagsmál og reikningslist í tilefni af því, sem hún hefir lesið i Þjóðviljanum. Það er svona: „Ég sá í Þjóðviljanum um daginn að hann var með smáskæting í ykkur við Timann, af því Tíminn hafði sagt að verðfall peninganna undanfarið væri í mörgum tilfell- um orðið tífalt meira en þó að gengi félli nú um 20—30%, eða svo tókst mér eftir. Þjóöviljamönnum reiknaöist þá, að þetta gæti ekki verið rétt, nema með því móti, aö maöur sem átt hefði eina krónu skuldaði nú tvær. Þetta er vitan- lega alveg rétt reiknað hjá þeim í Þjóðviljanum, en það er bara sett vitlaust upp, svo að það verður tóm endijeysa. Þeir átta sig ekki á því. að ef veröbólgan hefir rýrt gi’.di peninga um níu tíundu hluta er ekki eftir nema 107o af uppliaf- legu gengi. 20—30% verðfall frá þvi er því ekki nema 2—3% prósent af upphaflegu gildi peninganna. Þaö er nú svona með reikninginn að þaö þarf að taka Irlutina í réttri röð, og það er alls ekki sama af hvaöa fjárhæð hundraðshlutinn er reiknaður, þó að 20% séu alltaf 20%. Eftir að hafa séð þennan reikn- ing þeirra í Þjóðviljanum fer ég að trúa skrítlunni finnsku um Rúss- nesku yfirvöldin, sem áttu að skipta 28 smálestum milli 7 borgarhverfa, og reiknaðist að kremu 13 i hlut. Þetta sannprófuðu þeir á skrifstof- unni með samlagningu, margföld- un og deilingu. Við samlagninguna skrifuðu þeir 13 í 7 línur og töldu svo sarnan, fyrst upp aftari dálk- inn og svo áfram niður þann fremri, og það kom út 28. Þegar þeir marg- földuðu skrifuðu þeir fyrst 21, sem var 7 sinnum 3, og svo skrifuðu þeir seinna margfeldið í línuna fyrir neðan og létu standast á að aftan. Auðvitað var þetta 28. í deil ingunni sögðu þeir fyrst, að 7 í 8 væri einu sinni og einn gengi af, og svo færðu þeir 2 niður og deildu í þá töl> og þar fengu þeir 13 út. Nú getið þið sett þetta upp sjálf, svo að þið sjáið betur hvernig að- ferðirnar eru. Og hvort sem þið trúið því eða ekki, að þetta hefði getað átt sér stað í Rússlandi, veit ég nú, að það hefði getað skeð á horni Klappar- stígs og Skólavörðustígs.“ Já. Það er ekki sama hvernig farið er með þessar tölur og hefir fyrr verið flaskað á því. Og þó að tölurnar Ijúgi ekki er hægt að ljúga með þe^n, bæði að sjálfum sér og öðrum. Starkaður gamli. iiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinm auglýsing) um Ijósaútbúnað bifreiða Ákveðið hefir vcrið að láta fram fara athugun á j C ljósaútbúnaði allra bifreiöa í lögsagnarumdæmi Reykja i vikur til þess að staðreyna, hvort ljósin séu rétt stillt, : þannig að þau blindi eigi vegfarendur, sem á móti j i koma. i Ilafa öll bifreiðaverkstæði bæjarins fengið tæki i i til þess að mæla hæðar og hliðarstillingu bifreiðaljósa j í og mun það taka að sér aö færa ljósin í rétt horf, eftir I því sem þörf krefur. Ber öllum bifreiðaeigendum að láta athuga ljósa- Í stillingu bifreiða sinna samkvæmt framansögðu hið | allra fyrsta. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 23. sept. 1948 Sigurjón Sigurðsson miiiiiuiiiiiimsiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiuiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiMuaiiuiiuv titxttr.ittttiitittxxtitttxixxtttittttXKixuttttxtttttxxxxtuttiutiuimitu n Itláltieí'ka i♦ í sýningasal Ásmundar Sveinssonar, Freyjugötu 41, Ú er opin daglega frá kl. 12—22.00. | ♦♦ tí H H liittttttttittttiiitittttiiiittiiittiittttiitttittttttttttttitttttttittttttiiititttittttttttttttt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.