Tíminn - 04.07.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.07.1961, Blaðsíða 1
Áskriftarsímmn er 1-23-23 148. tbl. — 45. árgangur. Fjórar veltur niður skriðu Frá fréttaritara Tíman's á Þingeyri. Það slys varð í svonefndri Brekkudæld á norðanverðri Hrafnseyrarheiði, klukkan G á sunnudagsmorgun, að bifreiðin G-1607, sem er Volkswagenbif- reið, flaug fram af sneiðings- brún í heiðinni og fór fjórar veltur niður 15 metra skriðu. f bifreiðinni voru fjórir menn og slösuðust tveir þeirra, þó ekki mjög alvarlega. Um orsak- , ir slyssins fengust ekki upplýs- ( ingar af hálfu ferðamannanna, sem í bifreiðinni vorU, en það , mun hafa orðið, er bifreiðin var á á leið upp sneiðingana í Hrafnseyrarheiðinni. Tveir mannanna sluppu ómeiddir og (Framhald á 2. síðu). ; Landsmótið að Laugum Landsmót Ungmennafélags íslands var haldið á laugardag og sunnudag a8 Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Var þar mikið fjölmenni saman komið af öllu landinu, á 6. þúsund manns fyrri daginn og enn fleira þann síðari. Framkvæmd og undirbún- ingur mótsins voru með miklum ágætum. Er þetta tvímælalaust bezt skipulagða landsmót, sem haldið hefur verið. Sérstaka athygli vakti skrúðganga íþróttamanna I upphafi mótsins fyrir góða skipu- lagningu og glæsileik. Skipulagning íþróttakeppna var líka mjög góð og virtist þar allt ganga eins og af sjálfu sér, þót’t keppendur væru fjölda margir og keppt í mörgum greinum í einu. Matsala starfaði á staðnum auk gistihúss og þótti standa sig með prýði. Alls munu starfsmenn á mótinu hafa verið um 200, enda í mörgu að snúast. Slys urðu engin og óregla var sáralítil, þrátt fyrir fjöl- mennið. — Myndin hér að ofan sýnir nokkra mótsgesti á hátiða- samkomunni. Virðast þeir fylgjast vel með því sem fram fer. Á myndinni neðst á síðunni sést heim að Laugum, skólahús staðarins og tjaldbúðir iþróttamanna og gesta. (Ljósm.: Andrés Kolbeinsson). esta söltun það sem af er sumri Frá fréttariturum Tímans á Siglufirði og víðar. Geysimikif síld barsf til Siglufjarðar u.m helgina og streyma skipin enn til hafnar þar. Saltað hefur verið dag og Erfitt var orðið í gær að koma síldinni i söltun vegna þreytu síldarfólks MIKIL UMFERÐASLYSAHELGI Það voru átta manns í sex manna bílnum Ö-16, sem ók klukkan hálfþrjú í fyrrinótt( austur Sóleyjargöfu. Þau voru að koma af dansleik í Stork-j klúbbnum og voru öll ölvuð nema bílstjórinn, sem reykti vindling. Allt í einu missti ökumaður vindlinginn út úr sér, beygði sig niður eftir hon- um, en missti þá vald á bíln- um. Lenti bíllinn, sem var á hraðri ferð, aftan á bíl við gangstéttarbrúnina, R-8916, sem kastaðist á næsta bíl fyrir framan, en hann kastaðist á girðingu við Sóleyjargötu 29. Allir bílarnir skemmdust mjög mikið, en ekki urðu nein slys á mönnum. ÖlvaSir menn voru teknir við stýri bæði í Reykjavík og á Þing- völlum. Aðfaranótt sunnudagsins voru þrír ölvaðir menn í bílaleik á R-8547 á Álftanesi. Um hálffjögur um nóttina óku þeir síðan út af við Selsgarð, stórskemmdu bílinn og slösuðu einn ökuþóranna. Fleiri árekstrar urðu í Hafnarfirði um helgina. í fyrrinótt ók bíll út af Mosfells- heiðarveginum á móts við Skelja- brekku. Bíllinn kastaðist 16 metra og valt síðan. í bílnum voru tveir rnenn, en þeir meiddust lítið. Bíll- inn stórskemmdist hins vegar. Eftir hádegi í gær urðu fjórir árekstrar í Reykjavík og vora þrír bílar í einum þeirra. Enginn árekstranna var þó teljandi harður. nótt, og er þreyta farin að gera vart við sig hjá síldarsölt- unarfólkí, svo að óvíst var í I gær, hvort hægt væri að taka á j móti meiri síld í salt, en þegar jer fyrir. Höfðu mörg skip til- kynnt síldarleitinni um afla í gær og beðið þess að fá að landa í Siglufirði, en þar fer að þrengjast um söltun, svo að búast má við, að meiri hlutinn verði að fara í bræðslu. Saltað ' | hefur verið stanzlaust á öllum plönum síðan á laugardag, nema í fyrrinótt, þá var gert smá hlé, en vinna hafin að nýju klukkan 9 í gærmorgun. í fyrradag var saltað í 1600 tunnur á Siglufirði og var búizt við álíka mikilli söltun í gær. Bú- ið er að salta a. m. k. 74 þúsund tunnur í allt, og er þá ótalin sú síld, er barst frá því klukkan 8 í gærmorgun. Frá því klukkan 8 á sunnudags morgun til klukkan 8 í gærmorg- un höfðu borizt til Siglufjarðar 40,300 tunnur með sextíu og þremur skipum. Síldin er afbragðs góð, fitu- magn 20—22% að jafnaði. Síldin (Framhald á 2. síðu). Síðustu fréttir af síldinni, sjá bls. 3 Morg fleiri slys og óhöpp urðu um þessa helgi í bænum. Á laugar-1 daginn klukkan hálf-fimm rákustj bíiainir R-4345 og R-3144 saman á j mótum Sogavegar og Tunguvegar. j Tveir ungir drengir, 5 og 8 ára slösuðust og voru fluttir á Slysa-| varðstofuna. Bíllinn G-233 ók um klukkan þrjú síðdegis á sunnudaginn á reiðhjól á Suðurlandsbrautinni rétt vestan við Elliðaárbrúna. Drengpr var á reiðhjólinu, hann féll á götuna og meiddist dálítið. | Landsmótið að Laugum bls. 13. Þriðjudagur 4. júlí 1961.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.