Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 31.05.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 31.05.1936, Blaðsíða 7
ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 á þessari vist, viðurgjörningur var ágætur, en nokkur vinnu- frekja, enda er jörðin nokkuð erfið og þurfti dugnað til að hafa upp úr Múla, þar sem í jörðinni faldist, einkum óþrjót- andi heyskapur. Eins og fyr gekk ekki kaupið til mín, því að alt var tekið með baminu, og man ég ekkert, hver kauphæðin var, eða mér jafnvel ekki verið sagt það, en með sam- þykki sér Benedikts fékk ég að hafa barnið, þar sem ég vildi, hafði ég kosið Haga og var nú stúlkan mín 6 ára að aldri og mjög efnileg, sýndist hafa góða hæfileika, var flugnæm á alt, sem hún heyrði, en svo veikt- ist hún og varð flogaveik. Hraktist þá Baldvína mín víða og dó að síðustu inn í Eyjafirði á fæðingarhrepp sínum. Alt sýndist því bera að sama brunni, þar sem samvera okkar hafði verið bæði slitrótt og stutt, tóm barátta fyrir lífinu og að lok- um alger aðskilnaður. Jón Björnsson frá Héðins- höfða, nú á Baldur í Man., kom oft að Múla til að sjá frænda sinn, séra Benedikt, og var stundum um kyrt í nokkra daga. Eitt sinn bað húsfreyja hann að hespa þráðinn fyrir vinnukonurnar og segja sér hver spinni bezt. Þegar Jón var búinn að hespa, spyr madama Arnfríður, hver hafi beztan þráðinn og var svar hans það, að Guðrún kynni að spinna. í annað skifti, þá Jón var staddur á Múla, bað húsfreyja hann að ganga í lambhús og segja sér, hvernig hirðing væri hjá unglingsmanni, sem hirti lönibin þá um veturinn. Þegar Jón kom aftur og átti að skýra frá erindislokum, segir hann: ..Brekkan upp er fjandi hörð, en aftur á móti hallar þægilega undan fæti heimleiðis." Var Jón íyndinn og hafði oft á höndum neglulega góð svör. Alísleszkt félag. S j ó vátry ggingar, Brunatryggingar, Rekstursstöðvnn- artryggingar, Húsaleigutrygg- ingar. Ufstryggingar. Á veturna var mikið af mjólk í Múla, því kúabú var þar mikið, og var þá siður að gefa reið- hestunum mjólk. Góður var viðurgjörningur vinnufólks í Múla, enda þrutu þar aldrei matvæli, eins og oft kom fyrir á öðrum bæjum, og það jafnvel á betri heimilum, einkum ef ís lá fyrir landi og kaupskip komu seint. Seytjánda vist. ÍSAST nú til 9. vistar á Einarsstöðum í Reykjadal, því húsbændur mínir voru hin- ir sömu. Átjánda vist. AMANBER 16. vistin, því nú fór ég aftur að Múla. Vinátta og skyldleiki var mikill milli hjónanna á Einarsstöðum og hjónanna í Múla, séra Bene- dikts og madömu Arnfríðar, og sömdust þessi vistráð með mínu samþykki, enda þekti ég nú báða þessa staði. Nítjánda vist. FTIR aðeins eitt ár í ann- að skiftið í Múla flutti ég nú að Hállbjarnarstöðum í Reykjadal til Helga Jónssonar og Sesselíu Sigurðardóttur frá Stafni, var þessi vist með hinum beztu, sem ég reyndi á ævinni. Hjón þessi áttu 10 börn, en eitt var þá annarsstaðar. Elsta bamið var drengur á 13. ári, er Tryggvi hét. Tvær voru vinnu- konur og einn vinnumaður, svo 15 manns voru í alt í heimili. Hér var góður viðurgerning- ur og hjúum sýnd ýms notaleg- heit eitt sinn sem oftar vorum við vinnukonurnar við rakstur á engjum, sem var mýri. Rign- ing var um daginn og krapa- hríð með köflum, enda var þetta seint á sumri. Seinni part dags- ins sagði bóndi okkur að fara heim og hlýddum við því fús- lega. Þegar heim kom hittum við svo á að húsmóðirin hafði lagt sig útaf en heyrði þó þeg- ar við komum inn og segir okk- ur að fara fram í eldhús og fá okkur heitan grasagraut úr potti, sem stóð á hlóðunum, muni grauturinn vera soðinn og við gætum hitað okkur á hon- um, mjólkina gætum við sjálfar fundið í búrinu. „Þegar ég kem ofan,“ segir húsfreyja, „skal ég gefa ykkur kaffisopa, þið eruð víst illa á ykkur komnar eftir veðrinu, sem hefir verið í dag“, enda voru við holdvotar og þótti þetta góðar viðtökur. Ég var líka orðin eins og nýrúin kind sökum klæðleysis og þegar ég þurfti að þvo eitthvað af mínum eigin fötum, þurfti ég að lána föt hjá öðrum á heimilinu. Á Hallbjarnarstöðum var engin kvörn til að mala í korn, sem þurfti, var því farið til næsta bæjar. Bar ég oft kornið á bæ- ina, þangað sem kvörnin var og kom svo með mjölið til baka. Skíði brúkaði ég á veturnar og var orðin þeim vön. Eldiviður, sem stóð í hlöðum til og frá á túninu var allur borinn heim á bakinu og voru taðskánirnar bundnar við bakið. í alt var ég hér í 2 ár og lík- aði yfir höfuð vel. Tuttugasta vist. Ú fór ég enn að Einarsstöð- um í Reykjadal í þriðja skiftið og var þar eitt ár. Hér vísast því til 9. vistarinnar. Tuttugasta og fyrsta vist. FTIR eins árs veru á Ein- arsstöðum í Reykjadal flutti ég að Einarsstöðum í Reykjahverfi til Jóns bónda Jónssonar og Guðrúnar Sigurð- ardóttur systur húsfreyjunnar á Hallbjarnarstöðum. Sjá 19. vist að framan. Þessi hjón voru hin beztu, en eina ánægju vant- aði þó á þetta heimili, hjónin áttu engin börn, var því oftast rólegt og tilbreytingarlítið, eng- in hörð vinna og alt engi var gott. Tuttugasta og önnur vist. r A RIÐ, sem ég var á Emars- stöðum misti Sigurjón bróðir minn konuna sína og vildi endilega fá mig til sín og flutt- ist ég til hans að Kaldbak og var þar í 3 ár. Þó bróðir minn væri fátækur var mér Ijúft að vera hjá honum og hafði ásett mér að vera eins lengi og hægt væri en það lánaðist ekki, því hreppstjórann í Helgastaða- hreppi vantaði þá vinnukonu, ög sagði hann mér að ég yrði að vera í sama hreppi og barnið mitt. Tuttugasta og þriðja vist. ÓR ég nú nauðug að Hall- dórsstöðum í Laxárdal eft- ir þriggja ára dvöl á Kaldbak. Ekki hræddist ég Þórarin Magnússon sem húsbónda, og félí mér vel við þau hjón. Viður- gerningur var góður og nær- . gætni við hjúin, að því leyti, sem hægt var, en vinnan var hörð, einkum við að hreinsa engjarn- 'ar fram við Laxá, því þær þökt- jjust af grjóti og sandi meira og iminna á hverjum vetri, enda flýðu mörg hjú frá Halldórs- stöðum vegna engjahreinsunar- innar. Reitings heyskapur var líka í flóum uppi í Skarðinu, en verst var þó að raka srnákann á bökkunum við ána, sem spratt þar eftir að sandurinn og grjót- ið hafði verið tekið. I þessari vist varð ég veik og þurfti að leita til læknis, sem sagði mér að veikindin væru af of harðri vinnu, svo eftir þriggja ára veru á Halldórs- stöðum varð ég fegin að losna þaðan. Tuttugasta og f jórða vist. JÁ 16. vistina að Múla. Upphaflega hafði ég ráðist til séra Benedikts og madömu Arnfríðar, en seint um veturinn dó hún, og um vorið byrjaði Sigfús Magnússon tengdasonur þeirra búskap í Múla svo ég varð vinnukona hjá honum. Var þetta í 3. skiftið, sem ég var í Múla. Hér að framan hefi ég lítið eitt drepið á hvað kaupið var í vistunum. En eftir að ég fór frá Hólum í Laxárdal mun vinnu- konukaupið hafa verið 6—8 ríkisdalir um árið, að meðtöldu því, sem tekið var út í fatnaði. Var það að miklu leyti komið undir húsbændunum, því þeir virtu sjálfir vöruna, sem þeir keyptu, það er að segja vinnu- þrek og hæfileika hvers ein- staklings. Líklega hefir þó sumt vinnufólk gert munnlega samn- inga um kaupið, einkum þeir, sem eitthvað áttu undir sér, t. d. vefarar, jám- eða trésmiðir og góðir f jármenn. Vefarar voru á mörgum bæjum og mikið tætt af vaðmáli og dúkum. I Eyja- firði var og tætt vaðmál, en mest þó af smábandi, og kunnu þá allir að prjóna, karlar og konur, og fjármenn tóku með Kaifibætir. Það er vandi að gera kaffi mnum til hæfis, svo að hinn r é 111 kaffikeimor haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi- bætir tekist. Munið að biðja næst um G. S. kaffibæti. Hann svíkur engan. Kejmið sjálf. Beynslan er ólýgnust.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.