Vísir - 17.04.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 17.04.1935, Blaðsíða 2
VlSIR Hann var fæddur að Brú í Biskupsluivguin 30. dag ágúsl- mánaðar 1860. Bjuggu þar for- eldrar hansr Þorsteinn smiður Narfason (d. í Reykjavík 12/6 1904) og kona lians Sigrún (d. í Rvik 5/4 1894) Þorsteinsdótt- ir hreppsstjóra á Drumbodds- stöðum Tómassonar. Vóru ætt- ir þeirra, ið næsta, mest um efra hlut Árnessþings, bænda- fóik skilríkt og merkilegt, en til hans fræðslu, en hinn skjót- lega kunnað að meta þekking lians og námfýsi. Er það til vitnis um þetla, að háyfirdóm- arinn fékk Hannes, er hann var piltur í 4. hekk, til þess að semja nafnaskrá yfir 1. bindi Sýslumanna-æva Boga Bene- diktssonar, er Jón hafði gefið út. Stúdentsprófi lauk- Hannes vorið 188(5, en guðfræðiprófi við fjær í tíma ýmsir þjóðkunnir menn, s'vo sem Björn prestur Stefánsson á Snæfoglsstöðum (móðurfaðir Finns biskups), Ormur í Eyjum í Ivjós, Narfi ábóti á Helgafelli — og lifir nafnið enn í ættinni. Mætti svo lengi telja, þótt eigi sé liér rakið. Hannes ólst upp með foreldr- um sínum til tvítugs-aldurs. Strmdaði alla vinnu, sem þá var títt í sveitum sunnan-lands, var við heyskap á sumrum, en reri uin vertíðir í útvérum. Hann var snemma „nám- gjam og minnugur“, en mun þó ekki hafa haft skólanám í hyggju, enda vóru foreldrar hans lítt efnum búnir. Var það meir af atviki einu, að hann réðst til skólalærdþms, að því er i frásögur er fært og rétt mun vera. — Svo bar við, haustið 1879, er liann var á tví- tugasta ári, að hann var stadd- ur í Reykjavik og hitti að máli frænda sinn, er þá var i skóla, Rjama Þórarinsson, og gekk með honum upp á „skólablett“. Bar þar að ýmsa skólapilta og skaut Bjarai því að þeim, að inn ungi maður væri í fróðara lagi sinna jafnaldra um ættir manna. Fengu þeir Hannes þá til þess að segja grein um ættir þeirra og rak í rogastans, er hahn vissi glögg deili um ætt og átthaga hvers eins, miklu gér, en þeir sjálfir. Fór þegar órð af fróðleik hans um skól- ann og meðal kunningja pilta. Gengust þeir þá fyrir þvi að hvetja hann til skólanáms, og varð það að ráði. Kendu piltar honum um veturinn til inntöku- prófs vorið eftir. Vann hann síðan fyrir sér í kaUpavinnu á sumrum og fékk námsstyrk úr sjóðum skólans, því að hvorki brast dugnað né hæfileik til námsins; entist honum þetta til framfleytingar gegnum skól- ann. Öndverðlega á námsárum sínum kynntist liann inum mik- ilhæfa fræðimanni Jóni háyfir- dómara Péurssyni, er þá var Iangmestur ættfræðingur á ís- landi. Mun Hannes hafa leitað prestaskólann tveimur árum síðar, hvorutveggja með 1. einkunn. Prófi í forspjallsvís- indum lauk liann vorið 1887 með ágætiseinkunn. Hannes kVæntist Jarþrúði dóttur Jóns Péturssonar liáyfir- dómara 8. des. 1889, mestu mætiskonu. Hún lést 16. apríl 1924. Eigi varð jieim bama auðið. Þá er Hannes hafði lokiö prófi fékst hann við kenslu í Reykjavik og ýmisleg ritstörf og rannsóknir í ættvísi in næstu ár. Þvi næst keypti hann blaðið „Þjóðólf“ (1891) og tókst á hendur riLstjóm hans á nýári 1892. Ilófst þar með annar höf- uðþáttur í ævistarfi Hannesar, sem var blaðamenska og stjórn- málastarfsemi. Var hann síðan ritstjóri „Þjóðólfs“ í 18 ár eða til ársloka 1909, en þá seldi liann blaðið. Hann var fyrri þingmaður Ámesinga samfleytt 10 ár, frá 1901—1911. Forseti neðri deildar var hann á þing- unuin 1909 og 1911. Frá upphafi fylgdi Hannes fast stjórnmálastefnu Bene- dikts sýsluinanns Sveinssonar og var lians stoð og stytta á efstu áram hans. Var hann inn rammasti andstæðingur „Val- týskunnar“, er mestur styrr stóð um kringum aldamótin. Var Þjóðólfur þá um skeið lang- traustasta vígi „And-Valtý- inga“ eða Heimastjórnarmanna. Fylti Hannes þann flokk siðan, er svo kallaðist, alt fram á árið 1907, þótt flokkurinn geigaði af fyrri stefnu sinni, er hann að- hyltist Albertí-frumvarpið 1902. Þótti oss Landvarnarmönnum það lielst ljóður á stjómmála- ferli Hannesar, er hann snerist á sveif með „Albirtingum“. Mun honum og hafa verið það mjög um geð, svo stefnuföst- um manni, þótt hann teldi þá eigi annars úrkost sem komið var. Árið 1907 tók hann aftur höndum saman við Landvarnar- menn og Þjóðræðisflokkinn og var einn af fundarboðöndum Þingvallafundarins þá um vor- ið. En sá fundur varð inn af- drifa-ríkasti og markaði leið sjálfstæðisbarállu Islendinga. Var sjálfstæðisflokkurinn stofnaður upp úr því, þólt ekki yrði það til fullnaðar fyrr en árið eftir. „Þjóðólfur“ vann eindregið gegn „uppkastinu“ 1908 og stuðlaði mjög að inum mikla sigri sjálfstæðismanna þá um haustið. * , Háskólamálinu fylgdj H. Þ. fast fram alt frá árinu 1893, er sett vóru lög á Alþingi um stofnun liáskóla, þótt eigi næði staðfesting konungs. Forseti var Hannes inn sköra- legasti, fasttækur og réttdæmur. Yfir höfuð má segja, áð Hannes orkaði mikils um stjórnmál vor allan þann tíma, sem hann gaf út „Þjóðólf41 og sat á Alþingi. Er það alt lengra frásagnar-efni, en hér verði ritað. Þrátt fyrir mikilvæg afskifti landsmála var Hannes þó miklu meiri afreksmaður sem fræði- maður, einkanlega í „mann- fræði og ættvísi“. Hann var næmur í besta lagi og svo stál- minnugur að undrun gegndi. Ólíklegt þyki mér, að nokkur íslendingur liafi verið svo marg- fróður um ættir sem hann. Var sem hann vissi skil á hverjum manni um land alt að fornu og nýju. Hafði hann og flestum hetra færi á slíkum rannsókn- um, því að sjálfur tók hann i arf ætta-bækur Jóns Péturs- sonar tengdaföður síns (þar á meðal frumrit af ættartölum Jóns Espólins) og var gagn- kunnugur öllum ættatölu-bók- um, sem til era í handritasöfn- um hér á landi og í Danmörku. Rannsakaði hann alt mjög skil- merkilega og vandlega og fór mjög varlega i getgátur, sem sumum hættir til um of. Bera þessu vitni in mörgu rit, er liann hefir gefið út, einkum Sýslnmannaævir. Útgáfa Sýslumannaæva lá lengi niðri eftir það, er Jóns Péturssonar misti við og 1. bindi var lokið, sem fyrr er sagt. En nú tók Hannes til óspiltra málanna og hóf aftur útgáfuna (fyrir Bókmentafé- lagið) 1902 með miklu rækilegri viðaukum og leiðréttingum. Gaf hann út það, er eftir var verksins i þremur bindum (II.—IV. bindi) og var þeim lokið 1915. Er útgáfa þessi stór- virki með öllum þeim fróðleik, er Hannes hefir við aukið. Skýr- ir hann gerla frá tilhögun út- gáfunnar í formála 4. bindis. Enn hðu þó mörg ár, áður lögð væri „siðasta hönd“ á verkið, en það var ,gert með útgáfu 5. bindis, er laulc 1932, þar sem er fullkomin nafnaskrá yfir alt verkið frá upphafi til enda. Unnu þar fleiri menn að, þótt Hannes ræki smiðshöggið á, og er auðfundið á formálsorðum hans fjrir 5. bindi, að hann fagnar árangrinum að starfs- lokum, sem von var. ( Það yrði langur uppi, ef rekja skyldi alt það, er H. Þ. liefir unnið að íslenskum sagnafróð- leik og ættvísi. Verður hér laus- lega drepið á ið helsla. Sögu Þuríðar formanns og Kambsránsmanna eftir Brynj- ólf Jónsson frá Minna-núpi gaf Hannes út sem ókeypis fylgi- rit „Þjóðólfs“. Fylgdu margar athugagreinir frá lionum sjálf- um. Var það háttur hans að rita leiðréttingar og viðauka neðan- máls eða í bókarauka við þau rit, er hann gaf út. Hann var einn meðal útgef- anda „Huldar", „safns alþýð- legra fræða íslenskra“, og gaf þar út nokkura sagnaþætti Gísla Ivonráðssonar, með lagfæring- um neðanmáls. , Þeir dr. Jón Þorkelsson (yngri) gengust fyrir stofnun „Sögufélagsins“ 1902. Var hann i stjórn þess frá uppliafi og formaður þess siðan dr. J. Þ. féll frá. Ilefir hann gefið út fjölda merkilegra rita fyrir fé- lagið, þar á meðal „Blöndu“, 1. og 2. bindi ásamt dr. Jóni Þorkelssyni, en síðan einn. Alls eru út komin 5 bindi. Ennfrem- ur Biskupasögur séra Jóns Halldórssonar í Hítardal, tvö bindi, Skólameistaratal sama höfundar, gamlar skólaraðir frá Skálholtsskóla, Hólaskóla og Hólavallaskóla. Þá hefir Hann- es og starfað margt fyrir Bók- mentafélagið. Til dæmis gaf liann út merlcilega ritgerð „Um ættir og slektir“ eftir Jón Guð- mundsson lærða í Safni II. með skýringum og athugasemdum. Hratt Hannes þar gömlum hleypidómum Espólíns og ann- arra fyrri tíðar manna um Jón lærða og rétti lilut hans að maklegleikum. — I „Skírni“ (1912) reit hann „Nokkrar at- huganir um íslenskar bókment- ir á 12. og 13. öld“ (um ætterni Styrmis fróða oghöfundaHung- urvöku, Pálssögu og Þorláks- sögu eldri og yngri). Merkust og vandasömust af þeim ritum, er H. Þ. gaf út fyrir Bókmenta- félagið er þó (auk Sýslum.-æva) útgáfa hans af „íslenskum Ann- álum frá 1400—1800“. Er lokið tveimur bindum og tveimur heftum ins þriðja, en nýtt hefti kemur út með vorinu. Eru formálar útg. fyrir hverjum annál inir merkilegustu. Var þáð stórhapp þessari grein ís- íenskra fræða, að Hannesi tókst að hrinda útgáfu þessari svo lángt á veg, þvi að það var ekki lieiglum hent að greiðá úr þeim dróma, sem þessi merku heimildarrit eru vafin í hand- ritabendu síðustu alda. Helsta framsamið rit H. Þ., er út hefir komið, er Guðfræð- ingatal hans, ævisögur islenskra stúdenta, er tekið hafa embætt- ispróf í guðfræði við Khafnar- háskóla 1707—1907. Hlaut hann fyrir það verðlaun úr gjafasjóði Jóns Sigurðssonar. — Enn niá nefna sérstakar ævi- sögur merkra manna, er birst hafa i timaritum: Benedikts sýslum. Svemssonar í „And- vara“ 1900, séra Páls Björns- sonar í Selárdal, séra Björns Halldórssonar á Setbergi, dr. Jóns Þorkelssonar skjalavarð- ar og Benedikts Gröndals eldra, allar i Skími. Enn er ótalið höfuðverk Hannesar í islenskmn fræðum, þar sem eru „Ævisögur lærðra manna islenskra“, sem enn er óprentað. Hafði hann unnið að þvi verki um fjölda-mörg ár. Kallar Heimspekisdeild háskól- ans þetta „mikið ritverk, geysi- lega fróðlegt og nákvæmt, enda stutt fyrst og fremst við skjöl og inar fylstu frumheim- ildir“. Er rit þetta nú alþjóðar eign eftir dag höfundarins. Hannes tók við forstöðu Þjóðskjalasafnsins eftir dr. Jón Þorkelsson. Hafði dr. Jón reist safnið frá grunni og veitt því forstöðu frá öndverðu með in- um mesta skörangsskap. Mundi því trautt fundinn honum sam- boðnari eftirmaður en dr. Hannes. Var ekki alveg ónýtt að eiga liann að til þess að reka endahnút á samninga við dönsk stjómarvöld uni afhend- ing skjala þeirra íslenskra, er þau létu rakna og endurheimt voru úr dönskum söfnum árið 1928. Sigldi Hannes tvisvar til Danmerkur fyrir íslands liönd, 1925 og 1926, vegna þessa máls og dvaldist þar mánuðum sam- an, rannsakaði söfnin, gerði til- lögur um afhending skjala og bóka og fekk miklu áorkað, þótt mikils sé enn ávant um full skil. En „atorka lians og nákvæm þekking á sögu skjala og liandrita léði þar þann styrk, sem reið baggamuninn,“ svo langt sem þá gekk fram. Svo var háttað um Hannes, sem flesta afburðamenn, að til þeirra sækja ungir menn, er liug leggja á þesskonar efni, er slíkir menn stunda, ef þeir eigu þess kost. Má til dæma nefna þrjá nafnkunna ætlfræðinga, er hönum vóru allmjög hand- gengnir á unga aldri: Jósafat Jónasson, er reit margt af við- aukum við II. hindi Sýslu- mannaæva undir handarjaðri Hannesar, Pétur Zoplioníasson og Jóhann Kristjánsson úr Leir- höfn (f 1918). Munu þessir menn allir hafa mátt kallast lærisveinar Hannesar. — Þarf og varla að geta þess, að hann var þrásinnis sóttur að ráðum, ef ritliöfundar eða aðrir vildu vita skil á mönnum fyrri tíma eða ættum þeirra. Var sjaldan komið að tómum kofunum. Er því víða vitnað lil „forsögu'4 hans. Hannes var í hærra lagi á vöxt, rekinn saman um herðar og inn karlmannlegasti, enda rammur að afli og hraustur að heilsu til hins siðasta. Þó mun hann kent liafa sjúkdóms síns öðru hverju siðustu árin, þótt ekki léti hann á því bera. Hannes var traustur og vin- fastur og lijálpsamur þegar með þurfti, án þess að guipa eða gambra af. Hann var einkar skemtilegur heim að sækja og í vinahóp. „Heima glaðr ok við gesti reifr“. — En mestrim tíma ævi sinnar varði hann til rann- sókna sinna og ritstarfa, sem verk hans bera vitni. Meiri var liann eljanarmaður og fróðleiks, en ritsnillingur um orðaval og framsetning. Mun þar nokkuru valdið hafa, að hann var nokkuð roskinn, er hann tók verulega að fást við ritstörf. En flestar bera ritsmíð- ir lians vitni um mikla þekking og um ríka skapsmuni þegar til kappræðna kom. — Óáleitinn var hann jafnan, bæði í dagfari og blaðamensku, en ekki upp- næmur frá sínum málstað, ef á var leitað. k Hannes Þorsteinsson var að öllu merkismaður, rammur og sannur Islendingur í hverja taug. Hann var staðfastur í skaplyndi, þéttur fyrir og ekki vanur að láta hlut sinn í ritdeil- um, við hvem sem um var að eiga. Átti hann oft í all-þrálát- um brösum við andstæðinga sína þá er hann stýrði „Þjóð- ólfi“, og á efri áram sínum háði hann snarpar deilur við Finn prófessor Jónsson um íslensk bæjanöfn, sem mörgum er í fersku minni. Hannes var settur docent í sögu Islands við inn nýstofnaða háskóla 8. júni 1911; en tókst aldrei kenslu á hendur, því að „þáverandi ráðherra ])óknaðisi að skipa annan (Jón Aðils) í þetta embætti“. Eftir fráfall Jóns 1920 bauð heimspekisdeild háskólans Hannesi embættið, er þá var orðið prófessors-em- bætti, en hann liafnaði því boði „sakir aldurs og af öðrum ástæðum“, svo sém hann hefir sjálfur sagt. Haustið 1911 var honum veitt aðstoðarskjala- varðarsýslan við Landsskjala- safnið (síðar Þjóðskalasafn) frá næsta. nýári, og gegndi því starfi uns hann gerðist þjóð- skjalavörður, sem fyrr segir. — Hann fékk styrk nokkurn úr Vírnet, margar gerðir og stærðir, nýkomin. — Spyrjið um verðið. VERZLUN B. H. BJARNASON. Nfi verðar byrjaö að vinna í görðunum. Garðyrkjuáhöldin fást í VERZLUN B. H. BJARNASON. landssjóði árið 1912 og síðan til þess að semja ævisögur lærðra manna islenskra og sérstakan styrk til rannsókna i söfnum í Kliöfn veturinn 1919—20. Hann var i stjórn Sögufélagsins frá upphafi og formaður þess siðan 1924, en lieiðursfélagi var hann kosinn 1920. I stjórn Bók- mentafélagsins var hann síðan 1918 og heiðursfélagi 1926. I fulltrúaráði Fornleifafélagsins var hann síðan 1897, og lengst- um siðan 1909 i dómnefnd til úthlutunar verðlaunum af „Gjöf Jóns Sigurðssonar". En mest sæmd þótti lionum sér veitt, er heimspekisdeild liáskólans kaus hann heiðursdoktór í heimspeki á Þorláksmessu 1925. Því samir vel að hafa að málslokum þessi orð heímspek- isdeildar úr formála þeim er fylgdi: „Ættvísi og mannfræði hafa löngum verið höfuðuppistaða í söguiðkunum Islendinga. I þeim greinum hefir þó enginn, hvorki fyrr né síðar, lagt meira fram i rannsóknum, en Hannes þjóðskjalavörður Þorsteinsson“. Hann lést. 10. þ.r m. Jarðarför lians fór fram i dag. , B. S». Skrítin nöfn. Ein af Orkneyjum heitir Hoy^ og er það nafn auðskýrt, því að það er aflagað úr Háeyí en Norðmenn höfðu nefnt ey þessa þannig. Skrítnara er að fræg ey i Kyrrahafi heitir Hawaii. Er það nafn öllu likara Háey, en Hoy, og hið mesta réttnefni væri Háey þama, þar sem Hawaii er hálendari miklu en nokkur önnur eyja? sem ekki er víðlendari. Verður þetta þö enn þá undarlegra þegar lengra er rakið. Annað hæsta fjaUið á Hawaii heitir Mauna Loa, yfir 4000 m., og ætti að vísu skiKð að heita Logafjall fremur en nokkurt annað fjall hér á jörðu,. þar sem digur súla af bráðnu grjóti ris meir en 300 metra upp yfir tindinn, þegar fjall þetta gýs; munu eldvellsgos- þessi vera hinn stórkostlegasti náttúrufyrirburður sem hér á jörðu gefur að líta. Mauna, sbr. Mons, Monte, fjall, og mon, t. d. i Dímon; en Loa, sbr. þýska orðið Lohe, logi. Hitt hæsta fjallið á Hawaii heitir Mauna Kea, og er þar gjá mikil (géa) ofan í tindinn, en gjá þessi er eldgigur forn; hefir fjall þetta verið sama eðlis og Mauna Loa, þó að nú sé það hætt að gjósa. Væri Gjáfjall réttnefni á fjall- jötni þessum engu síður en Logafjall á hinum. Virðist mér eftirteklarvert hvemig nöfrt þessi minna á norrænt mál. 14. apríl ’35. Helgi Pjeturss. Leiðrétting. I greininni Lífgeislan og stjörnusamband, hafði mis- prentast geislarnir f. geislanir (sem láta ljóshraðann langt að baki). H. P.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.