Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 40
^skriftar-
síminn er 83033
^uglýsinga-
síminn er 2 24 80
SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983
Hraunbær
fjölmenn-
asta gatan
HRAliNBÆK er langfjölmennasta
gatan í Reykjavík, en 1. desember sl.
voru alls heimilisfastir þar 2.632 íbúar,
eða liðlega 3% borgarbúa. fbúar
Reykjavíkur voru þá samtals 85.782,
þar af 41.650 karlar og 44.132 konur.
Á kjörskrá voru samtals 60.518 íbúar.
Önnur fjölmennasta gata Reykja-
víkur er Kleppsvegur, en íbúar þar
voru 1. desember sl. 1.612 talsins. í
þriðja sæti er Vesturberg með 1.514
íbúa, og í fjórða sæti Háaleitisbraut
með 1.410 íbúa.
Þá koma Langholtsvegur, sem var
í fimmta sæti með 983 íbúa, Álf-
heimar í sjötta sæti með 851 íbúa,
Álftamýri í sjöunda sæti með 773
íbúa, Safamýri í áttunda sæti með
725 íbúa, Hringbraut í níunda sæti
með 708 íbúa og loks Flúðasel í tí-
unda sæti með 704 íbúa.
Mun meiri
þorskafli í
janúar í ár
en í jan. ’82
AFLI í janúarmánuði síðastliðnum
varð meiri en í sama mánuði í
fyrra eða 32.508 lestir 1983 á móti
30.897 lestum 1982. I'orskafli báta
var 300 lestum minni í janúar í ár en
1982 eða 6.993 lestir. Þorskafli togara
var hins vegar mun meiri í janúar í ár
en í sama mánuði í fyrra eða 11.485
lestir í ár á móti 7.867 lestum í janúar
1982.
Ef litið er á botnfisk í heild þá
bárust á land 17.787 lestir af bol-
fiski í janúar síðastliðnum, en
12.346 lestir í janúar í fyrra. Ástæð-
ur þessa eru meðal annars þær, að
hluta janúarmánaðar í fyrra lágu
skip bundin við bryggju vegna verk-
falls.
Rækjuafli var heldur minni í
janúar í ár, en hörpudisksafli var
hins vegar mun meiri í ár eða 1.373
lestir á móti 861 lest í janúar í
fyrra, samkvæmt tölum Fiskifé-
lagsins.
Sjá bls. 2: Afli í janúarmánuði.
Hafið
Frá leitinni á Skeiðarársandi sl. sumar þegar gullskipið fannst. í for-
grunni rennur Skeiðará, handan rifsins er Atlantshafið.
Ljósm. Mbl. Árni Johnson.
kvæmdir í marz með vegagerð
niður Skeiðarársand og ræsagerð
til þess að venja árnar frá at-
hafnasvæðinu. Um 20 menn verða
að staðaldri í verkinu með vöru-
bíla, jarðýtur, gröfur, krana og
fleiri tæki. Meginverkið er fólgið í
því að reka niður járnþil í kring-
um skipið þar sem það liggur á
11—17 m dýpi í sandinum á eyri
fram við sjó. Þilið mun ná 20 m
niður og verða 75x25 m í ummál.
Síðan verður dælt úr ramm-
anum öllum sandi og á um það bil
17 m dýpi verður dælt niður sem-
entsblöndu til þess að styrkja
botninn undir skipinu. Síðan
verður skipið þétt og hugsanlega
dælt í það flotefni, urotan, þannig
að það lyftist upp. Jafnharðan
yrði sandi dælt aftur undir skipið,
en það er vart meira en eitt dags-
verk að dæla flotefni í skipið eftir
Rádgert að viða-
miklar björg-
unaraðgerðir
hefjist í marz
víst. Reiknað er með að dæla 100
þús. rúmm. frá skipinu á mánuði,
en áætlað er að flytja þurfi til
Reykjavíkur um 1000 tonn af
ýmsum varningi úr skipinu.
Um nokkurra ára bil hefur ver-
ið unnið að björgun flutninga-
skipsins Amsterdam sem liggur
fyrir utan Hastings á Bretlandi.
Það er mun minna skip en Het
Wapen og 100 árum yngra. Þar
sem skipið liggur er 10 m munur
flóðs og fjöru og menn hafa ekki
fundið ráð til þess að bjarga skip-
Het Wapen Van Amsterdam á Skeiðarársandi:
Stefnt að sjósetningu „gull-
skipsins“ í ágústmánuði
RÁÐGERT er að hefja björgun
gullskipsins Het Wapen Van Amst-
erdam á Nkeiðarársandi í marzmán-
uði nk. ef fjármagn fæst til að kosta
björgun þessa liðlega 300 ára gamla
skips, en íslenzka rfkið hefur
mestra hagsmuna að gæta miðað við
að allt gangi að óskum. Ef Guliskip-
ið hf., fyrirtæki björgunarmanna
sem hafa leitað að skipinu í 22 ár,
fær enga baktryggingu fyrir björg-
unaraðgerðum, er fyrirhugað að
hugsa aðeins um það að bjarga verð-
mætum úr skipinu með því að reka
niður sívalning í gegnum 3 m breitt
gat sem yrði borað. Þar með myndi
skipið væntanlega eyðileggjast, en
það sem stefnt er að í dag er aö ná
skipinu upp á yfirborðið og sigla því
út frá Skeiðarársandi í ágústmánuði
í sumar.
Það er ráðgert að það kosti
60—75 millj. kr. að bjarga gull-
skipinu sem er hið merkasta frá
sjónarmiði fornleifafræði, en
helmingurinn af þeirri upphæð er
kostnaður við kaup á vinnuvélum.
Samkvæmt upplýsingum Kristins
Guðbrandssonar í Björgun er ráð-
gert að hefja björgunarfram-
að það hefur verið tæmt af sandi.
Þegar búið er að ná skipinu upp,
en talið er fullvíst að skrokkur
þess úr stórviðum sé heill, er ráð-
gert að gera það klárt til siglingar
frá landi.
Gullskipið hf. hefur undirbúið
tryggingu á björguninni hjá
Loyds í London og eru öll hugsan-
lega skakkaföll inni í þeirri trygg-
ingu, m.a. mistök og skaðar af
völdum náttúruafla en hins vegar
geta tryggingafélög ekki samkv.
reglum sínum ábyrgst að skipið sé
Het Wapen, sem þó er talið full-
inu, en hins vegar er sjóður í Hol-
landi tilbúinn til að greiða 10
millj. £ fyrir skrokkinn, sem þó er
þilfarslaus, en áætlaður kostnað-
ur við björgun Het Wapen Van
Amsterdam er 2'k. millj. £. Hefur
Hollenski sjóðurinn þegar sýnt
áhuga á Het Wapen. Het Wapen
Van Amsterdam var eitt glæsi-
legasta skip síns tíma, á heims-
höfunum búið um 40 fallbyssum
sem talið er að séu enn í skipinu,
því borun á strandstað hefur leitt
í ljós að aðalþilfar skipsins er til
staðar.
Tæp fjögur þúsund grunnskólanema um allt land þreyttu á fostudag síöasta
prófið af svonefndum samræmdum prófum, en á Húsavík varð að fresta
prófinu vegna versta veðurs, sem að sögn fréttaritara Mbl. hefur komið þar í
vetur. Var prófið tekið seinna um daginn, en niðurstöðum þess verður tekið
með ákveðnum fyrirvara að sögn Ólafs Proppé, formanns prófanefndar, þar
sem prófið var lesið að hluta til upp í útvarpi fyrr um daginn, eins og siður er
í samræmdum prófum. Meðfylgjandi mynd tók Ijósmyndari Mbl. Finilía
Björg Björnsdóttir í Hagaskóla, þegar prófið, sem var enskupróf, stóð sem
hæst.
Hagsmunir margra
fjölskyldna í veði
„ÞAÐ ER Ijóst að hér er um
mikla hagsmuni að ræða
fyrir fjölmargar fjölskyldur,
og ekki enn Ijóst hvernig
brugðist verður við,“ sagði
Davíö Kristjánsson, hjá
Reykiðjunni á Akureyri, í
samtaii við blaðamann Morg-
unblaðsins í gær. Reykiðjan
á Akureyri hefur á undan-
förnum árum unnið um 100
tonn af hrefnukjöti, en sú
vinnsia leggst niður með
banni á hvalveiðum.
Að sögn Davíðs hafa þrír bátar
lagt upp hjá Reykiðjunni undan-
farið, frá Akureyri, Húsavík og
Blönduósi. Tveir þeirra myndu
— segir Davíð
Kristjánsson á
Akureyri um bann
við hrefnuveiðum
geta farið á aðrar veiðar að öllum
líkindum, en erfiðara yrði það hjá
Akureyrarbátnum. Að sögn Dav-
íðs hefur hrefnuveiði einnig verið
stunduð frá Árskógsströnd, þar
sem aflinn hefur einnig verið unn-
in. Þá er einnig mikil hrefnu-
vinnsla á Brjánslæk á Barða-
strönd, þar sem tveir bátar frá
ísafirði hafa lagt upp. Davíð sagði,
að um eða yfir helmingur hrefnu-
vinnslunnar færi fram á Akureyri,
Við hrefnuveiðar hefur verið
notaður kaldur skutull, þar sem
talið er að hrefnan sé of lítil til að
skjóta á hana með sprengikúlu. Of
mikill hluti kjötsins myndi eyði-
leggjast. Kaldur skutull er bann-
aður frá og með árinu í ár, en þar
til hvalveiðum verður alveg hætt,
sagði Davíð, að hugmyndir hefðu
verið uppi um að drepa dýrin með
því að koma lofti í blóðrás þeirra,
sem dræpi þau þegar. „En þetta er
allt í athugun núna, og ég veit ekki
hvert framhaldið verður," sagði
Davíð, „en ég endurtek að hér eru
miklir hagsmunir í veði, það eru
fleiri en Hvalur hf. sem bíða tjón
af hvalveiðibanni."