Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN, fimmtudaginn 27. október 1949
230. blað.
Uppruni ísienzka búfjárins
Fyrir nokkru las ég greinar
i Baðstofuhjali Tímans, þar
sem deilt var um það, hvort
búfé hafi verið hér áður en
landnámsmenn komu, eða
þeir hafi flutt það með sér.
Þar sem mér fannst vera skil
ið við þessar umræður, án
þess að um greinilega niður-
stöðu væri að ræða, langaði
mig til að leggja orð í belg og
rifja jafnframt upp ýmislegt,
sem fram kom í áðurnefnd-
um greinum.
Þá er bezt að taka fyrst til
athugunar söguna af Hrafna
Flóka. í Landnámu segir svo:
„Þeir Flóki sigldu vestur yfir
Breiðafjörð og tóku þar land,
sem heitir Vatnsfjörður, við
Barðaströnd. Þá var fjörður-
inn fullur af veiðiskap, og
gáðu þeir eigi fyrir veiðum að
fá heyjanna, og dó allt kvik-
fé þeirra um veturinn".
Annar deiluaðila er þeirrar
skoðunar, að Flóki hafi kom-
ið hingað með fé. Hinn held-
ur því fram, að hann hafi
fundið þetta kvikfé hér og
eignað sér það. Ef við höll-
umst að síðari tilgátunni,
verður fyrir okkur sú spurn-
ing, hvers vegna fé Flcka féll.
ef stórar hjarðir lifðu vetur-
inn af. Þetta má skýra með
því, að féð hafi fallið á stór-
um svæðum, en ekki alls stað
ar. En hefði þessu verið svo
háttað, fer naumast hjá því,
að víða hefðu sézt merki eft-
ir slíka atburði. Má líklegt
telja, að beinagrindur og aðr-
ar" leifar af dauðum dýrum
hefðu varað Flóka við, svo að
hann hefði gætt þess að afla
heyjanna. Fyrri tilgátan, að
Flóki hafi komið hingað með
kvikféð, er því miklu senni-
legri.
Annar deiluaðili segir m.a.:
„Svo má athuga siglinga-
tækni Norðmanna og þá
reynslu, sem menn hafa af
fjárflutningum yfir hafið, og
þá munu fáir ætla, að Norð-
menn hafi komið með fé til
fslands" o s. frv. Og í sömu
grein segir hann: „Svo aug-
ljóst mál er það, að írarnir
hafa flutt hingað búfé, að
enginn  þarf  um  það  að
spyrja-----". Svona málflutn
ing er hæpið að viðhafa, þvi
að þarna stangast allt á. Ef
írarnir gátu flutt hingað fé.
hlýtur öllum að vera ljóst, að
Nórðmenn gátu það engu síð-
ur, því að Norðmenn voru
siglingaþjóð. en hvergi hefi
ég séð þess getið, að írar hafi
verið það.
'Ekki er víst, að öllum fari
sem greinarhöfundi, að telja
það augljóst mál, að írar hafi
komið hingað með búfé. Pap-
arnir voru einsetumenn, sem
settust hér að til að lifa ró-
legu og friðsömu lífi. Það er
sennilegt, að þeir hafi ver-
ið nægjusamir menn, og er
alls ekki víst, að þeir hafi
þurft að flytja hingað kvik-
fé. Vel má vera, að þeir hafi
aðeins lifað á veiðum og jarð
rækt. En með því að við höf-
um alls engar sagnir af dvöl
Papa hér, eru allar tilgátur
um þetta úr lausu lofti gripn
ar. Landsmenn fundu aðeins
fáeinar minjar þeirra I Pap-
ey, sem sanna, að þeir hafa
hafzt hér við. Aftur á móti er
engum blöðum um það að
fletta, að Norðmenn og ís-
lendingar (sem höfðu sams
konar siglingatæki) gátu flutt
kvikfé á milli landa.  Þegar
Eftir Þorstein Sæniundsson.
Eiríkur rauði fór til Græn-
lands, hefir hann haft með
sér kvikfé, a.m.k. hesta, ^því
að frá því er sagt. að hann
reið á hesti til skips á Græn-
landi. Frá því er einnig sagt,
að Þorfinnur karlsefni fór til
Vínlands, og hafði hann þá
með sér alls konar kvikfé. þvi
að hann ætlaði að nema land
ið ef hann gæti. Þetta stend-
ur í Þorfinns sögu karlsefnis
og Grænlendinga þætti.
í Landnámu segir svo: „í
þann tíma kom út skip í
Kolbeinsárósi, hlaðið kvikfé".
Annar deiluaðilinn telur
þessa frásögn Landnámu
þjóðsögu. Þegar farið er að
véfengja sannleiksgildi þeirra
heimilda, sem deilan bygg-
ist að öllu leyti á, er væg-
ast sagt komið út á hála
braut- Þó er rétt að athuga,
hvort þessi skoðun greinar-
höfundar hefir við eitthvað
að styðjast. Hann heldur því
fram, að sagan af Þóri dúfu-
nef og Flugu geti ekki verið
sönn, og þar af leiðandi sé
sagan um skipskomuna einn-
ig þjóðsaga. Það er fljótlegt
að sjá, hvort þetta getur stað i
izt. Greinarhöfundur segir, |
að Þórir dúfunef geti ekki,
verið uppi 930, þar sem hann
var leysingi Öxna-Þöris, en
höfundur telur hann (Öxna-
Þóri) hafa verið uppi svo
löngu fjirir þann tíma. Nú
hallast menn helzt að því, að
Hafursfjarðarorusta hafi stað
ið einhverntíma á árunum
885—900 (en ekki 872 eins og
áður var talið) og þá var
Öxna-Þórir á lífi. Frá þeim
tíma og til 930 eru aðeins 30
—45 ár, svo að vegna þessa
gæti leysingi Öxna-Þóris ver-
ið uppi 930. Það er því engin
ástæða til að véfengja þessa
frásögn Landnámu.
Þá vil ég taka til athug-
unar þau dæmi úr fornum
sögum, er sami greinarhöf-
undur telur benda til þess,
að Norðmenn hafi ekki kom-
ið hingað með kvikfé. Hann
spyr. hvers vegna Uni danski
hafi þurft að kaupa fé af
landsmonnum. Um þetta er
ekkert hægt að segja með
vissu, en margar ástæður
geta legið til þess, að hann
l flutti ekki með sér kvikfé
I hingað. Um það leyti var land
, ið ekki nærri fullnumið. Frá
l þessu segir svo í Landnámu:
.,Uni tók land þar sem nú heit
ir Unaós, og húsaði þar, hann
nam sér land til eignar fyrir
sunnan Lagarfljót, allt hérað
til Unalækjar". Það má telja
einkennilegt, ef ekkert kvik-
fé hefir verið á öllu þessu
svæði, hafi það verið á öðr-
um landnámssvæðum. Þá tel
ur greinarhöfundur, að gölt-
urinn Beigaður hafi verið
villigöltur. Um það er heldur
ekkert hægt að fullyrða, en
líklegra er, að Ingimundur
gamli hafi átt hann sjálfur.
%.ð lokum þykir greinarhöf
undi sennilegt, að hesturinn
föxótti og grái, sem fannst
hjá Flugu Þóris, hafi verið
hreinn íslendingur. Þess ber
að gæta, að landið var num-
ið að mestu, er þetta skeði,
svo að beinna liggur við að
ætla, að þetta hafi verið einn
af þeim hestum. eða af-
sprengi þeirra hesta, sem
landnámsmenn fluttu hingað.
Eru þá upp talin þau rök,
sem benda til þess, að Norð-
menn hafi komið með kvik-
fé til íslands. Ef landnáms-
menn hefðu fundið hér kvik-
fé. má fullvíst telja, eins og
áður hefir verið bent á, að
einhverjar reglur hefðu verið
settar um það, hversu menn
máttu eigna sér féð, líkt og
lög voru sett um það, hve
stór lönd menn máttu nema
sér- En um slíkt er hvergi
getið í fornum heimildum.
Frá Naddoði og félögum
hans er sagt svo m. a.: „Þeir
gengu upp í Austfjörðum á
fjall eitt hátt, pg sáust um
víða, ef þeir sæi reyki, eða
nokkur líkindi til þess að
landið væri byggt; og sáu
þeir það ekki". Hefðu þeir séð
kvikfé, er mjög sennilegt, að
þeim hefði fundizt það merki
um byggð. í Egils sögu
Skallagrímssonar er sagt, að
menn hefðu í fyrstu fátt kvik
fjár, hjá því er þurfti. Ef hér
hefði á annað borð verið
kvikfé fyrir, má telja víst, að
mikið hefði verið af því, sök-
um hinna góðu landkosta.
í Vatnsdælu segir svo frá
Ingimundi gamla: „Það sama
haust hurfu frá honum sauð-
ir og fundust um vorið í skóg-
um; þar heitir nú Sauðadal-
ur; og má af því marka lands
kosti, þá er í það mund voru.
að féð gekk allt sjálfala úti".
Ef Ingimundur gamli hefði
tekið féð hér, hefði það ekki
verið talið einstakt, að f éð gat
gengið sjálfala, er það hvarf
frá honum síðar. Furðulegt
mætti heita, ef allar sagnir
um það, að landnámsmenn
hefðu fundið hér kvikfé,
hefðu verið með öllu gleymd-
ar, þegar Landnáma og aðr-
ar íslendingasagnir voru rit-
aðar.
Athuga má í þessu sam-
bandi, að i Landnámu er sagt
frá þvi, að hér var fiskur í
hverri á og mikil veiðisæld.
Og á einum stað er getið um,
að menn fundu álftir á nesi
og kölluðu það Álftanes, en
hvergi er minnzt einu orði á,
að þeir hafi fundið hér kvik-
fé, og má þó öllum vera ljóst.
hve miklu mikilvægara atriði
það hefði verið í þeirra aug-
um.
Að lokum vil ég svo geta
þess, að ein aðalástæðan til
þess, að skógurinn hér eydd-
ist, er talin vera sú, hve bænd
ur beittu kvikfé sínu hlífðar-
laust á hann og létu bæði
sauðfé og nautgripi ganga
sjálfala í skógunum. Engin
ástæða er til að ætla. að skóg
urinn hafi fyrst látið á sjá af
þessum sökum, eftir að Land-
námsmenn komu hingað, ef
hér var áður kvikfé. Vil ég
svo ekki orðlengja þetta frek
ar, en það hygg ég, að flest-
ir muni vera rr)*r samdóma
um, að mestar líkur séu fyr-
ir því, að Norðmenn hafi
flutt með sér búfé hingað
jafnóðum og þeir byggðu
landið, en það hafi ekki ver-
ið hér fyrir, er þeir komu.
Hver fylgist með
tímanum ef ehhi
LOFTVR?
Fyrir nokkru kom maður utan af
landi með konu sína veika til
Reykjavíkur. Hún hafði veikzt
snögglega, bilast alvarlega á geðs-
munum og var flutt í bæinn til
þeirrar aðgerðar, sem auðnast
mætti.
Það var ekki neitt sjúkrahús til
að taka við þessari veiku konu
hér. Maður hennar fékk gistingu
fyrir þau á gistihúsi hjálpræðis-
hersins. Þar vakti hann yfir henni
ásamt hjálparmanni sínum, sem
með þeim hjónum var. Og þangað
kom læknir til konunnar.
Nú er skemmst frá því að segja,
að við þessa veiku konu var reynt
raflost, en það er aðferð, sem nokk
uð hefir verið notuð í Reykjavík
síðustu árin. Hún er sögð alveg
hættulaus, en ýmsir hafa fengið
bata á þennan hátt. Pólk, sem frá
barnsaldri hefir verið ósjálfbjarga
aumingjar og fólk, sem hefir þjáðst
af mjög slæmri brjálsemi, hefir
fengið bót meina sinna og farið að
vinna fyrir sér eftir slíka lækn-
ingu. Þannig dæmi eru til hér. Og
aðkomukonan þessi fékk heilsu
sína aftur eftir að hún hafði sætt
þessari meðferð.
Þetta er saga fyrir sig og ætti
að nægja til umhugsunar. Það var
ósköp lítið, sem þjóðfélagið sjálft
gerði til að greiða fyrir því, að
þessi umrædda kona fengi vit sitt
og heilsu á ný. Henni var ofaukið
á geðveikraspítala ríkisins á
Kleppi. Þar var fullskipað eins og
jafnan. Sumir segja, að áfengis-
sjúklingar úr Reykjavik skipi þar
jafnan nokkur rúm. Kn hvað sem
um það er, þá er þar lengstum
fullt. Og það mun flestum þykja
alvarlegt ástand.
En þó eru til menn, sem telja
það hafa verið happ fyrir konuna,
að hún komst ekki á Klepp. Það
er nefnilega sagt, að á geðveikra-
hæli íslenzka ríkisins sé aldrei gerð
tilraun til að lækna menn með
raflosti. Og þá er eðlilegt, að menn
álíti, að þeir, sem á þann hátt eru
læknaðir, hefðu ekki fengið bata,
ef þeir hefðu ekki fengið þá með-
ferð, sem læknaði þá. Og hvað
liggur þá beinna við en álykta, að
slíkir sjúklingar eigi heilsu sína
því að þakka, að þeir komust ekki
að á Kleppi?
I
i Þetta þykja að sjálfsögðu hörð
orð og sízt skal ég gera lítið úr
þeim ásökunum á sjúkrahús rík-
isins, að það noti ekki góða lækn-
ingaaðferð, sem mörgum hefir
hjálpað og sennilega gæti læknað
ýmsa, sem þar eru. En ef þetta er
rétt, er ástæðulaust að þegja um
það, en sé það ómerkur orða-
sveimur, er gott að tækifæri gefizt
til að kveða hann niður, því að
þessu trúa ýmsir.
Nú veit ég vel, að það er örð-
ugt fyrir leikmenn að segja um
það, hvar og hvenær ákveðin lækn
isaðgerð eigi við, en spyrja mætt-
um við samt, af hverju algeng
lækningaaðferð væri aldrei reynd
á stóru geðveikrahaeli, þar sem
margskonar sjúklingar dvelja.
Allra hluta vegna er petta mál
þannig vaxið, að rétt er að ræða
það.          Starkaður gamli.
Ktttttttttttttttttttittttt
Þýzkalands-viðskipti
Athygli manna skal vakin á því að hið heimsþekkta
firma AEG er nú aftur fært um að afgreiða flestar
rafmagnsvörur með stuttum fyrirvara, verðið er hag-
stætt. Allar nánari upplýsingar fyrir hendi hjá um-
boðsmönnum firmans.
BRÆÐURNIR ORMSSON
Vesfurgötu 3.
í| Bókara og búðarmann
ii  vantar lil Kaupfélags á Austfjjörðum.
|i
II
#
3 i»|ii> singar gefur
Kristjjón Kristjónsson.
£amt>an4 Ul Jatnt?MHujfé/a$a
l
Frestið ekki lengur, að gerast
áskrifendur TÍMANS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8