Tíminn - 15.09.1950, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.09.1950, Blaðsíða 3
202. blað. TÍMINN, föstudagfnn 15. september 1950. 3. KRISTINN GUÐLAUGSSON, Kristinn Guðla ugsson á Núpi er látinn. Hann lézt á sjúkrahúsi í Reykjavík 4. þ. m. eftir uppskurð, tæplega 82 ára að aldri. Þessa mæta og merka manns, verður hér lítillega minnst, en slíkum manni verður ekki að verðugu skil gerð í blaðagrein. Ég mun aðallega minnast þess þáttar í æfi þessa fjöl- hæfa og athafnaríka manns, er við kemur starfi hans í fé- lagsmálum sveitar og héraðs. Kristinn Guðlaugsson er fæddur 13. 11. 1868 á Þremi í Garðsárdal í Eyjafirði. For- eldrar hans voru: Guðlaug- ur Jóhannesson, bóndi þar og kona hans Guðný Jónasdótt- ir, bónda á Veturliðastöðum í Fnjóskadal. Voru foreldrar hans systkinabörn, frá Reykj um í Fnjóskadal af Reykja- ætt svokallaðri. Hafa foreldrar hans vafa- laust verið merkis- og dugn- aðarhjón, sbr. skrif hans í NÚPI í DÝRAFIRÐI í það stórvirki, að kaupa höf- uðbólið Núp í Dýrafirði, að áeggjan Kristjáns Oddsson- ar, bónda þar og eiganda jarðarinnar. Mun hann hafa treyst Kristni bezt til aö taka jörðina. Kristinn var þá fá- tækur af fémunum til slíks stórræðis, varð hann þó að bæta því ofaná, að byggja upp bæinn á fyrstu búskapar- árum sínum. Reisti hann þá timburhús á nýjum grunni, er stóð búskapartíð hans alla, þar til hann reisti steinhús með tveim íbúðum, ásamt sonum sínum.Hauk og Valdi- mar, er þeir tóku við búi 1937. Eins og sjá má, átti hinn ungi bóndi ærið verk að vinna: kaupa stóra jörð, I byggja upp á henni og korna upp stórum barnahópi. Mundi það hverjum meðaimanni, og bókunum: „Þegar ungur égjþó í gildara lagi væri, ærið •var“ og „Móðir mín“ og víð- ar. Jörðin var fremur erfið afdalajörð, er lá undir ágangi búfjár úr afréttinni og hef- ir lífsbaráttan þar eigi verið auðveld, en góður skóli þeim, er þar ólust upp. Kristinn dvaldi i foreldra- húsum til 18 ára aldurs, en þá lézt faðir hans. Móður sína hafði hann misst nokkru fyrr. Var hann síðan eitt ár vinnumaður, en næsta vetur lærði hann hraðskyttuvefn- að, og var næstu ár lausa- maður, en vann að vefnaði á vetrum. Árið 1890 fer hann í búnað- arskólann á Hólum og lauk þar námi 1892. Var hann nem andi Hermanns Jónassonar, skólastjóra, hins merka manns, og hefir hann vafa- laust haft mikil og góð áhrif :á þennan vel gefna nemanda sinn. Sama ár 1892, réðst Krist- Inn vestur í Dýrafjörð sem búfræðingur til Búnaðarfé- æfistarf, þó ekki kæmi ann- að til. En Kristinn á Núpi átti mörg spor um æfina utan Núps í annarra þarfir og þjónustu og til að sinna hugð arefnum sínum. Mundi það fróðlegt og til drjúgs skilningsauka á hon- um og hvílíku feikna starfi slíkir menn afkasta, ef vinnu stundir utan heimilis í ann- arra þarfir, en búsins, væru taldar, svo og þær, sem unn- ar eru heima að annarra mál efnum. Á þeim tímum þekktist það ekki, að alheimta daglaun að kvöldi, enda flest þessi störf unnin sem ólaunuð þjónusta við samfélagið, og væri að vísu fróðlegt að fá metið slikt til verðs, þó að slikt mat sé hégómi- hjá þeim ávöxt- um, er slík æfiönn gefur öðr- um, og grundvallast fyrst og fremst á því, að af gnægð hjartans sé gefið í fullri ó- eigingirni, og af brennandi lags Mýfahrepps, er þá var hugsjónaeldi framborið. -4 ára gamalt. j jjér á eftir verður nú vik- Var það mikil gæfa sveit ið að nokkrum þáttum í hinni •og héraði, er seint mun full- margþættu félagsmálastarf- þökkuð, því .að þessi vistferli semi Kristins á Núpi. •voru héraðinu til frambúðar, j því að í þessari sveit lágu Búnaðarfélagsfor- æfisporin úr því óslitið, að maöurinn. undanskildu vori og sumri strax á fyrsta ári dvalar 1894, er hann vann að jarða- sinnar í Mýrahreppi gengur bótum í Viðey, Engey, Reykja hann í Búnaðarfélag Mýra- vík og Seltjarnarnesi, og var hrepps (11. marz 1895) og er 1 kaupavinnu austur í Þing- eyjarsýslu um sumarið. Haust ið 1894 29. okt. kvæntist hann Hakel Jónasdóttur, smiðs Jónassonar frá Ásgeirsbrekku i Skagafirði. Voru þau jafn- aldrar. Rakel hafði gengið á kvennaskólann á Laugalandi, en starfaði sem skólaþjón- usta á Hólum, er Kristinn ■dvaldi þar. Rakel var hin mætasta kona og Kristins hægri hönd og ágætur lífsförunautur. Hún lézt vorið 1948. Börn þeirra eru: Sigtrygg- ur, nú bóndi í Kalastaðakoti á Hvalfjarðarströnd, Hólm- fríður, kennslukona í Reykja vík, Haukur, bóndi í Núpi, Haraldur, bóndi á Hauka- bergi, Valdimar, skipstjóri og bóndi á Núpi, Unnur, gift og búsett í Reykjavík, Ólöf og Guðný báðar í Reykjavík. Stúlkubarn misstu þau ungt. Jens Guðmundsson, fóstur- sonur þeirra, sjómaður, er bú settur á Þingeyri. Vorið 1896 ræðst Kristinn þá kosinn formaður þess. Starfaði félagið vel fram að aldamótum, og hafði bú- fræðinga jafnan í þjónustu sinni, en árið 1899 var felld tillaga frá formanninum um að taka mann til jarðabóta. Lögðust þá störf félagsins nið ur til ársins 1906, er það var endurvakið að tilhlutan Kris- ins. Tók þá annar maður við stjórn þess, þar sem Kristinn vildi láta reyna nýja krafta. Starfaði félagið nokkuð til 1910. en siðan ekki til 1915, en þá er það enn endurvakið og Kristinn kosinn formað- ur þess, og endurkosinn ár- lega til 1944, er hann baðst undan endurkosningu. Síðan 1915, hefir félagið starfað ó- slitið og látið margt til sín taka, annað en búnaðarmál, svo sem stofnun sparisjóðs i sveitinni, sem nú er 11 ára ganiall og orðinn all öflugur. En Kristinn hugsaði jafnan út fyrir sveit sína. Hann vann að þvi að stofnað yrði sýslu- samband búnaðarfélaganna hér, en upp úr þeim ætlun- um varð Búnáðarfélag Vest- fjarða stotnað árið 1907, og átti Kristinn mikinn þátt í stofnun þess. Var hann þeg- ar kosinn í stjórn þess og for maður þess frá 1919 og óslit- ið til 1947, að hann gaf þess engan kost að stýra því leng- ur. Hann hafði þá nýlokið við að undirbúa hin nýju verk- efni sambandsins, samkvæmt lögum um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir i sveit um. Kristinn mun hafa mætt á öllum fundum sambandsins frá stofnun þess, og þar til hann lét af formennsku, nema einum, (vegna sjúk- dómsforfalla). Stjórnarfundi hafði hann að jafnaði i jan úar og aðalfundi í apríl og nær ávallt á ísafirði, því þar var féhirðirinn búsettur.Varð hann oftast að fara gang- andi, oft báðar leiðir, yfir Breiðadalsheiði í misjöfnu færi. Síðustu ferðina fór hann gangandi fast við átt- rætt. Stjórn Kristins á samband- inu var ljúf og örugg, og hygg ég að allir, sem aðalfundi þess sátu, hafi dáð og þótt vænt um Kristínn, þó engin bein skipti hefðu við hann önnur. Sambandið lét, undir hans stjórn, fjöldamörg framfarar og umbótamál til sín taka, og léði þeim lið i orði og fjár- styrk, og mun flest það, er sambandið tók sér fyrir hend ur, verið tekið upp að tilhiut- an formannsins. Kristinn mætti á bænda- námskeiðum búnaðarsam- baridsins víðsvegar um Vest- firði og hélt þar fyrirlestra og varð mörgum fundargesti ógleymanlegur. Á sjötugsaf- mæli hans sæmdi sambandið hann heiðursgjöf. Fulltrúi sambandsins á Bún aðarþingi var hann frá 1924 til 1942 að hann baðst undan endurkosningu. Var hann þar að sjálfsögðu meðal fremstu Búnaðarþingsmanna og kaus Búnaðarfélag íslands hann heiðursfélaga 1941 til viður- kenningar fyrir mikil og ágæt störf í þágu landbúna.ðarins. Hann var og heiðursfélagi allra þeirra félaga og félags- ?amtaka, sem hann starfaði í, og fyrir, um æíina. Riddari var hann af Fálkaoröunni. Samvinnumaðurinn. Kristinn hefir ungur kynnst samvinnuhreyfingunni i átt- högum sínum. Snemma á búskaparárum sínum berst hann fyrir stofn un samvinnufélags um verzl- un í héraðinu og var í fyrstu ætlunin að það næði yfir svæðið frá Bjargtöngum að Gelti. Var stofnað pöntunar- félag rétt fyrir aldamótin með aðsetri á ísafirði. En fé- lagið var óheppið með kaup- stjórann, og urðu vörurnar allmjög dýrari en búist var við, og urðu forgöngumenn irnir fyrir fjártjóni, og varð ekki framhald af þeirri til- raun. En Kristinn á Núpi gafst ekki upp en hélt samvinnu- hugsj óninni vakandi, f lutti erindi um samvinnumál og ritaði um þau í sveitarblað. Árið 1919 er kaupfélag Mýr hreppinga stofnað, er fljót- lega varð Kaupfélag Dýrfirð- inga með aðsetri á Þingeyri. Kristinn vann manna mest að undirbúningi þess og var formaður þess frá byrjun og óslitið til 1948, er hann gaf ekki kost á sér lengur. Kaupfélagíð lenti í fjár- hagsörðugleikum í kreppu þeirri, sem fylgdi lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Varð því verk stjórnarinnar árum saman mikið og erfitt. Þar sem félagið hafði ekki ráð á miklu starfsmannahaldi, hlaut stjórnin að vinna fleira en annars er títt. Kom þá að sjálfsögðu mest starf og á byrgö á herðar formannsins, sem var fulltrúi og forsvars- maður félagsins út á við og mætti jafnan á aðalfundum S.Í.S., þar til Eiríkur Þor- steinsson varð kaupfélags- stjóri 1932. Stjórnin vann að sjálfsögðu án þóknunar fyr- ir störf sín. Félagið sýndi Kristni vott þakklætis og viðurkenningar er hann lét af formennsku þess, og nú heiðrar það minn ingu hans, með því að kosta útför hans. Þing- og héraðsmálafundir Vestar-ísafjarðarsýslu. Hér í sýslunni hófust fund- arhöld um búnaðarmál 1893. Var Kristinn einn af hvata- mönnum þessara funda. Fund irnir voru ekki haldnir árlega fyrr en eftir aldamót, en urðu löngu áður að fastmót- uðum fulltrúafundum með á- kveðinni tölu fulltrúa úr hverjum hreppi (4 og síðar 3). Fundir þessir hafa látið flest framfaramál héraðsins og landsins í heild til sins taka og áreiðanlega haft mikil áhrif. Kristinn á Núpi var frá upp hafi einn öflugasti stuðnings maður fundarhalda þessara, og lengi forseti þeirra. Hefir hann setið á þeim nær und- antekningarlaust. Hann hefir ritað sögu fund anna og er það vandað og mikið rit, og geymist handrit- ið í sýslubókasafni Vestur- ísafjarðarsýslu. í s. 1. júlímánuði var há- tíðafundur á Núpi, er var um leið fimmtugasti fundurinn. Þar hélt Kristinn á Núpi sína síðustu ræðu, þá mjög van- heill af banameini sinu. Flutti hann þar yíirlit yfir sögu fundanna og minntist frumherja þeirra. Var ræða hans skýr og skemmtileg að' vanda og krydduð léttri fyndni og bar engin rnerki um andlega afturför þessa helsjúka öldungs. Ræðumaður var Kristinn ágætur. Mjög létt um mál og flutti langa fyrirlestra blaða laust. Mál hans var lipurt og skemmtilega flutt og rökfast. Mátti hann ótvírætt mælsku maður heita. Gáfur hans voru miklar og víðfeðma og minnið frábært Lék hann það á yngri árum, að skrifa upp erindi, er hann hlustaði á, er heim kom, eftir minni. Ritfær var hann ágætlega, svo sem bækurnar: „Þegar ungur ég var“ og „Móðir mín“ bera með sér. Hann ritaöi og mikið i blöð og timarit. Þá ber hið myndarlega ár^rit Búnaðarsambands Vestfjarða sem hann gaf út i formanns- tíð sinni, rithæfni hans ljós- lega vitni. Sýslunefndarmaðurinii. . í sýslunefnd Vestur-ísa- fjarðarsýslu sat Krístinn frá 1924— 1942. Voru honum fal- in þar ýmis trúnaöarstörf. Var hanp i nefnd þeirri, er undirbjó hátiðahöld í héraði og þátttöku héraðsbua í Al- þingíshátíðinni á Þingvöllun. 1930. Var honum falíð að und irbúa reglugerðir um fjall- skil o. fl. er sýslunefnd setti, búa markaskrár undir prent- un o. fl» Oddviti yfirkjörstjórnar V.-ís. var hann frá 1915 til dauðadags. Kjörinn í iauds- dóm, er lög um hann iengu. i gildi. Stjórnmál lét Kristirm mil ið til sín taka. Var hann. heimastjórnarmaöur, en gekk. (Framhald á 5. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.