Tíminn - 25.03.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.03.1961, Blaðsíða 6
te TÍMINN, laugardaghm 25. marz 196L Ég híttf tvo kunningja mfna1 niSur í Austurstræti. — Hvert ert þú aS æða? spyr annar. — Ég ætla að finna Ferða- málafélagið. svara ég. — Er það ekki löngu dautt? segir hinn. — Það er þá a. m. k. aftur- gengið, ar>za ég — og þar með skildi með okkur. En ég sannfærðist brátt um það, þegar ég fór að hlusta á Gísla Sigurbjörnsson, For- mann Fe^ðamálafélagsins,. jð þarna voru engar vofur á fe’-ð heldur b'óðlifandi félagsskap- ur áhugatr.anna, sem eru þess fullvissir, að hægt er að gera Kálfastrandarvogar viS Mývatn — paradís húsln nær fullskipuð í sumar. ferðamanna. Mývetnsku gisti- Ferðamannaland framtíðarinnar Gengið á fund Ferðamálaféiagsins Vænta má þess, að hingað jkomi í vor víðfrægur þýzkur i kvikmyndatökumaður til þess : að taka landkynningarmynd ísland að einhverju eftirsótt-j csta ferðamannalandi heims- byggðarinnar, ef rétt er á máí- um haldið. Gísli Sigurbjömsson byrj- aði á því, eftir að rennt hafði verið í kaffibollana, að af- henda fréttamönnum álits- gerð mikla, sem franskux ferðamálasérfræðingur, er hér var á ferð í fyrra, Geoges LeBec að nafhi, hefur samið. Ekki er unnt að rekja hér ýt- arlega þessa ekýrslu en hún verður að sjálfsögðu kynnt öllum þeim, sem fyrir ferða- lögum útlendinga standa á þessu landi. Sex ferðamannasvæði En í stuttu máli leggur Frakkinn það til, að byggð verði upp 6 „ferðamanna- svæði“ á landinu. Þau eru: Reykjavík og nágrenni, Þing vellir og Hveragerði, Vestm.- eyjar, Búðir á Snæfellsnesi, Mývatn og nágrenni og mið- hálendið sunnanvert, milli Langjökuls og Vatnajökuls. En við þurfum að byrja á þvi að búa okkur undir að geta hýst þá ferðamenn, sem hingað vilja koma, Við þurf um að eiga ráð á 600 gisti- rúmum í Reykjavík í stað 320, sem nú eru fyrir hendi. Á Þingvöllum þarf að koma gistihús með 40 rúmum, í Hveragerði með 20, í Vesrt- mannaeyjum með 50, við Mý vatn hús með 40 rúmum og á Búðum með 30 rúmum. Ým iss konar aðstöðu annarri þarf og að koma upp á þess- um stöðum, sem gerir ferða mönnum eftirsóknarvert að dvelja hér, svo sem möguleik- um á að fá leigða báta til veiða og siglinga, íþróttavöll- um t.d. fyrir golfleik, það þarf að vera unnt að fá leigða hesta til styttri ferðalaga, litla flugvelli vantar við Mý- vatn, á Búðum og háendinu, svo eitthvað sé nefnt af því, sem brýnast er að byrja á. Varasamt er að auglýsa ís- land svo mjög sem eftirsókn arvert ferðamannaland fyrr en við höfum möguleika á að taka á móti mörgum gestum. Vonbrigðum megum við ekki valda. Aldrei fleiri fyrirspurnir Njáll Símonarson lét þess getið, að ísland væri nú kom ið inn á ferðaáætlanir allra helztu ferðaskrifstofa Evrópu og stórum meira væri nú um farmiðapantanir til íslands og fyrirspurnir um það en nokkru sinni fyrr. Gstihúsin við Mývatn væru þegar að me'Stu upppöntuð fyrir sum- arið og aðallega af erlendum ferðamönnum. Allar líkur bentu til, að við gætum ekki sinnt öllum þeim fyrirspurn- um, sem berast myndu frá erlendum ferðamönnum í vetur. Maðurinn minn Kristinn Magnússon Þingholtsstræti 23, andaðist að heimili sínu aðfaranótt 24. marz. Fyrir hönd vandamanna Guðrún Einarsdóttir Karl Kristjánsson húsvörður Menntaskólans i Reykjavík, andaðist í Bæjarspítalanum aðfaranótt fimmtud. 23. þ.m. ir. Dýrlegt að dvelja á Hoffelli LeBrec bað um að fá að dvelja tíma á afskekktum sveitabæ, sagði Gísli. Við send um hann austur að Hoffelli- Hann var yfir sig hrifinn af dvölnni þar og aðbúnaði öll- um. Mér finnst vert að geta þess, sagði Gísli ennfremur, að bændastétt landsins hefur verið í fararbroddi í gistihúsa málum. Raunverulega var það eins konar bændaflokk- ur, sem á sínum tíma átti megin þáttinn í þvi að koma upp Hótel Borg, bændur eru megin stofninn í þeim sam- tökum, sem byggt hafa Hótel KEA og Bifröst í Borgarfirði, og nú erú þeir að koma upp hvorki meira né minna en 90 gistiherbergjum í Bændahöll inni. Margt fleira sagði Gísli og félagar hans, sem ekki er rúm til að rekja hér nú en von- andi tefcsrt þeim að vekja þjóð ina til skilnings á því, að við eigum ómetanlegan dýrgrip til þess að laða að ferðamenn, þar sem ísland er og á því veltur aðeins, hvort við reyn umst menn til þess að færa okkur það í nyt. Stjórn Ferðamálafélagsins í skipa nú: Gísli Sigurbjörns- son, formaður, Agnar Kofoed Hansen, varaform., Eggert P. Briem, Njáll Símonarson. Lúð víg Hjálmtýsson og Ásbjörn í Magnússon. ssnaran ■■ m Til solu sláttuvél hliðartengd, kíl- plógur og sekkjalyfta á Fordson Major. — Gamla verðið. Fordumboðið: SVEINN EGILSSON h/f Laugavegi 105', sími 22466. Jaröarförin auglýst síðar. Guðrún Benediktsdóttir Hulda Karlsdóttir Benedikr Valgeirsson Auglýsið í Tímanum Heimkomustef til Þor- steins frá Gilhaga Fyrir nokkru andaðist Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga í Skaga- firði. Hann var búsettur í Rvík hin síðari ár en mun hafa óskað þess að fá að leiðarlokum að hvíla í faðmi Skagafjarðar, og því voru jarðneskar leyfar hans fluttar þang að til greftrunar. Gamall vinur Þorsteins, Jón Jónsson á Bessastöð- um í Sæmundarhiíð, mælti svo við heimkomu hans í Skagafjörðinn: Hann elskaði og dáði sína sveit, en sveitin reyndist honum ekki góð. Því fór það svo, að lífsins langa slóð lagðist í burt frá þessum kæra reit. Annarleg sför'f á annarlegri slóð, allt var þar rækt með þolgæði og dyggð. Á hann skein mild í annarlegri byggð annarleg sól, er var hans börnum góð. Um vorkvöld tíðum raulaði hann rótt — og röddin varð þá stundum björt og heit — um goðheimafjöll og gróðurprúða sveit, glampandi haf og sólskinsbjarta nótt. Hjá eru liðin öll hans æviél og ekkert framar vinnur honum grand. Nú er hann fluttur í sitt óskaland. Allt er þá gott, er sögu lýkur vel. Jón Jónsson, Skagfirðíngur. Félagsfundur verður haldinn í Iðhó sunnudag 26. marz kl. 2 e. h. — Dagskrá: Samningarnálin. Félagsmenn reu beðnir að fjölmenna. Stjórnin. Bankarnir verða iokaðir laugardaginn 1. apríi 1961 Athygli skal vakin á þvi a3 víxlar sem falla þriðjudaginn 28. marz verða afsagtiir mið- vikudaginn 29, marz séu beir eigi greiddir fyrir lokunartíma bankanna þann dag. LANDSBANKl ÍSLANDS BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS ÚTVEGSBAN&I ISLANDS IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF. VERZLUNARSPARISJÓÐURINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.