Tíminn - 09.01.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.01.1962, Blaðsíða 1
Drauganet, sem valda árlega stór- tjórci. Bls. 9 6. tbl. — Þriðjudagur 9. janúar 1962 — 46. árg. Þeir, sem vilja gerast áskrif- endur að blaðinu, hringi í 12323 Stillt út í glugga Hún hættir svo sem ekki verzlunin, þót’t jólin séu liðin Nú eru útsölurnar framundan, og þótt ekki sé útsala, þarf að gæta þess, að gluggarnir sýni fjötbreytta vöru — Ljósmyndari TÍMANS var niður i miðbæ um daginn og sá þá þessar stúlkur vera að stilla út sýnishornum í verzluninni London. Sú sem snýr baki í okkur vissi ekki um þetta, en það sést á hinni, að henni þótti gaman. (Ljósm. TÍMINN, GE) Hætta þeir að frysta? Bankarnir hafa nú stöðvað öll lán út á frysta síld. Mokafli er hjá bátunum eins og kunnugt er og geysiverðmæti í húfi. Skiptir það þjóðarbúið milljóna tugum, hvort síldin fer í bræðslu eða frystingu. Rúmenar, Tékkar og Austur-Þjóð'verjar hafa látið í ljós áhuga sinn fyrir að kaupa ótiltek- ið magn af frystri síld, fái þeir að greiða andvirði hennar í vör- um. „Hið keypta magn fer eftir greiðslumöguleikum þeirra, en þar sem skuld þeirra á vöruskipta reikningum á ísiandi er í hámarki, eru litlar sem engar líkur fyrir að unnt verði að selja frekafa magn nú á næstunni“, eins og segir í fréttatilkynningu frá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, sem blaðinu barst I gær í tilefni fund- ar, sem síldarframleiðendur héldu , í Reykjavík sl. föstudag vegna | synjunar bankanna að lána út á , síidina. Megn óánægja rikti á fundinum með þessa ákvörðun bankanna og var samþykkt áskorun á fundin- um um að hraðfrystihúsunum verðí gert kieift að framleiða til viðbótar 5 þús. tonn af hraðfrystri síld með því að bankarnir láni 2.50 kr. á hvert framleitt kíló og enn fremur að hráefnisverð verði ekki hærra en kr. 1.20 á kíló af þeirri síld, sem nýtt er ---------Það verður að krefj- ast þess að ríkisstjórnin geri nauð synlegar ráðstafanir til að tryggja I að sem mest verðmæti fáist fyrir | síidaraflann og að markaðir fyrir ! ísl. útflutningsafurðir séu ekki I eyðilagðir með óbilgirni og kreddu i ■ festu. MOLOTOV m VÍNARBORGAR Sovézka utanríkisráðuneytið tilkynnti i gær, að Molotov, fyrrum utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, væri á leiðinni til Vínarborgar til þess að taka aftur sæti sitt sem fulltrúi landsins í alþjóðlegu kjarn- orkumálanefndinni í Vínar- borg. Molotov var fulltrúi þar þangað til í sumar, jafnframt því sem hann var sendiherra Sovétríkjanna í Austurríki. Þessi tilkynning sovézka utan- ríkisi'áðuneytisins hefur komið mönnum mjög á óvart, þar sem Molotov hefur undanfarna mán- uði verið í mikilli ónáð eystra. Hann var leysf.ur frá öllum trún- aðarstörfum sínum í sumar og í ; haust var hann gagnrýndur mjög | harðlega á flokksþinginu í Moskvu. j Kúvending Þykir þetta því hin mesta kú- vending, að Molotov skuli nú vera á leið til sinna gömlu embætta. Hvorki í sovézka sendiráðinu í Vínarborg né í alþjóðlegu kjarn- orkumálanefndinni höfðu menn nokkra hugmynd um, að Molotov væri nálægur. Molotov var einn æðsti maður Sovétríkjanna um langan aldur, (Framhald á 15 síðu > STJORNMALIN Kaupmannahöfn, 6. janúar. Kvöldblað Berlings birtir í dag útdrátt úr viðtali, sem Parísarblaðið Le Monde hafði nýlega við Halldór Kiljan Lax- ness. — Ræðir Kiljan meðal annars um hugsanlegar ástæð- ur fyrir því, hve litlum vin- sældum bækur hans hafa átt að fagna í Frakklandi, en að- eins eitt af ritverkum hans, (Framhald á 15 siðui Molotov inn — Kiljan út

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.